Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 51 Ljósmynda- vélin ÁRIÐ 1838 fann franskur málari, Daguerre, upp ljósmyndavélina og árið 1839 fann Bretinn Talbot upp aðferð til að kópíera ljósmyndir á pappír. Skærin SKÆRI var farið að nota í Róm um þremur öldum fyrir Krists burð. Sovézku dómararnir fá ekki að vera með MALCOLM Fraser, forsætisráð- herra Ástralíu, hefur löngum þótt styggur við Sovétstjórnina, og hefur stjórn hans nú tekið af skarið enn einu sinni. I maí verður opnuð í Canberra dómhöll hæsta- réttar og hefur stórmenni víða að verið boðið að vera við athöfnina og veizluhöld. Forseti hæstarétt- ar, Sir Garfield Barwick, sendi fjölda boðskorta út um allan heim, þar á meðal til Elísabetar Eng- landsdrottningar, sem opnar dómhöllina — og sovézkra dóm- ara. Það er stefna stjórnar Ástr- alíu að slíta öll menningar- og vísindatengsl við Sovétríkin vegna innrásar þeirra í Afganistan, — og því fá sovézku dómararnir ekki að koma í gleðskapinn, þótt þeir þiggi boðið. Vegabréfsáritun fá þeir ekki. (AP). Púðrið KÍNVERJAR fundu upp púðrið árið 1232, en á fjórtándu öld var farið að nota það í skotfæri. Smásjáin SMÁSJÁNA, sem allt fram á þennan dag hefur verið nauðsyn- legt tæki við hvers konar vísinda- rannsóknir, fann Hollendingurinn Zacharias Jansen upp árið 1590. Smásjá Jansens var frumstæð, en Galilei, Newton og fleiri góðir menn unnu að því næstu aldirnar að endurbæta hana. . Páska.- s temmnmg í Brauðhæ Opið í dag skírdag kl. 11—22. Lokað föstudaginn langa. Laugardag, opið kl. 9—23. Páskadag lokað. 2. í páskum, opið kl. 11—22. Matseðill Skírdagur 3. apríl Aspassúpa. Heilsteikt nautafillet með sósu, Chateaubriand, sveppum, ertur Bonne Femme, salat, vinaigrette og (Pomme au Four) bakaöri kartöflu. Ananastriffle. Verd kr. 5.900.- Matseðill \ 2. í páskum 7. apríl Rósakálssúpa Entrecote Citron poivre (Sítrónupiparsteik) með belgbaunum, grísku ostasalati og kartöflukrókettum. Moccatriffle Verd kr. 5.900- Sérstakur barnamatseðill ara yngm og góöu börnin, sem klára matinn sinn fá páskaegg í verdlaun. Heimsókn meö fjölskylduna í Brauöbæ svíkur engan. Brauðbær Veitingahús V/ÓÐINSTORG sími 20490. Viö óskum öllum vinum okkar gleöilegra páska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.