Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 B 11 íslenskur íðorðabanki Eitt af þeim verkefiium, sem hér er unnið að og tengist þessum þætti, er að koma upp íslenskum íðorðabanka þar sem saftiað yrði saman orðum úr ýmsum fræði- greinum —' eðlisfræði, stærðfræði, náttúrufræði o.s.frv. — og þeim steypt í einn pott, eða réttara sagt tölvu. Þannig mætti fá mikilsverða yfirsýn sem gæti dregið úr hættu á misræmi í orðanotkun, flýtt fyrir við leit að þýðingum o.fl. Ég minnt- ist áðan á orðasöfn, sem við höfum búið til prentunar á undanfömum árum og erum að vinna að. Þau em öll þannig gerð frá tæknilegu sjón- armiði að unnt er að slá þeim sam- an í slíkan banka ef svo ber undir. Þó að tölvutækni og hugbúnaði hafi fleygt ört fram koma upp viss vandamál ef slíkt orðasafn verður mjög stórt og fjölbreytilegt. Til dæmis hefur mikið verið rætt um hvemig eigi að flokka efnið, hvers konar flokkunarkerfi eigi að nota og enn fremur hefur reynst erfítt að búa til nógu fljótvirkt leitarfor- rit. Við höfum fylgst vel með þróun- inni í þessum málum erlendis og tekið virkan þátt í samstarfi nor- rænna þjóða á þessum vettvangi. — íslensk málstöð er þá ekki einangruð frá umheiminum? Nei, því fer íjarri. Málstöðin ann- ast ýmis samskipti við útlönd, eink- um vegna íslenskrar málnefndar, og þau era aðallega tvenns konar. Annars vegar era samskipti við aðrar málnefndir á Norðurlöndum og hina sameiginiegu miðstöð þeirra, Norræna málstöð í Ósló. Hins vegar era samskipti við íðorða- stofnanir, einkum á Norðurlöndum. Loks má geta þess að mörgum út- lendingum þykir starfsemi okkar hér athyglisverð. Meðal þeirra sem hafa komið hingað í heimsókn era menn frá alþjóðlegum fréttastofum, stórblöðum og tímaritum, sem hafa síðan birt frásagnir af okkur og viðtöl. Hin mikla framþróun sem nú á sér stað í vísindum og tækni um allan heim undanfama áratugi hefur sett mark sitt á starfsemi okkar hér og málfar. Margir hafa eflaust hnotið um orðið íðorð eða tekið eftir þvi að ekki era ýkja mörg ár síðan far- ið var að nota það að einhveiju ráði, eða þá íðyrði, um það sem grannþjóðir okkar kalla „term“. Með þessu er átt við orð yfir eitt- hvað eða heiti á einhveiju, sem er bundið tilteknu starfi (íð) eða fræði- grein og er helst skýrt afmarkað og skilgreinanlegt hugtak. Sem dæmi mætti nefna orðin jón í eðlis- og efnafræði og heildun og deildun í stærðfræði. Slík orð þurfa ekki að vera nýyrði en era það mjög oft, eins og þau sem ég nefndi. Þess vegna höfum við lengi vel ekki gert greinarmun á þessu tvennu, heldur kallað allt nýyrði. Nú komumst við ekki lengur hjá því að hafa íslensk orð um „term“, „terminology" o.s.frv. Víða erlendis starfa sérstakar íðorðastofnanir sem safna orðum og skilgreina hugtök sem notuð era í ýmsum greinum. Slík starfsemi er í mjög öram vexti. Þá er ekki einungis um að ræða orð í vísind- um. Ég er hér til dæmis með sænskt orðasafn yfir íðorð í ræstingum, gefið út af sænsku íðorða- eða tækniorðastofnuninni sem hefur starfað síðan fyrir stríð og virðist ekki hafa minna umleikis en sænska málnefndin. Víðast á Norðurlöndum er það svo að þar era sérstakar íðorðastofnanir auk hinna almennu málstöðva sem málnefndimar reka. Hér er reynt að sameina allt í einni málstöð pg það er að minni hyggju kostur. Hitt er svo annað mál að íslensk málstöð þyrfti að vera miklu öflugri eins og nærri má geta. Staðlar Nátengd starfi íðorðastofnana er útgáfa staðla. Við höfum reynt að fylgjast svolítið með alþjóðlegri staðlaútgáfu, sem hefur stundum reynst okkur mjög gagnleg, t.d. í tölvutækni, þar sem staðlamir era eins konar orðasöfn. Hugtök era tölusett, greint frá ensku heiti og síðan kemur skilgreining á hugtak- inu. Með því að nota slíka staðla höfum við bæði getað sparað okkur söfnunarvinnu og fengið vitneskju um afmörkun hugtakanna. Hér á landi höfum við staðladeild Iðn- tæknistofnunar, sem gefur út íslenska staðla. Ef vel ætti að vera þyrftum við að hafa nánara sam- band við hana, en eram alltof lið- fáir til að halda því uppi sem skyldi. Gerð staðla er vandasamt verk og ekki hlaupið að því að koma öllu yfir á íslensku sem að berst í þeim plöggum. Við hljótum að stefna að því að hugtök fræðigreina séu íslenskuð þannig að hægt sé að fjalla um þær á íslensku. Það verk verður þó aldrei fullunnið. í þeim greinum þar sem þróunin er örast, eins og t.d. í verkfræði, standa menn í stöðugum straumi nýjunga og þyrfti að finna þúsund- ir af nýjum orðum á hveiju ári ef vinna ætti verkið til fulls. Þetta er alveg botnlaus hít sem aldrei verður fyllt. — Er þá ekkert fengist við ný- yrði nema þau séu íðorð? Jú. Málstöðin er til aðstoðar við nýyrðasmíð og mat á nýyrðum sem fram koma. Það starf tengist þá helst hinu aimenna ráðgjafar- og þjónustuhlutverki stöðvarinnar. • Hver sem er getur leitað hingað með málfarsleg erindi, hringt eða skrifað, og margir nota sér það. Rættvið BaldurJónssonforstöðu- mann íslenskrar málstöðvar ur Pálsson forritari, sem er með okkur í þessu, hefur gert bráða- birgðalykil í tölvunni sinni. Nú er verið að fara yfir hann. Sérfræðing- amir hafa unnið við það sjálfir, en síðustu vikur hefur Benedikt Jason- arson kristniboði verið hér í húsinu að vinna í þessu verki. Um endanlegan frágang hefur ekkert verið ákveðið, enda er enn mikið verk óunnið við að greina sundur tvíræðar og margrasðar orð- myndir o.fl. Stefnt er að því að lyk- illinn geti gagnast sem flestum, málfræðingum, bókmenntafræð- ingum, guðfræðingum og hveijum sem áhuga kann að hafa á Biblí- unni. Ef maður man til dæmis að- eins brot úr einhveiju versi eða orðasambandi er auðvelt að finna það allt með slíkum lykli. Íslendingar hafa notast dálítið við erlenda biblíulykla, en það er auðvitað ónóg. En því má ekki gleyma að orðalyklar Björns Magn- ússonar prófessors era af þessu tagi. Orðalykill hans að Nýja testa- mentinu var gefinn út á prenti 1951, en sams konar lykill að Gamla testamentinu er einungis til í fáein- um vélrituðum eintökum. Allt þetta verk vann Bjöm í höndunum, og er það mikið afrek. Lyklar hans ganga að biblíuútgáfunni frá 1912. Nýja þýðingin er dálítið frábragðin, einkum á Nýja testamentinu. Jónína M. Guðnadóttir, ritstjóri flugorðasafns. Tryggvi Edwald skrifstofustjóri og tölvuvinnslustjóri. Unnið hefur verið að orðstöðulykli Biblíunnar og er útgáfa hans fyrirhuguð. Það er t.d. ekki óalgengt að menn hringi vegna einhverrar vöra sem á að fara að auglýsa og spyijist fyrir um hvemig réttast sé að íslenska vöraheitið. Að sjálfsögðu stöndum við oft á gati, en í þessum samtölum hafa einnig mörg nýyrði orðið til. Ný orð spretta annars upp meðal almennings í dagsins önn eins og ætíð hefur verið. Samkvæmt lögum á málnefndin — og þar með mál- stöðin — að leitast við að ná til þessara nýju orða og skrásetja þau á skipulegan hátt. Þetta er mikið verk, en við höfum aldrei haft mannafla til að sinna þessu verk- efni eins og til er ætlast. Ég hef séð mikið af nytsamlegum, nýjum orðum í lesmáli sem til min berst, t.d. í blöðunum, og mér finnst bágt að geta ekkert annað gert, vegna annríkis, en horft á þau líða hjá. — Þú sagðir í upphafí að Háskól- inn stæði að rekstri málstöðvarinn- ar ásamt íslenskri málhefnd. Er unnið hér að einhveijum verkefnum á vegum hans? í málnefndarlögunum er kveðið svo á að forstöðumaður íslenskrar málstöðvar skuli jafnframt vera prófessor í íslenskri málfræði í heimspekideild Háskólans og því fylgir rannsóknarskylda eins og vant er um slík embætti. Þá skyldu reyni ég að rækja á þessum vett- vangi og tel að málræktin hafi not- ið góðs af þeim verkefnum sem ég hefi fengist við. Hér hefur verið unnið að gerð forrits til að skipta íslenskum orðum milli lína. Þetta forrit hlaut nafnið „Skipta 1.0“ og kom út fyrir skömmu. Verkið er unnið { sam- vinnu við Reiknistofnun Háskólans, sem annast forritunina, en málstöð- in segir til um hvar og hvemig skipta skal. Ég hef farið yfir orð- skiptingar í um 200 þúsund orð- myndum og leiðrétti og lagfærði þar sem þess var þörf. Biblíulykill Málstöðin er öðram þræði sprott- in upp af verkeftium sem tengjast fyrstu umtalsverðu tilraun sem gerð var hér á landi til að nota tölvur við málfræði- og textarannsóknir. Nú era liðin ein 15 ár síðan ég stóð fyrir þeirri tilraun og öll tækni orð- in gerbreytt. En þegar ég flutti skrifstofu mína hingað úr Áma- garði sumarið 1983 fylgdi mér dá- lítið safn af tölvutækum textum, sem ég ætlaði helst að auka við og gera að opinbera textasafni. Sum- um þeirra var ég farinn að vinna úr og hefi haldið því áfram, eftir því sem eftii og ástæður hafa leyft. Ég hefi t.d. látið tölvuvinna orð- stöðulykla að nokkram þeirra, þar á meðal að eddukvæðum. Þessir orðstöðulyklar era þannig gerðir að þeir sýna hvert orð text- ans, fáein næstu orð á undan og eftir, þ.e. í hvaða sambandi orðið stendur, og nákvæma textatilvísun, t.d. til blaðsíðu og lfnu í bókinni sem um er að ræða. Stærsti bitinn í þessu safni er Biblían 1981. Ég er nú í samvinnu við sérfræðinga frá þremur öðrum háskólastofnunum að undirbúa orð- stöðulykil að allri Biblíunni. Hann verður að sjálfsögðu tölvuunninn og alveg tæmandi, þótt ekki verði hann allur gefinn út á prenti. Bald- Islensk orðaskrá Annað verkefni, sem hér er unn- ið að á mínum vegum, er íslensk orðaskrá í tölvutæku formi. í hana er safnað efni úr prentuðum orða- bókum. Nú þegar era komin inn öll flettiorð í aðalsafni Blöndals- orðabókar og fylgja ýmsar upplýs- ingar hveiju orði. Hugmyndin er að þessi skrá geti orðið undirstaða ýmissa annarra orðasafna, þar á meðal stafsetningarorðabókar eins og þeirrar sem íslensk málnefnd á að gefa út lögum samkvæmt. íslensk orðaskrá er þegar farin að nýtast fræðimönnum. Til dæmis hafa menn fengið úr henni orð sem auðkennd hafa verið sem stað- bundið mál í tilteknum landshlutum og skrár yfir öll sagnorð og öll-at- viksorð. Einn málfrasðingur fékk skrá yfir öll nafnorð í kvenkyni. Þá kom það í ljós, sem enginn vissi áður, að um það bil fjórða hvert orð í orðabók Blöndals er nafnorð í kvenkyni og karlkynsorð era álíka mörg. Þessir tveir flokkar orða era sem sé um helmingur alls orða- forðans í bókinni. Að lokum sagði Baldur eitthvað á þessa leið: Áður en við hættum þessu spjalli langar mig til að koma því á fram- færi að íslensk málnefnd hóf í fyrra útgáfu tímarits sem heitir Mál- fregnir og kemur út tvisvar á ári. Þar má fræðast nánara um ýmis- legt af þvi sem við höfum verið að tala um og margt fleira. Ritstjóm og afgreiðsla tímaritsins er í mál- stöðinni og þar er tekið á móti áskriftum. Ég leyfi mér að hvetja alla, sem áhuga hafa á íslenskri málrækt, til að gerast áskrifendur. - bó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.