Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTðBER 1974 Guðrún Jónsdóttir Hallsbœ — sjötug í dag, föstudaginn 11. október, verður frú Guðrún Jónasdóttir í Hallsbæ á Hellissandi sjötug. Mig langar til að minnast þess- ara tímamóta f lffi hennar með örfáum orðum. Koma mér þá f hug fyrstu kynni mín af heimili hennar og eiginmanns hennar, Sigurðar Magnússonar, verk- stjóra við frystihúsið á Hellis- sandi. Ég var tilvonandi tengda- sonur hennar og í fyrsta skipti á leið frá Sauðárkróki vestur á Sand. Þangað kom ég milli klukkan tvö og þrjú um nótt, hafði orðið að sæta sjávarföllum því að ekki var kominn vegur fyrir Ólafsvíkurenni og því ekki fært milli Ólafsvíkur og Sands nema á fjöru. Guðrún taldi ekki eftir sér að vaka eftir okkur og veita af þeim myndarskap sem henni er svo lagið. Eflaust hefðu fleiri mæður tekið á svipaðan hátt á móti mannsefni einkadóttur. En þarna var þetta meira en formið eitt. Ég fann nefnilega greinilega þegar ég heilsaði henni að þarna var góð kona sem vildi veita hlýju og láta gott af sér leiða; enda hef ég sannreynt sfðan að öllum líður vel í návist hennar. Það er ótalmargt sem ég vildi þakka fyrir mína hönd og fjöl- skyldunnar. Heimili þeirra hjóna hefur ætíð staðið okkur opið. Börnin hafa fengið að dveljast að vild um lengri eða skemmri tima fyrir vestan. Er ég viss um að dvöl þeirra þar og sú umhyggja, sem afi og amma sýna þeim ætíð, verður þeim gott veganesti. Vart er hægt að stinga svo niður penna til að minnast þessara tímamóta í lffi Guðrúnar að ekki sé getið heimilis hennar sérstak- lega. En það ber vott um smekk- vísi og er auðséð að þar fer hlý hönd um hvern hlut. Á heimili þeirra hefur alltaf verið mjög gestkvæmt, enda ekkert til sparað til að taka vel á móti þeim sem Bifreiðavarahlutir á niðursettu verði Bifreiðaverkstæði og bifreiðaeigendur Seljum í dag ýmsa varahluti í Opel og Chevrolet bifreiðar árgerðir 1953 — '60 á niðursettu verði í dag kl. 17 — 20 og á morgun, laugardag, kl. 10 — 18. Varahlutaverzlun Véladeildar Sambandsins, Höfðabakka 9. 0 % \ Electrolux 25 Minningarorð: Dóra Þórarinsdóttir ber að garði. Þá eru ótaldar stundirnar sem þau hjónin eyða í blómagarðinum við húsið sitt. Þar er farið af nærfærni og umhyggju um jurtirnar og blómin, enda ber garðurinn þess glöggt vitni. Guðrún hefur átt við mikið heilsuleysi að strfða um langan aldur og oft þurft að leggjast á sjúkrahús og gangast undir erfið- ar aðgerðir. En kjarkur hennar og trúin á Guð hafa ætíð komið henni til heilsu á ný. Þessara tímamóta f ævi Guð- rúnar hafa börn hennar ákveðið að minnast með hófi í Félags- heimilinu að Síðumúla 11 í Reykjavík eftir klukkan 8 í kvöld (föstudag) og eru vinir hennar velkomnir þangað til að árna henni heilla. Ég óska tengdamóður minni til hamingju með afmælisdaginn og óska þess að efri árin verði henni hamingjurík. Guðgeymi hana. Hörður Pálsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. Frú Dóra Þórarinsdóttir, Báru- götu 33 hér í bæ, andaðist í Heilsuverndarstöðinni 4. þ.m., eftir langa vanheilsu. Dóra var fædd í Reykjavík 11. sept. 1904, af góðum, gömlum prestaættum. Voru foreldrar hennar merkishjónin Þórarinn listmálari Þorláksson, prests á Undirfelli í Vatnsdal, er kvæntur var Sigurbjörgu, dóttur séra Jóns Péturssonar á Höskuldsstöðum og Elísabetar Björnsdóttur, prests í Bólstaðarhlíð, og frú Sigriður Snæbjarnardóttir kaupmanns á Akranesi Þorvaldssonar prests Böðvarðssonar í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, sem var sonar- sonur séra Þorvalds sálmaskálds f Holti, Böðvarssonar. Dóra ólst upp við ástrfki á góðu heímili foreldra sinna ásamt syst- kinum sínum, Guðrúnu og Birni. Vakti hún gleði og fjör f-kringum sig, hvort heldur var á heimilinu eða i hópi leiksystkina sinna. Nám stundaði hún i Kvenna- skólanum í Reykjavík, en var síð- an starfandi við verzlun föður síns í Bankastræti 11. Um tvítugsaldur dvaldi hún ár- langt f Edinborg i Skotandi sér til menntunar. 3. apríl 1926 giftist hún Gesti Pálssyni stúdent, frá Hrisey, síðar lögfræðingi og leikara, sem and- aðist fyrir f ullum 5 árum. Þau Gestur og Dóra unnust vel. Á götum úti varð mörgum star- sýnt á þessi glæsilegu og ham- ingjusömu hjón. Þeim varð fjögurra barna auðið og nutu mikils barnaláns. Féll það mest í hlut Dóru að ala upp börnin, þar eð Gestur, sakir tvi- þætts starfs síns, sem skrifstofu- maður og leikari, hlaut að vera mikið að heiman. Verður að telja að uppeldisstarfið hafi farið Dóru ágætlega úr hendi. Hún var í senn mild og ströng móðir. En börnin eru: Sigriður, gift Guðgeiri Þórarinssyni iðnrekanda, Svan- hildur, gift Þórarni Elmar Jensen framkvæmdastjóra, Páll, stýri- maður, kvæntur Gunnþóru Jóns- dóttur, Eva, gift Fjölni Björns- syni stýrimanni. Dóra var góð og stjórnsöm hús- móðir, smekklegoglistelsk, sem fagurt heimili þeirra Gests bar órækan vott um. — Þau voru sam- valin að gestrisni, og minnast margir ánægjulegra og glaðra stunda á heimili þeirra, við hjartanlegar móttökur og ástúð beggja. Bæði voru þau félagslynd Framhald á bls. 16 Vid getum auávitaá ekki ábyrgzt þér lO í vélritun á vorprófinu. En llkur þess aukast notir þú skólaritvél SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. -r ^ Hverfisgotu 33 ’ X vsy' Simi 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.