Morgunblaðið - 17.10.1987, Page 21

Morgunblaðið - 17.10.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LA.UGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 21 góð en öðrum vond. Enginn er hlutlaus. Þessi ótvíræða afstaða manna er erfðafræðileg og getur verið vísbending í bamsfaðernis- málum! Riddarastjaman eða amaryllis, sem réttu nafni heitir Hippeastrum x hortorum, er garðyrlcjutegund sem gerð er úr fjölda forfeðra og formæðra úr sömu ættkvísl, er af sömu plöntuætt og jólaliljan sem getið var hér á undan, Am- aryllidaceae, sem svo aftur hefur fengið naftiið páskaliljuætt á íslensku. Riddarastjaman er á boðstólum haust og vor. Eftirfarandi leið- beiningar taka mið af haustrækt- un og jólablómgun: Setjið hvem iauk í 15 sentimetra pott. Fyllið vel á milli rótanna með venjulegri pottamold og látið um það bil helminginn af lauknum. Vökvið varlega og lítið fyrst í stað. Of mikil vökvun á þessu skeiði getur valdið því að blöðin taki yfírhönd- ina og skilji blómin eftir ofan í lauknum. Eftir að blómspírumar eru komnar í yburðarliðinn“ er vökvun aukin. Aburðargjöf gerir ógagn. Látið pottinn standa í björtum stofuglugga og það er gott ef hann getur fengið undir- hita frá miðstöðvarofni. Sé vökvun í lagi og hitinn nægur, blómstra riddarastjörnulaukamir eftir 4—6 vikur. Blómlitir em rauðir, bleikir, hvítir eða skræpóttir. Ekki borgar sig að hirða áfram um riddara- stjörnulaukana eftir .jólablómg- un“. Þeir taka mikið pláss og blómstra treglega aftur. í næstu viku skrifa ég um „driflauka" fyr- ir gróðurskála og ker. Hafsteinn Hafliðason Prá félaginu: Næsti fræðslufundur félagsins verður haldinn í Holiday Inn næst- komandi þriðjudag, 20. október, kl. 20.30. oktober með afgreiðslu álæktana og annarra þingmála, ásamt kosn- ingu forseta og varaforseta. Þá verður einnig lýst tilnefningum í stjóm. Þingfulltrúar verða væntanlega um 200 talsins frá 46 aðildarfélög- um landssambandsins og fleiri aðilum. Auk þess verður sérstök dagskrá fyrir maka þingfulltrúa. Alls er því ger ráð fyrir að hátt á þriðja hundrað manns gisti Akur- eyri á meðan á þinghaldinu stendur. Skorað á Kópavog að neyta for- kaupsréttar HÓPUR áhugamanna hefur snúið sér til Kristjáns Guðmundssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, og falast eftir að ganga inn i væntanlegan kaupsamning milli eigenda Smárahvammslands og Sambands íslenskra samvinnufélaga, en Kópavogsbær hefur forkaupsrétt að landinu. „Þetta eru menn sem hvetja okkur til að neyta forkaupsréttarins og selja þeim síðan landið á hærra verði,“ sagði Kristján. Hann sagði að engin skrifleg yfírlýsing hefði borist til bæjarráðs sem hélt fund á fímmtu- dag en hér væru á ferð aðilar í byggingariðnaði. „Við höfum átt viðræður við Sam- bandið og höfum 28 daga til að svara þeim og um það snýst málið núna, en ef yfírlýsing kemur þá verður hún einnig lögð fram á fund bæjarráðs," sagði Kristján. Sjúkralíðar útskrifaðir Sjúkraliðaskóli íslands útskrifaði 33. hópinn 10. september sl. Fremsta röð talið frá vinstri:_Ey- gló H. Jóhannesdóttir, Ásta Bjarnadóttir, Kristbjörg Þórðar- dóttir skólastjóri, Linda B. Hólm, Bogey R Jónsdóttir, Lilja Björg- vinsdóttir. Miðröð: Jóna Björk Ragnarsdóttir, Jónína I. Sigur- vinsdóttir, Inga Helga Jónsdóttir, Jóhanna Ó. Sigfúsdóttir, Sigurey G. Lúðvíksdóttir, Helga H. Níels- dóttir. Aftasta röð: Anna P. Árnadóttir, Margrét Aðalsteins- dóttir, María Siguijónsdóttir, Gunnar L. Friðrikson, Anna I. Erlendsdóttir, Þ. Ragnheiður Ragnarsdóttir, Jóhanna Ragnars- dóttir. (skíðaferðum vetrarins stefnum við á gamlar og grónar skíðaslóðir sem eru íslensku skíðafólki að góðu kunnar um leið og við bryddum upp á ferskum nýjungum sem vert er að veita verulega athygli. Við höldum þó fast í nokkra gamla siði og leitum að vanda enn betri valkosta í gistingu, treystum einungis á færustu fararstjórana og leggjum meiri áherslu en nokkru sinni fyrr á val bestu skíðasvæðanna. f árskíðum við enn hærra! SÖIDIN 0C SJUIBACH/HIHWNHIMM - Einungis fyrsta flokks skíðasvæði Aðal skíðastaðirnir í ár, Sölden og Saalbach/Hinterglemm, hafa fyrir löngu skipað sér sess á meðal allra bestu skíðalanda Evrópu. Fjölbreyttir möguleikar í gistingu, vel staðsett hótel og vandaðir gististaðir ásamt fyrsta flokks skíðaaðstöðu og fullkomnum aðbúnaði til leikja og hvíldar eru dýrmæt trygging fyrir hnökralausri ferð. SKiDiimmu Nú liggur leiðin á skíði í Coloradofylki í Bandaríkjunum, þar sem aðstaðan í hrikalegri náttúrufegurð Klettafjallanna gefur bestu skíðasvæðum Mið-Evrópu ekkert eftir. mmmísuam Enn ein nýbreytnin er sérstakt tilboð Samvinnuferða-Landsýnar á skíða- og listaferð til Salzburg. Þú skíðar á mörgum nafntoguðustu skiðasvæðum Austurríkis á milli þess sem þú stundar listina að lifa í háborg tónlistar og menningar! Dæmi um verð: Jólaferð til Sölden 19.des.-2.jan. Verð frá kr. 38.540, miðaö við gistingu með morgunverði í tveggja manna herbergi á Haus Meier. Innifalið i verði er akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur kr. 9.000 fyrir böm yngri en tólf ára. Brottför: 19.des.-2vikur. 13.feb.-2vikur. 27. feb. - 2 vikur. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91-27077 & 91-28899 Hótel Sögu við Hagatorg 91-622277. Akureyri: Skipagötu 14 96-21400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.