Morgunblaðið - 25.04.1995, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 25.04.1995, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 ^TJÖRNUB íó VINDAR FORTÍÐAR Sýnd i A - sal kl. 8.50 og 11.15. Stuttmynd Ingu Lísu Middleton, „i draumi sérhvers manns" verður sýnd á undan. Á KÖLDUM KLAKA Sýnd kl. 7. SÍÐASTA SINN. MATUR, DRYKKUR, MAÐUR, KONA Sýnd kl. 4.50. SIðasta sinn BARDAGA- MAÐURINN Van Damme er kominn aftur og hefur aldrei verið betri! Bönnuð inna 16 ára. STREET FIGHTER LEIKURINN STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Derhúfur og boðsmiðar á myndir í STJÖRNUBÍÓi. Verð kr. 39,90 mínútan. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÓDAUÐLEG ÁST ( „IMMORTAL BELOVED" ) FRUMSÝND Á MORGUN ELIZABETH Hurley fagnar með unn- usta sínum Hugh Grant. ELLE McPherson og félagi hennar Tim Jeffery voru á meðal gesta. TONY Curtis með nýjustu vinkonu sinni, Jill Van Den Burg. Ný rós í hnappa- gatið hjá Hugh Grant ENN EINN sigurinn féll í skaut Fjórum brúð- kaupum og jarðarför þegar gamanmyndin hreppti fimm BAFTA-verðlaun í London á sunnudaginn var, en þau hafa oft verið nefnd bresku óskarsverðlaunin. Fjögur brúðkaup var valin besta kvikmyndin, Mike Newell besti leikstjóri, Hugh Grant besti leikari, Kristin Scott Thomas besta leikkona í aukahlutverki og auk þess fékk myndin sérstök verðlaun fyrir að vera valin vinsælasta myndin af áhorf- endum. Bandaríska leikkonan Susan Sarandon var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í myndinni „The Client" og breska leikkonan Joanna Lumley var valin besta leikkona í gamanmynd fyrir hlutverk sitt í „Absolutely Fabulous". Weldon verðlaunin voru veitt fyrir hjartnæmt viðtal við breska leikritaskáldið Dennis Potter, þar sem hann talaði um bar- áttu sína við krabbamein. Meðan á viðtalinu stóð tók hann morfín til að lina þjáningar sínar. Á meðal þeirra sem sóttu verðlaunaafhend- inguna voru Tony Curtis, Raquel Welch, Mich- ael Caine, Greta Scacchi, Elle McPherson, Gina Lollobrigida, Joan Collins og John Travolta. Enn einu sinni stal Elizabeth Hurley senunni af bónda sínum Hugh Grant, þegar hún mætti í flegnum bleikum kjól hönnuðarins John Galliano. Hún vakti líka athygli á sínum tíma þegar hún mætti í svörtum kjól hönnuðarins Versace, sem var haldið saman með öryggisnælum, á frumsýningu Fjögurra brúðkaupa í fyrra. GRETA Scacchi og Joanna Lumley við komu sína á hátíðina. Enginn dans á rósum KVIKMYNDIN „While You Were Sleeping" með Söndru Bullock í aðalhlutverki halaði mest inn í Bandaríkjunum sína fyrstu sýn- ingarhelgi eða um sex hundruð miHjónir króna. Lífið er þó eng- inn dans á rósum hjá leikkonunni um þessar mundir því nýlega slitnaði upp úr sambandi hennar við Tate Donovan, sem lék á móti henni í myndinni „Love Potion No. 9“. í samtali við USA Today segist leikkonan ekki vera upp á sitt besta þegar kemur að því að fara á stefnumót við karl- menn. „Ég er mjög kröfuhörð," segir Bullock. „Það hefur verið farið illa með mig oftar en einu sinni.“ FOLK Krýning- armessa Mozarts KAMMERSVEIT Hafnarfjarð- ar og Kór Hafnarfjarðarkirkju ásamt einsöngvurum fluttu fjögnr af verkum Mozarts á tónleikum í Hafnarfjarðar- kirkju á sunnudaginn var. Mar- grét Bóasdóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir, Guðlaugur Vikt- orsson og Valdimar Másson voru í hlutverki einsöngvara. Á efnisskrá var meðal annars Krýningarmessa Mozarts. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ARNA E. Karlsdóttir, Wiebren Van der Zee og Kristbjörg Helgadóttir. ÞÓRHILDUR Ólafsdóttir, Gunnþór Ingason, Hallur Erlendsson og Erlendur Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.