Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 63

Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 63 Guðmundur Helgason lyftinga- maður úr KR. ■ GUÐMUNDUR Helgason, lyftingamaður úr KR, kemur gagn- gert til íslands frá námi í Banda- ríkjunum, til að reyna við Olympíulágmörk í lyftingum fyrir OL í Seoul. Guðmundur tekur þátt í Reykjavíkurmeistaramótinu í olympískum lyftingum, sem fer fram í íþróttahúsi Vörðuskóla, á sunnudaginn. I MANASKIN Sigga Frænda setti bæði islandsmet félagsliða í keilUj þegar liðið keppti við Lands- Lið Islands í áskorendakeppni í keilu. Siggi Frændi og félagar náðu hæsta skori í leik, 815 og hæstu samtalsskori í seríu, 2.239. Landsliðið vann sigur með því að ná samtals 2.276 stigum í seríu. ■ RABAH Madjer, landsliðs- maður í knattspymu frá Alsír, sem Bayern MUnchen keypti á dögun- um frá Porto í Portugal, hefur verið lánaður út þetta keppnistíma- bil til spánska félagsins Valencia. ■ ÁRNI Stefánsson fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sem orðaður hafði verið sem næsti þjálfari Isfirðinga, hefur-ákveðið að vera áfram hjá 4. deildarliðinu Neista frá Hofsósi næsta keppn- istímabil. ■ ANDERS Holmertz sund- maðurinn snjalli frá Svíþjóð er nú talinn besti 200 m skriðsundmaður heims. Hann sigraði í 200 m skrið- sundi á opna bandaríska meistara- mótinu á mánudaginn. Hann synti á 1.49,09 mín og var meira en sek- úndu á undan Bandaríkjamannin- um, Matt Cetlinski. Holmertz varð annar í 400 m skriðsundi á sunnu- daginn er hann synti á 3.50,03 mín og er það sænskt met. Á sama móti setti ung og upprenn- andi bandarísk sundstjarna, Janet Evans, nýtt heimsmet í 400 metra skriðsundi er hún synti á 4.05,45 mínútum. ■ MÓNAKÓ hefur nú þriggja stiga forystu í frönsku deildar- keppninni í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Þá vann Mónakó lið Paris St. Germain 2:1. Jean-Marc Ferratge og Fadrice Mege gerðu mörk Mónakó en Michel Bibard minnkaði muninn fyrir Parísarliðið ■ ÁTVR sigraði í fírma- og fé- lagshópakeppni Vals í knattspymu, sem fram fór fyrir skömmu. Bíla- borg hafnaði í öðru sæti og Sól hf fékk bronsverðlaunin. Leikmenn þriggja efstu liða fengu íþróttafatn- að frá Henson í verðlaun, en 36 lið tóku þátt. ■ JÓLAMÓT Selfoss i ftjálsum iþróttum innanhúss verður haldið í íþróttahúsi Gagnfræðaskólans sunnudaginn 27. desember klukkan 14,00. Keppt verður í langstökki, þrístökki og hástökki án atrennu og með atrennu, auk kúluvarps. Öllum er heimil þátttaka í mótinu. Skráning fer fram á staðnum. HANDKNATTLEIKUR „íslendingar sterkastir" „Við eigum að geta lagt íslendinga að velli á heimavelli,11 segirAnders Dahl-Nielsen. Danirræða um mikiðálag eftiraðeinsfimm landsleiki BOGDAN og strákarnir hans í landsíiðinu í handknattleik verða á ferð og flugi á milli jóla og nýárs. Landsliðið heldur til Danmerkur annan í jólum og tekur þar þátt í fjögurra liða handknattleiksmóti. Strákarn- ir, sem hafa leikið fjórtán landsleiki á rúmum mánuði, mæta þar Dönum, Svisslend- ingum og Frökkum. Já, fjórtán landsleikirog þrírtil viðbótar í sjónmáli. Danir, sem eru eins og Sviss- lendingar og Frakkar, að undirbúa sig fyrir B-keppnina í Frakklandi, tóku þátt í móti í A- Þýskalandi um sl. helgi - léku þar fimm leiki. Þeir leika þijá leiki á milli jóla og nýárs og fjóra um miðj- an janúar. „íslendingar hafa lagt hart að sór“ „Er þetta ekki of mikið af því góða?“ var spurt í dönsku blaði nú í vikunni. „Nei, alls ekki. Við þurf- um á mörgum landsleikjum að halda þannig að strákamir fái reynslu," sagði Anders Dahl-Niels- en, landsliðsþjálfari Dana og vitnaði hann síðan í íslenska landsliðið. „Leikmenn íslands hafa lagt mjög hart að sér til að ná árangri. Þeir hafa lagt miklar fórnir til að ná langt - og hafa tryggt sér farseðil- inn til Seoul. Það er meira en við getum sagt,“ sagði Anders Dahl- Nielsen. Anders Dahl sagði að íslenska landsliðið sé starkast af þeim íjór- um landsliðum sem leika í Dan- mörku. „Þrátt fyrir það er takmarkið hjá mér að vinna sigur í mótinu. Svisslendingar og Frakkar eru svipaðir að styrkleika og við, en við eigum að leggja þá báða að velli. Islendinga ættum við einnig að leggja - á heimavelli-. Það getur vel verið að ég setji pressu á leikmenn mína með því að óska eftir sigri í mótinu. En það er það sem við þurfum - að leika undir pressu. Það er gott farar- nesti til Frakklands," sagði Anders Dahl-Nielsen. Að öllu eðlilegu á Anders Dahl- Nielsen ekki að yerða að ósk sinni. Islenska landsliðið á að vinna sigur í mótinu. Strákamir okkar hafa oft leikið vel í Danmörku - og sýiit Dönum hvar Davíð keypti ölið. Pólverjar sigurvegarar Danir gerðu jafntefli, 23:23, við Spánveija á sex þjóða handknattleiksmóti sem lauk í A-Þýskalandi um sl. helgi. Dan- ir komust yfír, 7:3, og leiddu í leikhléi, 13:10. Spánveijar skor- uðu sex fyrstu mörkin í seinni hálfleik og þegar stutt var til leiksloka, var staðan 23:21 fyrir Spánveija. Rétt fyrir leikslok náði Claus Munkedal að jafna, 23:23. Pólverjar urðu sigurvegarar í mótinu - með 8 stig. Spánveijar fengu 7, A->jóð- verjar og Ungveijar 6, Danir 3 og Norðmenn ekkert. Úrslit í einstökum leikjum urðu þannig; Danmörk - Noregur............. 26:23 A-Þýskaland - Pólland...........25:19 Spánn - Ungveijaland............31:20 Pólland - Danmörk...............23:22 Spánn - A-Þýskaland.............22:19 Ungveijaland - Noregur...........27:20 A-Þýskaland - Danmörk............26:25 Spánn - Noregiir.............. 22:17 Ungveijaland - Pólland...........24:22 Ungverjaland - Danmörk...........24:20 A-Þýskaland - Noregur...........26:21 Pólland - Spánn..................26:21 Danmörk - Spánn................ 23:23 Ungverjaland - A-Þýskaland.......26:25 Pólland - Noregur................28:19 SKÍÐI / ALPAGREINAR Pirmln ZUrbrlggen heimsbikarhafinn frá því í fyrra fagnaði loks sigri. Hann hafði ekki unnið mót ( vetur fyrr en samhliðasvigið á þriðjudaginn. „Þetta var mjög góð jólagjöf," sagði Zurbriggen. SUND / UNGLINGA Fimm unglingamet sett Fimm unglingamet í sundi voru sett á innanfélagsmóti KR sem . fram fór í Sundlaug Vesturbæjar um síðustu helgi. Gunnar Ársælsson, ÍA, setti drengjamet í 50 og 100 metra flug- sundi. Hann synti 50 metrana á 29,2 sekúndum og 100 metrana á 1.03,8 ^mín. Ársæll Bjamason einn- ig úr ÍA setti drengjamet í 50 m skriðsundi og 50 m baksundi. Hann synti 50 m baksund á 30,5 sek og 50 m skriðsund á 26,0 sek. Sveit ÍA setti piltamet í 4 x 50 metra bringusundi er hún synti á 2.02,8 mínútum. Borgnesingurinn Hlynur Þór Auðunsson sveinamet í 50 og 100 metra skriðsundi. Hann synti 50 metrana á 29,6 sek og 100 m á 1.04,10 mínútum. Loks setti meyjasveit KR fjögur í boðsundum. Tvöfaldur sigur lendinga í samhliðasvigi Heimsbikarhafinn, Pirmin Ziirbriggen, og Brigitte Oertli frá Sviss sigruðu í karla og kvennaflokki í samhliðasvigi heimsbikarsins sem fram för í Bormio á Ítalíu á þriðjudaginn. etta var fyrsti sigur þeirra beggja í vetur. Þessi keppni gefur ekki stig til einstaklinga í heimsbikamum heldur aðeins í keppni þjóðanna. Þar hafa Sviss- lendingar nú tekið forystu með 763 stig, Austurríki er í öðm sæti með 721 stig, Vestur-Þýskaland í þriðja með 334 stig og ítalia í fjórða sæti með 299 stig. í karalfokki keppti Ziirbriggen til Bormio á Ítalíu úrslita við landa sinn og félaga Joel Gaspoz og var 0,65 sek á und- an. I kvennaflokki kepptu Oertli og Corinne Schmidhauser til úrslita. Oertli vann með 0,57 sek mun. ítalska „sprengjan" Alberto Tomba, sem unnið hefur fimm heimsbikar- mót, var sleginn út af Roland Pfeiffer frá Austurríki sem hafnaði í fjórða sæti. „Sigurinn mun gefa mér sjálf- straust fyrir átökin eftir áramót. Eg hef aldrei skíðað eins vel í sam- hliða svigi og nú. Þetta var mjög góð jólagjöf," sagði Zurbriggen eft- ir sigurinn. Nú verður gert hlé á heimsbikar- ( mótunum fram yfír áramót. •*'. KÖRFUKNATTLEIKUR Kvennalandsliðið til Luxemborgar Kvennalandsliðið í körfuknatt- leik heldur til Luxemborgar annan í jólum. Þar mun liðið leika tvo vináttuleiki gegn Luxemborgar- mönnum og einn leik gegn sterku félagsliði. Ferð þessi er æfingaferð og liður í undirbúningi landsliðsins fyrir mót ssmáþjóða sem haldið verður i Lux- emborg 1989. íslanska landsliðið er skipað þessum leikmönnum: Anna María Sveinsdóttir, Keflavík, Anna Björg Bjamadóttir, ÍS, Marta Guðmundsdóttir, Grindavík, Svan- hildur Káradóttir, Grindavík, Auður Rafnsdóttir, Keflavík, Helga Frið- riksdóttir, IS, Þórunn Magnúsdótt- ir, Njarðvík, Þóra Gunnargdóttir, ÍR og þær Herdís Gunnarsdóttir og Sólveig Pálsdóttir, Haukum. Þjálfari landsliðsins er Sigurður Hjörleifsson. ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.