Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 JERUSALEM ^^^^öamaður kemur varla nokkurn staö sem þennan meö jafnmiklar vonir í farangrinum. Hvergi geta menn orðiö fyrir jafn djúpum og sárum vonbrigðum. Hvergi fyrir jafn stórbrotinni upplif- un. Hvarvetna í þessari borg liggur ögrunin og sagan, hvar hún dreifir sér um hæöirnar skilningur þess sem vitjar Jerúsalem veröur annar á tilfinningalegu gildi hennar, póli- tísk vitund manns eftir komuna til hennar verður ekki söm. Hér getur maöurinn fundiö trú sína — hver sem hún er — opinberast og kristallast — og héöan kann líka svo aö fara aö hann hverfi kalinn á hjarta frá. Því að töfrar Jerúsalem liggja ekki í mildi, ekki í fegurö, heldur heillun fortíöar og nútíöar, sem er hvort tveggja í senn innblástur og þraut. Ferðamaöur sem dvelur í Jerúsalem og finnur ekki þessa óútskýranlegu tog- streitu hefur ekki upplifaö þessa borg. í raun er Jersúsalem þrískipt — vesturhlutinn sem Gyöingar byggja, austurhlutinn sem Arabar búa í og svo gamla borgin innan múranna. Utan múranna er hvar- vetna verið aö byggja. Þar eru tilkomumiklar byggingar, sem ísraelar geta meö réttu verið stoltir af, Yad Washemsafniö í minningu Gyöinganna sem útrýmt var í stríðinu, þar er Bygging bókarinn- ar, sem geymir Dauöahafs handrit- in, Kennedyminnismerkiö, Jerúsa- lemleikhúsið, undrafallegt hús. í Hadessahsjúkrahúsinu eru hinir undursamlegu gluggar Chagalls um ættkvíslirnar tólf. Og svo mætti lengi telja. En Jerúsalem Gyöinga er gamla borgin innan múranna. Og Jerúsalem Araba er umfram allt gamla borgin innan múranna. Kristnum mönnum er Jerúsalem innan múranna einnig helgastur staöa. í gegnum tíöina hefur þessi borg veriö sigruö af Bailóníumönnum Grikkjum, Rómverjum, Aröbum, Seljukum, krossförunum. Síöastir erlendra manna voru Bretar. Nú er hún í höndum ísraela. En hún er samt sem áöur fyrst og fremst arabisk borg — hvort sem ísrael- um líkar þaö nú betur eöa verr. Gamla borgin deilist í fjögur hverfi, hverfi kristinna Araba, Arm- eníuhverfiö, Arabahverfið (mú- hameöstrúarmanna) og nýja Gyö- ingahverfið sem er í uppbyggingu. Arabahverfiö byggist í kringum helgidóma Islam — Dome of the Rock, Al Aksa, í vesturhlutanum er Armeníuhverfið, samsíöa því er Gyöingahverfiö aö spretta upp, í noröri er kristna hverfið, þar sem miðdepillinn er Kirkja hinnar heilögu grafar. Sameining Jerúsalem varö eftir sex daga stríðiö. Um þaö þarf ekki aö fjölyrða. Eftir að Bretar tóku Jerúsalem af Tyrkjum áriö 1917 breikkaði enn biliö milli Araba og Gyöinga sem voru þá byrjaðir fyrir alllöngu aö setjast aö í Palestínu. Og náöi hámarki í stórbrotnum átökum, sem blossuðu upp jafn- skjótt og Bretar létu af yfirráöum sínum. Arið 1948, eftir aö ísrael haföi verið lýst sjálfstætt ríki, kom til grimmilegra bardaga í gömlu borginni. Þar vöröust Gyöingar ofurefli liössveita Jórdaníu af eftir- minnilegum hetjuskap. En Jórdanir náðu borginni og hún var síöan lokuð Gyðingum næstu nítján ár viö mikinn harm þeirra. En þeir gleymdu ekki Jerúsalem. Og eftir sex daga stríöiö var hún sameinuð — þó ekki í andanum, því aö Jerúsalem er enn skipt borg, þrátt fyrir allt. Þó svo aö Gyöingar hafi flutt inn í gömlu borgina og séu aö hasla sér völl veröur ekki sagt annað en samskipti ísraela og Araba þar séu í fullkomnu lág- marki. Báöir foröast eins og heitan eldinn að hafa samskipti sín í millum. Þeir áreita kannski ekki hver annan en Jerúsalem innan múra og vesturhluti Jerúsalem er enn eins og tvær borgir. Þeir ganga aldrei hliö viö hlið Arabar og Gyðingar í múraborginni. Þeir reyna að umbera — þaö er ekki meira en svo. Og má ekki mikið út af bera. Gestur sem fer um þessa borg fær skilning á þessu. Hann fær skilning og samúð með þeim báöum, Arabanum og ísraelanum, sem líta á Jerúsalem sem sitt heilaga vé. Þaö er óhugsandi að ímynda sér aö ísraelar gætu nokk- urn tíma samið um aö láta Jerúsa- lem frá sér. Jafnerfitt er Aröbum aö þola yfirráð ísraela þó svo aö borgarstjórinn í Jerúsalem, Teddy Koflekk, hafi sýnt mikla mann- þekkingu og snilli í samskiptum viö Araba og reynt að efla meö ísraelum og Aröbum Jerúsalem nokkra samkennd. Mér hefur fundizt það lýsa vel afstööu Araba til borgarinnar er ég átti tal viö arabiskan kaupmann í gömlu borginni og hann bauð mér klæði til kaups á ofurgóðu veröi. Ég sagöist þekkja góöu verðin þeirra, ég heföi sem sé veriö áöur í Israel. — Þetta er ekki ísrael, sagöi hann og iagöi frá sér flíkina. — Þetta er Jerúsalem. Og sértu sannur Gyðingur, sannur ísraeli eða sönn kristin manneskja þá er Jerúsalem þín borg, borgin sem þú lofaðir aö gleyma aldrei. Eins og mann- eskjan mótast borgir af árunum og atburö- unum, sem í þeim gerast. Sumir aö- laga sig breytingum, sumar berast brott meö tímans straumi — aörar varðveita sjálfa sig þrátt fyrir hverja raun og jafnvel hörmungar. Af öllum borgum hefur áreiö- anlega engin haldiö sér jafn fast í uppruna og eðli og Jerúsalem. Kannski hefur held- ur engin borg í ald- anna rás verið elskuö jafn heitt og þessi borg. MASSADA rís upp úr Júdeueyði- mörkinni, 400 m hátt og Dauða hafið blasir við og auðnin ríkir svo langt sem aug- að eygir. Yfir þessum berang- urslega, hrjúfa stað hvílir tignar- leg fegurð og hér gerðist einn magnaðasti þátt- urinn í sögu Gyð- inga. „Aldrei framar Massada" Mósaíkin hreinsuö af mikilli vandvirkni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.