Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 B 5 sína til að koma i veg fyrir óæski- lega fjölgun. Fresskettir sem ekki eru geltir reyna jafnan að merkja sér svæði með því að spræna á það og er sú helgunarathöfn jafnan mjög illa þefjandi. í samtalinu við Helgu kom fram að karlmönnum taki jafnan sárt til fresskatta sinna og vilji síður láta gelda þá en t.d. læður. Konum er þetta hins vegar minna tiifinningamál. Hafa karl- menn í þessu sambandi uppi þær röksemdir að fresskettirnir muni sakna þess mjög að vera sviptir náttúru sinni. Þetta kvað Helga telja alrangt og benti jafnframt á að geltir kettir stæðu sjaldnast í slagsmálum né heldur væru þeir eins flökkugjarnir og hinir ógeltu. Helga lagði á það sérstaka áherslu að menn skyldu gera sér grein fyrir því að kettir lifa í mörg ár og það er binding að taka að sér kött. Það verður að sinna öllum heimilisdýrum. Aldrei er ráðlegt að taka kött yngri en átta vikna. Kettl- ingar þurfa að vera hjá móður sinni þann tíma til þess að læra allt það sem einn köttur þarf að kunna til þess að lifa af. Ennfremur sagði Helga það brýna nauðsyn að kettl- ingur fái þann frið sem hann þarf þegar hann kemur á nýja heimilið. Fólk verði að muna' að kettlingar séu ekki leikföng og það eigi aldrei að gefa börnum lifandi dýr sem leikfang. Sé út af þessu brugðið verði kettirnir hræddir og það móti svo allt þeirra viðmót til ills þar eftir. Kettir hafa merkjamál sín á milli, það hafa öll dýr að sögn Helgu. Þá eru það ekki aðeins hljóð- in sem skipta máli heldur einnig hreyfingar. Séu kettir reiðir slá þeir til skottinu, reki þeir saman trýnin þá er það merki um ástúð. beini þeir eyrunum fram eru þeir fullir eftirtektar og forvitni en leggi þeir kollhúfur um leið og þeir dingla skottinu þá eru þeir tilbúnir til árás- ar. Nugg er vinalegt kveðjutákn sem kettir nota gjarnan til þess að heilsa uppá góðvini sína, jafnt ketti sem fólk. Kettir eru vanaföst dýr sem vél er hægt að venja á ítrasta hrein- læti. En sé sandurinn óhreinn eða hafi kassinn verið fluttur til þá kann svo að fara að kötturinn mót- mæli með því að spræna utan kass- ans. Venjulegir heimiliskettir láta sér ekkert óviðkomandi sem til nýj- unga telst á heimili þeirra. Allt þurfa þeir að skoða og athuga og eru ekki í rónni fyrr en þeir hafa fengið tækifæri til þess. Kettir heyra hljóð sem menn heyra ekki, enda er heymin þeim mikilvæg við veiðar. Kettir sjá jafnt í ljósi sem myrkri og hafa mjög þroskuð jafn- vægisviðbrögð og eru því duglegir að klifra og koma niður standandi og ómeiddir eftir fall úr allt að þriggja metra hæð. Lyktarskyn katta er líka vel þroskað og þeir geta greint á milli mismunandi lykt- arefna sem aðrir kettir skilja eftir sig. Veiðihárin eru þeim mikilvæg og vegna þeirra m.a. geta þeir far- ið allra sinna ferða í myrkri. Kettir voru heilög dýr hjá Egypt- um og voru orðnir tamdir um 1500 f.Kr. Útbreiðsla húskattarins frá Egyptalandi til Evrópu virðist þó hafa verið treg, kannski af því Evr- ópumenn höfðu þá tamið marðar- tegundir til vamar gegn nagdýmm. íslensku orðin köttur, ketta og kausi hafa upphaflega átt við merði eins og hreysiketti. Það er ekki fyrr en á tíundu öld sem koma fram heimildir um húskött í Evrópu. Menn telja að húskettir hafa ekki farið að breiðast út í Evrópu fyrr en í kjölfar krossferða um 1100. Þá jókst líka þörfin fyrir þá, því þá fór rottuplága að breiðast út. Kettir vom um það leyti oft hafðir í skipum til þess að veijast rottum. Kirkjan var löngum köttum fjand- samleg, m.a. af því þeir komu frá músiímskum löndum. Þegar galdra- ofsóknirnar stóðu sem hæst beind- ust þær m.a. að köttum og var þeim gjaman kastað á bál með galdranomum. Enn eimir eftir af kattahjátrú, það þykir t.d. óláns- merki að svartur köttur gangi þvert yfir gangbraut fyrir framan fólk. Á seinni ámm hafa menn komist að því að margir hafa ofnæmi fyrir köttum og kattahári. Þetta ofnæmi getur orðið illvigt og valdið því m.a. að augu fólks sökkvi, það steypist út í útbrotum og fái and- þrengsli. Það var ekki fyrr en eftir 1700 að kötturinn öðlaðist smám saman viðurkenningu sem heimilis- og gæludýr. Til íslands barst húskötturinn varla með landnámsmönnum, líklega fremur með siglingum í kringum 1100. Hér gætti minna rottuplágu en annars staðar í Evr- ópu og því minni þörf fyrir ketti. I hinum forna kristnirétti Grágásar, sem skráður var upp úr 1100, seg- ir þó: „Hross skulu menn eigi éta og hunda og melrakka og köttu og engin klódýri né hræfugla." ís- lenskir kettir eru af evrópsku kyni. Bröndótta munstrið var uppruna- legt hjá evrópskum villiköttum en einnig höfðu þeir langrák eftir hryggnum. Á Norðurlöndum og hér á landi eru algengastar makríl- eða tígurrákir. Hér hafa þó verið rækt- aðar aðrar tegundir katta, t.d. síamskettir o.fl. Stefán Aðalsteinsson Ph.D., . búíjárfræðingur, hefur í mörg ár kannað litarhátt á íslenskum kött- um og borið saman við ketti í ná- grannalöndunum. Islenskir kettir virðast vera einna skyldastir t.d. sænskum köttum og köttum á Hjaltlandseyjum. Einnig hefur verið sýnt fram á töluvert mikinn skyld- leika milli íslenskra katta og katta í Boston í Bandaríkjunum. Sumum þykir sem sú staðreynd renni stoð- um undir sagnir af landafundum víkinga í Ameríku. Hvernig sem kettir eru á litinn og í laginu þá gegna þeir flestir einu og sama hlutverkinu hjá hús- bændum sínum. Nú til dags eru þeir flestir fyrst og fremst gæludýr sem jafnframt eiga að fæla burtu mýs og rottur. Gæludýr hafa oft mikilvægu hlutverki að gegna. í dag eru margir einmana, búa einir og hafa jafnvel tengsl við fáa. Hjá fólki í slíkri aðstöðu geta gæludýr gegnt mikilvægu hlutverki. Flestir þurfa að fá útrás fyrir tilfinningu ástar og umhyggju sem býr í fólki allajafna. Eigi maðurinn ekki ein- hvem sér nákominn til að sýsla um geta gæludýrin stundum komið þess í stað. Allir vita hve börn hænast að dýrum. Sjúk böm geta sótt mikla huggun til dýra, svo og þeir sem minni máttar em vegna sjúkdóma, andlegra sem líkam- legra. Sumir em þeirrar skoðunar að heppilegt gæti verið í ýmsum tilvikum að ha.fa gæludýr á sjúkra- stofnunum. Öðmm þykir slíkt óvinnandi vegur frá hreinlætissjón- armiði. Flestir em þó á því að hinn andlegi þáttur sé mikilvægur í umönnun sjúkra og vanþroska. Kannski verður hægt að sætta þessi sjónarmið þannig að allir mættu vel við una og sjúklingar sem þess ósk- uðu gætu sótt huggun og lífsfyll- ingu til mjúkra og hlýrra gæludýra. Oft bindur fólk mikla ást við gæludýr sín og þess em dæmi að fólk vilji sjá vel fyrir þessum vinum sínum þegar þess sjálfs nýtur ekki lengur við og minnist þeirra því í erfðaskrá sinni. Kona í Missouri í Bandaríkjunum sem dó í janúar 1978 ánafnaði hvítum ketti, Charlie Chan að nafni, eignum sínum sem vom metnar á um 250.000 dali. Önnur frú í Englandi hafnaði árið 1967 2.100 sterlingspunda boði bandarísks kattaræktarmanns í hreinræktaðan, hvítan persahögna. Auðugasti köttur sem um getur á íslandi átti heima í Hraunsnefi í Borgarfirði seint á 19. öld. Köttur- inn þótti góður til áheita. Smátt og smátt safnaðist til hans mikill auð- ur. Var m.a. keypt jörðin Stóra- Gröf í Stafholtstungum fyrir áheita- féð og auk þess búfénaður, bæði kindur og hross. Þessi frægi köttur fór seinna með húsmóður sinni, Oddnýju Þorgilsdóttur, að Land- brotum í Kolbeinsstaðahreppi. Þar lést Oddný en eftir að hún var dáin lagðist kötturinn út og hvarf skömmu síðar. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Viltu matbúa á stuttum tíma ? , r> ■■ W ' , . .0 W i " n'i* r- KtSofcfStor 2 ,,*~«**' v? <$> o GoldStar ER-3520 D örbylgjuofnar eru 12 Itr., 450 VJ, með 2 styrkstill. og 30 mín. klukku. Hvítir eða brúnir. H:243xB: 430 x D:300mm. Verð: 15.455,-kr. Kr. 14.682,-stgr. Cgr GoldStar ER-4350 D örbylgjuofnar eru 17 Itr., 500 W, með 5 styrkstill. og 30 mín. klukku. Hvítireöabrúnir. H:275xB: 487 x D:326 mm. Verð: 17.895,- kr. Kr. 17.000,- stgr. m GoldStar ER-5054 D örbylgjuofnar eru 20 lítra, 530 W, með 7 styrkstillingum og 30 mín. klukku. Fást hvítir eða drapplitir. H: 324 x B: 495 x D: 353 mm. Verð: 20.549,- kr. Kr. 19.522,-stgr. § GoldStar ER-535 MD örbylgjuofnar eru 20 lítra, 530 W, með lOstyrkstillingum og99 mín. tölvuklukku. Fásthvítir eða drapplitir. H: 243 x B: 430 x D: 300 mm. Verð: 23.604,- kr. Kr. 22.424,-stgr. 4% GoldStar ER-6513 D örbylgjuofnar eru 28 lítra, 650 W, með 5 styrkstillingum og60 mín.klukku. Fást hvítir eða brúnir. H: 328 x B: 544 x D: 386 /77/77. Verð: 25.674,- kr. V? <J> 7 Kr. 24.390,-stgr. GoldStar ER-654 MD örbylgjuofnar eru 28 lítra, 650 W, með lOstyrkstillingum og99 mín. tölvuklukku. Fásthvítir eða brúnir. H:326 x B:544 x D: 377 /77/77. Verð: 28.471,-kr. Kr. 27.047,-stgr. & GoldStar ER-9350 D örbylgjuofnar eru 25 lítra, 650 W, með 7 styrkstill., 60 mín. klukku og grilli, tilað brúna og baka matinn. Fást h vítireða brúnir. H: 362 x B: 546 x D: 437 mm. Verð: 44.740,-kr. Kr. 42.503,-stgr. Umboðsmenn um allt land! Og til allt að 12 mán. SKIPHOLTI SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.