Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 79 fjandinn laus fyrir bát sem í því lenti. Þetta var hart sótt helvíti. Um tíu ára aldur byrjuðum við Snorri bróðir minn að róa á vorin með pabba og Þórarni, en þeir áttu vorbát saman. Við vorum með lúðulínu, 50 króka og fengum oft stórlúðu á annan hvern krók, en ekki voru krókarnir hafðir fleiri þótt vel væri það mögulegt, það var ekki siður. Hefðin var slík að aldrei mátti breyta til og svo fjaraði byggðin í Selvogi út þegar vegurinn kom og Þoriákshöfn. Það er í rauninni stórmerkilegt að þetta svæði skyldi svo gott sem fara í eyði, því þarna eru í rauninni meiri landkostir en t.d. í Ölfusinu og ekki er langt til Reykjavíkur. A þetta svæði er hægt að fara með plóg og herfi og rækta upp land svo hirða megi tugþúsundir hesta og hvergi þarf að hreyfa grjót." „Þú varst ekkert að tvínóna við það, fórst af áraskipunum beint á togara." „Já, árið 1924 fór ég á togarann Þórólf og síðan hef ég verið á togurum nema 5—6 ár sem ég var á Andvara með Jóni Guðjónssyni. Það var helvítis púl, staðið þangað til búið var að fylla, en það var skemmtilegt. Það eru breyttir tímarnir nú og allt til bóta.“ „Það hefur löngum farið orð af því að það hafi verið miklir harð- jaxlar á togurunum." „Maður varð að vera það annars voru menn látnir fara. Margur gerði meira en hann gat á togurun- um i gamla daga og það var gott að þau vinnubrögð hættu. Sá sem eitthvað reyndi að mukka var látinn fara, en þegar það fór að rakna úr þessu þá fóru þeir að rífa kjaft. Það er orðið lúxus að vera á þessu núna. Annars hef ég verið á fáum togurum allan þennan tíma, hef lítið gert af því að skipta um pláss, nema þegar skipin hættu. Það þýðir ekkert að vera að skipta um pláss." „Nú ert þú búinn að vera til sjós í 67 ár að mestu, hefur þetta verið skemmtilegt?" „Víst hefur það verið, en hvað er skemmtilegast er ekki gott að segja. Það var • helvíti gaman á síldinni áður fyrr og rallsamt þegar legið var í höfn. Sumir delarnir leyfðu mönnum ekki að fara í land, en það var oft dýrðlegt í Siglufirði. Stundum var varla hægt að komast inn fjörðinn vegna alls konar skipa sem voru á ferð- inni, skútur, skonnortur og allur fjárinn og á böllunum var allt brotið. Stólar, borð, bollar og katl- ar flugu eins og skæðadrífa út um gluggana. Ég skildi aldrei af hverju þeir voru að halda böllin, en það var gaman að standa hjá. Ég hef alltaf staðið hjá þessu, aldrei tekið þátt í harkinu sjálfur, en haft gaman af samt. Og engum hrakför- um hef ég lent í sjálfur. Á öllum þessum tíma hef ég verið þar sem þrír menn fórust. Einn fór fyrir borð og hvarf, annar fór fyrir borð og dó úr kulda og af þeim þriðja klipptist fóturinn í spili og honum blæddi út. Það var hrikalegt, garn- irnar lágu heilar úti og hann var með fullri meðvitund þá hálfu klukkustund sem hann lifði eftir slysið meðan honum var að blæða út.“ „Finnst þér breyttur hugsunar- háttur í sambandi við veiðimennsk- una?“ „Mórallinn er líkur, en það er allt hægara nú. Þetta var streð áður, eintómt streð, gamaldags vinnuað- ferðir sem gerðu erfitt fyrir. Sjó- mennirnir voru að vísu berserkir, en það var allt of erfitt unnið. En þegar vel fiskast gleymist allt annað. Aldrei hef ég séð annað eins fiskirí og í flottrollið þegar við vorum á Selvogsbankanum með Marteini á Riddaranum. Það var svo mikið i vængjunum á trollinu að það stóð bunan út úr þeim af boltaþorski." „Þú hefur siglt marga túrana?" „Fyrst þóttu mér siglingarnar spennandi, en nú hef ég andstyggð á þeim, þessum löngu stímum sem ekkert er að gera og það var hugraun að koma til Hull í haust, allt í doða. Ég gerði jú ágætan túr, en það er allt gjörbreytt í mannlíf- inu og sjoppulífinu. Aður trölluðu menn, sungu og léku sér og mikið djöfull var nú gaman, en strákarn- ir skemmtu sé ágætlega í haust, ungu strákarnir, þeir þefa þetta uppi. Ég fór vart frá borði og ekki færi ég í siglingu aftur ef ég gæti komist hjá því. Mig langaði að sjá hvernig þetta væri, en það var ekkert skemmtilegt." „Þú sigldir öll stríðsárin." „Ég sigldi öll stríðsárin á Júní, en við sluppum alltaf. Við vorum alltaf á kyrru þótt við fréttum af skothríð allt í kring, fyrir framan, aftan og til hliðar. Annars var nú ekki hægt að sjá það í Fleetwood að það væri stríð, slíkur var asinn í skemmtanalífinu og á ströndinni." „En sjórinn togar alltaf í?“ „Ég gæti ekki hugsað mér annað. Mér hefur fundist sjórinn og sjó- mennskan mitt viðfangsefni og fag. Einu sinni fór ég í land, í sex mánuði til Mjólkursamsölunnar. Blessaður vertu, ég hafði enga eirð í mér í landi. Maður hefur líka meira upp úr sjónum, eyðir meiru í landi. Ég hef nú verið í landi í vetur og þetta er bölvað svoleiðis, en lagast með vorinu þegar ég kemst á sjóinn aftur. Það hleypur líka einhver andskotinn í mann þegar maður heyrir að þeir séu að koma með 300 tonn í túr. Nú má maður bara ekki þéna neitt, það er helvíti að láta taka helminginn og ríflega það af 6 millj. kr. Þetta íslenzka þjóðfélag er nú orðið slíkur darraðardans að maður verður að hætta að hugsa um það, þetta er glórulaust helvíti.“ „En hvernig lízt þér á unga fólkið?“ „Mér lízt reglulega vel á það. Ungu mennirnir sem koma um borð eru miklu fljótari að læra en áður og þeir eru flestallir duglegir. Ég hef ekki orðið var við annað, þetta er lært fólk og menntað, sjálfstætt og dugmikið. Maður var eins og álfur út úr hól áður. Vaninn var svo mikill, engin framför mátti eiga sér stað, slíkt þótti vatn á myllu kölska. En mér finnst unga fólkið fara illa með peninga og það þykir mér verst. Þeir glotta bara strákarnir þegar maður leyfir sér að leggja þeim lífsreglurnar, en ég verð feginn því þegar nýja myntin kemst í gagnið. Þá hættir maður ef til vill að þurfa að tína upp af götunni hér og þar 50 kr., 10 kr. og 5 kr. peninga. Maður fer varla svo í bæinn að maður þurfi ekki að tína upp nokkra peninga. Það eru fáir upp á síðkastið sem eru samansam- ir. Það er í rauninni hlegið að þeim sem eru samansamir.“ „Áttu margar bankabækur?" „Nei, ekki á maður margar bankabækurnar, því það er ekki gott að eiga í banka, þetta sem maður á er í fasteignum. En maður fer náttúrlega ekki upp á sker ef f| eitthvað kemur fyrir. Ég ætla nú 1 nokkra túra í vor til þess að ná upp , í útsvarið." „Þú verður á sjónum til hundrað ára aldurs." „Nei, nei, það þýðir ekki að þéna svona mikið. Maður fer svo illa út úr sköttunum. En ég myndi vilja vinna meira, maður getur ekki verið aðgerðarlaus. Ef hér væri einhver aðstaða fyrir trillur myndi ég fá mér trillu, en með þessari aðstöðu sem nú er þá eru þetta ekkert nema andvökunætur. Það er gott að hafa trillur í Eyjum, það er 7 gósseriland, liggur svo vel við og §§ hægt að sækja til allra átta.“ „Þú hefur verið á Snorra Sturlu- syni síðustu árin." „Já, ég hef verið háseti á Snorra með frænda mínum, Óla Jóns, en lengst af hef ég verið bátsmaður eða 2. stýrimaður á undanþágu. Óli er 28 ára og það er búið að ganga || stórvel hjá honum frá fyrsta degi. Hann komst inn í þetta í fyrsta túr, lygilegt en satt. Maður sér það ff strax á mönnum þegar þeir koma 7| um borð hvort þeir eigi eftir að |§ spjara sig vel. Það er aflavon í þeim sem ganga að þessu óvanir eins og þeir hafi lengi verið við þetta." „Finnst þér minnkandi hjátrú til sjós?“ „Hún er farin að minnka, það eru fi helzt eldri karlar sem tengja slíkt við tilveruna og allt er þetta breytingum undirorpið. Áður dreymdi mig alltaf fyrir miklum fiski og draumarnir brugðust ekki, en nú dreymir mig ekki neitt. Áður var alltaf tekið ofan þegar sjóferð- abænin var beðin. Það varvíst ekki beðið djúpt hjá sumum og þegar f§ þeir fóru að kjafta urðu þeir eldri kolvitlausir og lá við að þeir sneru í land þegar menn voguðu sér að vera með kjaftæði í bæninni. Já, það var oft gaman áður þótt það væri harðæri. En allir eru nú eitthvað trúaðir þó maður haldi að maður sé það ekki. Ég hef aldrei orðið var við það að menn hafi ekki trú innra með sér ef á bjátar. Hitt er svo að maður gerir lítið af því að lesa bænir nú orðið, man það ekki, en forðum daga var maður látinn lesa hátt svo öruggt væri að maður svikist ekki um það. Annars held ég að menn hafi betra af því að taka þátt í þessum siðum, það er engu til kostað og víst mætti þetta vera almennara." „Hvað finnst þér um draugatrú?" „Það er nú svo, tvisvar hef ég orðið var við eitthvað sem flokkast undir draugatrú. í Nesi í Selvogi fór um að næturlagi kona af öðrum heimi. Ég heyrði í henni en margir sáu hana. Hún átti að halda sig mikið í eldhúsinu og víst var að ekki var nokkur leiö að koma §7 hundunum þangað inn, þeir urðu kolvitlausir ef slíkt var reynt. Svo var það eitthvað sem var á ferðinni í gamla togaranum Sindra. Ég \ ir á vakt í skipinu og sat niðri við kertaljós, glaðvakandi, þegar ég sá eitthvað sem ég get ekki lýst koma niður stigann. Ég varð fyrst algjör- lega máttlaus af hræðslu, en hristi síðan af mér slenið því ég taldi ekki gott að fá þetta niður í skipið. Náði ég í skörung, barði allt og sveiflaði í kring um mig með hrikalegum öskrum svo ófétið hvarf. Síðan § hafa þeir ekki lagt í mig. Nei, sjómennskan er mitt líf og §j ég vona að ég þurfi ekki að kveðja hana strax. Það er svo sem ósköp gott að hafa sléttan sjó, en ég verð fljótt hundleiður á logninu. Mér | finst ósköp gott að hafa þetta eins og það er hér við land. Ég kann betur við að finna að ég sé á sjó Verst að nú er maður orðinn hálf valtur að standa í miklum veltingi, en þá er bara að beita betur upp í. Lífið um borð er gott, þar er mikið spjallað og mörgu reddað i landsmálunum og heimsvandamál- unum, góður félagsandi, en nú orðið heyrist varla rifrildi um borð Þetta eru góðir strákar og félagar, það er helzt að ég sé að rífa kjaft ef þeir hlæja bara upp í opið geðið » manni." Loftvogin 1643 fann ítalski stærðfræðingur- inn og eðlisfræðingurinn Torri- celli upp loftvog, en hún mældi breytingar á loftþrýstingnum og sagði til um áhrif þeirra á veður- far. Prentlistin GUTENBERG hefur verið kall- aður faðir prentlistarinnar, en árið 1436 var hann farinn að raða saman tréstöfum til að þrykkja af. Ágæti aðferðar hans fólst í því að hægt var að nota sömu stafina aftur og aftur. Samkeppni um hönnun biðskýla SVR STJÓRN Strætisvagna Reykja- víkur hefur ákveðið að efna til samkeppni um hönnum á svoköll- uðum gangstétta-biðskýlum þar sem þau biðskýli sem til þessa hefur verið komið fyrir á við- komustöðvum henta ekki á þröngum gangstéttum. Öllum farþegum SVR og öðrum Reykvíkingum verður gefið tæki- færi til að láta álit sitt í ljós við dómnefnd um það hvernig þeir vilja að biðskýli eigi að vera og hvaða hlutverki þau eigi að þjóna. Dómnefnd mun síðan semja út- boðslýsingu um samkeppni meðal þeirra sem rétt hafa til að leggja uppdrætti fyrir byggingarnefnd Reykjavíkur á grundvelli þeirra hugmynda sem fram koma. Tillög- um og ábendingum verður að koma á framfæri fyrir 15. apríl n.k. merkt „Biðskýli SVR“. Af- henda má tillögurnar á skrifstofu SVR á Kirkjusandi, og miðasölu á Hlemmi eða Lækjartorgi. Veitt verða þrenn verðlaun, 100 þúsund, 75 j)úsund og 50 þúsund krónur. I dómnefnd eiga sæti Finnur Björgvinsson arkitekt, formaður, Guðrún Ágústsdóttir, form. stjórnar SVR, Hjörtur Kolsöe vagnstjóri, Reynir Adamsson arkitekt og Örn Sigurðsson arki- tekt. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jesson framkvæmda- stjóri. Kvikmyndir LUMIÉRE-bræðurnir bjuggu fyrstir til kvikmynd og var það árið 1894. Uppfinning þeirra grundvallaðist á skilningi á þeirri staðreynd, að mannsaugað greinir fremur hægt milli hluta, þannig að margar líkar myndir, sýndar í röð, gerðu það að verkum að það sem sýnt var virtist á hreyfingu. mmmhi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.