Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 ANDLEG VERÐMÆTI OGVERALDLEG MELTON FR2EDMAN _ NóbalsverðlaunahaA i hagírmð, _ FRELSIOG FR4MX4K Árin dásamlegu. Stuttar smásögur eða myndir úr lífi barns og unglings í Austur- Þýskalandi. Hógvær bók en áhrifamíkil. Höfundurinn. Rainer Kunze, nýtur heims- frægðar í dag þótt út- gáfa verka hans hafi verið bönnuð í heima- landinu. Hann býr nú í Vestur-Þýskaiandi og segist ekki vera óvinur alþýðulýðveldisins, heldur lyginnar. Björn Bjarnason þýddi Árin dásamlegu. Frelsi og framta Milton Friedman er sennilega kunnasti hag- fræðingur nútímans. Hann fékk nóbels- verðlaunin í hagfræði 1976. í þessari bók leiðir hann rök að því að markaðskerfið sé skil- yrði fyrir almennum mannréttindum og kemur orðum að kenningu frjálshyggju- manna um hlutverk ríkísins. Bókin er skrifuð á einföldu og auð- skiljanlegu máli. Þýðandi er Hannes H. Gissurarson. Fer inn á lang flest heimili landsins! sagnagerð. Hermann Pálsson prófessor í Edinborg er löngu landskunnurfyrir rannsóknir sínar á að- föngum til fornbók- mennta þjóðarinnar. í Sagnagerð fjailar hann um þetta áhugaverða efni, erlend áhrif sem bækurnar virðast spegla og viðhorf hinna nafnlausu höfunda til verka sinna. Sagnagerð ræðir nýj- ungar sem vafalaust eiga sumar hverjar eftir að breyta ýmsum fyrri skoðunum á þessum merkilegu bók- menntum. Formannaskipti hjá Félagi háskólakennara Fráfarandi formaður, Gunnar G. Schram, óskar hinum nýja formanni, Þór- ólfi Þórlindasyni til hamingju. Kammersveit Reykjavíkur: 9. starfsárið hefst með jólatónleikum í dag AÐALFUNDUR Félags háskóla- kennara var haldinn í Skólabæ, húsi Háskólans við Suðurgötu, þriðjudag- inn 7. desember 1982. Dr. Gunnar G. Schram prófess- or gerði grein fyrir störfum fé- lagsins á liðnu ári og fjallaði sér- staklega um kjara- og orlofsmál. Gunnar, sem verið hefur formaður félagsins sl. þrjú ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Þórólfur Þórlindsson, prófessor kosinn í hans stað. Guðlaugur Tryggvi Karlsson, sem verið hefur ritari félagsins í fjögur ár gaf heldur ekki kost á sér áfram, en í stjórn voru kosnir Björn Guðmundsson, prófessor, og Bryndís Brandsdóttir, sérfræðing- ur í Raunvísindastofnun. Fyrir í stjórn voru Júlíus Sólnes, prófess- or, og Páll Skúlason, prófessor. Á fundinum var samþykkt til- laga að fela nýkjörinni stjórn að skipa 5 manna nefnd sem fjalli um starf og stefnu Háskólans á næstu árum. NÍUNDA starfsár Kammersveitar Reykjavíkur hefst með jólatónleik- um í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg, klukkan 17 í dag, sunnudaginn 12. desember. A dagskrá tónleikanna eru verk eftir T. Albinoni, G.F. Handel, F. Couper- in og G. Torelli. Einleikarar með kammersveitinni verða Hörður As- kelsson á orgel og Gunnar Kvaran á celló. í kynningu á vetrardagskrá kammersveitarinnar segir meðal annars: „Viðfangsefni níunda starfsárs Kammersveitar Reykja- víkur eru fjölbreytt og vekja von- andi áhuga tónlistarunnenda, því þar er að finna hin ólíkustu verk, sem spanna rúmlega þriggja alda skeið, þar á meðal er stórverk sem talið er vera eitt af erfiðustu kammerverkum sem samið hefur verið. Þá vill sveitin kynna tón- verk eftir löngu liðin tónskáld, sem nutu frægðar og hylli á hér- vistardögum sínum en gleymdust fljótt. Sum þessara verka heyrast ekki oft leikin í tónlistarsölum nú á tímum. Enn á ný leitar því kammer- sveitin víða fanga í verkefnavali og nú eins og áður er allt starf hljómlistarmanna á hennar veg- um unnið af áhuga á að takast á við ný og vandasöm verkefni." Á fyrstu tónleikunum sem fram fara í dag leikur þrettán manna strengjasveit ásamt einleikurun- um hefðbundna jólatónlist; barokktónlist frá síðari hluta 17. aldar. Styrktarfélagar kammersveit- arinnar fá afhent áskriftarkort við innganginn gegn framvísun gíróseðlils, þar er einnig unnt að kaupa áskriftarkort eða miða á jólatónleikana. Týndi víxli UNGUR maður tapaði 70 þús- und króna víxli á föstudag, stílaðan á Búnaðarbanka Is- lands. Hann hafði fengið víxil- inn sem greiðslu upp í bifreið og á víxillinn að fara í greiðslu upp í íbúð. Víxilinn ber að greiða í Búnaðarbankanum í Búðardal og er gjalddagi 15. apríl, en útgáfudagur 8. des- ember. Greiðandi víxilsins er Sæmundur Kristjánsson, en eigandi Guðbrandur ívar Ás- geirsson. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í Guðbrand, í síma 19268 eða 37179.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.