Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Charlotta Ólöf Gissurardóttir fæddist í Reykjavík 16. janúar 1916. Hún lést á Landspít- alanum 7. septem- ber síðastliðinn eft- ir stutta sjúkralegu. Foreldrar hennar voru Helga Jens- dóttir, ættuð frá Önundarfirði, og Gissur Filippusson frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi. Ólöf átti fimm hálfsystk- in. Sammæðra voru Ragnar, Marinó og Viktoría Dagmar. Samfeðra voru Gunn- í NOKKRUM orðum langar mig að minnast Ólafar eða Lóu eins og hún var jafnan kölluð. Sem smástelpa kynntist ég Lóu, þegar Eiki móðurbróðir minn og hún komu í heimsókn til okkar á Reyð- arfjörð. Þá nýgift. Alveg síðan þá höfum við verið vinkonur þó ald- ursmunurinn hafi verið mikill. Heimili þeirra hjóna hér í Reykja- vík stóð okkur systkinunum opið þegar við hleyptum heimdraganum og komum suður. Oft kom ég í heimsókn til þeirra fyrstu ár mín hér fyrir sunnan og man ég glöggt hve gleði þeirra var mikil með litla drenginn sinn, Gissur Bjöm. Lóa var mikill fagurkeri og var sífellt að breyta, bæta og fegra í kringum sig. Einnig hafði hún yndi af falleg- um söng og naut þess að hlusta á sígilda tónlist. Þegar árin liðu og ég eignaðist sjálf böm, nutu þau einnig væntumþykju Lóu. Var því oft hátið í bæ þegar Lóa og Eiki komu í heimsókn. Aldrei komu þau tóm- hent. Það vissu bömin mín fyrir víst og komu því yfirleitt hlaup- andi heim þegar von var á þeim. Sjaldan hef ég kynnst jafn sam- hentum og samrýndum hjónum og ar og Kristín. Á gaml- árskvöld árið 1955 giftist Ólöf eftirlif- andi eiginmanni sín- um, Ragnari Eiríki Björnssyni, f. 30. september 1914, frá Grófarseli í Jökulsár- hlíð. Sonur þeirra er Gissur Bjöm, f. 5. nóvember 1956. Syn- ir Ólafar frá fyrra hjónabandi era Franz og Ágúst Gíslasynir. Ólöf verður jarð- sungin frá Aðvent- kirkjunni, Ingólfs- stræti 19, í dag og hefst athöfn- in kl. 13.30. þeim. Þessi góðlátlega glettni og virðing, sem þau sýndu hvort öðra var aðdáunarverð. Eiki minn. Það hlýtur að vera huggun harmi gegn að eiga svo góðar minningar um elskulega eig- inkonu og gott að ylja sér við þær þegar söknuðurinn sverfur að. Eg og fjölskylda mín sendum þér, Gissuri, Frans, Gústa og öðr- um aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Birna. Að frátöldum fyrstu fimm áram ævi minnar kynntist ég pabba og mömmu tæpast fyrr en ég var orð- inn fullorðinn maður. Örlögin hög- uðu því svo - eða á ég kannski að nefna hlutina réttum nöfnum: langar fjarvistir pabba sem var illa launaður farmaður, oft á erlendum skipum; fátæktarbasl kreppuár- anna sem gerði að verkum að mamma átti fullt í fangi með að sjá sér og tveim ungum drengjum farborða; breska hemámið sem gerði Reykjavík að viðsjárverðum stað fyrir börn. Stríðsgróðinn - þetta undarlega íslenska „efna- hagsundur" - var enn ekki kominn til skjalanna vorið 1941 þegar ég var settur fimm ára gamall í fóstur austur í Fljótshverfi - hjá mér óskyldu en engu að síður einstöku sómafólki sem ég minnist einungis af þakklæti og með hlýju. Eftir áratugs vist á Núpum í Fljóts- hverfi - þeirri afskekktustu og austustu af „sveitunum milli sanda“ - tók við skólavist að Skóg- um og Laugarvatni og síðan nám í Þýskalandi, þannig að ég var kominn nær þrítugu er ég fór að hafa fasta búsetu í Reykjavík þar sem mamma bjó allt sitt líf. Pabbi var þá dáinn en honum kynntist ég aðeins eitt sumar á mennta- skólaárum mínum er við gengum saman til erfiðisvinnu. Þótt ég væri fjarverandi veit ég að kjör mömmu voru hörð og miskunnarlaus framan af ævi - eins og raunar alls ómenntaðs al- þýðufólks á fyrri hluta þessarar aldar. Pabbi heitinn „skaffaði“ ekki vel eins og sagt var, hefði trúlega ekki getað það þó hann hefði viljað því farmannslaunin voru smánarlega lág og breysk- leiki hans gagnvart Bakkusi tók sinn toll. Lund hans var líka hörð, brynjuð af ævilöngu striti og basli - helst að það glitti í viðkvæma sál og fróðleiksþyrstan anda undir skelinni þegar hann var við skál, innri mann þess sem þindarlaust erfiði og kröpp kjör höfðu svipt möguleikanum til að menntast og búa sér og sínum þægilegra líf. Hann var tuttugu árum eldri en mamma og sambúð þeirra var ábyggilega ekkert sældarlíf. En mamma var glaðvær kona og æðralaus, leitaði sér auk þess huggunar í trúnni. í þeim efnum var hún leitandi lengi framan af uns hún fann endanlegt athvarf hjá sjöunda dags aðventistum þar sem ég hygg að hún hafi fundið þann frið og það jafnvægi hugans er hún hafði lengi leitað. í efnalegu tilliti fór ekki að rofa til fyrir henni fýrr en eftir að hún hóf búskap með seinni manni sín- CHARLOTTA ÓLÖF GISSURARDÓTTIR SIGURGEIR SVERRISSON Sigurgeir Sverrisson var fæddur á Blönduósi 14. október 1948. Hann lést 6. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Elísabet Þórann Sigurgeirsdóttir frá ísafirði og Jó- hann Sverrir Krist- ófersson, fyrrum hreppstjóri á Blönduósi. Systkini hans eru: Kristófer Sverrir, Hildur Björg, Jón og Sverrir. Fyrri kona Sigurgeirs var Jóna Sigríður Guðmundsdóttir frá Laufási við Hvammstanga. Böra þeirra eru Guðmundur Jóhann, unnusta hans er Mar- grét Gunnarsdóttir; Ólöf Ragna, eiginmaður hennar er Sigurður Páll Tryggvason og synir þeirra Sindri Már og Adam Lárus; Kristófer Skúli _ og unnusta hans Ást- hildur Dóra Þórs- dóttir. Með seinni konu sinni, Huldu Baldursdóttur frá Blönduósi, átti hann dóttur Elísabetu Þór- unni, hennar unnusti er Ingólfur Pálmi Heimisson. Börn Huldu og fyrri manns hennar, Baldurs Baldurssonar, eru Jónína og Baldur Reynir. Sambýliskona hans síðustu árin var Vigdís Bragadóttir. Útför Sigurgeirs fer fram frá Blönduskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. ÉG FRÉTTI það í dag að hann pabbi minn væri dáinn. Nú er tóma- rúm í hjarta mér, tómarúm þar sem hann var. Ég veit að ég mun fylla það aftur þegar ég hætti að syrgja hann og fer að vita að hann er í öðrum heimi, betri en þessum og ég veit að við munum hittast aftur þegar ég fer. Þangað til mun ég alltaf hugsa fallega til þín alveg eins og á meðan þú varst hér. Ég óska þess að þú fínnir frið í hjarta þér og ég veit að guð mun styðja pig. Við sendum þér okkar bestu kveðjur. Þín dóttir Ólöf Ragna. Sumarið 1992 efndu niðjar hjón- anna Ingibjargar Þ. Jóhannsdóttur og Sigurgeirs Sigurðssonar, sem bjuggu öll sín hjúskaparár á ísafirði, til ættarmóts. Þar var fjöl- menni. Margt var sér til gamans gert. Einn af þeim sem leiddi gleð- ina var Sigurgeir Sverrisson, hvers manns hugljúfi, sonur hjónanna Elísabetar Þ. Sigurgeirsdóttur og Sverris Kristóferssonar, fyrrver- andi hreppstjóra þeirra Blönduós- inga. Honum var einkar lagið að létta lundu ættingja, enda hrókur alls fagnaðar. Best tókst honum þegar nikkan lék í höndum hans og viðstaddir sungu af hjartans lyst. Þá lék bros í augum hans sem á vörum. Nú er Sigurgeir Sverrisson all- ur, langt um aldur fram, tregaður af öllum sem gerst þekktu hann. Hann ólst upp hjá foreldrum sín- um á Blönduósi, þriðji í röð fimm systkina. Foreldrar og systkini kveðja hann að leiðarlokum og minnast margra góðra daga sem þau áttu saman. Faðir hans gengur ekki heill til skógar og dvelur nú á héraðshælinu á Blönduósi. Silli, eins og hann var ævinlega kallaður af ættingjum og vinum, var hvers manns hugljúfi. Hann hafði óvanalega létta lundu, var einkar greiðvikinn og alltaf tilbú- inn til aðstoðar ef til hans var leit- að. Silla var margt til lista lagt, en það sem upp úr stóð hjá mörgum var nikkan hans. Hann og hún áttu einkar vel saman og töfruðu fram gleði og kátínu. Þeir vora ófáir dansleikirnir á Vestfjörðum þar sem hann þandi nikkuna sína, en hann bjó um nokkurra ára skeið á ísafirði. Þá verður okkur ættingj- um minnisstætt ættarmótið 1992 sem fyrr er frá sagt. Mig langar til að muna hann eins og hann var þar, í hlutverki gleðigjafans, sem stráði hlýrri kátínu á báðar hendur. Nú hefur hann ýtt úr jarðvistar- vör. Það gerum við öll fyrr eða síðar. Mig langar í þessum fáu orðum að kveðja frænda minn og þakka honum fyrir gömlu, góðu árin, þegar hann kom í heimsókn til frænku sinnar ásamt systkinum sínum. Þá var oft glatt á hjalla og stutt í brosið hans. Megi það ljóma í spegli eilífðarinnar. Börnunum hans fjórum og öðr- um ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þorgerður Sigurgeirsdóttir. um, Ragnari Eiríki Bjömssyni, harðduglegum og traustum verka- manni ættuðum úr Jökulsárhlíð austur. Stjúpfaðir minn er ekki aðeins strangheiðarlegur maður og vel greindur heldur einnig gæddur þeirri hjartahlýju, rósemi hugans og umframt allt þeirri glaðværð og glettni sem megnaði að létta mömmu marga raun og búa henni bjart ævikvöld. Þau komu sér upp íbúð í Breiðholti upp úr 1970 og ég held að mér sé óhætt að segja að þar hafí mamma loksins flutt inn í húsnæði sem ekki var á eða undir mörkum þess sem kalla má mannsæmandi og heilsusamlegt. Kjallaraholan á Kirkjugarðsstíg - eina vistarveran þar sem ég minn- ist mömmu úr bernsku - var saggafullt og niðumítt greni. Að minnsta kosti get ég fullyrt að íbúðin í Þórafelli 2 var sú fyrsta og eina sem mamma bjó í og gat búið sér hlýlegt og vistlegt heimili þar sem henni leið vel innan eigin veggja. Mér fer hins vegar eins og svo mörgum - mér þó kannski enn fremur en mörgum vegna hins langa aðskilnaðar okkar mömmu þegar ég var barn og unglingur: bemskuminningar mínar um hana eru bjartastar - og mig langar að kveðja mömmu með einni slíkri, lítilijörlegri smámynd úr hvers- dagsleikanum, en af einhveijum ástæðum era það slíkar myndir sem oft sækja á hugann þegar ald- urinn færist yfir og það fer að djarfa fýrir þeim ódáinsökram ei- lífðarinnar þar sem ég sé mömmu reika núna, glaða og reifa. Það var sumardagur á Hóla- vallatorgi: farið var að halla af degi og síðdegismolla því sólin hafði skinið í heiði allan liðlangan daginn. Ég var fjögurra ára og kom lafmóður á æðisgengnum flótta ofan af Landakotstúni og kastaði mér í örvæntingu í fangið á ungum manni sem sat á öðrum bekknum gegnt norðurvegg gamla kirkjugarðsins. Á hæla mér hljóp luralegur gjammandi hvolpur og reyndi að glefsa í fæturna á mér en snarstansaði þegar ungi maður- inn lyfti hendinni og hvessti á hann augun. Stríðsöskur strákahópsins við kirkjugarðshornið „urrdan bítt- ann, urrdan bíttann“ þögnuðu líka þegar þeir sáu bjargvætt minn. Þeir snéru við og töltu skömm- ustulegir niður Ásvallagötuna, hvolpurinn sneri við og trítlaði með lafandi rófuna á eftir þeim. Ég klöngraðist úr fangi unga mannsins og settist á bekkinn við hlið hans. Mér var runnin mæðin og hjartað hætt að hamra. Ungi maðurinn var ræðinn og tók að forvitnast um hagi mína. Hvar ég ætti heima? Hérna við hliðina, á Kirkjugarðsstígnum. Pabbi? Hann er úti á sjó. Alltaf úti á sjó. Og mamma? Heima að passa litla bróður. Hún var að koma úr vinn- unni. Hann var bara eins árs. Hann má ekki fara út fyrir hliðið. Hvað mamma sé gömul? Það veit ég ekki! Ég horfi vandræðalegur á bjargvætt minn. Þessi spurning hafði aldrei hvarflað að mér: hvað mamma sé gömul! Mamma var bara mamma og aldur skipti bara máli þegar maður var fjögra ára, fimm, kannski tíu. Þegar ég hins vegar sá spurnarsvipinn í andliti mannsins sem bjargaði mér undan þessum hræðilega „Urrdanbítt- ann“ varð mér ljóst að ég varð að gera eitthvað. Ég hljóp eins og byssubrenndur niður á Kirkju- garðsstíg. Þegar ég kom til baka var ég orðinn lafmóður aftur: Mamma er rúmlega tvítug, stundi ég upp móður og másandi. En af því ég skildi ekki almennilega orð- ið „tvítug“ fannst mér svarið ein- hvern veginn ófullnægjandi svo ég flýtti mér að bæta við: En hún er fallegasta mamma í heimi! Mér var í mun að votta þessum manni þakklæti mitt, manninum sem bjargaði mér frá óargadýrinu: Og hún ætlar að gefa mér skíðasleða í vetur og hún gefur mér alltaf fimmeyring þegar ég fer fyrir hana út í Rikkabúð, stundum tí- eyring! Það er annaðhvort fimm karamellur eða tíu súkkulaðikúlur hjá Rikka! Ungi maðurinn brosti, stóð svo upp og kvaddi og stuttu síðar rölti ég heim þar sem glaðlegt brosið á mömmu nægði til að lýsa upp dimma og raka kjallaraholu. Franz Gíslason. GUÐMUNDA KRISTÍN SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR + Guðmunda Kristín Sigríður Júlíusdóttir fæddist í Reykjavík 12. mars 1922. Hún andaðist á sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 7. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Júl- íus Magnússon, f. 12.7. 1883, d. 4.1. 1931, verkamaður í Reykjavík og Jónína Margrét Jónsdóttir, f. 17.1. 1891, d. 6.9. 1970. Systkin hennar eru Sig- urður, f. 4.12. 1917, Guðrún, f. 30.4. 1920, Jóhanna Svanhvít, f. 19.12. 1923, Guðmundur Ósk- ar, f. 3.12. 1926, Valur, f. 13.3. 1928, og Sverrir, f. 27.10. 1929. Guðmunda giftist 25.3. 1950, Jóni Sv. Kristinssyni gullsmið, f. 31.12.1924, d. 5.4.1955. Hann var sonur Kristins Björnssonar gullsmiðs á Siglufirði og Ragn- heiðar Jóhönnu Jónsdóttur hús- móður. Dóttir Guðmundu frá því fyrir hjónaband er Hafdís K. Ólafsson, f. 13.3.1942, starfs- maður við Sjúkrahús Siglufjarð- ar, gift Hinriki Aðalsteinssyni kennara á Siglufirði og eiga þau þijú böra. Börn Guðmundu og Jóns eru: 1) Júlíus, f. 3.2. 1951, rafeindavirkjameistari, búsett- ur í Kópavogi, kvæntur Guð- rúnu Erlu Björasdóttur leik- skólakennara og eiga þau þrjú böra. 2) Jóhann, f. 1.6. 1952, vélstjóri á Siglufírði, maki hans er Kolbrún Símonardóttir og eiga þau einn son en Jóhann eignaðist einn son áður. 3) Jón- ína Kristín, f. 12.11. 1955, maki hennar er Sigurður Friðriksson og starfa þau bæði við Sundhöll og íþróttahús Siglufjarðar og eiga þijá syni. Utför Guðmundu var gerð frá Fossvogskirlgu 14. september. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfír þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðuli rennur, rðkkvar fyrir sjónum þér hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Með þessum orðum vil ég minn- ast ömmu minnar sem nú hefur kvatt þennan heim. Barátta henn- ar við veikindi sín er nú á enda og vonandi líður henni vel þar sem hún er nú. Ég og fjölskylda mín sendum bömum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Guðmunda Harpa Júlíusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.