Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 Skipting jarðnæðis og Laxdæla eftirElísG. Þorsteinsson í vetur las ég bók sem kom út skömmu fyrir jól. Bók þessi er eftir Hermann Pálsson lektor og ber heitið Leyndarmál Laxdælu. Að mati höfundar eru leyndannálin skyldleiki textans við aðrar íslend- ingasögur. Ég er ekki þeirrar skoðunar að sá samanburður leiði það í ljós að höfundur Laxdælu sé hinn sami og ritað hefur þær sögur sem vitnað er til. Ég hallast fremur að því að eðlilegt sé að þessar sögur séu líkar. Þær eru sprottnar upp úr sama jarð- vegi, á sama tíma og skrifaðar á sömu tungu sem hefur á þeim tíma ekki búið yfir jafn fjölskrúðugum orðaforða og nú. Sögusagnir eru fljótar að berast á milli landshluta og sniðug orðatiltæki og spakmæli festast oft í munni lítið breytt og eru mörgum jafn tiltæk. Enn í dag heyrast með þessum hætti sögur frá ólíkum stöðum sagðar með sömu orðum. Það voru hins vegar allt önnur lejmdarmál, sem ekki eru rituð í Laxdælu en ráða má af því sem ekki er skrifað. Þá er mér efst í huga landnámið og skipting jarð- næðis á milli bænda. Ég er sann- færður um að það sem ekki er tíundað í Landnámu og Laxdælu skiptir miklu máli varðandi búsetu manna. Ég er þess fuilviss að búið hefur verið á nokkrum jörðum í Laxárdal þegar Dala-Kollur reisti bú, þar sem nú heitir að Höskuldsstöðum. Ég dreg það stórlega í efa að sá sem kæmi að Laxárdal óbyggðum myndi reisa sér bú á þeim stað. Það er ljóst þegar farið er að lesa Lax- dælu að á ýmsum bæjum í Laxárdal býr fólk sem ekkert er skylt þeim á Höskuldsstöðum. Má af ýmsu ráða að það fólk hafí ekki þegið jarðir sínar af þeim bændum á Höskuldsstöðum. Ef við skoðum til dæmis næstu nábýli við Höskulds- staði, sem eru Hrappsstaðir og Goddastaðir norðan Laxár, þá segir svo í Laxdælu: „Hrappur hét maður er bjó í Laxárdal fyrir norðan ána gegnt Höskuldsstöðum. Sá bær hét síðan á Hrappsstöðum." Síðan er greint frá uppruna Hrapps og at- ferli. Síðan segir: „Keypti sér þá jörð er hann bjó á. Kona hans hét Vigdís." Og þá er lýst ætt hennar sem var af Þórsnesi og verður hún að teljast stórættuð. Þá segir svo í Laxdælu: „Þórður goddi hét maður sem bjó í Laxárdal fyrir norðan á. Sá bær heitir síðan á Goddastöðum. Hann var auðmaður mikill. Engin átti hann böm. Keypt hafði hann jörð þá er hann bjó á.“ Þá kemur líka í ljós að kona Þórðar er einnig stórættuð og afkomandi Auðar djúpúðgu. I ljósi þess Jive mikla áherslu Höskuldur og Ólafur pái leggja á að eignast þessi lönd er óliklegt að þeir Dala-Kollur og Höskuldur hafi átt þau áður og selt frá sér. Öll þessi saga um afturgöngu Hrapps er auðvitað uppspuni, e.t.v. til þess að afsaka ásælni þeirra Höskuldar og Ólafs í landið. Svo segir í Laxdælu: „Lendur þær er Hrappur hafði átt lágu í auðn sem fyrr var ritað. Ólafí þóttu þær vel liggja, ræddi fyrir föður sínum eitt sinn að munu gera menn á fund Trefíls með þeim erindum að Ólafur vill kaupa af honum lönd- in á Hrappsstöðum og aðrar eignir þær er þar fylgja. Það var auðsótt og var að þessu kaupi slungið því Trefíll sá það að honum var betri ein kráka í hendi en tvær í skógi. yarð það að kaupi með þeim að Ólafur skyldi reiða þijár merkur silfurs fyrir löndin. En það var þó ekki jafnaðarkaup, því það voru víðar lendur og fagrar og mjög gagnauðgar. Miklar laxveiðar og selveiðar fylgdu þar og voru þar og miklir skógar. Ekki er vafi á því að sögur um reimleika hafa komið sér vel þeim sem betur vissu og vildu kaupa landið vægu verði. Enginn veit í dag hve þetta var stórt landsvæði, en líkur eru til þess að land sem nú telst til Ljárskóga hafí fylgt. Frásögn um selveiði bendir til þess. Ég held að lax- og selveiði hafí á þessum tíma skipt svo miklu máli að enginn hafí ótilneyddur selt þau hlunnindi frá sér. Varðandi veiði- réttindi Hrappsstaða fyrir núver- andi landi Ljárskóga má hugleiða að búseta virðist ekki vera að Ljár- skógum fyrr en nokkuð er liðið fram yfír landnámstíð. Orsökin gæti ver- ið sú að land með sjó var numið. Það var Þorsteinn Kuggi sonur Þórðar gellis í Hvammi sem fyrstur er talinn bóndi í Ljárskógum. Móðir hans var Hróðný dóttir Miðíjarðar- Skeggja, en Hróðnýjarstaðir eru fyrir ofan Ljárskóga fjær sjó. Það sama bendir áhugi Þorsteins Kuggasonar, en hann var sonur Þorkels Kugga og bjó í Ljárskógum að föður sínum látnum, á að kaupa land af Halldóri Ólafssyni í Hjarðar- Elís G. Þorsteinsson „Það voru hins vegar allt önnur leyndarmál, sem ekki eru rituð í Laxdælu en ráða má af því sem ekki er skrifað. Þá er mér efst í huga landnámið og skipting jarðnæðis á milli bænda. Eg er sann- færður um að það sem ekki er tíundað í Land- námu og Laxdælu skiptir miklu máli varð- andi búsetu manna.“ holti. Hann segir, þ.e. Þorsteinn, að það land vilji hann helst eiga. Án efa er þetta það land sem er næst landi hans. Annað er líka með ólíkindum, að hafí Dala-Kollur og Höskuldur átt allt land í Laxárdal, en þeir síðan selt jarðir þá mætti álíta að sú auð- legð sem hefði safnast þeim á hendur ætti að endast marga mannsaldra. Það fór svo að þegar þeir synir Ólafs höfðu greitt bætur fyrir víg Bolla þá eru eignir þeirra þrotnar. Og þó að Halldór Ólafsson hafí ekki selt Þorsteini Kuggasyni land er þeir Þorkell Eyjólfsson heimsóttu hann þá kann að vera að svo hafi síðar orðið. Eitt er ’n'st að ekki leið langur tími þar til Halldór sonur Snorra goða var far- inn að búa í Hjarðarholti og síðan afkomendur hans. Landið að Goddastöðum tryggði Höskuldur sér eða ætt sinni með því að setja ungan son sinn þar í fóstur og taka að sér umsjón eigna Þórðar eftir að kona hans fór frá honum. Hann glataði þó vináttu Þórðar gellis í Hvammi. Varð það m.a. til þess að hann varð að gefa eftir við Hrút hálfbróður sinn varðandi erfðamál hins síðamefnda. Mér þykir sennilegt að ekki sé farið rétt með uppruna Hrapps, þ.e.a.s. hvar hann ólst upp. Trúlegt er að hann hafi verið afkomandi írskra manna sem hér hafi búið áður en norrænir menn hófu land- nám. Hylur í Laxá heitir Papi, ömefni, sem bendir til írskrar bú- setu í grennd. Er ekki ósennilegt að Hallbjörn goði hafi gefið dóttur sína einhveijum flækingi? Frásagan af því að Hrappur hafí verið illur viðskipta getur eins bent til þess að hann hafí varist vel ágangi þeirra norrænu. Ekki er alltaf víst hver veldur þá er fleiri deila. Oft snúast mál á þann veg að þeir em sak- felldir sem á er sótt þó þeir hafí ekki gert annað en að veijast. Margt fleira bendir til þess að jarðir hafí verið setnar er norrænt landnám hófst. En öll em þessi mál hin skemmtilegustu til umhugsun- ar. Má furðulegt heita að enginn fræðimaður skuli hafa tekið þau til rannsóknar. Höfundur býrá Hrappsstöðum í Laxárdal og er héraðsstjóri lyá Vegagerð rikisins í Búðardal. Sigurjón á Þórunni Sveinsdóttur VE. Ásgeir á Guðbjörgu e.VT/nni EA Aflamenn Islands Ert þú áskrifandi? Áskriftarsi'mi 91-82300 AMNESTY-VIKA 1987 FANGAMÁLI Tsehai Tolessa Tsehai Tolessa var handtekinn í febrúar 1980 í Addis Ababa ásamt nokkmm hundraðum manna af Ormo-ættflokknum gmnuðum um að styðja Frelsis- hreyfíngu Ormo, sem er vopnuð andspymuhreyfíng, eða starfa með henni. Tsehai Tolessa var meðal for- ráðamanna eþíópsku evangelísku kirkjunnar, Mekane Yesus, og maður hennar, sr. Gudina Tumsa, var aðalritari. Þau vom bæði numin á brott í júlí 1979 í Addis Ababa af óeinkennisklæddum, vopnuðum mönnum. Hún var látin laus eftir nokkra tíma, en maður hennar „hvarf“ og hefur ekkert til hans spurst. Talið er að hann hafí verið myrtur fljótlega eftir „hvarfíð". Yfírvöld neituðu því að mann- ræningjamir hefðu verið á vegum stjómarinnar eins og margir halda — og sögðu að séra Gudina Tumsa væri álitinn hafa gengið í lið með Frelsishreyfíngu Ormo. Þetta svar gáfu yfírvöld vinnuhópi á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem ranns- akar „mannshvörf", en af hálfu frelsishreyfíngarinnar, er þessari staðhæfíngu alfarið vísað á bug. Eþíópska evangelíska kirkjan, sem er aðili að Lúterska heims- þinginu, neitar öllu sambandi við pólitísk eða vopnuð samtök, enda þótt hún eigi marga fylgismenn í röðum Ormo-manna. Margir safn- aðarmenn og prestar hafa verið handteknir á síðustu ámm og hafa verið teknir í tölu samvisku- fanga af Amnesty Intemational. Tsehai Tolessa var handtekin 7 mánuðum eftir að henni var rænt og er nú 7 ámm síðar í kvenna- deild aðalfangelsisins í Addis Ababa, án sakargifta eða dóms. Þetta langa varðhald án ákæm og dóms brýtur í bága við lög og yfirvöld gefa enga skýringu á haldi hennar. Fyrst eftir handtökuna var álit- ið að hún hafí verið pyntuð í varðhaldsfangelsinu, sem gengur undir nafninu „þriðja lögreglu- stöðin". Nú mun hún hins vegar njóta bærilegrar meðferðar i aðal- fangelsinu. Hún má fá heimsóknir vikulega, taka á móti mat og skiptast á fötum, bókum og öðmm nauðsynjum. Hún getur fengið læknishjálp og er sögð við sæmi- lega heilsu. Hún fær að hitta aðra fanga á kvennadeildinni að vild, en þar era fangar lokaðir í klefum sínum á nóttunni. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að Tsehai Tolessa verði þegar í stað látin laus án nokkurra skilyrða. Skrifíð til: His Excellency Mengistu Haile-Mariam, Head of State Office of the Head of State Addias Ababa Ethiopia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.