Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1976 Á efri myndinni sést nýi Herjólfur renna af stokk- unum seint að kvöldi 11. maí s.l. í Noregi, en á neðri myndinni eru: Ivar Kamsvág stjórnarformaður skipa- smíðastöðvarinnar Sterkoder, Guðlaugur Gíslason al- þingismaður, Sigurlaug Jónsdóttir, Sigurgeir Krist- jánsson bæjarfulltrúi í Eyjum og Arnfinn Kamsvág. Fjölskyldudagur á Granda í dag FJÖLSKYLDUDAGUR kvennadeildar SVFÍ og björg- unarsveitarinnar Ingólfs er 1 dag á Grandagarði f Revkjavfk. Hefst hann með kaffisölu f húsi Slysavarnafélagsins og björg- unartækjasýningu í Gróubúð klukkan 14 og klukkan 15,30 hefst fjölbreytt sýning við Gróubúð og úti á Eiðsvíkinni útaf búðinni. Eins og fram kom í blaðinu í gær, verður þar m.a. sýning á björgun manna úr sjávarháska, froskmenn sýna meðferð gúmmíbjörgunarbáta, sportbát- ar sigla um víkina, marglitum blysum verður skotið á loft, nýja þyrlan TF-GRÓ verður sýnd almenningi í fyrsta skipti og börn verða dregin í björgun- arstól. Aðgangur er ókeypis, en félaga úr SVFÍ munu selja miða i landshappdrætti sínu. Þar eru vinningar 12, þar af ein bifreið og 4 utanlandsferðir. Myndin er af félögum i Ing- ólfi i bátnum, sem deildin á. Nýi Herjólfur af stokkunum Afhentur til Eyja 24. júní Sunna stofnar leik- skóla og daggæzlu á Spánarströndum NÝJA farþega og flutningaskipiö fyrir Eyjamenn, Hcrjólfur, hljóp af stokkunum í Kristjánssundi 11. maí s.l., en skipið verdur afhent Vestmannaeyingum 24. júnf n.k. Skipið hlaut nafnið HERJÓLFUR, en það er 1000 tonn að stærð, 60 metra langt og hefur 2400 hestafla vél. Er reiknaö með að siglingatími þess í daglegum ferðum milli Þorlákshafnar og Eyja verði um 2'A tími. Sigurlaug Jónsdóttir, eiginkona Guólaugs Gíslasonar alþingismanns, gaf skipinu nafn eftir að hafa óskað því heilla og hamingju. Framkvæmdir við Hitaveitu Suðurnesja í fullum gangi Frá færeyska Sjó- mannaheimilinu FORSTOÐUMAÐUR Færevska sjómannaheimilisins við Skúla- götu sagði hlaðinu f ga‘r, að í dag, sunnudag kl. 5 síðd., vrði sfðasta kristilega samkoman að þessu sinni — og mvndi Frank M. Halldórsson prestur f Nessókn tala. Jóhann Olsen forstöðumaður kvað starf sitt hér í vetur hafa að Eigandi pening- anna ófundinn EKKI hefur tekizt að hafa upp á eiganda peningaseðlanna, sem fundust á salerni Hótel Borgar kvöld eitt í fyrri viku, en það voru 90 þúsund krónur í 100 krónu seðlum. Grunur leikur á því, að maður einn, sem fór til útlanda daginn eftir, eigi aurana, en það mun ekki sannast fyrr en hann kemur hei/n í næstu viku. Listmuna- uppboðí dag í DAG kl. 3 heldur Guðmundu' Axelsson í Klausturhólum 18 listmunauppboð sitt að Hótel Sögu. 87. málverk verða boðin upp og eru mörg þeirra eftir kunnustu málara þjóðarinnar. Siglfirðingar taka hitaveitulán Siglufirói 10. maí. I DAG gekk bæjarstjórn Siglu- fjarðar frá 20 milljón króna láni frá Lánasjóði íslenzkra sveitar- félaga. Lán þetta verður notað til framkvæmda við hitaveitu Siglu- fjarðar. — mj. SUNNA mun í sumar taka upp þá nýjung í þjónustu við farþega sína á Costa del Sol og Cosía Brava, þar sem margt fjölskyldufólk dvelur í skemmtiferðum, að reka leikskóla og barna- gæzlu fyrir íslenzk börn og hefur ráöiö reynda fóstru og stjórnanda dagheimilis, Valborgu Böðvarsdóttur, til að stjórna þessari starf- semi, að því er segir í fréttatilkynningu frá ferðaskrifstofunni. Á Gosta del Sol verður leikskól- inn og barnagæzlan við Las Estrellas íbúðarhverfið, þar sem Sunna hefur 50 íbúðir fyrir gesti sína. Öll börn á aldrinum 2—12 ára eigá þess kost að taka þátt í daglegum leikskóla og barna- gæzlu frá kl. 3—8 sd. Á Costa Brava verður þessi þjónusta sams konar við Trimaran íbúðarhúsin í Lloret de Mar, þar sem Sunna hefur yfir 30 íbúðum að ráða. Tilsögn verður veitt í sundi við barnalaugar, kenndir leikir, farið í gönguferðir og sitthvað fleira. Þessi þjónusta og þátttaka barnanna í daggæzlu og leikskól- anum er ókeypis fyrir alla far- þega Sunnu á stöðunum, en far- þegar sem ferðast þangað með miklu leyti snúizt í kringum bygg- ingu hins nýja sjómannaheimilis við Skipholt, slíkt væri óhjá- kvæmilegt. Dýrtíðin er mikil og mikla vinnu verður að leggja í að afla fjár. Niðri við Lækjartorg hefur happdrættisbíll sjómanna- heimilisins staðið og sala miða gengið allvel. Sjálfur hef ég verið á ferðinni í miðasöluleiðangri hér í borginni og víðar. Við vonumst tíl að á þessu sumri verði lokið við að steypa plötuna undir húsið, sagði Jóhann. 5 á slysadeild MJÖG harður árekstur varð milli tveggja fólksbíla á Ártúnshöfða siðdegis i gær. Fimm voru fluttir á slysadeild, en ekki var talið að meiðsli væru mjög alvarlegs eðlis. Öldrunarfélagið á móti fyrirhugaðri starf- semi í Hafnarbúðum AÐALFUNDl'R Öldrunarfræða- félags Islands var haldinn 20. aprfl sl. Stjórn félagsins var endurkos- ín, en hana skipa: Formaður Gísli Sigurbjörnsson forstjóri, varafor- maður Þór Halldórsson yfirlækn- ir, ritari Geirþrúður H. Bernhöft ellimálafulltrúi, gjaldkeri Tann- veig Þórólfsdóttir hjúkrunarfor- stjóri og meðstjörnandi Alfreð Gísla son læknir. Eftirfarandi samþykkt var gerð: Aðalfundur Öldrunarfræða- félags Islands, haldinn þriðju- daginn 20. april, gerir eftir- farandi ályktun: Fundurinn átelur harðlega þá ráðstöfun borgarstjórnar Reykja- víkur, að hjúkrunarheimili fyrir langlegusjúklinga skuli verða í húsinu Hafnarbúðir við Reykja- víkurhöfn, en nú standa yfir breytingar á því húsnæði. öðrum ferðaskrifstofum eiga þess kost að kaupa aðgangskort fyrir börn sin og kostar það 6 þúsund kr. fyrir vikuna. Átta síðna Hagkaupsblað MED Morgunblaðinu f dag fvlgir 8 síðna blaðauki, auglýs- ingablað frá Hagkaup. Blaðið er litprentað og unnið hjá Morgunblaðinu. „ÞÁÐ ER allt f fullum gangi hjá okkur og mörg járn f eldinum," sagði Jóhann Einvarðsson bæjar- stjóri 1 Keflavfk og stjórnarfor- maður Hitaveitu Suðurnesja, þegar Mbl. sló á þráðinn til hans og spurðist fyrir um gang fram- kvæmda við hitaveituna. Að sögn Jóhanns var fyrir nokkrum dögum boðinn út 1. áfangi hitaveitulagna í Njarðvík. Verið er að leggja aðveituæð frá Svartsengi til Grindavíkur, en þar er sem kunnugt unnið að krafti við 1. áfanga hitaveitulagna, og er vonazt til að því verki ljúki fyrir næsta haust. Þá er verið að jafna slóð frá Svartsengi til Keflavíkur, þar sem aðveituæðin á að liggja. Næstu útboð verður 1. áfangi hitaveitulagna í Keflavík og 2. áfangi hitaveitulagna í Njarðvik- um og Grindavík. Verða þau út- boð tilbúin á næstu mánuðum. Á Svartsengi er nú unnið að borun eftir köldu vatni, en þar þurfa að fara fram hitaskipti á vatni eins og margsinnis hefur komið fram. Verður kalda vatnið Þrír list- viðburðir á Húsavík Húsavík 15. maf. LISTVIÐBURÐIR vikunnar voru þrfr á Húsavík. Um sfðustu helgi var mvndlistarsýning í barna- skólahúsinu og sýndi Alfreð Flóki þar fjórtán mvndir við góða aðsókn. Barnakórar Húsavfkur og Raufarhafnar héldu söngskemmt- un 1 samkomuhúsinu við góða aðsókn. Stjórnendur kóranna eru Hólmfrfður Benediktsdóttir og Margrét Bóasdóttir. En hápunkturinn var samsöng- ur tónkórsins á Fljótsdalshéraði, sem söng í Vikurnausti í gær- kvöldi við mikla hrifningu áheyr- enda, sem þvi miður voru of fáir. Stjórnandi kórsins er Magnús Magnússon, einsöngvari Sigrún Valgerður Gestsdóttir og undir- leikari Pavel Smid. — Frétlaritari. Leiðrétting á frétt um afkomu Hólaness h.f. í MORGUNBLAÐINU 2. þ.m. er birt fréttabréf frá fréttaritara Mbl. á staðnum um atvinnulíf á Skagaströnd. Þar er haft eftir undirrituðum framkvæmdastjóra Hólaness h.f., að hallarekstri sé lokið og betri timar séu framund- an. í þessu sambandi vill undir- ritaður taka skýrt fram að hann átti ekki viðtal við fréttaritarann um þessi mál og auk þess sem ógerlegt er að svo stöddu að dæma um rekstrarafkomu fyrir- tækisins. Er fullyrðing þessi því á misskilningi byggð og í algjöru heimildarleysi. Virðingarfyllst, Steindór Gíslason fram- kvæmdastjóri Hólaness h.f. Fyrirlestur um yoga FYRIRLESTUR verður haldinn um yoga að Fríkirkjuvegi 11 hinn 17. mai kl. 8. „Keflavíkur- ganga” farin í gær HERNAMSANDSTÆÐINGAR efndu til svonefndrar Keflavikur- göngu í gær til að mótmæla dvöl Varnarliðs á íslandi og þátttöku íslands i Nató. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar er talið að tæplega 800 manns hafi verið á fundi við aðalhlið Keflavíkurflug- vallar i upphafi göngunnar í gær, en að honum loknum héldu nokkur hundruð göngumenn af stað til Reykjavíkur í fylgd rútu- bíla. Áætlað var að halda stuttan fund í Hafnarfirði undir kvöld og útifund i miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. hitað upp með heita vatninu og það síðan leitt inn á kerfið. Er að sögn Jóhanns einnig verið að hanna hitaskiptastöð, en hún verður sú fyrsta sinnar tegundar í landinu. Ekki kvaðst Jóhann vita með vissu hve margir störfuðu nú við framkvæmdir á vegum Hitaveitu Suðurnesja, því verktakar sjá um framkvæmdir og hafa þeir ýmsa undirverktaka. En Jóhann kvaðst geta fullvissað blaðamann um það, að hitaveitan veitti mjög mikla atvinnu í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.