Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1974 Finnbogi Guðmundsson út- gerðarmaður frá Gerðum F. 20. ágúst 1906. D. 4. október 1974. I DAG fer fram útför vinar míns Finnboga Guðmundssonar, út- gerðarmanns frá Gerðum. Við frá- fall hans er horfinn enn einn at- hafnamaður í útgerð og fisk- iðnaði, sem telst til brautryðjend- anna á þessu sviði íslenzks at- vinnulífs. Hugsun og starf þessara manna snerist frá blautu barnsbeini um sjóinn, fiskinn, tít- gerðina, vinnsluna og fiskmark- aðina. Þeir hófu sig upp úr litlu og lyftu sjálfum sér og þjóðinni upp úr fátækt og kot- ungshugsunarhætti. Ýmist voru þeir sjálfir á tindinum með starfsemi sína og rekstur eða í dýpsta öldudal, þar sem öll sund virtust lokuð. En mikill kjarkur, ódrepandi trú og sflogandi hugsjónaeldur um upp- byggingu atvinnuveganna efldi þá til dáða. Áfram var byggt, sótt á brattann og stefnt á tindinn. Segja má, að þar standi íslenzka þjóðin efnalega í dag vegna for- ustu kjarkmikilla og framsýnna athafnamanna á umliðnum árum. 1 sjávarútvegi og fiskiðnaði hafa verið ofurhugar. Fáir hafa spurt að því, hvað stritið við þessi störf gæfi í aðra hönd. Megin- markmiðið var að gera ætíð sitt bezta og sjá um, að reksturinn gæti haldið ótruflaður áfram, fyrirtækinu, starfsmönnunum og öllum landslýð til blessunar. —o— Finnbogi Guðmundsson frá Gerðum var dæmigerður fulltrúi fyri hugsjónamenn atvinnulffsins f sjávarútvegi og fiskiðnaði. Vegna þessa sást hann ekki alltaf fyrir gagnvart sjálfum sér og fyrirtækjum sínum. Sá, sem þetta ritar, kynntist Finnboga ekki fyrr en árið 1960, er hann hóf störf f hraðfrysti- iðnaðinum. Að sjálfsögðu þekkti hann Finnboga frá Gerðum af greinum hans i dagblöðum og tímarítum og mikilsvirkri þátt- töku á þjóðmálafundum, þar sem rætt var um landsins gagn og nauðsynjar og þá sérstaklega sjávarútveg og fiskiðnað. Að hætti langskólagenginna manna fannst mér stundum sumar skoðanir Finnboga fjarri hinum „sönnu“ bókvfsindum. En við nánari viðkynningu lærðist, að lffsins skóli hafði fært honum þekkingu, sem reyndist oft á tíð- um heilladrýgri við úrlausn erfiðra og oft á tiðum óútreiknan- legra viðfangsefna heldur en vís- indalegar fræðikenningar, fjarri öllum raunveruleika. Ekki svo að skilja, að Finnbogi hafi ekki trúað á menntun og vísindi. Sjálfur var hann ötull við að afla sér sem mestrar menntunar og þekkingar á þeim sviðum, er hugur hans stefndi til. Þá var hann einstak- lega ötull við að sækja ráð og þekkingu til sérfróðra og vel- menntaðra manna. A löngum strafsferli kom Finn- bogi Guðmundsson víða við. í ára- tugi starfaði hann með Elfasi Þor- steinssyni frá Keflavík, ólafi Jónssyni frá Sandgerði, Huxley ólafssyni frá Keflavík og fleirum innan sölusamtaka fiskiðnaðar- ins. Innan þeirra hafa áhrif Suðurnesjamanna jafnan verið mikil. Ekki munu þeir félagar alltaf hafa farið með friði, enda samtökin ekki stofnuð til þess, að þar ætti að róa f logni. Tilgangur og uppbygging sam- takanna fól í sér, að ef árangur ætti að nást, þurfti að berjast harðri baráttu fyrir framgangi nýrra markmiða f sölu íslenzkra sjávarafurða. Oft var við ramman reip að draga innanlands sem utan. En í sameinuðu átaki tókst oft að tryggja framgang helztu mála fiskiðnaðarins og ná umtals- verðum árangri í harðri sam- keppni við erlend stórfyrirtæki á heimsmörkuðunum. Finnbogi átti sæti í stjórnum sölusamtaka fiskiðnaðarins f fjölda ára, þ.a.m. í stjórn Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Kom hann þar mikið við sögu og þá einkum á félagsmálasviðinu. An nokkurs vafa er S.H. eitt merkasta fyrirtæki, sem stofnað hefur verið á Islandi á þessari öld. Þetta eru frjáls sölusamtök hraðfrystihúsanna, stofnuð árið 1942. Hafa þau náð ótrúlegum ár- angri í sölu hraðfrystra sjávaraf- urða og teljast Islendingar nú meðal hinna fremstu f þeim efnum. Elías Þorsteinsson, sem var stjórnarformaður SH. í um tvo áratugi, eða allt til þess, er hann lézt árið 1964, og Finnbogi Guð- mundsson voru miklir vinir. S.H. var þeim vinum mjög hjartfólgin. Stór hluti úr starfsævi þeirra og örfárra annarra manna fór f að byggja upp og hlúa að þessu þjóð- þrifafyrirtæki. í þeim efnum var vel að hlutunum staðið. Hefur ís- lenzka þjóðin notið þess á liðnum árum í ríkari mæli en margur gerir sér grein fyrir. Fyrir þátt sinn í uppbyggingu S.H. og framlag f þágu íslenzks hraðfrystiiðnaðar á Finnbogi Guðmundsson miklar þakkir skildar. Fórnfýsi og óeigingirni einkenndu störf hans í þeim efnum sem svo víða annars staðar. Stefnufesta og holl ráð Finnboga reyndust hraðfrysti- húsamönnum ómetanleg. —o— Hugðarefni Finnboga Guð- mundssonar voru tengd fleiru en sjávarútvegi og fiskiðnaði. Var ánægjulegt að sækja þau góðu hjón, Finnboga Guðmundsson og Maríu Pétursdóttur, heim að Ægissíðu 68 á köldum vetrar- kvöldum og spjalla við þau um heima og geima. Var víða komið við, allt frá andatrú til stjórn- mála. Kannski er það eitthvað skylt. Gaman hafði Finnbogi af efnahagsmálum og hefði hann án efa getað orðið gagnmerkur í hag- vfsindum, hefði leið hans legið um æðri skóla. Finnbogi var eindreginn fylgis- maður einkareksturs, en hafði góðan skilning á þýðingu félags- hyggjunnar við nútíma aðstæður. En á því sviði lagði hann áherzlu á hófsemi í meðferð valds og áhrifa. I umræðum gat hann verið gagnrýninn og óvæginn, ef því var að skipta, en jafnframt sann- gjarn og sáttfús með afbrigðum. Finnbogi Guðmundsson var ekki allra. Hann var sannur vinur vina sinna og brást aldrei. Slfkir menn eru mikils virði í hverful- um heimi. Harður skóli lffsreynslunnar mótaði líf hans og störf. Hann fór ekki sjálfur varhluta af misk- unnarlausum örlögum á bezta aldri. En fádæma andlegt þrek og einstök ástúð og umönnun hans góðu konu, Marfu Pétursdóttur, gerðu honum kleift fram á síð- ustu ár að sinna því hugðarefni, sem var honum hjartfólgnast og framlag hans gat verið mest til. Fyrir það verður seint full- þakkað. Við hjónin sendum Mariu, syst- kinum Finnboga og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur H. Garðarsson. Finnbogi Guðmundsson, út- gerðarmaður frá Gerðum, lézt í Reykjavík aðfaranótt 4. þ.m., 68 ára að aldri, og fer útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík f dag. Finnbogi var sonur Guðmundar Þórðarsonar frá Hálsi í Kjós, er síðar varð kaupmaður og út- gerðarmaður í Gerðum, og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur. Finnbogi varð þegar á unga aldri þjóðkunnur maður vegna margvíslegra afskipta sinna af málefnum sjávarútvegsins og efnahagsmálum þjóðarinnar. Ungur hóf Finnbogi sjósókn og starfaði bæði á vélbátum og togurum, og lauk prófi til skips- stjórnar frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Síðar jukust afskipti Finnboga t Eiginkona mín, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR. Eyrarveg 12, Selfossi er lést 5 október sl., verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 1 2. október kl. 1 Kjartan Magnússon. t Þökkum innilega hlýhug og vin- áttu við andlát og jarðarför mannsins mins, föður okkar og tengdaföður, EINARS JÓNSSONAR, Reykjadal, Hrunamannahreppi. Pálína Jónsdóttir, börn og tengdabörn. t Hjartans þakklæti til ykkar allra, sem auðsýndu mér vináttu og samúð við fráfall minnar elsku- legu systur, MARGRÉTAR. Sesselja KonráSsdóttir. Bróðir okkar, HELGI HERMANN EIRÍKSSON, fyrrv. skólastjóri Iðnskólans og bankastjóri, andaðist í Landakotsspitala fimmtudaginn 1 0. okt. 1 974. Jóhanna Eiriksdóttir, Jón Eirfksson. Marta Eiriksdóttir, t Sonur okkar og bróðir, KJARTAN BJÖRNSSON, Sæviðarsundi 74, lézt 10. þ.m. Sigriður Kjartansdóttir, Björn Kristmundsson og dætur. t Eiginmaður minn, STEFÁN HANNESSON, Arabæ, sem lézt þ. 5 október sl., verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju, laugardaginn 1 2 október kl. 3 e.h. Þórdís Gissurardóttir. t Eiginmaður minn og sonur, GUOMUNDUR EINARSSON, sem andaðist að héraðshælinu Blönduósi 4. þ m , verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 12. október kl 2 siðdegis. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna. Hrafnhildur Reynisdóttir, Davía Guðmundsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI GÍSLASON, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 12. október kl 1 1 árdegis. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Sigriður Guðmundsdóttir, Kristín G. Gisladóttir, VilhjálmurG. Skúlason, Þorgerður M. Gisladóttir, Jón Ól. Bjarnason, og barnabörn. LOKAÐ Vegna jarðarfarar Finnboga Guðmundssonar útgerðarmanns, frá Gerð- um, verða skrifstofur vorar lokaðar eftir hádegi í dag föstud. 1 1. okt Sölusamband isl. fiskframleiðenda. t Móðir min, TRYGGVINA MARGRÉT FRIOVINSDÓTTIR, Laufskógum 7, Hveragerði, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju, laugardaginn 12. okt. kl. 2. Fyrir hönd systkina, og annarra vandamanna, Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir. t Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, bróður, dóttursonar og sonarsonar, GUÐMUNDAR SVEINSSONAR, Miðhúsum, Reykhólasveit, Ólina Jónsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Jón Sveinsson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Þrymur Sveinsson, Ingibjörg Árnadóttir, Jón Daðason, Stefanía Jónsdóttir. t Innilegar þakkir tíl allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og hluttekn- ingu við andlát og útför, JÚLÍUSAR L. FJELDSTED, Þrastargötu 5. Sigríður Guðjónsdðttir, Sigurjón Fjeldsted, Ragnheiður Fjeldsted, Ása Skaftadóttir, Davfð Bjarnason, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.