Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 Tíu Islendingar sæmdir riddarakrossi Fálkaorðunnar FORSETI íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, sæmdi í fyrradag tiu íslend- inga riddarakrossi llinnar íslenzku fálkaorðu. Þeir, sem sæmdir voru, eru eft- irtaldir: Davíð Sch. Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, fyrir störf að iðn- aðarmálum. Erlendur Árnason, oddviti, Skiðbakka, Austur- Landeyjahreppi, fyrir félagsmála- störf. Guðgeir Jónsson, fv. bók- bindari, fyrir félagsmálastörf. Frú Ingibjörg Halldórsdóttir, Akur- eyri, fyrir félagsmálastörf. Sig- mund Jóhannsson, uppfinninga- maður, Vestmannaeyjum, fyrir nýjungar á sviði öryggismála sjó- manna. Sigurður Kristjónsson, skipstjóri, Hellissandi, fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Sigurður Skúlason, magister, fyrir störf á sviði fræðslumála. Sören Sören- sen, þýðandi, fyrir störf á sviði menningarmála. Úlfur Sigur- mundsson, framkvæmdastjóri, fyrir störf að útflutningsmálum. Þuríður Pálsdóttir, óperusöngvari, fyrir tónlistarstörf. Á mjndinni er Edda Filippusdóttir ásamt börnum sínum. Frá hægri: Edda Filippusdóttir, Guðlaugur R. Magnússon, Nanna Magnúsdóttir, Berglind J. Magnúsdóttir og Sigurður G. Magnússon. (Ljáom. K.Ö.) Trúði þessu ekki í fyrstu — sagði Edda Filippusdóttir sem hlaut stærsta vinning Happdrættis DAS EDDA Filippusdóttir, húsmóðir, varð svo lánsöm 6. apríl sl. að hljóta stærsta vinning Happdrættis I)AS á því happdrættisári sem nú er að Ijúka. Að sögn Eddu er hér um að ræða ibúð að eigin vali að verðmæti 700 þús. kr. Er hún var að því spurð hver viðbrögð hennar hefðu orðið þegar henni var til- kynnt um vinninginn, svaraði hún þvi til að í fyrstu hefði hún ekki trúað því. Loks þegar hún hefði látið sannfærast hringdi hún í dætur sínar og syni í því skyni að greina þeim frá þessum tíðind- um. En þau hefðu þó ekki lagt trúnað á orð hennar strax og jafnvel haldið að vinningsupp- hæðin væri í gömlum krónum. Samt hefðu þau fljótlega tekið þessu sem sannleik og samglaðst henni. Edda kvaðst hafa átt miða í Happdrætti DAS frá stofnun þess. Þó hefði hún ekki hlotið stóran vinning áður. Að hennar dómi kæmi þessi íbúðarvinning- ur sér mjög vel, þar sem hún hefði fyrir skömmu orðið fyrir miklu tekjumissi. Að lokum kvaðst Edda vitaskuld ætla að styrkja Happdrætti DAS til góð- verka í þágu aldraðra með því að halda miða sinum. Norræna húsið: Ljóðatónleikar í Austurbæjarbíói Nýtt happdrættisár hefst hjá DAS 1. maí NYTT happdrættisár er nú að hefj- ast hjá Happdrætti DAS. Að þessu sinni verða vinningar samtals 7.200 en heildarverðmæti þeirra er 23.042.000 krónur. Að sögn Bald- vins Einarssonar, forstjóra Happ- drættisins, eykst verðmæti vinn- inga á þessu ári talsvert frá því sem verið hefur. Hæsti vinningur- inn verður húseign að eigin vali fyrir eina milljón króna. Ennfrem- ur verða tvö íslensk einingahús cftir vali, að verðmæti hálf milljón, meðal vinninga. En unnt er að festa kaup á þessum einingahúsum á a.m.k. 11 stöðum á landinu. Þá verða vinningar til íbúðar- kaupa níu talsins að upphæð 250 þús. hver. Baldvin kvað bílavinn- inga verða 100 sem áður, en nú yrðu tveir þeirra á 150 þús. kr. og 98 á 50 þús: Einnig verða 300 iL'hnnl i ui ) st.-.t -Tinjl iisíi<-jí' utanferðir, að verðmæti 15 þús. kr. hver, meðal vinninga o.fl. Baldvin sagði að lægsti vinn- ingurinn á þessu happdrættisári, sem er frá 1. maí 1982 til 30. apríl 1983, verði eitt þúsund kr. Að sögn Péturs Sigurðssonar, formanns stjórnar DAS, er ætl- unin að taka í notkun nýja hjúkrunardeild aldraðra við Hrafnistu í Hafnarfirði á vegum Happdrættis DAS í lok þeSsa árs aldraðra. Að dómi Péturs myndi þessi deild án efa bæta úr einni brýnustu þörf aldraðra. Hann sagði að deildin muni rúma um 80—90 vistmenn. Þar verður m.a. sérhæð fyrir endurhæfingu aldraðra með sundlaug. Þá er einnig ráðgert að taka í notkun nýtt hjúkrunarheimili jrvidóir idöaoiilul. nnl-ý; fyrir aldraða í Kópavogi 11. maí nk. Pétur lagði á það áherslu að ýmsir aðilar hefðu lagt hönd á plóg til að koma upp þessari hjúkrunardeild. Mætti t.d. nefna að ýmis góð- gerðarfélög hefðu veitt ómetan- lega aðstoð. Hann bætti því við að sveitarfélög hefðu einnig átt stóran hlut að máli þegar ráðist hefði verið í framkvæmdir fyrir aldraða á vegum DAS. T.a.m. væri fyrirhugað á næstu árum að reisa raðhús fyrir aldraða með þátttöku góðgerðarsam- taka, sveitarfélaga o.fl. Hann kvað þó ástandið í mál- efnum eldra fólks enn slæmt. Af þeim sökum þyrfti að halda áfram að efla þjónustu í þágu aldraðra með öllum ráðum. ---- ... ií i ;., i i Ivar Orgland flytur fyrirlestra um norska málara og skáld Myndin er tekin fyrir framan hjúkrunardeildina við llrafnistu. Á myndinni er stjórn Happdrættis DAS ásamt Eddu Filippusdóttur, sem hlaut stærsta vinning DAS á þessu happdrættisári. Frá vinstri: Tómas Guðjónsson, meðstjórnandi, Pétur Sigurðsson, formaður, Edda Filippusdóttir, Baldvin Jónsson, forstjóri DAS, Garðar Þorsteinsson, ritari og Hilmar Jónsson, meðstjórnandi. Á myndina vantar Guðmund Oddsson, gjaldkera. (l.jósm. K.Ö.) tyret“ kynnir Ivar Orgland norsku málarana Theodor Kittelsen (1857—1914) og Christian Skreds- vig (1854—1924). Theodor Kittel- sen er frægur fyrir ævintýra- teikningar sínar, en Christian Skredsvig, sem lærði í Osló, Kaup- mannahöfn, Múnchen og París, hlaut gullverðlaun í „Salonen" í París, og var það stærsti sigur norsks málara til þess dags í Evr- ópu, segir m.a. í frétt frá Norræna húsinu. Segir Ivar Orgland frá heim- kynnum þeirra Kittelsen og Skredsvig í Sigdal og Eggedal og sýnir myndir af listaverkum þeirra og heimilum. Síðari fyrirlesturinn verður þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.30, og nefnist „Dikter og miljo. Et mote med noen av Norges fremste dikt- ere og miljo de levde i“ og segir þar frá nokkrum helstu stórskáld- um Noregs og því umhverfi sem þeir lifðu í. Má nefna Henrik Ibsen, Bjornstjerne Bjornson, Knut Hamsun, Sigrid Undset ásamt fleirum. Með erindinu verða sýndar litskyggnur. lög Francis Poulence við Ijóð eftir Guillaume Apollinarie. í kynningu Tónlistarfélagsins, en þetta eru tíundu tónleikar þess þennan starfsvetur, segir svo um listamennina: „Baritónsöngvarinn William Parker vann til fyrstu verðlauna í alþjóðakeppni í flutningi á amer- ískri tónlist á vegum Kennedy- Center og Rockefeller-stofnunar- innar 1979. í keppninni tóku þátt yfir 300 tónlistarmenn og var úr- skurður dómnefndar að Parker hlyti verðlaun vegna „glæsilegra raddeiginleika, öruggrar sviðs- framkomu og mikils hugarflugs í túlkun“. Fyrstu verðlaun voru þó ekkert nýnæmi fyrir Parker, því hann hafði unnið til slíks í Toul- ouse-alþjóðasöngkeppninni og Múnchen-keppninni og einnig hlaut hann sérstök Poulenc-verð- laun í alþjóðlegri söngkeppni í París. William Huckaby hefur unnið lengi með Parker og var m.a. und- irleikari hans þegar Parker fékk Kennedy-Center verðlaunin. Fyrir utan að vera frábær píanóleikari er Huckaby þekktur hljómsveitar- stjóri og hefur verið aðalstjórn- andi Western Opera Theater í San Francisco og starfar nú einnig við }«peruna í Washington." -inníd ijd r.lð IVAR Orgland er gestur Norræna hússins um þessar mundir og heldur þar tvo fyrirlestra; þann fyrri í dag kl. 16.00 og hinn síðari þriöjudaginn 20. apríl kl. 20.30. í fyrri fyrirlestrinum, sem nefn- ist „Kustneren, naturen og even- Ivar Orgland Baritonsöngvarinn William Park- er og píanóleikarinn William Hucka- by koma fram á Ijóðatónleikum í Austurbæjarbíói í dag klukkan 14.30. Á efnisskránni verða Adelaide eftir Beethoven, lagaflokkur Schumans við ljóð Heines; Dicht- erliebe, lagaflokkurinn War Scen- es eftir Ned Rorem og Banalites, "1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.