Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16, MAl 1976 Um ferða- mennsku og náttúru- vernd Grein Guðmundar E. Sigvaldasonar í Mbl. sl. miðvikudag um „öræfatúrisma" hefur vakið athygli og umræður. Frétta- maður Mbl. hringdi því í nokkra kunna ferðamálamenn og náttúruverndarmenn og bað þá um að leggja þar orð í belg og ræða ýmis þau sjónarmið, sem fram komu í greininni. Fara greinar þeirra hér á eftir, en þeir eru Eysteinn Jónsson, formaður Náttúruverndarráðs, Sigurður Magnússon, fyrrv. blaðafulltrúi, Eyþór Einarsson, úr stjórn Ferðafélags íslands, Guðmundur Jónasson, hópferða- og fjallabílstjóri, Magnús Kristinsson, for- maður Ferðafélags Akureyrar, Úlfar Jacobsen sem rekur samnefnda ferða- skrifstofu og Einar Guðjohnsen frá Úti- vist. Þýðingar- mikið að dreifa feiðamanna- straumnum meira TIL umræðu er ferðamennska og náttúruvernd og þá m.a. hvort Náttúruverndarráð sé á réttri leið með afskipti sín af þeim málum, og líklega einnig hvort ráðið sofi kannski áverðinum. Að ósk blaðsins legg ég nokkur orð í belg. Eg tel meginstefnu náttúru- verndarlaganna vera þá að sam- eina sem best náttúruvernd og ráðstafanir til þess að greiða fyrir útivist og eðlilegri umgengni þjóðarinnar við landið í byggðum og óbyggðum. Framkvæmdir Náttúruverndar- ráðs í þessa stefnu er það umfangsmiklar, að þeim verða ekki gerð full skil í örstuttu máli. enn hér mun ég ræða tvo þætti aðeins. Hættu þá, sem steðjar að vinsælum svæðum i óbyggðum og ólöglegan akstur utan vega, sem særir landið. I. Náttúruverndarráð telur afar þýðingarmikið að dreifa ferða- mannastraumi meira eri ennþá hefur verið gert, og létta þannig á eftirsóttustu svæðunum, sem eru í hættu. Opna ný svæði og búa þar svo um hnútana, að saman geti farið skemmtileg útivist og náttúruvernd. Ber þar að nefna það t.d. sem gert hefur veríð í Skaftafelli, stofnun þjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum, stóra fólkvang- inn á Reykjanesi, Bláfjallafólk- vang, friðun Hornstranda og Vatnsfjarðar o.fl. svæða, sem smátt og smátt verða búin þannig, að fólk laðist að þeim í vaxandi mæli. 1 undirbúningi er að gera enn fleiri svæði að friðlöndum og fólkvöngum, sem verði útivistar- svæði, og þá þannig búin að hægt sé að taka á móti umferð. Verður Náttúruverndarráð að treysta mjög á frumkvæði og fram- kvæmdir heimamanna í byggðar- lögum í þessum efnum og að nægilegur stórhugur sé sýndur. 2. Náttúruverndarráði hefur verið og er ljóst, að ýmsir eftir- sóttir staðir á hálendinu eru i mikilli hættu vegna vaxandi umferðar. Ráðið beitti sér þess vegna fyrir því 1972 að sett var á fót samstarfsnefnd Samgöngu- ráðuneytisins, Ferðafélags ís- lands og ráðsins, til þess að vaka yfir þessum svæðum og gera til- lögur um ráðstafanir þeim til verndar, og jafnframt til þess að sómasamleg aðstaða gæti orðið fyrir ferðafólk. Þessi samstarfs- nefnd hefur komið mörgu góðu til leiðar með atbeina þeirra, sem að henni standa. Yrði of langt mál að telja það hér upp. Miklu meira er þó ógert m.a. vegna fjárskorts. Verður þessu starfi haldið áfram. Hér kemur til að hlífa viðkvæm- ustu blettunum, eftirlit og umhirða, búa bílastæði, tjald- stæði og hreinlætisaðstöðu, mat á því hvað staðirnar þola o.s.frv. Mest hefur starfið beinst að sex stöðum: Herðubreiðarlindum, Hvannalindum, Hveravöllum, Nýjadal, Jökuldal, Landmanna- laugum og Þórsmörk. Þar að auki cru 15—20 aðrir staðir í óbyggð- um undir smásjá samstarfs- nefndarinnar. Hér tel ég að verið sé á réttri leið en það kostar peninga að vernda þessa staði og búa aðra til að létta á þeim, en það verður að gera. 3. Mikilsvert tel ég að auka áhrif Náttúruverndarráðs í yfir- stjórn ferðamála — Ferðamála- ráði — og hefur Náttúruverndar- ráð lagt áherslu á það við endur- skoðun ferðalaga. Er enn alveg óvíst hvort tillögur ráðsins í því efni verða teknar til greina. 4. Álagsþol eftirsóttra ferða- mannastaða, einkum í óbyggðum er ekki ótakmarkað, þótt sæmi- lega sé um búið og reyrit að forða tjóni. Yfirstjórn íslenskra ferða- mála, eftirsókn eftir erlendum ferðamönnum og ferðir með þá um landið verður að miða við þessa staðreynd og rata hinn gullna veg, sem auðvitað er vandasamt. Það er brýnt að finna heppilegar leiðir til þess að koma við skynsamlegri stjórn. Hér er um að ræða að komast hjá örtröð og ofnýtingu, hliðstætt þeim verk- efnum, sem leysa þarf við aðra nýtingu, gróðurs og lands og fiski- miða. Þegar Náttúruverndarráð gaf umsögn um Ferðamálafrum- varpið tók það svo til orða um erlenda ferðamenn og ráðstafanir til þess að fá þá til landsins: ,,Þá telur ráðið að of mikil áhersla sé lögð á uppbyggingu Framhald á bls. 34 Sigurður Magnússon: Sendibréf vegna samtals Þakka fyrir símtalið og þau til- mæli að skrifa eitthvað vegna greinar Guðmundar E. Sigvalda- sonar, sem birtist i Morgunblað- inu í gær. Ég sagði þér hvers vegna mér væri mjög örðugt að verja tíma til blaðaskrifa i dag, en þar sem ég á nú stundarkorn til umráða, er ég ekkert of góður til þess að reyna að segja eitthvað af því, sem e.t.v. er þörf á að víkja að, vegna greinarinnar. Satt að segja las ég grein Guð- mundar fyrst og fremst mér til nokkurrar skemmtunar, eins og ýmislegt annað, sem ágætlega rit- færir menn setja stundum saman og birt er í blöðum. En hún átti það sammerkt með ýmsu öðru af þeirri gerð, að ég tók hana ekki alvarlega fyrr en þú hringdir til mín. Og enn er ég þó í aðra rönd- ina þeirrar skoðunar, að Guð- mundi sé gerður bjarnargreiði með því að fara nú að velta yfir þvi vöngum í alvöru, hvort ekki sé hyggilegt að fara að þeim til- lögum hans til úrbóta, að „vega að atvinnuvegi, sem er fjandsam- legur íslenzkum hagsmunum" og „takmarka innflutning jeppabíla við allra brýnustu nauðsynjar1' til þess að koma í veg fyrir að tán- ingar láti „einskis ófreistað til að spóla upp örþunnri og viðkvæmri gróðurblæju á næsta gíghól“. Allir sæmilega skynbærir menn hljóta að verða Guðmundi sam- mála um, að við megum hvorki eyðileggja hinar fáu gróðúrvinjar öræfanna né þau svæði hér i ná- grennni höfuðborgarinnar, sem einn blaðmaður Mbl. hefir rétti- lega vakið athygli á, að séu i mikillu hættu vegna ofbeitar. En þetta verður hvorki gert með þvi að skera niður við eitt og sama trogið allt sauðfé og þær mann- kindur, sem Guðmundur telur að einkum stuðli að eflingu hins þjóðhættulega atvinnuvegar. Ég hefi heldur ekki þá trú, að það muni breyta miklu til batnaðar, þó að bannaðar verði allar aðrar hugsanlegar öræfabifreiðir en þær, sem eiga að vera til „brýnustu nauðsynja", þar með trúlega talið þeirra, að koma aftur í byggð leifunum af kamarsum- gerð þejrri við Knebelsvörðu, sem Guðmundur vill nú, óður og upp- vægur, fá að rífa. Það er nefnilega, að öllu gamni ógleymdu, alveg áreiðanlegt, að tslendingar munu, vonandi um langa framtíð, halda áfram að ferðast um sitt eigið land og önnur, og til þess munu þeir ef- laust nota þau farartæki, sem örugglegast bera þá milli áfanga- staða, og munu það hvorki stöðva boð né bönn. Annað mál er það, að öllum ferðum um okkar eigið land og annarra verður að halda innan þeirra takmarka, sem sæmilega siðmenntað fólk setur af náttúrulegum hvötum, og þeim viðskiptaháttum, sem skynsam- lega má kalla. Hvaða vit var t.d. í þvi fyrir tveim árum — á ellefu alda afmælinu — að islenzk stjórnvöld tækju ákvörðun um það að verja ekki einum eyri af opinberu fé, til þess að halda uppi lögbundinni landkynningarstarfsemi? Þá var barið í lagabrestina með hinum ámátlegasta barlómi. En nú, þegar við erum orðnir alþjóðlega aumkunarverðir, vegna eyndar og úrræðaleysis í efnahagsmálum, þá segja fjölmiðlar, að við áætlum að verja opinberlega á þessu ári um 1500 milljónum til utanlands- ferða, auk þess, sem skattsvikið er þeirra vegna. Samtímis því er reynt að skreiðast áfram í feluleik með skuldabyrði, vegna gjald- þrotamáls, sem ábyrgðarmaður þess telur, að aðallega hafi orðið til, vegna þeirrar meðgjafar, sem hörð samkeppni knúði hann til að veita þeim, er samfylgd vildu eiga með honum til sólarlanda. Eg fæ ekki betur séð en að hér- sé um svipaða hringavitleysu að ræða og þá, sem tryllir menn til þess að heimta að loka landi okkar fyrir öðrum Islendingum en þeim sem manni skilst að eigi helzt að paufast um það á sokka- leistum, e.t.v. til þess að skera þar niður þá „lagðsíðu rofabarðsbúa", sem Guðmundi virðast engu síður til ama en kauphéðnarnir — sölu- lýður gróðurleifanna. Auðvitað á, að dómi Guðmundar og hans lags- bræðra, að forða okkur frá ís- landsferðum þeirra útlendinga, sem við erum svo óðfúsir að fá að sækja heim, að fyrir það viljum við fúslega fórna öllu því fé, sem einungis verður kreist undan blóðugum nöglum, ef beðið er um að fá jafnvirði þess til baráttu fyrir brýnasta lífshagsmunamáli okkar, réttinum til þess að ákveða sjálfir hve mikinn fisk við sækj- um á eigin mið. Um þessi asmastykki er varla unnt að ræða í fullri alvöru. Hér er stefnt í blindgötur, hvort sem ætt er fyrirhyggjulaust til hægri eða vinstri. Auðvitað eigum við að skemmta okkur með ferðalögum um okkar eigið land og annarra, þegar við höfum til þess fjárráð og fri- stundir, en það verðum við bara að gera eins og siðmenntað fólk, en hvorki til þess að verða band- óðir einhversstaðar suður í sólar- löndum eða tætandi upp með tryllitækjum þann gróður, sem Guðmundur E. og aðrir góðir menn vilja réttilega láta okkur varðveita — „skila til barna og barnabarna“. Við þurfum að leita leiða, jafn- vel í félagi við hina viðurstyggi- legu kaupsýslumenn ferðamála og aumu hjálparkokka á borð við Náttúruverndarráð, svo Vikið sé enn að texta greinarinnar frá því i gær, — leita þess vandlega hvernig okkur verði sjálfum unnt að gera hvort tveggja í senn, njóta ferðalaga um landið, án þess að* spilla því, og eiga ljúft sambýli við það með góðum erlendum gestum, sem við þurfum auðvitað að fá hingað til þess að láta okkur í té a.m.k. jafnvirði þess gjald- eyris, sem við viljum sjálfir verja til ferðalaga erlendis. Að þessu eigum við að keppa. Hér er hvorki tími né tækifæri til þess að ræða um þær leiðir, sem að beztu manna yfirsýn væri hyggilegast að fara til þessa Framhald á bls. 47. Eyþór Einarsson: Staðir þar sem flest ferðafólk hópast saman ofsetnir I tilefni af grein Guðmundar Sigvaldasonar sem nefndist Kamar við Knebelsvörðu og birt- ist í Morgunblaðinu 12. maí hef ég verið beðinn að segja nokkur orð, þ. á m. álit mitt á ýmsu því sem þar kemur fram. Þessi frægi kamar er reyndar ekki lengur við Knebelsvörðu, eftir því sem ég best veit, og átti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.