Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 41- MINIMINGAR GUÐRUN ÞOR VARÐARDÓTTIR + Guðrún Þorvarðardóttir fæddist 16. janúar 1908 á Bakka á Kjalarnesi. Hún lést á Landspítalanum 4. apríl sl. Guðrún var jarðsungin frá Fossvogskapellu 21. april sl. KÆR FRÆNKA mín Guðrún Þor- varðardóttir frá Bakka, var næst elst 11 systkina og eru nú sex þeirra á lífi, ömmusystkini mín. Minningamar streyma fram: Ég í sveit á Bakka frá því að ég var sex ára gömul. Það var sól og sumar og við Gunna frænka í göngutúr í fjörunni, hún þekkti alla fugla og öll blóm og miðlaði mér þessari þekkingu sinni í gegn- um árin mín. Mér er minnisstætt þegar selurinn elti okkur alla leið út á læk og ég þorði ekki að ganga fjöruna til baka, heldur fórum við upp bakkana heim, samt elti selur- inn okkur og það var ekki fyrr en Gunna frænka ráðlagði mér að fara úr eldrauðu úlpunni og fela hana undir peysunni að selurinn missti áhugann. Eða þegar ég um 10 ára aldurinn var að reyna að læra að hekla og ekkert gekk, svo Gunna frænka bauðst til að fara með heklunálina og garnið heim á Lynghagann. Um haustið var það hreykin stúlka sem byrjaði í skól- anum með heklaða húfu eins og allir áttu. Svo liðu árin og alltaf hélst sam- band. Ég orðin fullorðin, að mér fannst, tæplega tvítug, verðandi móðir og hefja minn búskap ásamt + Jónas Oddgeir Sigurðsson fæddist 26. febrúar 1917 í Hafnarfirði. Hann lést á Borg- arspítalanum 10. april siðastlið- inn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju I Hafnarfirði 21. apríl sl. NÚ ER hann Jónas minn dáinn. Já, gamli sægarpurinn hefur siglt fleyi sínu frá þessari ströndu í hinsta sinn. Ég kynntist Jónasi þegar við unnum saman hjá Sjóla- stöðinni í Hafnarfirði. Hann var þá kominn á efri ár. Okkur fiski- kerlingunum þótti innilega vænt um hann, enda var hann alltaf svo geðgóður og hlýr. Hann var líka mikill grallari í sér, og húmoristi mikill. Til dæmis þegar hann var að telja okkur „kerlingunum" trú um einhverja vitleysuna, þá komu augun alltaf upp um hann, því augun hlógu þótt hann reyndi að sýnast grafalvarlegur. Svona man ég Jónas minn. Hann átti góða og samheldna fjölskyldu. Eiginkona hans er Guð- ríður Elíasdóttir. Böm þeirra eru Sjöfn og Elías. Guðríður er formað- ur verkakvennafélagsins Framtíð- ar í Hafnarfirði. Kjarnorkukona, sem honum þótti svo vænt um og var svo stoltur af. Enda talaði hann alltaf um Gauju sína eins og hann kallaði hana alltaf, með mik- illi virðingu og hlýju. Elsku Guðríður og fjölskylda. Missir ykkar er mikill og söknuður- inn sár, en minningin um ýndisleg- an eiginmann, föður og afa lifir. Hvíl hann í friði. Hin Ianga þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæli er sigur unninn og sólin bjðrt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Birgi í kjallaranum á Lynghagan- um. Þá hófst nýr kafli í sögu okk- ar Gunnu frænku,- alltaf var hún gefandinn og ég þiggjandinn. Nú var það sláturgerðin, þessi gamli siður og þessi gamla uppskrift og allt þetta góða slátur. Sultugerðin og kæfan, jólasmákökurnar og smátt og smátt á sinn rólega hátt tókst henni að gera furðugóða húsmóður úr þessari ungu konu, sem hafði kannski haft meiri áhuga á öðru en húsverkum. Og svo komu Bára og Hrönn, tví- buradætur okkar, sem stigu sín fyrstu spor undir væntumþykju Gunnu frænku. Alltaf var sama þolinmæðin og sama góða viðmót- ið. Þegar þær fengu að stoppa í sokkana hans Eyva, rúmlega tveggja ára, þó að það tæki miklu lengri tíma að rekja það upp en hún var að stoppa í þá. Eða allar grautarskálarnar sem þær fengu að borða uppi vegna þess að mamma þeirra eldaði aldrei eftir- mat. Og þær dáðust að fískinum með appelsínuberkinum, sem Gunna frænka steikti fyrir Tomma og Eyva. Og þegar afi þeirra kom með nýveiddan rauðmaga og lét í eldhúsvaskinn hennar og rauð- magarnir bitu í borðtuskuna henn- ar Gunnu frænku urðu þær svo hneykslaðar að þær ætluðu aldrei að borða rauðmaga og hafa staðið við það. Allt þetta og margt fleira hefur valdið kátínu og hlátri þegar það hefur verið rifjað upp. Síðan bættust við fleiri stelpur Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) Hólmfríður Zophonías- dóttir og fjölskylda. í hópinn Dröfn, Halla, Viktoría og Gróa Rán. Allar fengu þær sinn stað hjá Gunnu frænku og þó að við flyttum í annan landshluta tókst alltaf að halda þessu sérstaka sambandi. Við Birgir og stelpumar þökkum fyrir að hafa átt og kynnst svona frænku og þó að sorg og söknuður fylgi kveðjustund erum við þakklát fyrir að hún fékk hvfldina svona fljótt eftir að hún veiktist og að hún hafi getað allan þennan tíma haldið heimili með Tómasi bróður sínum. Ykkur systkinum hennar vottum við samúð okkar. Ásthildur Skjaldardóttir. Við viljum með þessum orðum kveðja Gunnu frænku. Það eru ekki allir eins lánsamir og við að fá að kynnast langömmusystur sinni. Frá því að við fæddumst var alltaf vel tekið á móti okkur á Lynghaganum. Fyrstu árin bjugg- um við í kjallaranum og frá því að við fórum að skríða urðu heim- sóknir tíðar. Okkar fyrstu minningar um Gunnu frænku eru þær þegar við spiluðum Svarta-Pétur, því alltaf hafði Gunna tíma til að sinna okk- ur. Einnig minnumst við grautar- skálanna, sem biðu okkar í eftir- mat, því að ævinlega vorum við svangar ef við vissum af gijóna- eða rabarbaragraut í ísskápnum eða urðum þyrstar eftir að búið var að blanda mysu handa Eyva. Og eftir að við urðum eldri og flutt- um í burtu var alltaf hitað kakó eða við máttum sækja okkur öl niður í kjallarann er við komum í heimsókn. Á milli okkar var alltaf gott samband og þó að heimsókn- um fækkaði var oft komið við hjá Gunnu í Reykjavíkurferðum og finnst yngri systrum okkur það tilheyra að koma við á Lynghagan- um og fá brúnköku þegar þær fara til augnlæknis. Við viljum þakka Gunnu frænku fyrir árin sem við fengum að vera með henni. Söknuður okkar er mikill en þó er léttir að veikindi hennar urðu ekki lengri. Við viljum votta systkinum hennar samúð okkar. Guð blessi Gunnu frænku. Hrönn og Bára. + Elskuleg móðir, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐFINNSDÓTTIR, Holtastíg 9, Bolungarvfk, lést í Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 22. apríl. Birna Hjaltalin Pálsdóttir, Kristfn Sigurðardóttir, Benedikt Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Boðahlein 27, Garðabæ, sem andaðist 19. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. apríl kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélags (slands. Ásgrímur Jónasson, Þórey Sveinbergsdóttir, Marfa Dröfn Jónasdóttir Rall, Edda G. Jónasdóttir, Þórir Ingvarsson, Ólöf V. Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Handrit afmælis- og minningargrcina skulu vera vel frá gengin, vélrituð cða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sin en ckki stuttnefni undir greinunum. JONAS ODDGEIR SIG URÐSSON ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Uppl. hjá Sigríði Péturs- dóttur í sfma 17356. verður haldið 11. maí til 10. júm'. jm. Frekari upplýsingar og skráning hjá Starfsþjálfun fatlaðra, Hátúni lOa, í síma 29380 til 4. maí. Forstöðumaður. tölvur ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1. - Word fyrir Windows og Macintosh. - WordPerfect fyrir Windows. - Excel fyrir Windows og Macintosh. - PageMaker fyrir Windows/ Macintosh. - Paradox fyrir Windows. - Tölvubókhald. - Novell námskeið fyrir netstjóra. - Word og Excel framhaldsnámskeið. - Bamanám. - Unglinganám. - Windows forritun. Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning f sfma 616699. Tölvuskóli Reykiavíkur t * Boryartúnl 28, slmi 616699 STJÓRNUNARFtlAGS ISLANOS ▲ OG NÝHERJA 69 77 69 <Q> 62 10 66 NtHtRJi ■ Tölvuskóli í fararbroddi öll hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. ýmlslegt ■ Ættfræðinámskeið Aldrei lægra verð. Úrval ættfræðibóka. Ættfræðiþjónustan, Brautar- holti 4, s. 27100 og 22275. ■ Vélritunarkennsla Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Kennum blindskrift og uppsetningar. Vélritunarskólinn, sími 28040. ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus í maí og júní. Hannes Flosason, sími 554 0123. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, GUÐMUNDUR SAMÚEL HALLDÓRSSON starfsmaður hjá Flugleiðum i New York, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. apríl kl. 13.30. Ingibjörg Hermannsdóttir og börn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför RAGNARS ÓLAFSSONAR kaupmanns, Vesturbrún 2. Sigrún Ólafsdóttir og aðrir vandamenn. + Við þökkum af alhug auösýnda samúð og einstakan vinarhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR GUÐMUNDAR GUÐBJARTSSONAR, Völusteinsstræti 28, Bolungarvík. Kristín Sigurðardóttir, Sverrir Sigurðsson, Pétur Runólfsson, Þórdís Siguröardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, GUÐJÓNS GRÍMSSONAR, Miðdalsgröf. Guðfrfður Guðjónsdóttir, Björn Guðmundsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Kári Steingrímsson, Anna Guðný Björnsdóttir, Einar Gunnarsson, Ásta Björk Björnsdóttir, Elias Kárason, Hildur Björnsdóttir, Reynir Björnsson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Steingrímur Kárason, Guðjón Kárason, Sóley Ómarsdóttir og barnabarnabörn. Lokað I dag, þriðjudaginn 25. apríl, verður skrifstofa Byggingafélags Gylfa og Gunnars hf., Borgar- túni 31, lokuð vegna jarðarfarar ÞORLÁKS SIGURJÓNSSONAR frá Tindum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.