Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGtJST 1975 33 stinga henni síðan í ofninn. Eft- ir góða stund tók Guð kökuna út úr ofninum, en komst þá að raun um að kakan var ekki nærri nógu vel bökuð, hvit og ræfilsleg og því henti hann henni i norður og þar með varð hviti kynstofninn til. Guð gerði nú aðra tilraun og hnoðaði deig í nýja köku, setti hana i ofninn og lét hana bakast vel og lengi. Þegar hann tók kökuna út úr ofninum var hún kolsvört og viðbrennd og alveg ómöguleg kaka aó dómi Guðs. Hann henti henni því til suðurs og þar með urðu svertingjarnir til. Þegar Guð hafði síðan hugsað málið og iært af mistökum sínum setti hann þriðju kökuna i ofninn og þegar hann tók hana út var hún hvorki of hvít né of svört og nú var Guð ánægður. Fyrsti amharinn var kominn á legg og Guö setti hann á hátind heims- ins, Eþiópíu, til þess að kynflokkurinn stæði næst hon- um og elsku hans og síðan fylg- ir sögunni að allir amharar séu afkomendur drottningarinnaf af Saba og Salómons konungs, en kunnug er skyndiheimsókn hópuðust þeir allir að okkur og vildi hver leigja sitt tæki. Þetta tókst þó slysalaust um síðir og við báðum ökumann okkar að aka til norsku kristniboðs- stöðvarinnar í þorpinu. Hann hélt nú það en skildi auðsjáan- lega ekkert hvað við vorum að tala um því hann tók nú að keyra hringi í þorpinu hinn glaðklakkalegasti á svip. Við létum okkur vel líka, því það var gaman að fylgjast með bæjarbragnum, en Ioks sáum við húsaþyrpingu sem gat verið norska stöðin, héldum þangað og höfðum hitt á rétta staðinn. Þar hittum við Jóhannes, fagnaðarfundir, og síðan haldið af stað í bíl hans inn í Afríku áleiðis til Arba Minch. Við stöldruðum við um stund á leið- inni i frumskógi og þar hittum við ungan amhara sem Jóhannes ræddi við. Jóhannes spurði hann hvort hann ætti land. Amharinn sagðist hafa séð land sem hann ætti að fá úthlutað úr landi fyrrverandi landeiganda sem hann hafði unnið hjá, en hann var ekkert viss um hvenær hann myndi Texti & myndir Árni Johnsen Bruggsölukonurnar á þorps- torginu ( kring um potta sfna og kirnur. Kaupmaður ( iitlu þorpi sýnir varning sinn. drottningarinnar að hitta Salómon á sinni tið. Áfram skrölti rútan og við nálguðumst nú óðfluga þorpið þar sem við ætluðum úr á miðri leið til Arba Minch sem er nálægt miðlinu Afríku um 500 km sunnan við Addis Ababa. Samferðamenn mínir kvöddu mig með handabandi og ég sá það síðast til þeirra að það var verið að stafla í rútuna, þvi nýir farþegar höfðu slegist í hópinn. Við vorum eins og hálf illa gerðir hlutir i kösinni á rútu- bílastöð þorpsins, því þar voru engir nema heimamenn og þeir töluðu aðeins sitt eigið mál. Við leigðum okkur um síðir hest- kerru og kostaði það talsvert at, þvi þegar ökumennirnir sáu að við ætluðum að Ieigja kerru, fara að rækta þá spildu á ný. Einhverntíma, sagði hann, og lallaði inn í skóginn, saddur 'eftir matinn sem við höfðum gefið honum. Þetta var sunnudagur og i einu þorpinu sem við ókum i gegn um sátu allir þorpsbúar á torginu þar, öllu heldur mold- varpanum. Þeir voru mörg hundruð, sumir sátu á sinum stað, en flestir virtust vera þarna af gömlum vana. Það kraumaði í bruggpottunum og margir voru nokkuð drukknir, en drykkjuvandamál er þarna mikið. Allir voru þó vinsamleg- ir, enda Jóhannes þekktur um þetta land fyrir að gera hið ótrúlega, lækna fólk. Við Jóhannes gengum þarna um góða stund, en síðan héldum við aftur að bilnum. Þá sáum við að hópur heima- manna, sem allir voru fremur fáklæddir, hafði safnazt saman i kring um konuna mína, sem hafði gengið upp i þorpið, og þeir hlógu alveg ofsalega. Við sáum að hún brosti hin vand- ræðalegasta á móti og reyndi að tala við þá. Það gekk ekki vel, en einn kunni hrafl í ensku og hann gat komið henni i skilning um að þorpsbúar væru að hlæja að tánum á henni, slíkar tær höfðu þeir aldrei séð, þær voru með rauðar neglur. Nokkrum dögum síðar í öðru þorpi vorum við spurðir að þvi hvar konan með rauðu neglurnar væri. Eftir skemmtilega dvöl I þessu frumstæða þorpi, héldum við af stað sem leið lá inn að miðri Afriku til. islenzks heimilis, með steinöld allt um kring. Lög nr. 40 fr6 23. april 1968; 21. grein: „Dómsmálaráðherra setur nánari reglur um ökutækjaskrð, skráningu og afskráningu ökutækja. Hann getur og fyrirskipað skráningu á reiðhjólum og ákveðnum tegundum vinnuvéla og tengitækja". Lög og reglur Hverjir borga sektir? Þeir, sem eru svo óheppnir að lenda í radarnum falda? Þeir, sem ekki aka fínustu bilunum??? Þeir, sem ekki eru verðir laganna? Þeir sem ekki eru sendi- ráðsstarfsmenn? Maður nokkur ók frá lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu eftir að hafa greitt þar kr 3000 i sekt fyrir að hafa verið sagður aka eftir Háaleitisbraut einhvern til- tekinn dag með 85 / klst hraða skv óáreiðanlegri radarmælingu Maðurinn ók eftir Skúlagötu i vetur á eftir lögreglubif- reið, sem heita átti i venjulegum akstri þar eð hún notaði hvorki blikk- andi viðvörunarljós né sírenu. Öku- hraðinn var 70 — 80 km/klst Hvað með hámarkshraðann? Var nokkur stöðvaður fyrir of hraðan akstur? Nei, aldeilis ekki. Sami mað- ur hefur i tvigang ekið eftir Breið- holtsbrautinni á eftir lögreglubifreið á 90 km/klst hraða án þess að um neyðarakstur væri að ræða Fyrsta spurningin, sem skýtur upp kollinum við slíkar aðstæður, er hvers konar forréttindabúningur það eiginlega er, sem verðir laganna Öryggisbíll. Eykur hann öryggið I umferðinni? Komnir til ára sinna þessir Ætla mætti að umferSarlögin væru lítiS yngri. klæðast? Minnið rekur til kvikmynd- ar er sýnd var hér fyrr á árinu í einu kvikmyndahúsanna um verði lag- anna í einu ákveðnu landi. Myndin var langt frá þvi að vera islenzk, en við erum kannski ekki eins víðs fjarri spillingunni og sumir vilja vera láta. i þeirri kvikmynd virtust lögin alls ekki ná til þeirra, sem laganna áttu að gæta . . . Hvernig er siðan hægt að ætlast til að menn beri virðingu fyrir lög- um, þar sem ejeki einu sinni verðir laganna ganga á undan með góðu fordæmi. Hér er hins vegar alls ekki verið að veitast að Iþgreglunni, sem slikri fyrir umrædd atriði, heldur kerfinu, sem við sjálf búum við og höfum skapað og steypt fast i mót Miklu algengara er að sjá lögreglubila halda niðri umferðarhraðanum heldur en hitt. Mergurinn málsins er hins vegar sá að umferðarlögum okkar þarf að breyta. Hámarkshraðinn er of lágur, eftir honum er almennt ekki farið Hann er bara einhvers konar við- miðun. Margir virðast sammála um að hámarkshraðinn sé og lágur en enginn vill ganga á undan með að reyna að fá hann hækkaðan Það er hins vegar ekki einungis hraðinn, sem úr lagi er heldur um- ferðarmenningin margumrædda, en hún er í raun ekki til Ökukennslan er á lágu stigi og nauðsynlegt er að ökukennarar séu betur menntaðir og æfingarsvæði þarf að koma upp Slikt æfingar- svæði mætti nota bæði til kennslu og síðan fyrir áhugaklúbba um hrað- akstur þess utan, ef leyfi fyrir slíkt fengist einhvern tíma í þessu landi Að maður tali nú ekki um fjármagn. Þá þ'arf endurskoða rækilega Framhald á bls. 37

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.