Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Anwar Sadat til Bandaríkjanna Washinxton, 29. marz. AP. ANWAR Sadat forseti Egyptalands mun koma til Bandaríkjanna hinn 7. apríl til boðaðra viðræðu- funda við Carter forseta, að því er kunngert var í Hvíta húsinu í dag. Menachem Begin forsætisráð- herra ísraels kemur hinn 14. apríl. Gert er ráð fyrir að Sadat fari frá Washington 10. apríl, en ekki ljóst hvort hann fer frá Bandaríkjunum strax, eða þeim möguleika verður haldið opnum að þeir Sadat og Begin hittist ef Carter telur ávinning í því. FÆREYJAR GLASGOW 65.800 88.100 KAUPMANNAHÖFN 127.600 STOKKHÓLMUR 145.400 HELSINKI 163.200 DUBLIN ðaooo LUXEMBORG 135.500 LONDON 109.100 GAUTABORG 126200 OSLÓ 116.300 BERGEN 116.300 Vissir þú um þetta verð ? Ofangreind dæmi sýna fargjöld (fram og til baka) hvers einstaklings í fjögurra manna fjölskyldu, sem nýtur fjölskylduafsláttar frá almennum sérfargjöldum. Bretlands fæst fjölskylduafsláttur til vidbótar-og þá lítur dæmiö út eins og sýnt er hér aö ofan. Par eru aöeins sýndir nokkrir möguleikar af fjölmörgum - en viljir þú vita um flugfargjöld til fleiri staöa og alla afsláttarmögu- ATH. verð frá 1.apríl1980. Almenn sérfargjöld eru 6-30 daga leika sem bjóöast þá er bara aö fargjöld sem gilda allt áriö til hringja í síma 25100, heimsækja nær 60 staöa í Evrópu - næsta umboösmann eöa söluskrif- en fari fjölskyldan saman til stofu okkar í Reykjavik í Lækjar- Noröurlanda - Luxemborgar eöa götu og aö Hótel Esju. FLUGLEIÐIR Hitamælir ÁRIÐ 1714 komst Þjóðverjinn Fahrenhéit að því að hægt var að mæla hita með kvikasilfri. Sama ár kom Frakkinn Réaumur fram með nýja skiptingu á hitastigun- um, en Svíinn Celcius fór að mæla hita með mælikvarða þeim, sem plöntufræðingurinn Linné fann upp, árið 1742. Sólúrið UM ELLEFU öldum fyrir Krist er ætlað að Kínverjar hafi verið búnir að finna upp sólúrið, en það var súla. Áætluðu menn hvað tímanum liði með því að fylgjast með því hvernig skugginn af súlunni færðist úr stað. Áttavitinn ÁTTAVITINN er talinn hafa verið fundinn upp í Kína í kringum 2600 fyrir Krists burð, en 1302 eftir Krist fann Evrópumaðurinn Gioja upp áttavita. Iðnaðarfram- Ieiðsla Svía eykst stöðugt IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA Svía jókst um 7% á sl. ári og hefur ekki aukist meira á einu ári síðan 1974 þegar um metár var að ræða að því er segir í frétt frá viðskiptaráðuneytinu sænska. Nokkur lægð kom í framleiðsl- una á árunum 1975—1977, en á árinu 1978 hófst velgengnin á nýjan leik og allt frá því í júní 1978 hefur framleiðslan verið að vaxa hægt og sígandi. Talsmaður ráðuneytisins sagði að búist væri við enn meiri aukningu framleiðslunnar á þessu ári, jafnvel að aukningin yrði um 10%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.