Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 B 9 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Fjárlagahalli og ráð- herrar matarskatts Fáein orð um fyrstu utandagskrárumræðu Alþingis Fjárlög ársins 1988 vóru samþykkt með 26 milljóna króna rekstrarafgfangi. í júnímánuði sl. lýsti Jón Baldvin Hannibalsson, þá Qár- málaráðherra, því yfir, að þrátt fyrir niðurstöður Qárlaga, stæðu líkur til 483 m.kr. ríkis- sjóðshalla. í septembermánuði sl., þegar iiðinn er dijúgur hluti Qárlaga- ársins, lýsir þessi sami ráð- herra því yfir að rikissjóðshalli 1988 verði tæpar 700 m.kr. Ólafúr Ragnar Gímsson, nýr Qármálaráðherra, hefúr hins- vegar haldið því fram, bæði á fúndi í Garðabæ og í fjölmiðl- um, að ríkissjóðshallinn verði umtalsvert meiri, skipti jafúvel milljörðum króna. Bráða- birgðalög nýrrar ríkisstjórnar munu auka umtalsvert á ríkisútgjöld líðandi árs. Af þessu tilefni spurði Þor- steinn Pálsson, oddviti stjórnar- andstöðunnar, Ólaf Ragnar Grimsson að því utan dagskrár í neðri deild Alþingis, hvort þær tölur sem forveri hans greindi frá í ríkisstjóm — um fjárlaga- halla líðandi árs — í næstliðnum mánuði hafi verið rangar. I Nýr fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur verið óspar á yfirlýsingar út og suður Ólafúr Ragnar Grímsson, nýr, þingmanna. um hrikalega stöðu ríkissjóðs. Málmfríður Sigurðardóttir, þing- maður Samtaka um kvennalista, orðaði það svo í þingræðu, „að yfirlýsingagleði hans [íjármála- ráðherrans] um ástand efnahags- mála hafi nánast verið taumlaus að undanfömu". „Það skal fúslega viðurkennt," sagði Málmfríður, „að hin nýja ríkisstjóm er síður en svo öfunds- verð af því hlutskipti sem hún nú hefur tekist á hendur og því búi sem hún tekur við. En þá skulum við líka minnast þess að tveir þriðju þessarar ríkisstjómar, þar á meðal fyrrverandi flár- ,matarskattsráðherra“, í hópi málaráðherra, ber sannarlega sinn hlut ábyrgðar á því hvemig komið er í efnahagsmálum þjóðar- innar." Hér hittir Málmfríður naglann á höfuðið. Gagnrýni nýs fjármála- ráðherra á stöðu efnahagsmála, einkum ríkisfjármála, hittir ekki sízt fyrir tvo þriðju núverandi ríkisstjórnar, þar með talinn fyrr- verandi fjármálaráðherra, núver- andi utanríkisráðherra. „Ekki sér hann sína menn, svo hann ber þá líka“, segir máltækið. II Alþingi fer með löggjafar- og fjárveitingavaldið. Það er því ekk- ert eðlilegra en að þingheimur, og þá ekki sízt stjómarandstaða, sem hefur á hendi hefðbundið aðhaldshlutverk, krefjist upplýs- inga um stöðu og horfur ríkissjóðs og ríkisbúskaparins á heimavett- vangi, vettvangi þingsins, eftir „taumlausa yfirlýsingagleði" fjár- málaráðherrans um þetta efni ut- an þings. En það varð fátt um svör; farið í kringum frambomar spumingar „eins og köttur í kringum heitan graut". Ejármálaráðherrann, sem boðaði fimm til níu milljarða skuldaskattheimtu á fundi í Garðabæ, sagði einfaldlega: „Ég mun við eðlilegt tækifæri greina Alþingi frá niðurstöðum af þróun ríkisfjármála á þessu ári.“ Svo mörg vóm þau orðin. Þegar málskrafsumbúðir em teknir utan af svarræðu ráðher- rans standa þessi orð ein eftir. Fyrir utan fáeina orðaleppa: „Oskaplega líður nú varaformanni Sjálfstæðisflokksins illa. Og óskaplega líður formanni Sjálf- stæðisflokksins illa“ o.s.frv. III Þorsteinn Pálsson, oddviti stjómarandstöðunnar, fékk ekki efnisleg svör við fyrirspumum sínum um stöðu ríkisfjármála og misvísandi yfirlýsingar fyrrver- andi og núverandi fjármálaráð- herra. Stjómarandstöðuþingmenn, sumir hveijir, töldu það óvirðingu við Alþingi, að svara ekki fyrir- spumum um efni, sem varðar eitt helzta viðfangsefni þess, fjárlögin og framkvæmd þeirra; efni, sem fjármálaráðherra hafði fjölyrt um utan þings. Það kom hinsvegar fram í máli Friðriks Sophussonar, varafor- manns Sjálfstæðisflokksins, að bráðbirgðalög ríkisstjómarinnar ykju ríkissjóðshallann um 600 m.kr., samkvæmt yfírlýsingum hennar sjálfrar. Þá stæðu líkur til þess að 800 m.kr. til viðbótar féllu á ríkissjóð vegna ráðgerðrar „millifærzlu" til fyrirtækj'a, er náð fyndu fyrir augum skömmtunar- stjóra stjómarinnar. Peningar væm teknir í svonefndan At- vinnutryggingasjóð. Allt yrði þetta sótt með einum eða öðmm hætti í vasa almennings, skatt- borgaranna. Síðan vék Friðrik að margum- ræddum matarskatti. Hann minnti á ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, nú fjármálaráðherra, í þingræðu, sem hann beindi til Jóns Baldvins Hannibalssonar, þá fj ármál aráðherra, fyrir réttu ári síðan. Þá sagði Ólafur Ragnar, orðrétt eftir haft: „Það stendur þess vegna, hæstvirtur Qármálaráðherra [Jón Baldvin Hannibalsson] enn þá á þér krafan um að draga matarskattinn til baka. Þegar þú er búinn að því getur þú komið og rætt við samtök launafólks. Fyrr en þú gerir það ert þú brennimerktur sem maður sem ekki er hægt að treysta.“ Nú er sá, sem mælti þessi orð, í embætti þess, er til var talað. Flokkurinn, sem stærst orð lét falla gegn matarskattinum, fer nú með völd í matarskattsráðu- neytinu. Ólafur Ragnar Grímsson er matarskattsráðherra liðandi stundar og eitthvað fram á vetur- inn, að minnsta kosti. Spumingin er, hvort treysta megi því að orð alþýðubandalagsmanna standi betur, að því er þennan skatt varð- ar, en fjárlög líðandi árs? Á það reynir nú — og enn við nýja fjár- lagagerð. sar — EYÐIMERKURHALSAR Ný plata ^ \ sem inniheldur meðal ánnars hið gullfallega lag 5.1.87. Rúnar Þór fær til liðs við sig fjöldann allan af góðu \ tónlistarfólki. \ Bubbi Morthens, ix Bergsson Meðal annarra; sker.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.