Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 60
Z'lO © 1985 Universal Press Syndicate „Hvort feinkuéum vi5 klukJcunni um i-fooo ourt vbo. pLyltam henni um Uooocxr?" mJ Dag«krá sú sem nú hefst er send iim gerfihnött. . . Með morgunkaffinu HÖGNIHREKKVÍSI Lesið í Biblíunni um jólin Til Velvakanda. Ég vil taka undir hvatningu í grein sem nýlega var rituð í blaðið um jólahaldið. Þar er bent á hve mikil hætta sé á því að jólin verði innihaldslaus í öllum gæðunum sem við njótum og menn eru hvattir til að taka fram Biblíuna og lesa í henni. Væri ekki vel viðeigandi í kristnu landi þegar fjölskyldan hefur sest við jólaborðið að húsbón(linn tæki fram Biblíuna og læsi jólafrásög- una? Hún er í öðrum kapítulanum í guðspjalli Lúkasar, fyrstu tuttugu versin. Þetta er á blaðsíðu 70—71 í Nýja testamentinu í nýju Biblí- unni. Síðan gæti húsbóndinn eða húsfreyjan beðið bæn frá eigin bijósti eða sálmvers eða Faðirvor og allir tækju undir. Ég er viss um að þetta yrði góð hjálp til að beina huganum til frelsarans sjálfs en hans vegna höldum við jólin. En lestur Biblíunnar á ekki að vera bundinn við hátíðir eða tiltekna daga. Stundum gera menn heit við áramót. Ég legg til að landsmenn allir taki þá ákvörðun að kynna sér Biblíuna og lesa í henni á hverjum degi á nýja árinu. Með öðrum orð- um: Engan dag á nýju ári án þess að við veijum stund með Biblíunni. Og Biblía og bæn fara saman. Stundum kvarta menn yfir því að Biblían sé torskilin. En sumt í henni er auðskilið. Og ekki skiptir mestu máli að skilja allt á auga- bragði (það sem er mikils virði liggur ekki alltaf í augum uppi) heldur íhuga það sem við skiljum — og fara eftir því. Þá komumst við fljótlega að raun um það sem er meginkenning Biblíunnar: Við erum syndarar en Jesús er frelsari sem dó fyrir syndara. Þess vegna eigum við að opna hjartað fyrir honum og helga honum líf okkar. Það breytist margt í lífi manna þegar Jesús kemur til sögunnar. Og sú breyting kemur fljótlega fram í þjóðfélaginu. Lesandi Island verði eitt kjördæmi Til Velvakanda. Ekki þarf að kunna glögg skil á íslenskri pólitík til að gera sér ljósa þá uggvænlegu þróun sem orðið hef- ur á síðustu áratugum varðandi svokallað vægi atkvæða. Hvemig getur það verið réttlætanlegt í lýð- ræðisríki að atkvæðisvægi þegnanna sé ekki jafnt, að atkvæðisvægi eins manns t.d. á Vestfjörðum sé á við atkvæði 20 manna á höfuðborgar- svæðinu. Allir hljóta að vera sammála um að þetta er fáránlegt og samræmist ekki meginreglum lýð- ræðis. Afleiðingamar láta heldur ekki á sér standa. Einstakir þingmenn vinna eingöngu fyrir sitt kjördæmi en gleyma gersamlega þeirri skyldu sinni að vinna að hagsmunum þjóðar- innar í heild. Þannig hefur verið komið upp rándýmm fyrirtækjum, sem menn hafa vitað frá upphafí að aldrei skiluðu arði, vegna þess að einhver þingmaður hefur sett það á oddinn í von um að tryggja sér at- kvæði. Eins er ráðist í stórfram- kvæmdir sem aðeins koma tiltölulega fáum að gagni og tel ég göngin gegn- um Ólafsfjarðarmúla dæmi um slíkt. Þetta verður ekki leiðrétt öðmvísi en ísland verði gert að einu kjör- dæmi. Þess er engin von að þing- menn geti starfað af nokkm viti meðan þessi skipan er á hlutunum. Ef landið væri eitt kjördæmi myndu þingmenn loks fara að vinna að hags- munum þjóðarinnar í heild og það myndi leiða af sér að síendurtekin mistök undanfarinna áratuga yrðu úr sögunni. Ég tel einnig að til bóta væri að þingmenn væm færri. Ef þingmenn væm t.d. 40 yrði ábyrgð hvers og eins meiri. Einnig ætti að setja þá reglu að þingmenn gætu ekki verið ráðherrar eins og nú tíðkast. Og Alþingi ætti að starfa allt árið — það myndi auka ábyrgð Alþingis og koma í veg fyrir að ríkis- stjómir misnotuðu heimild sína til setningar bráðabirgðalaga. Virðing þjóðarinnar fyrir Alþingi fer minnk- andi. Það er mikil þörf á að landið verði gert að einu kjördæmi svo starfsvettvangur Alþingis verði ekki allur á skjön eins og verið hefur. Reykvíkingur hverra hluta vegna hætti ríkisút- varpið þessum góða sið og sjónvarpið leikur þjóðsönginn að- eins í dagskrárlok á sunnudögum, rétt eins og þetta sé einhver spari- söngur. Vel væri nú, ef ríkisútvarp- ið endumýjaði þennan góða sið með nýju ári. Hefðir ber að virða og af þeim er ekki of mikið í þessu þjóð- félagi. Ástæður þess, að Víkveiji nefnir þetta sérstaklega er að ekki alls fyrir löngu hlustaði hann á Ljósvak- ann, sem hættir jafnan útsending- um klukkan eitt eftir miðnætti. Dagskránni lauk með því, að 'sung- inn var þjóðsöngurinn og verður Víkveiji að viðurkenna að honum hlýnaði um hjartarætur og hugsaði til hinna góðu gömlu daga, er ríkisútvarpið gerði slíkt hið sama. Það hafa allir gott af að hlusta á þjóðsönginn rétt áður en þeir ganga til náða, hann er í raun ekki aðeins þjóðsöngur heldur og falleg bæn - góður endir erilsams dags. XXX Nú, þegar jólahátíðin gengur í garð og fólk hvílist eftir eril- sama aðventu, er aðeins eftir að óska tandsmönnum gleðilegra jóla. Yíkverji skrifar Ikvöld klukkan 18 gengur jóla- hátíðin í garð, þessi mesta hátíð kristinna manna, þegar haldið er upp á fæðingu frelsarans. í kirkjum landsins leggja prestarnir út af jóla- guðspjallinu og kirkjuklukkur hringja. Þetta er hátíð ljóssins, því að fyrir tveimur sólarhringum var skemmstur dagur. Dag tekur nú aftur að lengja, veturinn er hálfnað- ur, þótt menn eigi kannski bágt með að trúa því. Ástæðan er auðvit- að að veðurenglamir hafa verið svo góðir Islendingum að elztu menn muna vart aðra eins tíð. Allt leggst þetta á eitt um að stytta skamm- degið og jólaljósin lýsa í myrkrinu. Víkveiji kemst þá jafnan í jóla- skap er fyrsti sunnudagur aðventu rennur upp. Undanfarin ár hefur hann þá lagt leið sína í Bústaða- kirkju, þar sem haldin er helgistund á vegum bræðrafélags kirkjunnar, séra Ólafur Skúlason vígslubiskup flytur bæn og jafnan kemur í heim- sókn leikmaður, sem flytur ræðu dagsins. Að þessu sinni var það kirkjumálaráðherrann, Jón Sigurðs- son, sem talaði og mæltist vel. Hann talaði um þessa hátíð ljóssins og minnti einnig á alvöru lífsins. Ræddi um tvö andstæð ljós, jólaljós- in hlý og notaleg og hin köldu bláu leifturljós lögreglu, sem jafnan boð- uðu slys og ógæfu. Í því sambandi er aldrei nægilega brýnt fyrir fólki' að sýna varkárni og aðgæzlu í umferðinni, sem tekið hefur alltof þungbæran toll af landsmönnum. Þessari hátíðlegu helgistund í Bústaðakirkju lýkur jafnan á því, að öll ljós í kirkjunni eru slökkt. Tveir félagar bræðrafélagsins ganga upp að altarinu og sækja eld með kerti, sem þeir síðan gefa kirkjugestum. Hver gefur svo sínum sessunaut ljós og innan tíðar er kirkjan uppljómuð af hundruð kerta. Þessi stund verður ógleym- anleg viðstöddum og ungt fólk, sem Víkveiji þekkir, vill fyrir engan mun missa þessa stund og sækir kirkju jafnan þennan dag ár hvert. Hún er orðin árleg hefð í lífí sóknarbam- anna í Bústaðasókn. XXX Hefð.er orð, sem merkir rótgró- inn sið. Fyrir allmörgum árum gilti sú hefð hjá ríkisútvarpinu, að dagskrá lauk með því að leikinn var eða sunginn þjóðsöngur íslendinga, þessi fallegi lofsöngur um guð og kristna trú, sem séra Matthías Joch- umsson orti svo fagurlega og Sveinbjöm Sveinbjörnsson glæddi lífí með sínu frábæra lagi. Ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.