Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BERNARD GWERTZMAN Landgönguliðar á leið til Grenada á fyrstu dögum innrásarinnar „Fyrir tveimur áratugum var aðeins ein Kúba í Rómönsku Ameríku“ NIKOLAI V. Ogarkov, marskálkur, yfirmaður sovézka herafians, sagði starfsbróður sínum frá Grenada á fundi þeirra í Moskvu í marz sl. og að „fyrir tveimur áratugum hafi aðeins ein Kúba verið í Rómönsku Amer- íku, en nú hafi bætzt við Nicaragua, Grenada og alvarlegt stríð á sér stað í Nicaragua“. essa tilvitnun er að finna á ljósriti af minnispunktum, sem skrifaðir hafa verið á bréfs- efni sendiráðs Grenada í Moskvu. Skjalið var eitt þeirra skjala, sem upptaek voru gerð í innrásinni á Grenada, og utan- ríkisráðuneytið í -Washington birti í vikunni. Að þessu sinni var 21 skjal birt, nokkur voru birt 4. nóvember, og þúsundir skjala eru enn í úrvinnslu í ráðu- neytinu og bíða birtingar. Samkvæmt minnisblaðinu um samtal Ogarkovs við Einsteifl Louison, majór, yfirmann her- aflans á Grenada, sagði mar- skálkurinn að enda þótt hann væri fullviss um að Bandaríkja- menn fengju ekki snúið við þróuninni í þeirra heimshluta skyldu Grenadabúar „ávallt sýna fyllstu árvekni" gagnvart hugsanlegri árás þeirra. „Hvað snertir alþjóðamál," sagði Ogarkov, „að Bandaríkja- menn myndu nú og í allri fram- tíð reyna að sporna við öllum umbótum og framförum í öllum heimshornum," segir á minnis- blaðinu, sem unnið var af Bern- ard Bourne, ráðunaut í sendiráð- inu í Moskvu. „Marskálkurinn sagði sem fyrr segir að fyrir rúmum tveim- ur áratugum hefði aðeins verið ein Kúba í Rómönsku Ameríku, en í dag væru þar Nicaragua, Grenada og alvarlegt stríð ætti sér stað í E1 Salvador." Sovézki marskálkurinn lagði í því sam- bandi áherzlu á að bandaríska heimsvaldastefnan mundi reyna að sporna við framförum, en ekkert útlit væri þó fyrir að þeim tækist að snúa við þróun- inni.“ Ekki er sagt hvort Ogarkov, sem er fyrsti varavarnarmála- ráðherra, hafi heitið frekari hernaðarstuðningi við Grenada í samtalinu. í skjölum sem áður voru birt var að finna samninga um hernaðaraðstoð sem yfirvöld á Grenada höfðu gert við Sovét- ríkin, Kúbu og Norður-Kóreu. Louison, samkvæmt minnis- blaðinu, dvaldist í Sovétríkjun- um til að kynna sér hernaðarmál við sovézkan herskóla. Segir í minnisblaðinu að fundur hans og Ogarkovs hafi farið fram í anda mikillar hlýju, vináttu, og lát- leysis. „Lauk fundinum með því að menn föðmuðust hlýlega og þéttingsfast," segir þar. Rauði þráðurinn í skjölunum, sem birt voru að þessu sinni, er áköf iöngun stjórnar Maurice Bishop forsætisráðherra að styrkja hernaðarleg, efnahags- leg og pólitísk venzl við ríki kommúnista. Bishop var settur af um miðjan október og ráðinn af dögum nokkrum dögum síðar, en aftaka hans varð kveikjan að því að Bandaríkin fóru að fyrir- mælum nokkurra Karíba hafs- ríkja og gengu á land á Grenada 25. október. Eitt skjalanna, sem vandlega er merkt sem „eyndarmál", er ágrip af ákvörðnum, sem teknar voru í Havana 29. júní sl. Þar er því lýst að Kommúnistaflokkur Kúbu og stjórnarflokkurinn í Grenada aðhyllist sömu isma og myndu leitast við að samræma aðgerðir sínar. Kúbumenn heita þar aðstoð við að þjálfa tækni- menn og aðra sérfræðinga í gerð áróðursspjalda og veggmynda, til að stjórna hljómburðartækj- um á útifundum, í ljósmyndun, í teiknimyndagerð fyrir dagblöð og í andkirkjulegum áróðri. í skjölum stjórnarflokksins á Grenada, sem fjalla um ástandið á eynni, koma í ljós talsverðar áhyggjur vegna hins pólitíska andrúmslofts á eynni og vegna ástandsins í efnahagsmálum. Þessi uggur kom einnig fram í skjölum sem áður hafa verið birt. Af einu skjalanna, sem birt var á mánudag, verður það ráðið að stjórnvöld á Grenada hafi lagt hart að Sovétmönnum í vor að veita eynni hernaðar- og efnahagsaðstoð. Sendiherra Sov- étríkjanna á Grenada skýrði Bishop 24. maí sl. frá áætlun um að senda 3.000 einkennisklæðn- aði, 2.000 skóflur, tvö strand- gæzluskip auk olíu og matvæla, til Grenada. Sovétmenn féllust einnig á að selja Grenadamönnum 40 jeppa, 50 vörubíla og fimm slökkvibíla 1983 og ’84, þar sem 15% and- virðisins yrðu greidd ári eftir af- hendingu og afgangurinn á 10 árum með 4% vöxtum. Sendiherrann skýrði einnig frá við sama tækifæri, að sam- kvæmt samkomulagi um hernað- araðstoð, yrðu Kúbu sendir varahlutir að andvirði 130 þús- und dollara, sem ætlaðir væru til notkunar á Grenada. Ræddu sendiherrann og Bishop um möguleika á einum farmi her- gagna beint til Grenada. Loks kemur fram að Bishop hafi beðið sendiherrann um að Sovétmenn gæfu Grenada 20 þúsund lestir af áburði á næstu fimm árum. Sendiherrann hafi. þá svarað að „áburður væri eina varan sem Rússar gæfu ekki“. Að skjölunum frátöldum er það að segja af ástandinu á Grenada að líf er þar óðum að færast í eðlilegt horf. Bráða- birgðastjórnin vinnur að úrlausn aðsteðjandi efnahagsörðugleika með aðstoð sérfræðinga banda- rískrar þróunarstofnunar. Ungir menn hafa kastað frá sér byss- um og fengið vinnu við endur- reisnarstörf. Ennþá svífa þó bandarískar herþyrlur yfir hæð- óttu landslaginu f leit að örfáum skæruliðum, sem enn hafa ekki gefizt upp. Bernard Gwertzman er hlaflamad- iir hjá New York Times. Akureyrarpistill Guðmundur Heiðar Frímannsson Blátt áfram Skáldastéttin á Akureyri er ekki fjölmenn, en hún er merk engu að síður. Henni hefur bætzt liðsauki nú í haust. Tveir ungir höfundar hafa komið fram á sjónarsviðið. Um annan þeirra ætla ég að fjalla í dag. Hann heitir Jóhann árelíuz. Fyrir nokkru gaf hann út ljóðabók, sem nefnist blátt áfram og hefur að geyma tæplega fimmtíu ljóð. Heiti bókarinnar er eins og margt annað í henni margrætt. Hún er blá að utan og leitazt er við að hafa ljóðin einföld og skýr. Þessi ljóð fara ekki að hin- um hefðbundnu bragreglum. Halldór Blöndal myndi, til dæm- is, ekki hleypa þeim í Vísnaleik sinn. En þau eru merkileg engu að síður. Af nafninu má ráða að ljóðin eigi að vera ljós og einföld, en ég hygg, að ýmislegt komi í veg fyrir að hinn almenni les- andi geti haft af þeim gagn og ánægju. Um sumt eru efnistökin svo persónuleg og efnið svo bundið sérstökum stað og tíma, að ekki er ævinlega mögulegt að henda reiður á, hvert verið er að fara. En það er ómaksins vert að reyna það. „Skáldin fást við að líkja eftir mönnum í virku lífi, og því hlýt- ur þar að vera annaðhvort um menn af betra eða verra tagi að ræða, en siðferðilega eru menn einatt flokkaðir svo, enda eru þeir ýmist vel eða illa innrætt- ir.“ Svo segir Aristóteles í Skáldskaparfræði sinni. Það er einn þráður í þessari ljóðabók, ef taka má svo til orða. Það er varðveizla augnabliksins. Þeir, sem lýst er, eru ýmist góðir eða slæmir eftir atvikum. Gæði kvæðanna ráðast hins vegar af öðru en verðleikum þeirra, sem lýst er. Síðasta ljóð bókarinnar hljóðar svo: ég vil skrifa þér skýin þjóta fram hjá! myndin af mér flýtur í burtu með baft- [vatninu ... vinur minn sólin er svo hátt á lofti aft ég [eygi hvorki vega- né vandamál. timinn rennur [háll eins og áll gegnum fingur mér og það þolir [hann enginn til lengdar. nú gildir framar öðru að gripa augnablikift og greypa órætt í sinnift og minnið: andráin er! blátt áfram tfu árum siftar ... Þessi vilji til að fá tímann til að stöðvast, gera hverfulleikann stöðugan, er efniseinkenni á flestum eða öllum ljóðum bókar- innar og er augljóst af þessu síð- asta ljóði hennar. Höfundurinn segir mér að rauði þráðurinn sé að „grípa augnablikið" og til- brigði við þetta stef megi finna í hverju einasta ljóði bókarinnar, ef vel er að gáð. „Þess vegna þótti mér fara vel á því að enda bókina á Ijóði, sem er módel ’82 og heitir ég skrifa þér og getur vel verið samantekt þessa þankagangs," segir hann. Ga(6ar Fíiadeti'V-^ bet WuKtia A9. oove^ 7.00y JSX**'* rílADELTfA FORIAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.