Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ NÝ RÍKISSTJÓRN FRÉTTIR Ráðherraval stj órnarflokkanna á þingflokksfundum Ólafur G. hafnaði for- setaembættinu í fyrstu Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR G. Einarsson ræðir við fréttamenn að loknum þing- flokksfundi Sjálfstæðisflokksins á laugardag. KONUR í þingflokki Sjálfstæðisflokksins brostu framan í mynda- vélarnar á laugardagskvöld, en skutu engu að síður á fundi til að ræða vonbrigði sín. Frá vinstri: Arndís Jónsdóttir varaþing- maður, Sólveig Pétursdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Arn- björg Sveinsdóttir og Katrín Fjeldsted varaþingmaður. Ólafur G. Einarsson hafði afþakkað boð um embætti þingforseta, en þáði það er þingflokkur Sj álfstæðisflokksins kaus hann einróma. í þingflokki Framsóknar- flokksins voru greidd atkvæði um ráðherra- efni. Olafur Þ. Steph- ensen fylgdist með ráð- herravali stjómarflokk- anna. OLAFUR G. Einarsson, fyrr- verandi menntamálaráð- herra, samþykkti ekki að taka að sér embætti for- seta Alþingis fyrr en á þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins að kvöldi laugardags, þar sem Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, lagði fram tillögu sina um ráðherra flokksins í nýrri ríkisstjóm. Ólafur hafði fyrr um dag- inn hafnað boði Davíðs um embættið. Davíð Oddsson ræddi á laugardag- inn einslega við alla þingmenn Sjálf- stæðisflokksins til að kynna sér sjón- armið þeirra um val á ráðherrum flokksins. Samtölin, sem hófust í Stjómarráðshúsinu, tóku talsvert lengri tíma en ætlunin hafði verið, og tókst forsætisráðherra ekki að ljúka þeim áður en fundur flokksráðs hófst klukkan fjögur síðdegis. Davíð ræddi því áfram við þingmenn í Val- höll að loknum flokksráðsfundinum og var þingflokksfundi, sem áður hafði verið boðaður klukkan sex, fre- stað, fyrst til klukkan hálfátta og svo aftur til klukkan átta. Fyrsta samtal Ólafs og Davíðs á laugardag Meðal þeirra þingmanna, sem Davíð átti eftir að ræða við, var Ólaf- ur G. Einarsson og áttu þeir Davíð alllangan fund í Valhöll. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var þetta fyrsta samtal þeirra eftir kosningar, þar sem þeir ræddu saman um stöðu Ólafs í ríkisstjóminni. Davíð mun hafa greint Ólafi frá þeim vilja sín- um, að breytingar yrðu á ráðherra- listanum og að hann hefði hug á að Bjöm Bjarnason kæmi inn í ríkis- stjómina. Ólafur sagðist hins vegar sækjast áfram eftir ráðherraemb- ætti. Davíð bauð honum þá embætti forseta Alþingis, en þá mun Ólafur hafa hafnað því og ekki viljað gera samkomulag við flokksformanninn um slík stólaskipti. Ólafur mætti síðastur manna á þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa setið nokkra stund í ráðherrabifreið sinni fyrir utan Al- þingishúsið. í upphafi fundarins gerði Davíð Oddsson stuttlega grein fyrir tillögu sinni að ráðherralista flokksins, og að hann teldi eðlilegt að breytingar yrðu á honum. Ólafur G. Einarsson tók einnig til máls og sagðist myndu taka þeirri niðurstöðu, að hann sæti ekki áfram í ríkisstjórn. Hins vegar teldi hann slíkt óheppilegt fyrir Reykjaneskjör- dæmi og fylgi Sjálfstæðisflokksins þar. Vonbrigði Reyknesinga Þingmenn Reykjanesskjördæmis töluðu síðan hver af öðrum og létu í Ijós svipuð sjónarmið. Þeir lögðu síðan fram bókun, þar sem þeir sögð- ust ekki myndu leggja til breytingar á tillögu formannsins. Hins vegar lýstu þeir miklum vonbrigðum með að Reykjaneskjördæmi ætti ekki lengur fulltrúa í hópi ráðherra Sjálf- stæðisflokksins, með tilliti til stærðar kjördæmisins, fylgis flokksins þar og fjölda þingmanna. Davíð svaraði Reyknesingum og ítrekaði að tillaga hans stæði. Hann lagði hana síðan fyrir þingflokkinn til ákvörðunar, og var hún samþykkt með lófataki. Ekki var farið fram á atkvæðagreiðslu í þingflokknum, enda munu Reyknesingar ekki hafa talið sig hafa meirihlutastuðning við Ólaf G. Einarsson í þingflokknum. Töldu þeir að þrír til fímm þingmenn aðrir væru á þeirra bandi. Strax eftir að ráðherralistinn hafði verið samþykktur, bar Davíð Odds- son upp tillögu um að Ólafur G. Ein- arsson yrði forseti Alþingis. Þing- flokkurinn samþykkti tiljöguna um- svifalaust með lófataki. Ólafur sagð- ist þá ekki skorast undan því að taka að sér embættið. í þingflokki Sjálfstæðisflokksins er nú rætt um það að í samræmi við orð Davíðs Oddssonar, um að þing- forsetaembættið sé virðingarstaða, jafngild ráðherraembætti, þurfí nú að hrinda í framkvæmd áformum um að auka virðingu embættisins, meðal annars með því að laun forseta verði álíka og ráðherralaun. Ekki fékkst þó staðfest að Ólafi G. Einarssyni hefði verið boðið embættið með lof- orði um slíkt. Atkvæði greidd þjá Framsóknarflokki í þingflokki Framsóknarflokksins var ráðherravalið nokkuð frábrugðið því, sem gerðist hjá Sjálfstæðis- flokknum. Flokksformaðurinn Hall- dór Ásgrimsson hafði þann háttinn á, eins og Davíð Oddsson, að kalla hvem og einn þingmann á sinn fund fyrr um daginn og ræða við þingliðið um skipan ráðherralista. Þingflokksfundur framsóknar- manna hafði verið boðaður klukkan sex síðdegis. Hann hófst í Alþingis- húsinu um hálftíma á eftir áætlun, þar sem miðstjórnarfundur hafði dregizt nokkuð. Halldór Ásgrímsson lagði þar fram tillögu að ráðherra- lista flokksins; um sjálfan sig, Guð- mund Bjamason, Finn Ingólfsson, Ingibjörgu Pálmadóttur og Pál Pét- ursson. Segja má að tillaga for- mannsins hafi verið „leiðbeinandi", þar sem að henni fram kominni var dreift seðlum með nöfnum allra fímmtán þingmanna flokksins og við- höfð leynileg atkvæðagreiðsla, þar sem allir voru í kjöri. Þrír fengu fullt hús atkvæða í atkvæðagreiðslunni fengu þrír þingmenn, þeir Halldór, Guðmundur og Finnur, fullt hús atkvæða, eða fímmtán. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fékk Ingibjörg at- kvæði fjórtán þingmanna, og Páll Pétursson tíu eða ellefu. Einnig fengu Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ág- ústsson og einn þingmaður að auki atkvæði. Sjálfstæðismenn telja sér til tekna að hafa ekki haft atkvæðagreiðslu af þessu tagi í sínum þingflokki. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem við var rætt, töldu að slíkt hefði boðið heim hættunni á því að menn hefðu farið að spá í það hver hefði stutt hvern, og þannig alið á óvild innan þingflokksins. Minningar frá árinu 1983, er fímmtán þingmenn gáfu kost á sér í ráðherraembætti og kosið var á milli þeirra, eiga nokk- urn þátt í þessari afstöðu sjálfstæðis- manna. Sjálfstæðiskonur vonsviknar Konur, sem sátu þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins, skutu á fundi í kaffistofu Alþingis að þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins loknum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru konur í þingflokknum vonsviknar yflr því að hlutur þeirra sé lítill í ríkisstjóminni og þingforyst- unni. Þær minna á að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi átt frumkvæði að þingsetu kvenna og ráðherradómi^ en nú standist flokkurinn ekki samanburð við Framsóknarflokkinn að þessu leyti. Þar sé nú ein kona ráðhefra, og líklegt sé að önnur, Valgerður Sverrisdóttir, verði kjörin þingflokks- formaður. Þingkonur Sjálfstæðis- flokksins eru því líklegar til að gera kröfu til embætta í stjórn þingflokks- ins og formennsku í þingnefndum þegar gengið verður frá þeim málum á næstu dögum. Könnun á svefnvenjum barna Hvergi verið gerð sambæri- leg könnun Helgi Kristbjarnarson Svefnrannsóknastofnun, sem er hluti af rann- sóknastofu geðdeildar Landspítalans, hefur unnið könnun á' svefnvenjum barna og verða niðurstöður hennar birtar í sumar. Könnunin hófst fyrir tíu árum og hefur sömu einstaklingum verið fylgt eftir og svefnvenjur þeirra skráðar aftur nú. Nið- urstöðumar verða bomar saman við fyrri niðurstöður. Úr þeim er unnið í tölvu með sérstöku tölvuforriti sem svefnrannsóknastofnunin hefur hannað. Helgi Krist- bjamarson er forstöðumaður stofnunarinnar og væntir hann þess að niðurstöður könnunarinnar eigi eftir að vekja athygli víða því hvergi annars staðar í heiminum hefur verið gerð sambærileg könn- un. Þetta er í fyrsta sinn sem kann- að er með þessum hætti hvernig svefnvenjur breytast og hver uppr- uni svefnvandamála er. Rannsókn- in felst í því að kanna svefnvenjur barna og athuga síðan tíu árum síðar hvernig þróunin hjá þessum einstaklingum hafi orðið. Helgi segir að svefn hafí mikið með geð- sjúkdóma og geðslag fólks að gera. Hann segir að fleiri svefnrann- sóknir séu gerðar hérlendis en í flestum öðrum löndum. Svefn- rannsóknastofnunin vonast til þess að með könnuninni og með því að rannsaka svefninn komist hún nær eðli geðsjúkdóma. Helgi segir að svefninn sé einn af lyklunum að geðsjúkdómunum. Þátttakendur fá senda svefn- skrá þar sem þeir færa inn svefn- venjur sínar í eina viku. Úr þessum upplýsingum er lesið úr með að- stoð tölvu. Sami háttur var hafður á fyrir tíu árum þannig að könnun- in á að vera að öllu leyti sambæri- leg. Svefnskráin var samin af Svefnrannsóknastofnun og hefur verið notuð í rannsóknum á Norð- urlöndunum. Gerðar hafa verið kannanir á svefntruflunum astma- sjúklinga á Norðurlöndum og voru þær skrár sendar til Svefnrann- sóknarstofnunar sem vann úr nið- urstöðunum með sínu eigin tölvu- forriti. „Svefnvandamál hefjast oft fyr- ir tvítugsaldur. Við skoðum því núna sömu einstaklingana og fyrir tíu árum og reynum að komast að því hvenær vandamálin byrja. Þetta hefur aldrei verið gert áður. Við skoðuðum einstaklingana reyndar einnig fimm árum eftir fyrstu könnunina. Það er mjög óvenjulegt að fylgja eftir einstakling- um á þennan hátt. Það má því segja að þessi rannsókn sé sú eina sem gerð hefur verið,“ sagði Helgi. Hveijir taka þátt í könnuninni? „Við völdum jafnmarga ein- staklinga úr öllum árgöngum, eða u.þ.b. 50 einstaklinga úr hveijum árgangi, alveg frá eins árs aldri upp að tvítugu. Foreldrar svöruðu fyrir þá sem voru innan tólf ára aldurs en eldri þátttakendur svör- uðu sjálfir.“ Hveijar voru niðurstöðurnar úr fyrstu könnuninni? „Athyglisverðast þótti það að íslensk börn fóru seinna að sofa og seinna á fætur en börn í öðrum löndum. Það munaði allt frá einum upp í þrjá klukkutíma miðað við kannanir annars staðar. íslensk böm fóru einum klukkutíma seinna að sofa en börn á hinum Norðurlöndunum en þremur tím- ►Helgi Kristbjamarson er 47 ára gamall geðlæknir og taugalífeðlisfræðingur. Hann tók læknispróf frá Háskóla íslands 1975 og stundaði nám í taugalífeðlisfræði í Stokk- hólmi og geðlækningum mest á íslandi. Hann hóf störf hjá Svefnrannsóknarstofnun 1981 og er hann deildarstjóri á rannsóknadeild geðdeildar Landspítalans. um seinna en börn í Sviss. Við erum mjög spenntir að sjá núna hvort breytingamar í þjóðfélaginu, eins og t.d. tilkoma sjónvarps- stöðva sem sýna langt fram á nótt og voru ekki til staðar fyrir tíu árum, hafí breytt fótaferðartíma íslendinga. Þá könnum við svefn- venjur hjá nýjum hópi barna núna og beram saman við hópinn fyrir tíu árum. Einnig kom fram í könn- uninni fyrir tíu áram að tíðni martraða hjá börnum var minni hér en í mörgum öðrum löndum." Hefur könnun sem þessi hag- nýtt gildi? „Já, hún getur uppfrætt fólk um hvað geti talist eðlilegt í sambandi við svefntíma bama. Tíu ára böm á íslandi fara t.d. að sofa þegar klukkan er rúmlega ellefu á kvöld- in og flest sjö ára gömul börn fara að sofa um tíuleytið.“ Svefnrannsóknarstofnun hefur einnig unnið að rannsóknum á svefnvenjum barna sem era ofvirk og segir Helgi að þau hafi oft slæmar svefntraflanir. „Ofvirk börn eru greinilega með svefntruflanir sem við höldum að sé orsakaþáttur í vanlíðan þeirra. Það er okkar kenning að rekja megi ofvirkni bama til svefntraflana, en það er þó ekki almennt sam- þykkt í heiminum í dag. Bömin era oft þreytt og illa hvfld og eru þess vegna vansæl á daginn. Fyrir rúmu einu ári gerðum við rannsókn á tíu ofvirkum bömum en við þurfum töluvert stærra úrtak og itarlegri rannsókn til þess að geta sannað þetta.“ Hafa svefnvenjur fullorðinna verið rannsakaðaY? „Þær voru rannsakaðar fyrir mörgum árum en einstaklingum hefur ekki verið fylgt eftir á þenn- an hátt. Þar kom þó fram að sum- arbirtan hefur t.a.m. ákaflega lítil áhrif á svefn fullorðinna, sem er eitt helsta umkvörtunarefni út- lendinga sem koma til landsins á sumrin. Ætli skýringin sé ekki aðeins sú að íslendingar era orðn- ir vanir því að sofa í birtu, þar liggi - þúsund ára þróun að baki,“ segir Helgi. Komast nær eðli geðsjúk- dóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.