Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Amelia Earhart og síðasta flug hennar og loftnetsins, sem hún skildi eftir í Miami. Það væri vægt að orði kveðið, að segja að skipulagning fjarskipt- anna fyrir flugið var hroðvirknisleg og kæruleysisleg. Strandgæslunni varð á í messunni, þegar henni láð- ist að benda á mótsagnirnar í áformuðum radíótíðnum Earhart, svo og að benda á að 7500 kílórið þeirra kæmu ekki DF-stöð Earhart að notum. George Putnam var að reyna að hugsa fyrir öltu þegar hann fékk sjóherinn til þess að láta Strandgæslunni í té færanlega HF DF-stöð, til þess að hafa í landi á Howland. Það verður að telja líklegt, að Earhart og Noonan hefðu líklega fundið eyjuna, ef þau hefðu haft næga þekkingu á fjarskiptum, skilið ósamræmið og getað leiðrétt Það LOKALEGGUR FLUGSINS Ferðalagið umhverfis hnöttinn hafði verið svo að segja viðburða- laust, ef undanskilið er atvikið sem henti er þau nálguðust Dakar. Þau lentu í Lae og brottför þaðan var ákveðin kl. 1000 f.h. á staðartíma (OOOO GMT) 2. júlí, þ.e.a.s. 2. júlí á austurhveli jarðar, en 1. júlí á vesturhveli. Minniháttar viðhaldsvinna var unnin og skipt var um bensíndælu. Nýja dælan virkaði ekki heldur og flugvirkjar frá Guinea Airways gerðu við þá gömlu. Reynsluflug var farið, flugvélin skoðuð og seint um kvöldið var hið fyrirfram ákveðna 80 oktan bensín sett á geyma hennar og þess sérstaklega gætt, að blanda því ekki saman við 100 okta-n bensínið, sem áður hefur verið sagt frá og var í einum geym- inum. Noonan varð að fara á fætur fyrir kl. 06.00 að staðartíma, til þess að ná alþjóðlega útvarpstíma- merkinu, en því var útvarpað á nákvæmlega réttum tíma. Hann átti að setja klukkur sínar eftir þessu merki og nota þær sólarhring seinna, þegar þau nálguðust How- land. Þama um kvöldið var gleðskapur og kveðjuhóf og flugmenn Guinea Airways flugfélagsins á staðnum, buðu Earhart og Noonan. Að sjálf- sögðu sáu flugliðar og starfsmenn Guinea Airways um það, að gestina skorti hvorki mat né drykk. Earhart fór snemma í rúmið, en Gunea Airways fólkið hafði ekki hugmynd um að Noonan var alkó- hólisti. Hann hafði misst starf sitt hjá Pan American vegna Þessa og var talinn óhæfur til flugliðastarfa. Earhart vissi það og þau höfðu rætt þetta vandamál.Þegar hann réði sig til þessarar ferðar, hafði hann lofað henni því, að bragða ekki áfengi urts þau væru komin til Oakland. Kannske var hann of þreyttur, eða honum fannst hann ætti fyrir þessu eftir langt og erfitt flug, eða þá að hann áleit „einn gráan“ ekki saka. Það varð að bera hann í rúmið seint og síðar meir og hann svaf yflr sig um morguninn, fram yfir tímamerkið. Earhart varð æf því þau gátu ekki farið án nákvæmrar tímasetningar. Hún vildi halda áætlun sinni svo hún kæmi til Oak- Eflíkaminn færekki nægjanlegt kalk úr fæðunni, gengur hann á forða kalkbankans og aukin beingisnun á sérstað. Þeir sem hreyfa sig mikið virðast nýta kalkið betur og hafa því meiri beinmassa á efri árum en þeir sem hreyfa sig lítið. Það erkjörið fyrirþá sem kjósa fituskerta mjólkað neyta einnig lýsis, sem erríkt affituleysanlegum vítamínum. B-2 vítamín er nauðsynlegt fyrir augu, húð, negluroghár. Mjólkog mjólkurvörur eru ein auðugasta uppspretta B-2 vítamíns í fæðu okkar fyrir utan innmat. B vítamín, sem talsvert er af í mjólk eru nauðsynleg tilþess að viðhalda heilbrigði taugakerfisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.