Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 2
MORGÖNBDiÐlÖ,0 Stí fíNUDÁCltFíí' 2áí ÍO<fcTÖBfiK*sÍ@áí& Aðrar átta dœtur eigðu svo með mér að hann og Jón Ólafsson snerust og hann brást pabba. Eftir það greri aldrei um heilt milli þeirra máganna," segir Þórunn. Enn ekki var óvildinni fyrir að fara milli móðurömmunnar og föðurömmunn- ar á heimilinu, sem báðar höfðu verið giftar sama manninum, Pétri Havstein amtmanni. Þvert á móti, segir Þórunn. Sigríður Thordersen var önnur kona amtmannsins og sagt að hann hafi sagt við föður hennar er hann fiutti hana aftur heim í Viðey, að hann skilaði henni eftir veturinn eins og hann fékk hana. Kristjana var þriðja kona Péturs amtmanns og móðir bama hans. „Ég var orðin stálpuð þegar ég vissi um þetta," segir Þómnn. „Ommu Sigríði og ömmu Kristjönu kom mjög vel saman og bám um- hyggju hvor fyrir annarri. Amma Kristjana sagði: Emð þér viss um það, fröken Katrín, að það sé nógu heitt hjá henni frú Sigríði? Þær þémðust alltaf og kölluðu hvor aðra frú Thordersen og frú Havstein. Hvemig líður yður, fm Havstein? spurði amma Sigríður. Ég varð aldr- ei vör við að þær sætu saman hvor inni hjá annarri, en þeim var annt hvorri um aðra.“ Harkan í stjómmálunum á fyrstu ráðherraárum Hannesar og aðdrag- anda þeirra var með ólíkindum, þegar litið er til baka og því er Þómnn spurð hvort það hafi ekki komið niður á heimilinu og þá böm- unum. Hún kveðst ekki muna eftir því. Til dæmis skyggði það ekkert á vináttu þeirra systra og dætra Kristjáns Jónssonar þótt heimilis- feðumir deildu. Þó skýst upp úr henni saga sem oft hafði verið hleg- ið að. Þegar einhvetjar deilur vom um áfengismál varð elstu systur hennar að orði eitthvað á þá leið, að hún vildi að hún gæti sagt sig úr stúkunni, svo hún gæti dmkkið bjór og bölvað honum Skúla Thor- oddsen! í þessu sambandi minnist Þómnn þess líka þegar systir henn- ar kom heim skelfíngu lostin og sagði: Mamma, mamma, það er búið að setja hann pabba í fang- elsi! Þá hafði verið slegið upp_ í fregnmiða, líklega hjá Isafold: Is- landsráðherra í fangelsi! Það var þá danski ráðherrann Alberti og fyrrverandi íslandsráðherra sem hafði verið handtekinn. Fyrrverandi var með svo litlu letri fyrir neðan að telpan sá það ekki. Tóku á móti kónginum Konungskomuna 1907, þegar Friðrik VIII heimsótti ísland ásamt öllum ríkisþingmönnum Dana, man Þómnn, því þær systur vom ásamt öðmm telpum uppábúnar og hvítklæddar með stráhatta niðri við Steinbryggju og stráðu blómum fyrir fætur konungs þegar hann gekk upp bryggjuna við hlið Hann- esar Hafstein.„Adda systir stóð fremst og afhenti konungi blóm- vönd og ég man hvað við stríddum henni af því að í danskri frétt af atburðinum var sagt að hún hefði staðið þama „paa sine stolte ben“. Hún var alltaf hlédræg og feimin og ég man hvað henni var illa við þetta," segir Þómnn og hlær dátt. „Fyrir konungskomuna var fenginn balletmeistari frá Danmörku til að kenna stúlkunum vandasama dansa, Lancé og Fran?aise, fyrir veisluna miklu í Miðbæjarskólanum, en við vomm auðvitað of ungar til að vera þar. Talað var um að kóng- urinn hefði orðið svo hrifínn af Bertu Johannessen að hann dansaði mikið við hana. Hann bjó í Mennta- skólanum, en J.C. Christensen for- sætisráðherra gisti hjá okkur. Ég man að hann var eins og sveitamað- ur, hafði það fyrir sið að nudda lærið á sér. Við stelpumar tókum auðvitað eftir því. Svo vomm við aftur mættar stelpumar, í matrósa- kjólum og með stráhatta, við veit- ingahúsið Norðurpólinn fyrir innan bæ til að fagna kónginum þegar þeir komu ríðandi úr austurferðinni til Gullfoss og Geysis." Annar stór atburður á þessum ámm var símamálið, sem deilt var um af hörku, þegar bændur komu ríðandi í bæinn til að mótmæla símanum, sem Hannes Hafstein hafði samið um og átti að fara að leggja.„Okkur þótti þetta bara spennandi. Ég var auðvitað á Aust- urvelli þegar hersingin kom ríðandi og ógurleg læti í körlunum," segir Þómnn þegar hún er spurð um þennan atburð. Þómnn minnist góðra æskuára. 1907 lét Hannes reisa ráðherrabú- staðinn við Tjamargötu, fékk norskt hús frá hvalveiðistöð Ellef- sens í Önundarfirði og flutti viðina suður. Fluttu þau hjónin þangað Systurnar, dætur Hannesar og Ragnheiðar Hafstein, talið frá hægri: Ástríður, Þórunn, Sigríður, Sofía, Elín og Ragnheiður. Af börnum þeirra vantar á myndina yngstu bömin, Kristjönu og Sigurð. með sína stóm fjölskyldu. „Þar vom herbergin út frá ganginum í röð á efri hæðinni. Yngstu systumar, Ellí og Haidí, vom hjá ömmu Sigríði innst og svo við hinar í herbergjun- um út eftir ganginum. En þegar pabbi hætti að vera ráðherra í það sinn 1909 seldi hann landssjóði húsið og reisti hús beint á móti við Tjömina, Tjarnargötu 33, sem hann svo aftur seldi 1912, er hann varð aftur ráðherra og við fluttum í ráð- herrabústaðinn. Svo við vomm lengi á þessum slóðum. Þau ár var ég í menntaskólanum, byrjaði 1909 og varð stúdent 1915. Og nú er ég orðin elsti stúdent landsins, allir samstúdentamir og þeir sem vom á undan mér fallnir frá. Við vomm átta stelpur í bekknum, höfðu aldr- ei verið fleiri. Besta vinkona mín þá og síðar var Áslaug Zoega, sem giftist Hallgrími Benediktssyni. Svo var Ásta Jónsdóttir, síðar sendi- herrafrú og gift Bjama frá Reykj- um, þá Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem giftist Þotyaldi Ámasyni bæj- argjaldkera, Ólafía Einarsdóttir, sem giftist Pétri Lárassyni, skrif- stofustjóra Alþingis, þá Friðrika Halldórsdóttir ritari sem fór til Danmerkur og svo Katrín Thor- oddsen læknir, dóttir Skúla, sem seinna varð heimilislæknir hjá okk- ur. „Þetta vom mjög skemmtileg ár. Mamma lét okkur stelpumar alltaf hafa ball heima einu sinni á ári, meðan hún lifði, þar sem boðið var unglingum. Og svo vom skólaböllin. Ég get ekki hugsað mér elskulegri móður en móður mína. Meðan hún var á lífi var eðlilegt að leita alltaf til hennar. Ég man að nokkm eftir að hún dó þurfti að biðja um leyfí til að fara á ball og ég var send til pabba. Hann sagði að ekki þýddi annað en veita leyfíð, því „betra er að passa 100 flær á hörðu skinni en píkur tvær á palli inni“. Hestamaður og prílari „Pabbi og mamma áttu alltaf góða hesta og ég man að við eldri stelpumar fómm 3-4 sinnum með þeim í útreiðartúr austur fyrir Fjall. Þá var gist á Kolviðarhóli eða Kára- stöðum. Pabbi var mikill hestamað- ur og fór vel með hestana sína. Hann lét Glæsi sinn aldrei bera sig upp Kambana, sagðist vera of þungur til að leggja það á hann. Hann varð þó að gera það þegar hann 1907 reið þar upp við hliðina á kónginum. Auðvitað fór hann allt á hestum þegar hann var sýslumað- ur á ísafírði. Einhverju sinni var þar fjósamaður, sem átti að sækja hestana en fann þá ekki. Pabbi fór Sigríður og Geir Thorsteinsson, Sofía og Haukur Tog Ragnar Kvaran og Ástríðurög Þórarinii Kristjánsson. þá með honum og benti honum á hestana og fjósamanninum varð að orði: Engum er alls vamað, Hannes minn! Pabba þótti gaman að segja þessa sögu. Uppáhaldshestur mömmu hét Gmndtvig. Hann er heygður á blettinum við Stjómar- ráðshúsið, eftir því sem ég best veit. Mamma reið alltaf í sveifar- lausum söðli og sat hestinn vel. Ég man að meðan pabbi var banka- stjóri á áranum 1909-12, fóm þau norður til Akureyrar og við Sim' fómm á eftir þeim. Þá ferðuðumst við um á hestum, fóram m.a. á æskuslóðir Jónasar Hallgrímssonar í Öxnadal og að Hraunsvatni. Það var ógurlega gaman. Þá lét pabbi mig fara að ríða í hnakk. Sagðist ekki þola að láta mig snatta í kring um sig í söðli. Þá gerðist það á Akureyri að ég hrökk fram af hest- inum. Kona ein ætlaði að hlaupa til og hjálpa mér, en þegar hún sá að ég reið í hnakk varð hún svo móðguð að hún hætti við hjálpina. Það var gaman að vera á ferðalagi með pabba. Hann var svo hress. Hann var góður sundmaður, sem bjargaði honum þegar Englending- ar ætluðu að drekkja honum á Dýrafírði. Og hann var alltaf að prfla. Stelpumar Ellí og Heidí fóm skömmu eftir að mamma dó með honum til Þingvalla og urðu dauð- hræddar um hann, því hann fór að príla upp klettana hjá Öxarárfossi í Almannagjá." Skömmu eftir að móðir hennar dó sumarið 1913 fór Þómnn til Skotlands. Var send þangað til að læra ensku. „Ekki varð nú mikið úr því. Eiginmaður frænku minnar MacKinna átti að fara í göngu með mér á hveijum degi og tala við mig ensku. Honum þótti góður sopinn, en fékk ekki að drekka heima, svo hann notaði tækifærið til að fara á knæpu og fá sér einn, en ég varð að vappa fyrir utan á meðan. Við Dagný dóttir þeirra töluðum saman dönsku. Mér gekk illa að komast heim, því stríðið var skollið á. Loks fékk ég far með hrossaskipi frá Sölner, sem átti að fara til Seyðis- fjarðar. Pabbi var búinn að harð- banna mér það, en við sigldum inn- an skerjagarðsins í Noregi og allt gekk vel. Pabbi var óskaplega niðurdreg- inn eftir að hann missti mömmu. Hann hélt hálfan daginn til við leið- ið hennar uppi í kirkjugarði. Það var alveg hræðilegt. Og hann hélt áfram að fara daglega að leiðinu hennar þar til hann veiktist. Hann fékk fyrst vægt slag 1914, árið eftir að mamma dó. Eftir það leit- aði hann sér huggunar í ljóðagerð. Hann hafði ekkert fengist við það svo lengi. Og ég held að hann hafi ekkert fmmort eftir þetta nema ljóðin um hana, fyrir utan þýðingar á ljóðum annarra skálda. Svo við systumar urðum aldrei mikið varar við ljóðskáldið. Ég man bara að hann var einhveiju sinni að gera að gamni sínu við rhömmú þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.