Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 11 Einsog mér sýnist • • • 'rjísli J. Ástþórsson Dagbókarþankar um bleika fíla og fleira dótarí Fyrsti dagur Það verð ég að segja þóaö þaö hljómi kannski sjálfbirgingslega aö þaö var snjallt hjá mér þegar ég tók mér tak á dögunum og byrjaði aftur aö færa dagbókina sem ég gaf illu heilli uppá bátinn um áriö af einskærri leti og dáö- leysi er ég hræddur um. Verst hvílíkt ógrynni gull- korna og ómetanlegra uppátækja leikra sem læröra hefur runniö ósungiö til sjávar á þess- um árum þegar ég fórnaöi sagnfræöinni á altari mak- indanna. Hvílík sóun. Og á þessu tímabili nutum viö traustrar og ábyrgrar handleiöslu aö minnsta- kosti fimm traustra og ábyrgra ríkisstjórna og stykkiö af títuprjónunum komst uppí þrjú hundruö þúsund krónur. En nóg um þaö. Þetta er búiö og gert. Eða rétt- ara sagt búiö og ógert því miður, ef svo mætti aö oröi komast. Næsti dagur Góöakstraöi í góöum félagsskap og meö tvö stykki barnabörn suðrí Sædýrasafn og gapti þar meöal annars einsog góö- um afa sæmir á kjagandi gæsir og organdi sæljón og drulluskítuga ísbirni. Gapti item á Ijónynjuna í Ijónabúrinu sem var ekk- ert nema smjaöriö og elskulegheitin þarsem hún kúröi sig utaní bónda sinn einsog kvensa sem er aö reyna aö sarga aukafjár- veitingu í jólagjafahítina; og fyrir framan apabúriö sem er handan viö laxa- lóniö gapti ég af engu minni áfergju á eitthvað hárlaust en kvikt sem var þarna á ferli i klofháum bússum sem ég er hérna, þartil ég áttaöi mig á því aö þetta var bara strákur- inn sem átti aö líta eftir því aö gestirnir drukknuöu hvorki i lóninu né höfnuöu í gini Ijónsins. En næst þegar ég góöakstra á þessar slóöir þarf ég samt aö hafa meö mér góöbrill- urnar. Óttast annars aö þetta sé hálfgerður baslbúskap- ur þarna í hraunjaörinum. Þaö er náttúrlega veör- áttan, en svo er þetta hálf- karað ennþá og þess- vegna hálf svona óhrjá- legt, einsog viljinn sé meiri en mátturinn liggur mér viö aö segja. Fannst sel- irnir hvaö skemmtilegastir þóaö þeir hafi óorö á sér, en brá ónotalega í brún þegar ég arkaöi framá kanínurnar. Stóð við stofugluggann í sumar í djúpum reytingarþönkum þegar kanína skondraöi yfir blettinn hjá okkur. Álpaöist til þess aö segja frá þessu og uppskar ekk- ert nema tvíræðar augna- gotur og ótuktarlegar spurningar af þvi tagi til dæmis hvort ég heföi ekki líka séö slangur af fílum, þ.e.a.s. bleikum fílum. Allskonar svona fimm- aurabrandarar dögum saman og meinlegar at- hugasemdir og ódrengi- legar aödróttanir; og ég ætla sannarlega ekki aö hafa hátt um þetta meö strákinn í bússunum. En kanína var þetta hvaö sem hver segir, og geröi sig heimakomna f poppíunum mínum áöur en hún rambaöi útí víöátt- una meö stefnu á Bessa- staöi. Þá kom dagur Brá mér bílandi útí Templarasund og átti þar eftirminnilega biöstund gegnt verslun Hjartar Niel- sen og steinsnar frá einka- bílastæöi hins háa Alþing- is. Fyrir hliðunum inná stæöiö eru forláta stangir sem eru röndóttar einsog beiskur brjóstsykur og af sömu gerö og sjá má viö landamærastöövar og þarsem járnbrautir skera akvegi. Þær eru vélvædd- ar og poppa sjálfkrafa uppí loft þegar bílstjórinn pjakkar þar til geröu spjaldi í þar til geröa rifu á þar til gerðum stólpa. Digur kútur í digrum bíl réði ekkert viö þetta og pjakkaöi einsog óöur maður án þess aö stöngin haggaöist. Þá tók hann til viö aö pípa á hana einsog óöur maöur og virtist ímynda sér aö hann gæti leikiö sama leikinn og ísraelsmenn foröum þegar þeir hertóku Jeríkó meö því að ramba í kringum hana og blása borgarmúr- ana um koll meö hrúts- hornum. Louis Armstrong segir frá þessu á ágætri plötu, og svo er meira aö segja talsvert um þetta i Biblíunni. Digri kúturinn lá þarna á flautunni þangaö til roskinn maöur meö ang- urværan þolinmæöissvip, sem ég ætla aö hafi veriö þingvöröur, labbaöi sig út úr Þórshamri og pjakkaói kútinn inn, en nánast í sömu svifum kom annar þingmaöur á fleygiferö í annarri glæsikerru og haföi þaö aó vísu stór- slysalaust inná stæóió en stímaöi þar umsvifalaust á steinvegginn sem umlykur alþingisgaröinn; snaraöi sér þá útúr gæðingnum og gaf áverkunum djöfullegt augnaráð og þaut þá aftur inní gæöinginn og mis- tókst gíraskiþtingin ööru sinni og keyröi tafarlaust aftur á vegginn. Þá hypjaði óg mig satt best aö segja, þvíaö ég var alvarlega farinn aö ef- ast um aö götunefnan sem allt þetta gerðist viö gæti í raun og veru veriö kennd viö templararegluna. Og enn rann dagur Datt i hug í Ijósi þess sem geröist í gær, hvort þaö væri ekki þjóöráö aö fá hans heilagleika Mahar- ish Mahesh Yogi til þess aö kenna þingmönnunum okkar aö leggja kerrunum sínum án þess aö allt ætli um koll aó keyra. Hans heilagleiki er meöal ann- ars „stofnandi Vísinda skapandi greindar og Tækniþekkingar eining- arsviösins" og „stofnandi Heimsstjórnar tímaskeiös uppljómunar", og ég vænti þess aö menn hafi tekiö eftir því aö hann auglýsti t DV síöastliöinn laugardag aö hann tæki aö sér aö kippa þjóöum af öllu tagi uppúr fenjunum sem þær heföu álpast útí þrátt fyrir traustar og ábyrgar ríkisstjórnir. Ég var svo forsjáll aö geyma auglýsinguna, en þar segir orörétt: „Ríkisstjórnum er boöiö aö gera samning viö Heimsstjórn tímaskeiös uppljómunar um aö leysa vandamál sín á grundvelli afturkræfra útgjalda eftir aö takmarkinu hefur verið náö. Áriö 1983 getur oröiö ár fyllingar fyrir sérhverja ríkisstjórn.“ Hans heilagleiki, sem er litill kall í stórum kyrtli, lýs- ir patentinu sem hann er meö í pokahorninu meö svofelldum oröum: „Heimsstjórn tíma- skeiös uppljómunar nýtur fullveldis í sviöi vitundar myndugleika ósigranlegs valds náttúrulaga og nýtur starfskrafta i aflmikilli, ei- lífri þögn einingarsviðs allra náttúrukrafta, þaöan sem óendanleg fjölbreytni alheims er stjórnaö á full- kominn máta án vanda- mála.“ Svona manni yröi aö sjálfsögöu ekki skotaskuld úr því aö kenna forystu- sauöunum okkar aö koma köggunum sínum í örugga höfn án þess aö rústa miðbæinn Hans heilag- leika Maharishi Mahesh Yogi skortir ekkert annaö en skýra hugsun og/eöa allsgáöan þýöanda. Ef honum fyndist það á hinn bóginn fyrir neöan virö- ingu sína aö gerast öku- kennari hér útá hjara ver- aldar, þá mætti þó alténd ráöa hann til þess aö kenna sumum af ráöherr- um Sjálfstæöisflokksins svolitla stjórnvisku. Meistarinn talar um ei- lífa þögn í eldræöu sinni sem vitnaö er í hér efra, og svei mér sem eilíf þögn væri ekki skömminni skárri en þessi sífelldu hrópyröi sem fyrrnefndir ráöherrar láta dynja hver á öörum í tíma og ótíma. Aumingja Albert viröist hafa tekiö þá yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar alvar- lega aö þaö þurfi aö gera eitthvaö fleira en að skrúfa fyrir kaupið hjá fólki og fær ekkert nema glósur og skens fyrir ein- feldnina. Hann heföi ekki getað fariö verr útúr því þó hann heföi séö kanínu. Hans heilagleiki gæti reynt aö uppljóma þann algilda sannleika fyrir hæstvirtum ráöherrum aö þaö sé ekki beinlínis traustvekjandi hvernig þeir láta. Látum þaó vera þóaö þeir séu á góöri leiö meö aö veróa brandari dags- ins. Hitt er öllu lakara ef þeim tekst aö pexa sig út- úr Stjórnarráöinu og aö maður þurfi aftur aö fara aö búa sig undir þaó aö stykkið af títuprjónunum komist i þrjú hundruð þús- und krónur. Kjarvalsstaðir: Strengjaleikhúsið frum- sýnir Bláu stúlkuna Leikbrúðuverk ætlað fullorðnum eftir Messíönu Tómasdóttur, við tónlist Karólínu Eiríksdóttur Leikbrúðuverkið Bláa stúlkan eftir Messíönu Tómasdóttur við tónlist Karólínu Eiríksdóttur verður frum- sýnt að Kjarvalsstöðum laugardaginn 19. nóvember. Messíana er höfundur handrits, brúða og leikmyndar og gerðu starfslaun Reykjavíkurborgar henni kleift að vinna verkið til flutnings en sagan um bláu stúlk- una varð til er hún sótti alþjóðlegt brúðuleikhúsnámskeið á vegum UNIMA í Frakklandi. „Bláa stúlkan er ljóðrænt lát- bragðsverk, dæmisaga þar sem meðal annars eru notuð tákn úr náttúrunni til að segja frá mann- legum tilfinningum og viðbrögðum. Það fjallar um frelsið, ástina og drauminn," segir Messíana í kynn- ingu á verkinu. „Tónlistin skipar svipaðan sess í verkinu og tónlist í ballett og er unnin á svipaðan hátt, það er að segja hugmynd að verkinu verður til viss söguþráður og per- sónur. Höfundur leitar síðan til tónskálds sem semur tónverk eftir frumdrögum sögunnar og síðan eru hreyfingar brúðanna byggðar á tónlistinni." Messíana Tómasdóttir hefur stundað nám í vefjalist, grafík, leikmyndateiknun og leikbrúðugerð í vefnaðarskóla og hjá einkakenn- ara í Færeyjum, í Myndlistaaka- demíunni í Árósum í Myndlista og handíðaskóla íslands svo og á ýms- um námskeiðum hérlendis og er- lendis. Auk aðalstarfs síns sem leikmyndateiknari fyrir leikhús og sjónvarp hefur hún í vaxandi mæli fengist við brúðuleikús. Karólína Eiríksdóttir, höfundur tónlistar, stundaði nám i Tónlist- arskólanum 1 Reykjavík og lauk þaðan prófi úr píanókennaradeild, en hafði einnig lagt stund á tón- smíðar við skólann. Karólína stund- aði framhaldsnám við háskólann í Michigan og lauk þaðan meistara- prófi í tónlistarfræði og sögu og síð- ar í tónsmíðum. Hún starfar nú sem kennari við Tónlistarskólann í Kópavogi og í vetur einnig við Tón- listarskólann í Reykjavik, auk þess sem hún fæst við tónsmíðar. Tónlistin í sýningunni er samin fyrir fiðlu, píanó og klarinett og er hún leikin af Guðnýju Guðmunds- dóttur, Snorra Sigfúsi Birgissyni og Óskari Ingólfssyni. Brúðurnar í sýningunni eru sambland af bunr- aku-brúðum (japönsk hefð) og stangarbrúðum. Þeim stjórna auk Messíönu Anna Einarsdóttir leikari og Pétur Knútsson. Lvsingu annast Ágúst Pétursson og Arni Ibsen að- stoðaði við leikstjórn. Sýningin verður frumsýnd sem fyrr segir á Kjarvalsstöðum á laugardaginn kl.17, þá verða tvær sýningar á sunnudeginum klukkan sex og klukkan átta. Bláa stúlkan verður einnig sýnd á Kjarvalsstöðum helg- ina eftir en þriðja sýningarhelgi verður að Gerðubergi. Sýningin er ætluð fullorðnum og er forsala að- göngumiða í bókabúð Máls og menningar. „Ljóðrænt látbragðsverk um frelsið og ástina og drauminn." F.v.: Anna Einarsdóttir og Messíana Tómasdóttir stjórna brúðunum, þær segja söguna og falla inn í leikmyndina án þess að vera faldar. Moruunbiaftið/ KOE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.