Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Sig. Jóns. KARLAKÓR Selfoss ásamt Ólafí Siguijónssyni sijóm- anda kórsins. Húsfyllir hjá Karlakór Selfoss á sumardag- inn fyrsta Selfossi - Hressilegum söngva- sveinum Karlakórs Selfoss var vel fagnað á vortónleikum kórsins í Fjölbrautaskóla Suðurlands á sum- ardaginn fyrsta. Á efnisskránni voru 19 lög og af þeim sjö eftir höfunda úr Ámesþingi en kórinn hefur lagt sig fram um að syngja lög eftir sunnlensk tónskáld. Tónleikamir hófust með Árnes- þingi Sigurðar Ágústssonar við texta Eiríks Einarssonar en það lag er orðið að vinsælum héraðssöng sem snertir strengi í bijóstum þeirra sem í Árnesþingi eiga rætur. Tón- leikamir bám þess merki að Ólafur Siguijónsson, stjómandi kórsins, undirleikarinn Stefán Jónasson og söngmennimir fimmtíu hafa unnið gott verk í vetur. Tvö laganna á efnisskránni vom skemmtilega út- sett af Stefáni undirleikara. Kórinn sýndi kraftmikinn söng og sveiflaði sér frá þmmandi röddum yfir í angurværa tóna sumra laganna. Kórinn er 30 ára um þessar mundir og stendur fyrir öflugu fé- lags- og sönglífi á Selfossi. Hann var stofnaður 2. mars 1965 þegar 16 starfsmenn Mjólkurbús Flóa- manna sungu saman á skemmtun undir stjóm Guðmundar Gilssonar. Á tónleikunum var upphafið rifjað upp með því að syngja lagasyrpu sem starfsmenn MBF sungu á starfsmannaskemmtun sinni 1965. Húsfyllir var á tónleikunum og kómum mjög vel tekið. -----♦ ♦ ♦ Handverk VERÐLAUNAGRIPIR úr sam- keppni Handverks um hönnun á minjagripum og minni nytjahlutum úr íslensku hráefni sem haldin var síðastliðið haust, verða til sýnis I ASH Keramik Galleríinu í Lundi, Varmahlíð, dagana 29. apríl til 18. maí. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 29. apríl og er opin alla daga nema fímmtudaga frá kl. 13-18. Fólk er hvatt til að koma og taka með sér gesti. Sýningin fer síðan í lok maí til Akureyrar og mun verða í minjasafninu á Akureyri í mánuð. Vel lukkaður farsi __________LEIKUST______________ Leikfélag Reykjavíkur B o r g a r I c i k h ú s i VIÐ BORGUM EKKI Höfundur: Darío Fo. Þýðendur: Guðrún Ægisdóttir og Ingibjörg Bríem. Leikstjóri: Þröstur Leó Gunnars- son. Lýsing: Ogmundur Þ. Jóhannesson. Leikhljóð: Baldur Már Amgrimsson. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Frumsýning 22. apríl. LEIKFÉLAG Reykjavíkur býður upp á eins konar vorbónus þetta leikárið; uppfærslu á Við borgum ekki eftir Dario Fo en óhætt er að segja að þetta sé farsi sem er nokkuð vel kunnugur og hafí notið vinsælda hvar sem hann er settur upp. Við borgum ekki segir frá tvennum hjónum, ;Anto- niu og Giovanni og þeim Margréti og Lu- igi. Karlamir vinna saman á færibandi í verksmiðju á meðan þær bijóta heilann um það hvemig láta skuli enda ná saman. Og trú- ið mér, það er full vinna fyrir þær, rétt eins og aðrar konur í hverfínu. Enda hefst leikurinn dag einn þegar spúsur verksmiðjuþrælanna hafa fengið nóg. Verð- lag hefur enn hækkað á matvöra og konumar ákveða að það komi ekki til greina að greiða það verð sem sett er upp, heldur borga það sem þeim sýnist, jafnvel ekkert. Ástandið er jafnslæmt á öllum heimilum og allir eiga yfír sér lokun á rafmagni og gasi og allir skulda margra mánaða húsaleigu. Það nær enginn endum saman. Nei, leikurinn gerist ekki á íslandi í dag. Það sem skilur hann frá íslenkum samtímaveruleika er að plottið í verkinu er rammkaþólskt. Til að leyna hnupli sínu fyrir eiginmönnunum og til að komast framhjá lögreglunni sem hefur verið kölluð til, bregða konumar á það ráð að ganga með vaminginn innan klæða og þykjast vera óléttar. Þær trúa því og treysta að þeir séu svo strangheiðarlegir, löghlýðnir og þjón- ustuglaðir við þá sem hafa vald til að ráðskast með lýðinn, og þær vita ekki að öll þessi hugtök, og fleiri til, hafa sín takmörk. Sjálfsvirðing einstaklingsins er ekki óþijótandi gnægtarbrannur sem hægt er að vaða í. Hjá Dario Fo gerist leikurinn á því augnabliki sem einn einasti dropi af sjálfsvirðingu er eftir og hann nægir lýðnum til að rísa upp gegn kúguninni. Eins og flest verka hans er Við borgum ekki hörð ádeila undir mjög skemmtilega tvinnuðum texta og fyndinni og óvæntri atburðarás. Virðingin sem ítalir bera fyrir barnshafandi konum er æði skopleg, sérstak- lega þegar á það er litið að allt er talinn heilagur sannléikur sem vellur út úr heim. Karlarnir era svo fáfróðir að þeir gleypa við hveiju sem er. Og ef þeir ætla eitthvað að efast, er umsvifaflaust vitnað í páf- ann og hans boðorð um fijósemi. Uppsetningin hjá Leikfélagi Reykjavíkur hefur heppnast alveg þokkalega í þetta skiptið. Hún er fram- raun Þrastar Leós Gunnarssonar og getur hann vel við unað. Allavega man ég ekki eftir að uppsetning á farsa hafi gengið svo snurðulaust fyrir sig í Borgar- leikhúsinu á nýliðnum misseram. Það er góð fram- vinda í sýningunni, atburðarásin er hröð og þétt og sýningin er laus við allan æsing. Persónum verksins er eðlilegt að vera eins og þær era og er það vel. Margrét Helga Jóhannsdóttir fer með hlutverk Antoniu, sem kemur heim til sín með þvílíkt magn af plastpokum úr kjörbúðinni að hún þarf aðstoð vin- konu sinnar, Margrétar, til að drösla dótinu yfír þrö- skuldinn. Antonia er bráðskemmtileg kona sem getur spunnið upp atburðarás og sögur af þvílíkum hraða og hæfni að með ólíkindum má teljast — og er alltaf trúverðug. Hún hefur komið sér upp einstökum hæfí- leika til að komast af og er skondinn fulltrúi fyrir þann hóp manna sem hefur komið sér upp lygavef til að komast af í heimi þar sem heiðarleiki er orðinn að orðskrípi, þar sem gengið hefur verið of langt með að nota hann sem valdatæki. Margrét Helga leikur Antoniu mjög skemmtilega; hún er blátt áfram og eðlileg. Giovanni, karlinn hennar, sem einblínir á hugtök án þess að gera sér grein fyrir hvaða áhrif þau hafa á líf hans og afkomu, er leikinn af Magnúsi Ólafssyni. Karlinn stendur sína pligt og er í góðri trú að frúin geri það líka. Hann réttir henni launaumslagið og treystir því að hún láti enda ná saman, allt þar til daginn sem uppreisnin í kjör- búðinni á sér stað. Giovanni er þvert um geð að vera að hugsa neitt alltof mikið og það reynist Antoniu fremur auðvelt að blekkja hann. Þó er það ekki hún sem slær mestu ryki í augun á honum, heldur fær hún óvænta aðstoð frá herlögregluþjóni sem telur sig vita allt um nýjustu tækni og vísindi í fijósemismálum. Giovanni er sakleysingi og Magnúsi tekst ágætlega að koma honum til skila. Hanna María Karlsdóttir leikur vinkonuna Margréti og túlkar skemmtilega þessa nervösu, ungu konu, sem er alveg á nálum yfír því að vera orðin samsek Ánto- niu. Hún er alltaf við það að draga sig út úr leiknum en hefur ekki roð við rökum og ákveðni vinkonu sinnar. Ari Matthíasson leikur karlinn hennar, Luigi; ótta- lega sauðslegan, ungan mann sem hefur snúið baki við þeim hugtökum sem vinur hans, Giovanni, trúir svo blint á, hefur bara ekki haft þann tíma til að segja honum það. Ari er nokkuð gott val í þetta hlutverk en hefði kannski þurft að vinna það betur. Það var eins og hann næði aldrei alveg fótfestu á sviðinu. Eggert Þorleifsson fer með hlutverk lögregluþjóns, herlögregluþjóns, afa og líkkistusmiðs og það er óhætt að segja að hann fari á kostum í sýningunni. Líkams- beiting hans og svipbrigði era sérlega vel unnin og fyndnustu atriði sýningarinnar á hann öll með tölu, einkum og sér í lagi í hlutverki afa. Uppsetningin er nokkuð þétt í raunsæisstíl og falla leikmynd og búningar vel að honum. Mér fannst gæta nokkurs öryggisleysis í fyrri hlutanum og vera nokkuð ósamræmi milli látbragðs" og texta; þar sem látbragð- ið var mjög gott en of lítill leikur í textameðferð. Hann var of nærri leiklestri og því vantaði nokkum kraft í sýninguna. Eftir hlé small sýningin mun betur saman og margt var mjög vel gert. Þetta er vel skrif- aður farsi og ágætlega þýddur. Kvöldstundin í leikhús- inu er í heildina séð ánægjuleg. Það er jú alltaf gott að hlæja. Súsanna Svavarsdóttir Listasafn Austur-Skafta- fellssýslu Höfn, Hornaflrði. Morgunblaðið. LISTASAFN Austur-Skaftafells- sýslu var stofnað 12. apríl sl. með opnun á myndlistarsýningu að Mána- garði í Homafirði. Sveitarfélögin í sýslunni eiga um 200 listaverk eftir íslenska listamenn og hefur nú verið lokið skráningu á þeim verkum og mun safnið vinna að því að listaverk séu að staðaldri til sýnis í sem flest- um stofnunum sveitarfélaganna. Við opnunina var safninu gefín vegleg gjöf eftir einn af þekktari listamönnum sýslunnar, Jón Þorleifs- son frá Hólum, en hann lét liggja eftir sig verk.sem hann ánafnaði listasafni sýslunnar ef einhvern tím- ann yrði af stofnun þess. Sýslan stát- ar af mörgum myndlistarmönnum. Ber fyrst að nefna þá sveitunga sem voru nokkurs konar brautryðjendur listarinnar hér, eða Jón Þorleifsson í Hólum, Bjama Guðmundsson, Karl Guðmundsson, Höskuld Bjömsson og Svavar Guðnason og síðar kom Bjami Henriksson. Safnið á því mið- ur ekki myndir eftir þá Svavar Guðnason og Karl Guðmundsson en vonandi rætir úr því. Sýnd vora nú um 40 málverk auk ömefnamynda úr sýslunni og einnig vora þar myndir sem Sýslusafnið eignaðist nýlega og era úr íslands- leiðangri Gaimards sem var hér á ferð skömmu fyrir 1840. Með í för var listamaður, Mayer að nafni, sem dró upp myndir af ýmsum áfanga- stöðum, þar á meðal nokkrar hér í Austur-Skaftafellssýslu. Þessar myndir voru gefnar út í Frakklandi 1840 og era myndimar sem safnið hefur nú eignast úr þeirri framút- gáfu. -----♦ ♦ ♦----- Barnabókaverðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkurborgar Þrír hlutu verðlaunin í ár ÞRÍR hlutu barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár, sem afhent vora í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í Höfða á sumardaginn fyrsta. Verðlaunahaf- arnir vora þau Vilborg Davíðsdóttir, fyrir bók sína Nornadómar, Árni Bergmann fyrir bók sína Stelpan sem var hrædd við dýr, sem dóttir hans Olga myndskreytti. Jón Daní- elsson hlaut þýðingarverðlaun fyrir þýðingu sína á bókinni Að sjálf- sögðu, Svanur. Hulda Ólafsdóttir, formaður út- hlutunamefndar, greindi frá því við verðlaunaafhendinguna, að alls hefðu borist 29 frumsamdar bækur til dómnefndarinnar og 22 þýddar. Mál og menning gefur út báðar frum- sömdu verðlaunabækumar og Skjaldborg gefur út þýddu verð- launabókina. un með aðstoð tölv.u CAD-dagar í Kynningar á Ashlar Vellum daglega frá 15 -17, laugardag 10 -14 Kynningar á MiniCad daglega frá 16 -18, laugardag 12 -14 Kíktu inn - við erum me ^ könnunni 25. - 29- apríl ^Qicí s'r:,t» sllld Apple-umboðið hf. Skipholti 21. Revkjavík Sími: 562 4800 Fa\: 562 4818
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.