Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 Elliott leitar aó felustað nýja vinar síns. Starfsmenn NASA-stofnunarinnar hafa komist á spor ET. Draumur litla drengsins Einu sinni var lítill drengur sem hét Steve. Hús foreldra hans var ósköp venjulegt og í raun var ekk- ert óvenjulegt við þessa fjöl- skyldu, nema að hugur og draum- ar Steves voru öðruvísi en ann- arra. Hann dreymdi um að segja öðrum sérkennilegar sögur sínar. Á hverju kvöldi læddist hann út í kvöldmyrkrið og talaði við stjörn- urnar. Svo var það eitt ágústkvöld að Steve litli uppgötvaði nýjan og merkilegan hlut. í bílskúr föður síns fann hann 8 mm kvikmynda- tökuvél og hvað haldið þið að hann hafi séð? Fallegan regnboga á himni, lykilinn að draumum sín- um. Áður en regnboginn hvarf, hafði Steve horft upp í himininn gegn um myndavélina og ýtt á hnappinn. Litli draumóradrengur- inn hafði byrjað feril sinn sem einstakur frásagnarmaður. Nú er Steven Spielberg 35 ára og er einn helsti kvikmyndagerðar- maður heimsins.' Snemma varð hann ríkur að hugmyndum og peningum. Ekki leið á löngu þar til hann fékk því framgengt að leik- stýra mynd eftir metsölubók Peter Benchleys. Allir voru hissa á því að þessi ungi maður fengi að leik- stýra svo vandasamri mynd. Tveim árum síðar var Ókindin mest sótta kvikmynd allra tíma. Eftir þann mikla sigur gerðist Steve djarfari og fékk 20 millj. doliara til að kvikmynda eigin sögu, Close Encounters og geim- ævintýri komust í hámæli. í fyrra lauk hann við Ránið á týndu örk- inni, mynd sem allir kannast við. Hún er nú í fimmta sæti á lista mest sóttu mynda allra tíma, á eftir Ókindinni. En nú hefur næt- urhiminninn litast enn sterkari litum, því í sumar bætti Steve um betur en þá var frumsýnd myndin The Extra Terrestrial, E.T., sem um þessar mundir er að ná Stjörnu- stríðum sem mest sótta mynd allra tima. Vinátta barna og geimálfs Undanfarin ár hafa fáar stór- myndir verið framleiddar gagn- gert fyrir börn, nema þá Stjörnu- stríða-flokkurinn. Það er eins og enginn hafi getað tekið við af Walt Disney. En staðreynd er að þær myndir, sem yngri kynslóðin tekur upp á arma sína, hljóta metað- sókn. Það voru börn sem gerðu Stjörnustríðin að vinsælustu myndinni og nú eru það börn sem eru að koma E.T. uppfyrir þá mynd. En það eru ekki aðéins börn, sem hafa gaman af E.T., allt fólk, sem hefur hjarta og tilfinn- ingar, nýtur hennar. En hvað er það sem gerir E.T. svo sérstaka? Kvöld eitt lendir lítið geimskip á móður jörð. Út úr geimskipinu stíga nokkrar undarlegar verur. Þær líta í kringum sig í kvöld- myrkrinu, eins og Steve forðum. Ein þeirra fer of langt og þegar geimskipiö lyftist aftur upp í geiminn er litla veran eftir, alein í Táradal. Nú er hætta á ferðum, því E.T. litli á engan að og kann ekki að bjarga sér á framandi stað. En eins og í sönnum ævintýrum kynnist litli geimálfurinn litlum dreng. Elliott vingast við E.T. og brátt takast með þeim órjúfanleg vináttubönd. Elliott fer með E.T. heim til sín og sýnir hann systkin- um sínum, eldri bróður sínum Michael og yngri systur, Gertie. E.T. reynist hinn besti og skemmtilegasti vinur barnanna, enda býr hann yfir dularfullum hæfileikum og krafti, sem börnin kunna að meta, þó innst inni sé hann barn sjálfur. Hann kann vel við sig á nýja heimilinu og m.a. uppgötvar hann töfra bjórsins. En líf þeirra er ekki eintómur leikur. Móðir barnanna, Mary, kemst að leyndarmáli þeirra og er ekki allt of hrifin af uppátæki þeirra, geimálfurinn gæti reynst hættulegur, enda utan úr geimn- um. En það er ekki aðalhættan. Starfsmenn NASA-stofnunarinn- ar komast að því að geimvera hafi lent á jörðunni, leynist meðal lít- illa barna og þá hefst ævintýra- legur eltingaleikur. Hér hæfir að hætta að rekja söguþráðinn, því hver kannast ekki við setningu spenntra barna „Mamma, hvað gerist næst? Pabbi?" Eitt er öruggt, enginn verður svikinn af þessu einstæða ævintýri. Að skapa skepnu í augum aðdáenda geimævin- týra hafa allar ójarðneskar verur (extra-terrestrials) dýrsleg augu og svo sannarlega eru augu E.T. myndarleg, vægast sagt. En stað- reynd er að þau og búkur hans eru árangur mikillar erfiðisvinnu tæknimanna í kvikmyndaiðnaðin- um. Spielberg hafði sakleysi í huga. „Ég vildi skepnu sem aðeins móður gæti þótt vænt um,“ segir hann, „ég vildi ekki hafa skepnuna fallega og hrífandi." E.T., sem nú er allra vinsælasta fyrirbrigðið í Bandaríkjunum, og raunar alls staðar þar sem mynd- in er sýnd, birtist á hvíta tjaldinu sem háþróuð skepna. Nokkrir fær- ir tæknibrellumeistarar reyndu að hanna skepnuna, en þeim mis- tókst; tilraunin kostaði 700.000 dollara (sama upphæð og Útlaginn kostaði). Þá sneri Spielberg sér að snillingnum Carlo Rambaldi, ít- ölskum málara og myndhöggvara. Rambaldi kom fyrst til Bandaríkj- anna árið 1975 til að hanna King Kong og árið 1978 stofnaði hann eigið hönnunarfyrirtæki. Rambaldi byrjaði á því að teikna einfaldar útlínur skepn- unnar og útbjó leirmódel til prufu- töku. Síðan útbjó hann grind skepnunnar úr áli og stáli. Eftir það hannaði hann vöðvakerfið úr trefjum og gúmmí, úr óteljandi lögum. Hvert lag á sínum stað samsvarandi mannslíkamanum. Með fjarstýringu er hægt að láta fullmótaða skepnuna hreyfa sig á alla kanta, Rambaldi segir á 150 mismunandi vegu, m.a. getur hún sogið upp í nefið, hrukkað augna- brúnir og auðveldlega beygt fing- ur. En ekki var vogandi að koma öllum þessum tæknibrellum fyrir í einu módeli, svo Rambaldi útbjó þrjú; eitt fyrir vélræna stjórnun, sérstaklega fyrir hreyfingar alls líkamans; annað fyrir rafmagns- stjórnun, notað í erfiðari og ná- kvæmari hreyfingum og hið þriðja fyrir sameiningu allra hreyf- inganna. Þá var fjórða módelið út- búið, sérstaklega fyrir atriði þegar E.T. þarf að velta um gólfið og annað slíkt. Þessi frumlega skepna er jafn há fjögurra ára barni, með stórt iðandi höfuð, háls sem stækkar eða minnkar eftir skapinu, skinnið er undarlega grágrænt og hend- urnar hrikalega langar með fjór- um puttum. Ekki má gleyma rödd- inni, sem er hin stórkostlegasta í manna minnum, hönnuð úr rödd áttræðrar kerlingar og afskræmd með rafmagni. Orðaforðinn er 10 orð. E.T. sést næstum allan tímann og reynir mikið á hann. Mótleikari hans, hinn 10 ára gamli Henry Thomson, segir um vin sinn: „Hann var persóna." Með margar lykkjur á prjónunum Meðan myndin var í framleiðslu hét hún „Líf drengs" og héldu margir að hún væri byggð á ævi Spielbergs sjálfs. Handritið er eft- ir óþekkta konu, Melissu Mathi- son, og var hún viðstödd allar tök- ur myndarinnar. Hún segist hafa orðið hissa á því hve allir voru vingjarnlegir við sig, en hún ^áíöi heyrt ýmsar sötr,- - steve 0“ uði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.