Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGÚR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þversögn at- vinnuleysis og skorts á vinnuafli íslendingar streyma til Norðurlandanna í leit að vinnu og virðast fá hana, þó alls staðar sé atvinnuleysi. En tölumar segja ekki alla söguna, því að víða er stað- bundið atvinnuleysi í þéttbýli, en rífandi vinna úti á landi. Sigrún Davíðsdóttir ræddi ýmsa þætti atvinnuleysis við Hans Skov Christensen framkvæmdastjóra dönsku iðn- rekendasamtakanna. HANS Skov Christensen framkvæmdastjóri dönsku iðnrekendasam- takanna Dansk Industri er ekki sú manngerðin, sem hefur mörg orð um hlutina, en hann talar af þunga, enda með hávaxnari og sterklegri mönnum. Þegar talið berst að atvinnuleysi er svarið skýrt: Danir, og aðrir sem hafa komið sér upp kerf- um, sem draga úr vinnulöngun fólks, verða að snúa blað- inu við. Þetta kerfi er of dýrt og letjandi til lengdar. Og ráðið til þeirra, sem eru rétt að byrja að glíma við atvinnuleysi er að sjá til þess að láta fólk vinna fyrir bótunum. Dönsk um- fjöllun um atvinnu- leysið markast æ meira af því að nú er farið að vanta fólk í vinnu víða um land, um leið og atvinnu- lausum fækkar hægt. í sunnudagsfréttum danska sjónvarpsins var gengið á hóp fólks sem er á atvinnuleysisbótum og fólk spurt hvort það héldi að það gæti fengið vinnu ef það vildi í raun. Já, allir voru sannfærðir um að svo væri, en það hentaði ekki viðkom- andi. Einn notaði atvinnuleysisbæt- ur til að fjármagna nám sitt, annar var að leita að alveg sérstakri vinnu og svo framvegis. Og hvað myndi fólk gera ef bætumar væru lækkað- ar? Enginn velktist í vafa um svar- ið: Auðvitað fá sér vinnu. Alltaf erfitt að manna jaðarsvæðin Það kann að virðast undarlegt að íslendingar flytji til Norðurland- anna eftir vinnu, því at- vinnuleysi er alls staðar hátt, nema helst í Nor- egi. í Danmörku stefnir í um 10 prósent atvinnu- leysi í ár og samt Hans Skov Christensen Kerfið dregur úr vinnulöng- un fólks i ár og samt er hægt að fá vinnu hér. Hans Skov Christensen undirstrikar að at- vinnuleysisprósentan gefi ekki endi- lega rétta mynd af því hve margir séu að Ieita sér að vinnu. „íslending- ar fá vinnu hér, af því að fyrirtæk- in vilja ráða fólk sem vill fá vinnu. Þótt atvinnuleysið sé tíu prósent þýðir það ekki að tíu prósent séu að leita sér að atvinnu. Þetta er gjaman kallaður þversagnarvandi. Það er fræðilegt umræðuefni hve- nær það myndist svona flöskuháls- vandi og OECD hefur giskað á að hann myndist við 9-10 prósent at- vinnuleysi. Við það atvinnuleysis- stig getur komið upp sá vandi, að þó það sé atvinnuleysi á pappírnum, þá er ekki þar með sagt að allir þeir atvinnulausu vilji fá vinnu. Þá standa atvinnurekendur frammi fyrir þeim vanda að þeir geta ekki fengið það vinnuafl sem þeir þurfa, þrátt fyrir svo og svo mikið atvinnu- leysi. Þar í liggur þversögnin og þess vegna fá íslendingar vinnu hér. En maður þarf líka að hafa búið í Danmörku til að skilja að það skuli vera hægt að greiða út atvinnuleysis- bætur til fólks, um leið og það vantar vinnuafl. Hér er þetta ekki þver- sögn, heldur staðreynd, þó þetta ætti ekki að vera hægt. Hér er hægt að fá atvinnuleysisbætur í Kaupmannahöfn, þó það vanti vinnuafl á Jót- landi, þar sem vöxturinn hefur verið mun meiri en á Sjálandi. Svæðisbundið at- vinnuleysi og svæðis- bundinn skortur á vinnu- afli í sama landi er ekk- ert séreinkenni í Dan- mörku. Þess gætir í Nor- egi og mér skilst að sama sé á ís- landi, þar sem það er atvinnuleysi á Reykjavíkursvæðinu, en vantar fólk í vinnu úti á landi. Þarna er hægt að bregðast við með tvennum hætti, annars vegar að stytta þann tíma, sem atvinnuleysisbætur eru greiddar, eða að veita fólki styrki til að flytja þangað sem atvinnu er að fá, aðstoða með húsnæði, barna- gæslu og annað slíkt. Það hefur þó sýnt sig að það getur verið mjög erfitt að lokka fólk til Jótlands eða Norður-Noregs, líka af því það hjálpar ekki ef makinn missir þá atvinnuna. Ég held við verðum einfaldlega að horfast í augu við að það verður alltaf erfitt að manna jaðarsvæðin, sem liggja lengst burtu frá þéttbýliskjömunum. Og þetta er enginn nýr vandi. Ég man ekki betur en að Salka Valka snúist að hluta einmitt um þetta. Fólk vill í vaxandi mæli búa í þétt- býli og á móti því er erfítt að hamla.“ Slæmt að vera atvinnulaus - slæmt að vinna fyrir kaupi sem er ekki hærra en bætur Þegar maður flytur til Danmerk- ur frá íslandi, þar sem það hefur að minnsta kosti til skamms tíma þótt eðlilegt að taka þá vinnu sem býðst, þá blasir hér við tvískinnung- ur varðandi atvinnuleysi og vinnu. Annars vegar er fólki vorkennt í botn fyrir að vera atvinnulaust og hins vegar bent á að það taki því varla að vinna þegar kaupið er vart hærra en bætur, eða það geti bein- línis leitt til lægri ráðstöfunartekna, ef maður vill heldur vinna. „Já, þessa tvískinnungs gætir hér, því miður. Meðan efnahagslífíð var í lægð gátu yfirvöld látið vera að hvetja fólk til að leita vinnu, því fyrirtækin vantaði ekki vinnuafl. Það var þá engin ástæða til að senda þá út á vinnumarkaðinn, sem síst vildu vera þar, heldur var hægt að halda þeim uppi. En nú eru aðr- ir tímar og það vantar vinnuafl. En það verður líka að gera sér ljóst að tala upp á þrjú hundruð þúsund atvinnulausa felur þá staðreynd að það eru um átta hundruð þúsund einstaklingar sem einhvern tímann á heilu ári fá greiddar atvinnuleysis- bæturTÞetta snertir því margar fjöl- skyldur, en líklega eru ýmsir farnir að átta sig á að það verður að vinna úr þessu á annan hátt. Vísast verður brugðist við þess- um nýjum aðstæðum, en því miður líklega of hægt. Umræður eru hafn- ar um fjárlögin fyrir næsta ár og af þeim má marka að það eru farn- ar að koma sprungur í múr hefð- bundinnar hugsunar jafnaðar- manna, en enn sem komið er, eru það aðeins sprungur, ekki nein gliðnun." En nú sat hægri stjórn allan síð- astliðinn áratug og fram á þennan og lagði grunninn að kerfinu, sem nú er við lýði. „Já, það er rétt. Hún gerði sann- arlega ekki mikið til að laga þetta, en á móti verður að hafa í huga að hún var minnihlutastjórn, svo stjórnarandstaðan hafði mikið að segja og þar með jafnaðarmenn, sem eru tengdir verkalýðshreyfing- unni. En það verður Jafnaðar- mannaflokkurinn sem ákveður taktinn í breytingunum, en með- stjómarflokkar hans' á hægri vængnum hafa úrslitaáhrif á hve róttækar breytingarnar verða. Þetta verður meginefni fjárlagaum- ræðunnar í ár.“ Hvernig á þá að fara að því að vinda ofan af núverandi kerfi? „Það ætti að byija á, eins og nú er rætt, að huga að bótunum, bæði að stytta þann tíma, sem hægt er að. fá atvinnuleysisbætur, hugsan- lega að lækka þær fyrir ákveðna hópa og eins að, krefjast þess að fólk, einkum ungt fólk, vinni fyrir bótunum. Ef unga fólkið sér fram á að það verði skikkað til að vinna mun það nokkuð örugglega leiða til þess að það kýs sjálft'að finna sér vinnu. Iðnrekendasambandið hefur einnig lagt til að bæturnar verði greiddar í samræmi við hve fólk hefur verið lengi á vinnumark- aðnum. Það er engin ástæða til að borga það sama hvort sem viðkom- andi hefur verið ár eða tvö á vinnu- markaðnum eða þrjátíu." Kerfi sem kemur fólki hjá vinnu er miskunnarlaust Nú hafa Danir búið við atvinnu- leysi lengi og búa því að mikilli reynslu af viðureigninni. Hvaða ráð Atvinnuleysisbætur á danska vísu DANSKAR reglur um atvinnu- leysisbætur virðast einfaldar á pappírnum, en af umfjöllun um þær er ljóst að hægt er að sveigja þær og beygja á ýmsan hátt. Greiðslur til atvinnulausra eru tvenns konar. Annars vegar eru atvinnuleysisbætur til þeirra sem eiga rétt á bótum úr atvinnuleys- issjóðum. Aðrir fá framfærslu- greiðslur frá félagsmálastofnun- um. Bæði bæturnar og greiðsl- urnar er síðan hægt að drýgja með öðrum félagsbótum, til dæmis húsaleigustyrk og barna- bótum. Til að eiga kost á atvinnuleys- isbótum þarf viðkomandi að hafa greitt í atvinnuleysissjóð í að minnsta kosti eitt ár og hafa haft vinnu í 26 vikur eða meira undanfarin þrjú ár. Atvinnuleys- isbætur nema rétt rúmum 2.500 dönskum krónum á viku, um 10.500 krónum á mánuði, eða um 115 þúsund íslenskum krónum. Námsmenn sem ekki fá vinnu að námi loknu geta fengið bætur ef þeir hafa greitt í atvinnuleysis- sjóð. Þeir fá þó ekki fullar bæt- ur, heldur áttatíu prósent af full- um bótum. Atvinnuleysisbótum er hægt að halda í allt að sjö ár. Á því timabili eru gerðar ýmsar kröfur um að viðkomandi burfi að taka þá vinnu sem honum er boðið i gegnum vinnumiðlunina. Eftir tveggja ára atvinnuleysi fær við- komandi tilboð um vinnu í tólf mánuði og svo aftur eftir fimm ár, sem bráðlega verður breytt I fjögur ár. Sérstök áhersla er lögð á að finna vinnu handa ungpi fólki til að halda því gangandi. Bæturnar eru eins og hveijar aðrar tekjur og af þeim er greiddur skattur, en þó sleppa bótaþegar við fimm prósent vinnumarkaðsskatt sem launþeg- ar þurfa að greiða. Þessi skattur mun hækka í átta prósent á næstu árum. Þeir sem ekki hafa greitt í atvinnuleysissjóð geta ekki feng- ið greiðslur þaðan, en fá fram- færslugreiðslur frá félagsmála- stofnunum. Þær eru venjulega Iægri en bæturnar og eru ekki ákveðin upphæð, heldur metur félagsmálastofnun þær eftir að- stæðum viðkomandi. Bæði þeir sem eru á atvinnuleysisbótum og framfærslugreiðslum geta svo fengið aðrar félagslegar greiðsl- ur, eins ogtil dæmis húsaleigu- styrk og barnabótaauka. Húsa- leigustyrkurinn getur numið um tólf þúsund íslenskum krónum á mánuði og barnabótaaukinn tæp- lega fimm þúsund krónum með hverjú barni. gæfírðu landi, þar sem atvinnuleysi er rétt að byrja að láta á sér kræla? „Fyrst og fremst að það er misk- unnarlaust til lengdar að koma upp kerfi þar sem fólk kemst upp með að koma sér hjá vinnu. í upphafi er slíkt líf kannski þægilegt, en reynslan sýnir að þeir sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðarins komast tæplega aftur af stað í vinnu. Þess vegna skiptir öllu máli að byija fljótt á að krefjast þess að fólk vinni fyrir bótunum. Það hefur líka yfirleitt þau áhrif á ungt fólk að það leitar sér sjálft að vinnu.T- Þeim atvinnulausu er ýmist beint að félagslegum greiðslum, at- vinnuleysisbótum eða eftirlaunum fyrir eftirlaunaaldur og virðast leiksoppar bæjarfélaga og ríkis. „Fólki er ekki kastað á milli þessara kerfa, heldur sækir það þangað sem greiðslurnar eru hæst- ar. Ef félagslegu greiðslurnar koma betur út, liggur straumurinn þangað og svo framvegis. í Dan- mörku eru atvinnuleysisbætur hærri en eftirlaun sem tekin eru fyrir eftirlaunaaldur og því er sótt í bæturnar en ekki eftirlaunin. Þeir sem stýra þessu kerfum verða að átta sig á að eftirsóknin í þau stýrist af hvað þau hafa upp á að bjóða.“ Atvinnuleysi sem lífsstíll - gjöfult bótakerfi brýtur niður siðferðið Um sextán prósent þeirra sem eru undir 65 ára aldri eru á eftir- launum og að viðbættum tíu pró- sentum sem eru atvinnulaus þá er um fjórðungur fólks á atvinnu- skeiði á framfærslu ríkis eða sveit- arfélaga. Hvaða augum lítur þú þessar tölur? „Dæmið snýst um marga ein- staklinga, mjög marga. Skýringin liggur að hluta í að undanfarinn aldarfjórðung eða svo þá hefur þróast hér menningarkimi í skjóli þess að hægt er að komast af á bótakerfinu. Við stöndum nú uppi með ungt fólk sem er af annarri kynslóð atvinnulausra. Með öðrum orðum þá er það atvinnulaust, er börn atvinnulausra og hefur alist upp í atvinnuleysismenningu með tilheyrandi lifnaðarháttum. Þessu höfum við ekki efni á lengur. Skattaokið er þungt, en samt er opinberi geirinn ekki sérlega stór í Danmörku. Skólar og sjúkrahús eru í niðurníðslu af því peningarn- ir fara í bótakerfið. Önnur hlið þessa kerfis er svo að fólk hefur komist upp á að hafa bæturnar, en drýgja þær með vinnu sem ekki er gefin upp til skatts. Með öðrum orðum þá er kerfið hið ábatavænlegasta fyrir þá sem kunna að nota sér það, en brýtur um leið niður allt siðferði. Þetta gat gengið í einhvern tíma, en ekki lengur. Við erum ekki svo sterkir á siðferðissvellinu að við þolum slík- ar freistingar, án þess að misnota þær.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.