Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 Bókaútgáfan Þjóðsaga: Níu bóka ritröð um íslenska þjóðmenmngu „íslensk þjóðmenning" nefnist bók sem bókaútgáfan Þjóðsaga gefur út á næstunni. Þetta er fyrsta bindi af níu og fjallar það um uppruna og umbverfi is- lenskrar menningar. Höftindar bókarinnar eru átta. Haraldur Ólafsson skrifar um upp- nina íslenskrar menningar, Hörður Ágústsson um húsagerð og híbýli og Guðmundur Ólafsson um ljósfæri og ljósmeti, Páll Bergþórsson fjallar um veðurfar, Stefán Aðalsteinsson um búskap og uppruna íslenskra húsdýra, Sturla Friðriksson um nátt- úru og gróðurfar og Þór Magnúson skrifar um fomleifar. Frosti Jó- hannsson ritstýrir verkinu. Að sögn Háfsteins Guðmundsson- ar, forstjóra bókaútgáfunnar Þjóð- sögu, koma meðal annars einnig út hjá forlaginu listaverkabók eftir Aðaistein Ingólfsson, listfræðing um Kristínu Jónsdóttur listmálara, og skáldsagan Álfasagan mikla eftir Eirík Laxdal. Álfasagan mikla er skrifuð f lok átjándu aldar og er að sögn Hafsteins fýrsta skáldsagan sem skrifuð var á íslandi. Bókin hefiir aldrei verið gefín út áður, en hún gerist öll í álfheimum. Þorsteinn Antonsson bjó handritið til prentun- ar. Hafsteinn Guðmundsson Sveit Flugleiða efst ALÞJÓÐA skákmóti flugfélaga lauk I gær á Hótel Loftleiðum með sigri A-sveitar Flugleiða. Þetta er f fimmta sinn sem félagið vinnur mótið. Tvisvar hafa skákmenn Flugleiða lent f öðru sæti og einu sinni f því þriðja. verðlaunagrip Reykjavíkurborgar og markaðsstjóri Delta Airlines í Banda- ríkjunum sem hafði meðferðis bikar einn stóran handa sigurvegurunum. Delta heldur næsta heimsmót f Hon- olulu á Hawai að ári. Merkisdagar SVFÍ: Fjársöfnun til efl- ingar slysavarna MERKISDAGAR Slysavarnafé- til kaupa á nýjum búnaði til björg;- lags íslands verða haldnir unarstarfa, ekki síst með tilliti til dagana 23.-25. október næstkom- stóraukinnar sjósóknar smærri báta and og mun sölufólk ganga f hús á grunnslóð. Sagði Haraldur hrað- um allt land og bjóða barmmerki skreiða björgunarbáta vera mikil- til kaups. Það fé sem safnast við væga til eflingar öryggisgæslu og merkjasöluna verður notað til fer hluti af ágóðanum af söfnuninni eflingar sjóslysavarna og sjó- til bátakaupa fyrir deildir félagsins. björgunarmála, meðal annars til "Söfnunarféð verður einnig notað kaupa á hraðskreiðum björgun- tii kaupa á ýmsúm öðrum búnaði arbátum. Verndari söfnunarinn- til björgunarstarfa, einnig upp- ar er Halldór Ásgrímsson, byggingar slysavamaskóla og til sjávarútvegsráðherra. eflingar fræðslustarfs meðal sjó- Á sfðastu tíu árum hafa 149 manna. Halldór Ásgrímsson, sjáv- menn látist í sjóslysum, þar af 24 arútvegsráðherra, vemdari á síðasta ári, sem er hæsta tala merkisdaga SVFÍ, sagði slysa- banaslysa á sjó síðan 1973. Að sögn vamafélagið hafa unnið að öryggis- Haralds Henryssonar, forseta slysa- málum sjómanna og annarra vamafélagsins, er brýn þörf á fé landsmanna í gegnum tíðina og hvatti landsmenn til þess að styðja þetta þjóðarátak gegn sjóslysum. Morgunblaðið/Þorkell Aðstandendur merkisdaga SVFÍ, f.v. Jón Aðalsteinn Jónsson, Örl- ygur Hálfdánarson, Hannes Þ. Hafstein, forsfjóri SVFÍ, Harald- ur Henrysson, forseti SVFÍ og Halldór Ásgrimsson, sjávarút- vegsráðherra. Halldór Ásgrímsson, sjávarútv reynir hér flotbúning A-sveit Flugieiða hlaut 25 'A vinn- ing. A-sveit Singapore Airlines varð í öðru sæti með 20>/2, A-sveit Luft- hansa í þriðja með I8V2 og B-sveit Flugleiða í fjórða sæti með 17'A. í sigursveitinni tefldu Róbert Harðar- son , Arinbjöm Gunnarsson, Stefán Þórisson og Hörður Jónsson. Að sögn Andra Hrólfssonar stöðv- arstjóra á Reykjavíkurflugvelli er þetta stærsta heimsmót flugfélaga ftá upphafí. Var samdóma álit ræðu- manna i lokahófí keppninnar á Hótel Loftleiðum f gærkvöldi að landið hefði komið skemmtilega á óvart. Þriðjungur keppenda hafði aldrei lit- ið snjó augum. Mátti sjá ýmsa virða þetta drottinsverk fyrir sér er fölvi var á jörð við dagrenningu fyrr í vikunni. Lokahófíð sátu meðal annarra Magnús L. Sveinsson sem afhenti Stofnuð samtök krabbameins- sjúklinga Á þriðjudagskvöld, 20. októ- ber, kl. 20 verða stofnuð samtök fólks sem hefur fengið krabba- mein og vill leita stuðnings þeirra sem reynt hafa hið sama til að miðla af eigin reynslu. Fundurinn verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógar- hlíð 8. Álafoss og ullaríðnaður SÍS 1 eitt fyrirtæki: Róttækar breytingar á skipulagi framundan segir Þórður Friðjónsson Stjórnarformenn Fram- kvæmdasjóðs íslands og Sam- bands íslenskra samvinnufélaga undirrituðu í gær samning um stofnun hlutafélags í ullariðnaði í skrifstofubyggingu Seðlabank- ans við Sölvhólsgötu. Eignarað- ild verður jöfn. Fyrirtækið yfirtekur rekstur Álafoss og ullariðnaðar Sambandsins 1. des- ember næstkomandi og verða höfuðstöðvar þess á Akureyri. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, stjómarformanns Framkvæmda- sjóðs, er ljóst að róttækar breytingar þarf að gera á skipu- lagi fyrirtækjanna við samrun- ann. Félagið verður eitt stærsta iðn- fyrirtæki á íslandi. Hlutafé þess er 700 milljónir króna, greitt af eigin fé Álafoss sem talið er nema á þriðja hundráð milljóna króna og sjóðum Sambandsins. framtíð íslensks ullariðnaðar og komust þeir að þeirri niðurstöðu að sameining fyrirtælqanna og end- urfjármögnun væri óhjákvæmileg. Ráðgjafamir lögðu einnig áherelu á vöruþróun og markaðs- setningu. Jón Sigurðareon, fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar Sambandsins, sagði að með samein- ingunni væri ekki verið að draga úr samkeppni á þessu sviði. Hörð- ustu keppinautar ullarframleiðenda væru erlendir. Svo yrði áfram. „Samkeppni á erlendum mörkuð- um mun harðna á komandi árum. Láglaunalönd hafa aukið ftam- leiðslu sína og bilið milli íslenskra og erlendra ullarvara fer minnkandi hvað varðar gæði og efniseigin- leika,“ sagði Þórður Friðjónsson. „Það verður erfítt verkefni að byggja upp nýtt fyrirtæki til að svara þessari samkeppni. En það verður skemmtilegt." Morgunblaðið/Börkur Amarson Valur Arnþórsson stjómarformaður Sambandsins og Þórður Frið- jónsson stjómarf ormaður Framkvæmdasjóðs íslands undirrita samkomulag um stofnun hlutafélags og samruna Alafoss og ullariðn- aðar SÍS. Þessum nýju samtökum krabba- meinssjúklinga er einkum ætlað að ná til þeirra sem ekki falla innan ramma eldri félaganna en um 600 til 700 ný tilfelli krabbameins grein- ast á hveiju ári. Þess má geta að frá því á síðasta ári hefur Krabbameinsfélag íslands veitt krabbameinssjúklingum þjón- ustu, sem nefnd er heimahlynning, og felst í heimsóknum til sjúklinga og stuðningi við þá og aðstandend- ur þeirra. Jafíiframt hefur verið starfrækt upplýsingaþjónusta og ráðgjöf og getur fólk hringt S síma 2-11-22 kl. 9 til 11 alla virka daga og leitað upplýsinga um hvað eina er varðar krabbamein. Starfsmenn fyrirtækjanna tveggja eru nú 650. Spumingum um uppsagnir í kjölfar samrunans vísuðu forráðmenn fyrirtækjanna á bug með þeim orðum að skipurit fyrirtækisins lægi ekki fyrir. „Það er nær að spyija um hvereu mörg- um við tryggjum atvinnuöryggi sem þeir hefðu ella ekki notið. Það var fyrirejáanlegt að ullariðnaður á ís- landi gæti lagst niður yrði ekkert að gert,“ sagði Valur Amþórsson, stjómarformaður Sambandsins. Viðræður um sameiningu fyrir- tækjanna hófust í byijun áreins og hafa staðið fram á þennan dag. Ráðgjafar Boston Consulting Group vom fengnir til að gera úttekt á Stakk mann í hálsinn MAÐUR var stunginn í hálsinn með hníf í ibúð í vesturbænum aðfaranótt föstudags. Sá sem það gerði, húsráðandinn, kall- aði á lögregluna. Áverkarnir á hálsi mnnnsins reyndust ekki vera alvarlegir. Atburðurinn varð um kl. 4 í íbúð við Meistaravelli. Húsráðandi hafði verið á skemmtistað um kvöldið og boðið fólki með sér heim. Fólkið sat við drykkju í íbúðinni, en maður og kona fóm síðar um nóttina inn í svefnher- bergi. Skömmu síðar fór húsráð- andinn á eftir þeim inn í myrkt herbergið og lagði til mannsins með hnlf. Hnífurinn stakkst í háls mannsins og blæddi honum mikið. Húsráðandinn hringdi sjálfur til lögreglunnar og tilkynnti at- burðinn. Hann var færður í fangageymslu lögreglunnar, ásamt konunni sem varð vitni að því er hann stakk manninn. Sá var fluttur á slysadeild, en meiðsli hans reyndust mun minni en ótt- ast hafði verið og var hann ekki í lífshættu. Málið er nú í höndum Rann- sóknarlögreglu ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.