Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ NY RIKISSTJORIM FLOKKSRÁÐ Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll. Frá vinstri í fremstu röð eru Árni John- sen, Albert Kemp, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Geir H. Haarde. Morgunblaðið/Kristinn FRÁ miðsljórnarfuhdi Framsóknarflokksins á Hótel Sögu. Frá vinstri: Atli Ásmundsson, Finn- ur Ingólfsson og Hjálmar Árnason. Einróma samþykki flokksstofnana FLOKKSRÁÐ Sjálfstæðisflokks- ins og miðstjórn Framsóknar- flokksins samþykktu stjórnar- samstarf flokkanna einróma á lokuðum fundum síðdegis á laug- ardag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins komu fram nokkrar óánægjuraddir á báðum fundum með einhver atriði sam- komulags flokkanna, en enginn Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár j • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878 - fax 567 7022 Leiðari Ef þú smellir á leiðara færðu leiðarann í Morgunblaðinu í dag. Prófaðu! http://www.strengur.is greiddi atkvæði gegn sljórnar- mynduninni. Óánægja með landbúnað og sjávarútveg Á fund flokksráðs Sjálfstæðis- flokksins voru mættir um 200 manns, en um 280 eiga sæti í ráð- inu. Að lokinni ræðu Davíðs Odds- sonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, urðu fremur stuttar umræður, þar sem sex eða sjö kvöddu sér hljóðs. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins lýstu þeir Hrafnkell Jónsson frá Eskifirði og Siguijón Benedikts- son frá Húsavík óánægja með landbúnaðarkafla stjórnarsátt- málans og jafnframt að landbún- aðarráðuneytið hefði verið sett í hendur Framsóknarflokksins. Varaþingmenn Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum, þeir Ól- afur Hannibalsson og Guðjón Arnar Krisfjánsson, ræddu um nauðsyn þess að endurskoða sjáv- arútvegsstefnuna og munu báðir hafa séð nokkra annmarka á sljórnarsáttmálanum i því efni. Aðild Sjálfstæðisflokksins að stjórninni var hins vegar sam- þykkt samhljóða og mótatkvæða- laust, með miklu lófataki. Eini kosturinn Á fundi miðstjórnar Framsókn- arflokksins, þar sem 153 mið- stjórnarmenn og 27 varamenn voru mættir, færði Halldór Ás- grímsson, formaður flokksins, rök fyrir því að samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn hefði verið eini kostur framsóknarmanna á stjórnarsamstarfi. Var Halldór harðorður í garð þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins, og Jóns Baldvins Hannibalssonar, for- manns Alþýðuflokksins. Sagði Halldór meðal annarsað ekki væri hægt að treysta Ólafi Ragn- ari, sem verið hefði ein helzta hjálparheila Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni, með því að birta málefnasamning vinstri stjórnar. Ráðuneytaskipting gagnrýnd Þrettán ræðumenn kvöddu sér hljóðs að lokinni ræðu Halldórs og sögðust sumir ekki hrifnir af samstarfinu, en tóku undir með formanninum og sögðu aðrar leið- ir ekki hafa verið færar. í þessum hópi voru Arnþór Helgason og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. í máli sumra ræðumanna, til dæmis hjá Einari Sveinbjörnssyni úr Garðabæ, kom fram óánægja með að Framsóknarflokkurinn hefði ekki fengið fjármálaráðuneytið í sinar hendur. Jafnframt var gagnrýnt að framsóknarmenn gengju beint inn í öll ráðuneytin, sem Alþýðu- flokkurinn hefði haft á hendi. Jóhanna Sigurðardóttir Ottast lausn- irnar í hús- næðismálum „MÉR SÝNIST að það hafi farið eins og ég óttaðist fyrir kosningar að við myndun ríkisstjórnar hæfist kapphlaup gömlu flokkanna um ráðherrastóla undir forsæti Sjálf- stæðisflokksins og að málefnin skiptu þar minna máli. Mér sýnist þessi stjórnarsáttmáli bera það með sér. Hann sýnir að Sjálfstæðisflokk- urinn mun hafa undirtökin í þessu stjórnarsamstarfi," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka. „Hægri öflin hafa orðið ofan á við þessa stjórnarmyndun og ég spái því að við eigum eftir að sigla inn í auknar fijálshyggju- og einka- væðingarlausnir þar sem enn verður þrengt að þeim sem verst standa í þjóðfélaginu. Og þessi stjórnarsátt- máli tjallar um að viðhalda óbreyttu ástandi ekki síst í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. “ Aukin afföll Jóhanna sagðist hafa verulegar áhyggjur af þeim lausnum sem sett- ar væru fram í húsnæðismálum. „Það er talað um að hafa sveigj- anlegan lánstíma í húsnæðiskerf- inu, þ.e. 15-40 ár. Þeir sem þurfa á 40 ára lánum að halda munu þurfa að sæta verulegum afföllum umfram hina. Ég spái því að afföll- in gætu orðið um 8%. Þetta gæti einnig leitt til mismunandi verð- lagningar á eignum eftir því hvort á þeim hvíla 15 ára lán eða 40 ára lán. Þá er ekki víst að þeir sem eru verst settir séu með veðsetningu íbúðarinnar þannig að þeir geti bætt við sig lánalengingu. Ég óttast einnig að ef húsnæðis- kerfið verður flutt inn í bankana muni það kalla á vaxtahækkun. Ég skil raunar ekki hvernig þetta á að ganga upp á sama tíma og verið er að boða að ríkisbönkunum verði breytt í hlutafélög. Er verið að tala um að afnema ríkisábyrgð á hús- bréfum? Það mun án efa leiða til vaxtahækkunar og leiða til mis- mununar milli höfuðborgarsvæðis- ins og landsbyggðarinnar." Guðný Guðbjörnsdóttir Gífurleg von- brigði fyrir konur „MÉR finnst málefnagrundvöllur ríkisstjórnarinnar ekki slæmur út af fyrir sig en ég hef ekki trú á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og er hrædd um að þetta verði stjórn stöðnunar og afturhalds. Ég held þó að það sé of snemmt að dæma hana,“ segir Guðný Guðbjörnsdóttir, þingmaður Kvennalistans. Guðný segir að lítill hlutur kvenna í ríkisstjórninni og sú ákvörðun að kona verði ekki lengur forseti Alþingis valdi gífurlegum vonbrigðum. „Innan Sjálfstæðis- flokksins virðast karlarnir hafa ákveðna goggunarröð í huga og að konur komi ekki til greina því þær séu of neðarlega á framboðslistum. Þingkonur Sjálfstæðisflokksins virðast hins vegar hafa gert sér vonir, sem bendir til að þær hafi talið að þrýstingur utan frá, meðal annars málflutningur Kvennalist- ans, hefði einhver áhrif, en það gerðist ekki. Þetta eru gífurleg von- brigði fyrir konur almennt en sýnir jafnframt að það veitir ekki af Kvennalista því konur eru ennþá mjög stutt á veg komnar innan flokkanna," segir Guðný. Hún sagði einnig að í stefnuyfir- lýsingu stjórnarinnar væri að finna falleg orð en óvíst væri um efndir. Nefndi hún sem dæmi yfirlýsingu um að vinna bæri gegn launamis- rétti en alveg óvíst væri hvaða þýð- ingu hún hefði. „Svo tala þeir um að stuðla að jafnari möguleikum kvenna og karla til að þroska hæfi- leika sína og ég vona að þeir eigi þá líka við að karlar fái að njóta sín heima við uppvaskið, eins og Friðrik og Davíð boðuðu í kosninga- baráttunni,“ sagði Guðný. Ólafur Ragnar Grímsson Sterkust staða Sjálfstæðis- flokksins „ÉG ER þeirrar skoðunar að hér hafi ekki í áratugi verið mynduð ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft jafnsterka stöðu. Staða hans er mun sterkari en hún var í síðustu ríkisstjórn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, í tilefni af valdatöku nýrrar ríkisstjórnar. „Það er greinilegt að hér er kom- in ríkisstjórn Davíðs Oddssonar bæði í orði og á borði. Þótt að það sé kannski óvenjulegt að hæla póli- tískum andstæðingum er ekki ann- að hægt en að hæla Davíð Odds- syni fyrir hvað hann hefur beygt Framsóknarflokkinn snilldarlega í þessum viðræðum og stóraukið valdastöðu Sjálfstæðisflokksins í stjórnarráðinu.“ Ólafur Ragnar sagði að þetta birtist með þrennum hætti. í fyrsta lagi væri skipting ráðuneytanna þannig að Sjálfstæðisflokkurinn færi með öll sterkustu ráðuneytin, forsætisráðuneytið, íjármálaráðu- neytið og sjávarútvegsráðuneytið. Formaður og varaformaður Sjálf- stæðisflokksins stýrðu efnahags- ráðuneytunum. Ráðuneyti for- manns og varaformanns Framsókn- arflokksins kæmu hins vegar hvergi að efnahags- og ríkisíjármálum. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið skipti litlu máli í þessu samhengi því að það væri orðið svo veikt ráðu- neyti. Sighvatur Björgvinsson Gamla fram- sóknarstefnan staðfest SIGHVATUR Björgvinsson, frá- farandi heilbrigðis-, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, segir að stefnuyfir- lýsing ríkisstjórnarinnar komi ekki á óvart þó að forsætisráðherra hafí verið búinn að lýsa yfir að hún myndi gera það. „Það er ekki hægt að sjá annað en að þarna verði byggt áfram á óbreyttri fiskveiðistjórnun, það er að segja kvótakerfi með framsals- heimildum, og gersamlega óbreyttri landbúnaðarstefnu, að því viðbættu að opnað er fyrir að skattborgarar fari aftur að styðja útflutning á landbúnaðarvörum, sem ekki er hægt að selja í útlöndum á verði sem nægir framleiðendum. Ég sé ekki annað en þetta sé gamla fram- sóknarstefnan staðfest á nýjan leik,“ sagði hann. Sighvatur kvaðst sjá eftir Ólafi G. Einarssyni úr ríkisstjórnarsam- starfi. „Hann fór í erfitt verkefni fyrir sinn flokk og vann þau verk sem ríkisstjórnin fól honum að vinna en hann hefur sjálfsagt ekki haft nægan stuðning úr eigin flokki og geldur þess,“ sagði hann. Aðspurður um þá ákvörðun heil- brigðisráðherra að fresta gildistöku tilvísanakerfisins sagðist Sighvatur ekki telja óeðlilegt að nýr ráðherra vildi gefa sér tíma til að skoða málið betur þegar um svo umdeilt. mál væri að ræða. Ólafur G. Einarsson fráfarandi menntamálaráðherra Er tiltölulega sáttur en Reyknesingar ósáttir ÓLAFUR G. Einarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra og verðandi forseti Alþingis, segist tiltölulega sáttur við að skipta um embætti. Hins vegar séu sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi ósáttir. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að Ólafi hafi ekki verið vikið til hliðar, þvert á móti hafi hann verið hækk- aður í tign. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á laugardagskvöld tillögu Davíðs Oddssonar, um að Björn Bjarnason verði menntamálaráð- herra í stað Ólafs G. Einarssonar en ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins er að öðru Ieyti óbreyttur. Jafnframt var samþykkt að Ólafur G. yrði for- seti Alþingis. Góð skipan mála Davíð Oddsson sagðist eftir fund- inn ekki óttast deilur í flokknum, þótt Reyknesingar hefðu ekki verið sáttir við tillögu hans um ráðherra- lista. „Þessi tillaga var samþykkt samhljóða. Það tel ég mjög mikil- vægt. Ég tel að hér sé um að ræða góða skipan mála í þessar mikiu trúnaðarstöður," sagði Davíð. Aðspurður um ástæður þess að Ólafur G. Einarsson viki, sagði Dav- íð: „Það er varla hægt að segja að hann víki, því að hann hækkar í tign, verður forseti þingsins. Að öðru leyti hef ég sagt, að ég vilji gjarnan sjá einhveija breytingu. Breytingin var gerð með þessum hætti og ég tel að það sé mikill sómi að því fyrir alla.“ Tiltölulega sáttur Ólafur G. Einarsson sagði, eftir að ákvörðun var tekin í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að hann yrði ekki í ríkisstjórninni, að margir Reyknesingar væru ósáttir við að kjördæmi þeirra ætti ekki fulltrúa í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfur sagðist hann hins vegar til- tölulega sáttur við niðurstöðuna. „Ég er sérstaklega ánægður með að menn standa hér upp í sátt og samlyndi. Það er það, sem skiptir máli.“ Ólafur sagði að sjálfstæðismenn á Reykjanesi hefðu lýst áhyggjum yfir því að missa ráðherrann. „Okk- ar mörgu stuðningsmönnum í Reykjaneskjördæmi þykir það áreið- anlega miður að hafa ekki ráðherra í ríkisstjórninni. Ég dreg enga dul á það,“ sagði hann. Ólafur sagðist hlakka til að tak- ast á við hið mikilvæga embætti forseta Alþingis. „Ég á orðið langa þingsetu að baki. Ég hef ævinlega haft mikinn áhuga á þingstörfum sem slíkum,“ sagði hann. Stjórn kjördæmis- ráðs fundar Erna Nielsen, formaður kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, vildi ekki tjá sig um málalokin í samtali við Morgun- blaðið. Hún sagði að stjórn kjördæ- misráðsins og þingmenn myndu funda í vikunni og ræða niðurstöðu málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.