Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 11 Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Emil Gilels EMIL Gilels er tvfmælalaust einn af mestu píanóleikurum okkar tíma. Hann ræSur yfir ótrúlegri tækni. hefur fullt vald á henni á víðfeðnu styrkleikasviði og er auk þess mjög sérstæður í túlkun sinni. Vísindamenn hafa reynt að skýra hvers vegna leikur einstaka hljóðfærasnillinga er kynngi magnaðri en annarra góðra manna á þessu sviði og komist að þeirri niðurstöðu, að stundvisin eða árásin i tóntaki þeirra. sé hvassari og fyrr á ferðinni en almennt gerist. Til þess að spila í réttum takti þarf tónninn að verða til á vissu tímabili Spennan er talin verða meiri ef tóntakið er fremst i þessu tima- bili, en þvi aftar sem tónninn stendur, verði flutningurinn svip- lausari. Emil Gilels er einn af þeim er kippir í mann og slakar aldrei á. Miðað við það sem undirritaður hefur heyrt til Gilels, var leikur hans að þessu sinni ekki eins hvass og búast hefði mátt við, sem gæti stafað af þvi, að hljómsveitin okkar hefur ekki tamið sér mjög hvasst tóntak og hann því að nokkru orðið að halda aftur af sér, til samræmis við leik hljómsveitarinnar. í þessu sambandi mætti ætla að hraðinn á síðasta kaflanum hafi verið valinn með hliðsjón af þessu. Hann var mun hægari en undir- ritaður þekkir til, en fyrir bragðið var flutningurinn sérlega skýr. Þessir sfðustu tónleikar Sinfónfu- hljómsveitar íslands hófust með verki, er sérstaklega hafði verið keypt af Arne Nordheim. Verkið er f hefðbundnum nútfmastfl, þar sem á fiðlurnar eru leiknir enda- lausir flaututóns hljómklasar f ýmsum styrkleikastigum og smá- stef inn á milli. „Ansans ári" Iftílfjörlegt en ekki óáheyrilegt. Tónleikunum lauk svo með Sinfónfu nr. 2 eftir Sibelius, sem er mjög erfitt verk f flutningi. einkum er varðar tóngæði. í heild var flutningur hljómsveitarinnar mjög góður, ef frá eru teknir nokkrir erfiðir staðir f seinni hluta verksins. Þegar litið er yfir verk- efni vetrarins, verður ekki annað sagt en að hljómsveitin hafi skilað dagsverki sambærilegu við aðrar og frægari hljómsveitir. Satt best að segja, megum við íslendingar þakka fyrir að hafa tækifæri á jafngóðum flutningi og hér tfðkast, við ekki betri aðstæður en hérlendir tónlistar- menn þurfa að búa við og, ef við stæðum okkur eins vel á ein- hverju öðru sviði, yrði það áreiðanlega blásið út í fjöl- miðlum. Karsten Andersen, sem hefur verið aðal stjórnandi hljóm- sveitarinnar hefur verið endur- ráðinn næsta ár. Hann er góður tónlistarmaður og áhugasamur um fslenzka tónlist. Um leið og þakkað er fyrir liðið er hann boðinn velkominn til starfs á næsta vetri, ef Guð lofar, eins og gamla fólkið f landinu hafði áður fyrr að máltæki. Sinfón- íutón- leikar TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR ■ AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG66 LAUGAVEG20a SIMI FA SKIPTIBOPÐI 28155 L \ t « \ » Jr « mlmm 1 r —— —.—g S SK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.