Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 - i ijc mm rvrMyNDANNA Lennon og goðsögnin Ný heimildarmynd um Lennon frumsýnd í Bandaríkjunum Heimildarmynd um John Lennon hlýtur að snúast um ótalmargt og 100 mínútur sýnist vera svo stutt- ur tími en einhvern veginn hefur heimildarmyndaframleiðandanum David Woiper og leikstjóranum Andrew Solt, sem einnig skrifaði handritið ásamt Sam Egan, tekist að sameina þetta ágætlega í nýrri heimildarmynd um Lennon sem heitir „Imagine: John Lennon" og var frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Hún hefur hvarvetna hlotið mjög góða dóma. Kvikmyndagerðarmennirnir höfðu úr ógrynni af efni að moða þegar þeir byrjuðu á myndinni fyr- ir tæpum tveimur árum að ósk Yoko Ono. Þeir höfðu ótakmarkað- an aðgang að heimildageymslu Ono — hún á 200 klukkustundir af skráðu og flokkuðu kvlkmynda- efni um sig og Lennon, sem hún tók sjálf — og úr sex og hálfri millj- ón dollara að splla (saml peningur og Martin Scorsese gerði Jesú- mynd sina fyrir). „Það hafa líklega fáir í samtíma- sögunni fengið jafnmikla umfjöllun um sig og John Lennon," segir leik- stjórinn Solt. „Eftir að hafa verið í heimspressunni með Bítlunum í fimm ár tók hann saman við Ono sem var ásamt öðru kvikmynda- gerðarmaður og þau tóku mynda- vélina inná heimili sitt. Til eru myndir af John að raka sig, í sturtu, af þeim uppi í rúmi, að spjalla sam- an, að vinna í upptökuverinu — allt líf hans er til á filmu." Til að greiða úr ölium myndun- um fékk Ono heimildarmyndafram- leiðandann Wolper, sem unnið hefur til Óskarsverðlauna, er byrj- aði á að tilkynna henni að hann hefði sáralítinn áhuga á Lennon. „Þegar Yoko hafði samband við mig sagði ég henni að ég vissi vel hver John Lennon væri en ég væri ekki hrifinn af tónlist hans. Hún svaraði því til að það væri ein af ástæðunum fyir því að hún vildi að ég gerði myndina — hún vildi einhvern sem segði sannleikann og hún gæti ekki ráðskast með .. . En þegar leið á gerð myndarinnar verð ég að viðurkenna að ég fór að meta tónlist hans og ég komst að því að hann var maður sem stóð afar fast á sínum pólitísku skoðunum. Lennon var ekki maður sem hélt tónleika til að safna pen- John á sínu fyrsta reiðhjóli. ingum handa Biafra og lét ekki sjá sig aftur í fjögur ár. Hann gaf sig allan að þjóðfólagsmálum og gekk jafnvel svo langt að gera sig að fífli vegna sannfæringa sinna." „Imagine" gefur opinskáa og aðgengilega mynd af Lennon og ef einhverjir verða fyrir vonbrigð- um með hana er það vegna þess að kvikmyndagerðarmennirnir aft- óku með öllu að fegra viðfangsef- nið. í staðinn fyrir að pakka honum í fallegar umbúðir og binda stóra rauða slaufu utanum sýna þeir þversagnir hans og mannlega galla. „Við fórum ekki af stað með þetta verkefni staðráðnir í að ýta undir goðsögnina eða eyðileggja þá töfra sem umlykja Bítlana," segir Egan, annar handritshöfund- urinn. „En allt sitt líf beraði Lennon hugsanir sínar fyrir umheiminum og kom fram sem mjög mann- eskjuleg persóna, ekki gallalaus. I myndinni afhjúpar Lennon sjálfur goðsögnina um John Lennon og Bítlana." Kingsley og Caine f „Without a Clue“. í spæjaraleik með Skerláki Sögurnar um Sherlock Hol- mes og aðstoðarmann hans, Watson lækni, hafa verið kvik- myndaðar óteljandi sinnum bæði fyrir breiðtjaldið og sjónvarps- skjáinn og í ýmsum afbrigðum. Jeremy Brett hefur t.d. skapaö eftirminnilegan Holmes fullan af sérvisku og sórkennilegheitum í feikigóðum breskum þáttaröðum sem bæði ríkissjónvarpið og Stöð 2 hafa sýnt. Nýjasta Holmes-myndin er einnig bresk. „Without a Clue" gæti vel verið frumlegasta Hol- mes-sagan sem kvikmynduð hef- ur verið. Sjáðu til, ( henni er Watson læknir sjálfur Holmes. Meistaraspæjarinn er ekki til í raunveruleikanum, svo viröist sem hann sé aðeins hugarfóstur Watsons. Núna þarf læknirinn hins vegar að útvega mann af holdi og blóði til að fylla útí goð- sögnina sem hann hefur skapað og leika Holmes. Tveir öndvegisleikarar fara með aöalhlutverkin í myndinni, sem leikstýrt er af Thom Eber- hardt. Ben Kingsley, óskarsverð- launahafinn úr „Gandhi", leikur Watson en Michael Caine leikur atvinnulausan leikara og fylli- byttu sem Watson fær til að leika Holmes (það fylgir sögunni að Kingsley og Caine hafi hist í fyrsta sinn þegar þeir deildu bún- ingsherbergi með Chevy Chase á skemmtun 'sem haldin var í Bretlandi f tilefni afmælis Bob Hope). Kingsley segir að í kjarna sínum fjalli myndin um „vináttu". Mennirnir tveir byrja samvinnuna á því „að vilja drepa hvor annan en með tímanum fer þeim að líka samstarfið". Það reynir á samvinnuna þeg- ar þeir lenda í mjög svo raun- verulegu glæpamáli sem enginn annar en erkifjandinn Moriarty stendur á bak við. Önnur kona eftir Marion (Rowlands) leigir íbúð í fjölbýlishúsi og kemst að því að hún getur auðveldlega heyrt það sem fram fer hjá nágrannanum en það er sálfræðingur. Gegn vilja sínum fer hún að leggja við hlustir þegar mjög þunglynd kona að nafni Hope (Mia Farrow) ræðir við sálfræðing sinn um hræðilegan ótta og efasemdir um sjálfa sig sem hafa nagað hana alla ævi. Það verður til þess að Marion lítur til baka til atburða í lífi hennar sem sýna algert tilfinningaleysi hennar gagnvart vinum í kringum hana. Kvikmyndatökumaður myndar- innar er Sven Nykvist en eitt af bestu verkum þessa samverka- manns Ingmars Bergmans er Lancaster og víkingarnir Woody Allen Enn heldur Woody Allen áfram að gera „alvarlegar" myndir. Sú nýjasta heitir „Another Woman" og er með Gena Rowlands í aðal- hlutverkinu en aðrir leikarar í myndinni eru Mia Farrow (að sjálf- sögðu) og Gene Hackman sem nú er kominn í æ stærri hóp Woody Allen-leikara. Allen sjálfur kemur ekki fram í myndinni. Rowlands leikur prófessor í heimspeki sem hefur þessa miklu þörf fyrir að hafa líf sitt undir full- kominni stjórn en fyrir klassíska kaldhæðni er þörfin sú farin að stjórna henni í staðinn. „Við höld- um að með því að lesa bestu höf- undana og heimspekingana og rannsaka hina miklu hugsuði sög- unnar getum við haft reglu á lífi okkar og flúið tilfinningar," segir Rowlands, „en þessi blekking get- ur verið hryllileg." Rowlands og Hackman í nýju Woody Allen-myndinni. Óbærilegur lóttleiki tilverunnar nú til sýnis í Bíóborginni. „Another Woman" er ekki fyrsta skref Allens inní heim menningar- myndanna eins og við vitum en honum þykir takast best upp hér eftir „Interiors" og „September". Hann er kominn langt útí Berg- maníska alvörugefni en í „Time" segir að þessi mynd sé hans af- brigði af meistaraverki meistar ans,„Persona“. „Rocket Gibralter" er ný og svolítið sérstök mynd með Burt Lancaster, sem frum- sýnd var nýlega vestra. Hún segir frá 77 ára göml- um afa sem veit að hann mun deyja innan skamms en segir engum frá því. Hann vill að útför sín fari fram á hafi úti og segir í hápunkti myndar- innar barnabörnum sínum frá því hvernig vtkingarnir vott- uðu þeim látnu virðingu sína með því að senda þá á haf út í báti og bera eld að. „Rocket Gibralter" er heitið á gömlum bát Lancasters í myndinni sem sonarsonur hans finnur í slæmu ásig- komulagi. Lancaster þykir standa sig með prýði í hlutverki gamla mannsins en leikstjóri er Daniel Petrie, sem leikstýrir Burt Lancaster í „Cocoon II". „Rocket Gibralter".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.