Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKT0BER 1974 19 Guatemala, 28. september. AVIATECA tilkynnir:— Flugi 802 til San Pedro Sula í Hondúras, seinkar um eina klukkustund." Enda þótt flugstöðin í Guatemala- borg sé gullfalleg bygging, innan sem utan, og margt þar að lita, sem gleður augað, er seinkun á flugi ekki beinlínis ánægjuleg, þegar maður hefur rifið sig á fætur klukkan fimm að morgni og engan fengið morgun- matinn. Ég labbaði mig því heldur ólundarlegayfir í veitingastofuna og settist þar við borð. Fleiri svefnvana farþega bar að og loks ungan mann frá flugfélaginu, sem sagði, að AVIATECA (flugfélag Guatemala) biði öllum til morgunverðar. Heldur hýrnaði yfir mannskapnum og far- þegarnir settust að snæðingi Einn þeirra, bandarískur Ijósmyndari, benti hlæjandi á peysuna, sem ég var í, og sagði: „Ég er hræddur um, að þú verðir fljót að fara úr þessu i San Pedro Sula — veiztu ekki, að þar er sennilega 40 stiga hiti?" Auðvitað hafði ég ekki hugsað út i það hversu miklu heitara er á lág- lendinu við ströndina en uppi i fjöll- unum i Guatemala. Þar var enn talsvert morgunkul og bílstjórinn, sem ók með mig á flugvöllinn; hafði meira að segja verið með húfu — fyrirbæri, sem ég hafði ekki fyrr séð í M-Ameriku. Morgunkulið og eld- fjallakeilurnar höfðu minnt notalega á islenzkan haustmorgun, þó að lit- irnir væru hlýrri. Ljósmyndarinn spurði, hvort ég hefði fengið hótelherbergi í San Pedro Sula Ég sagði sem var, að kunningi minn í Guatemala hefði bent mér á hótel Vitanza „Þangað hefur þú ekkert að gera," svaraði Ijósmyndarinn, „flóðið náði alveg þangað og olli þar skemmd- um Við hliðina á Vitanza er veit- ingahús með stórri gamalli flugvél uppi á þakinu og þar varð fólk að hafast við hálfa nótt, þar til þvi bar bjargað — aðrir gestir þar, sem lögðu af stað heim, urðu sumsstaðar að vaða elginn upp í háls. Nei, þú skalt fara beint á Gran Hótel Sula, það er eina gistihúsið i bænum, sem hefur vatn — og er sennilega fullt, en reyndu samt." vistir til einangraðra þorpa. „Við höfum 7 þyrlur en þurfum 40," var ein fyrirsögnin i La Prensa Libre í Guatemala og þar sagði frá likum, er flotið hefðu niður Motagua-fljótið á landamærunum. Frá Guatemala-borg til San Pedro í flugvélinni rifjaði ég upp þær upplýsingar, sem ég hafði fengið um Hondúras. Landið 112.000 ferkm., ibúar um þrjár milljónir. Höfuðborgin, Tegucigalpa, i 1000 metra hæð, eina höfuðborgin í Mið- Ameriku, sem ekki hefureyðilagzt af völdum jarðskjálfta eða eldgosa Um 400 ára gömul borg í 350 ár eða meir var höfuðborg landsins Comayagua, en einhverju sinni á 19. öld bar svo við, að þar risu miklar deilur út af ástmey þáverandi landsstjóra svo að hann tók sig til og flutti höfuðborgina í fússi til Tegucigalpa. Mikilvægasta borgin er þó San Pedro Sula — miðstöð efnahagslifs og útflutnings, þvi að helztu útflutn- ingsvörur koma frá landsvæðunum uppi af Atlantshafsströndinni, þar sem flóðin urðu (Menn minnast þess kannski, að Hondúras hafði fyrir nokkrum árum svokallað „fót- boltastríð" við nágrannaríkið El Salvador Kveikja þess var harðvit- ugur kappleikur milli landanna, en orsökina er að finna i þvi, að El Salvador er lítið land en mjög þétt- býlt og hundruð þúsunda Salvador- búa, sem eru ákaflega iðnir og vinnusamir, höfðu flutzt til Hondúras og gerzt þar svo umsvifa- miklir í efnahags- og viðskiptalífi, að Hondúrasmönnum þótti nóg um og vildu ekki lengur við una Af þessu leiddi vandræði og spennu milli landanna og er enn stirt beirra i milli). Ég hélt áfram að giugga i punktana. Tvö fyrirtæki, United Brands og Standard Fruit CO., höfðu misst númlega 60.000 ekrur af bananaframléiðslu, þúsundir ferkilómetra af ræktuðu landi voru ónýtir og tjón talið nema að minnsta kosti tvöföldum áætluðum útflutn- ingstekjum fyrir árið 1974 Hjálp hafði borizt úr öllum áttum en til- finnanlega vantaði þyrlur til að flytja Þorp á flóSasvæSinu í n-hluta Hondúras. Hræfuglar í útjaSri San Pedro Sula Á flugvellinum f San Pedro Sula Vörubilar bíSa eftir aS taka matvæli og flytja til ýmissa staSa. Sula var 1 Vi klst. flug í vél af gerðinni DC-6 og mátti heita, að siðasta hálftímann væri flogið yfir samfelldu flóðasvæði. Ræktað land undir vatni eða leðju svo langt sem augað eygði, svo miklu meira og stærra svæði en ég hafði gert mér í hugarlund. Það var eins og að fleygja sér i heitt baðkar að koma út úr flugvél- inni í San Pedro Sula — og mig sundlaði beinlínis af sólarhitanum. En það gleymdist fljótt á leiðmni inn til borgarinnar Hálfrar stundar akst- ur um mjúkan, holóttan leirveg, viða blautan. Bilarnir dönsuðu til i leðj- unni — minntu helzt á íslenzkar bifreiðar vanbúnar i fyrstu vetrar- hálkunum heima Aðalbrautin til borgarinnar var sögð ófær því að flóðið hefði grafið undan brúm, svo að þær hrundu saman — og grafið skurði í malbik- ið Það var ömurlegt að sjá gróðurinn meðfram veginum, eða það af hon- um, sem eftir stóð, grábrúnan af leðju og leir, dauðan og visnaðan Stórir trjábolir lágu í hrúgum, þar sem þeim hafði verið ýtt saman er vegurinn var ruddur, stórar kræklóttar ræturnar stóðu út í loftið Undarlegar andstæður þessi Ijótleiki visnunar og dauða og kyrrðin, sem hvíldi nú yfir öllu, spegilsléttur vatnsflöturinn glitrandi i sólskininu Á stöku stað sáust flokkar hræfugla að áti. Klukkan var langt gengin í 12, þegar loks var komið til borgarinnar Ég var svo heppin að fá herbergi í Gran Hotel Sula og þegar ég hafði fleygt þangað töskunni hélt ég rak- leitt til skrifstofu blaðsins La Prensa, til að hitta þar blaðamann að nafni Ricardo Flores Vinur hans, Mario Antonio Sandoval, ungur blaðamað- ur hjá La Prensa Libre í Guatemala, hafði bent mér á að leita til hans Þar var mér tekið tveim höndum, Mario hafði hringt og undirbúið jarðveginn og nú var að hefjast handa Tveimur klukkustundum sið- ar var ég komin um borð í litla eins hreyfils flugvél, ásamt blaðamanni og Ijósmyndara frá La Prensa. þeim Rene og Ludovigo, á leið til hafnar- borgarinnar Cortes við Atlantshaf. Það var kannski fyrst og fremst að þakka liðveizlu borgarstjórans i San Pedro Sula og einkaritara hans, sem hafði komið til íslands fyrir þremur Blaðamaður Mhl. á slóðum fellibvlsins árum. Þau höfðu skrifað bréf handa mér, þar sem allir aðilar voru beðnir að greiða götu mina. Það var mikið um að vera á skrifstofu borgarstjórans. Björgunar- sveitir gengu þar út og inn og flokk- ar háskólastúdenta að koma frá Tegucigalpa til að bjóða aðstoð sina Talsverð ringulreið var þar enda í mörgu að snúast og margt að skipu- leggja. Enn var viða rafmagnslaust, vatnsdælukerfi borgarinnar var ónýtt, simasambandslaust við alla helztu og mikilvægustu staði, svo sem fiugvöllinn og Cortes Það þurfti að senda ótal vinnuflokka og stórvirkar vélar til að laga vega- skemmdir, tugir bila sátu fastir á tveimur stöðum milli San Pedro Myndir og texti eftir Margréti R. Bjarnason Sula og Puerto Cortes, þar sem brýr hafði tekið af ám Viða hafði grafizt undan járnbrautarteinum og lestir farið af spori. Allt þetta og margt fleira þurfti að laga. Ein af aðalgöt- unum frá borginni hafði verið tekin undir flugvöll fyrir smávélar, sem voru i stöðugum ferðum með vistir, sem fleygt var út úr þeim Hópur kvenna vann að því að koma fyrir matarpökkum, sem fólk kom með heiman frá sér til að senda þeim, sem voru einangraðir Stjórn þessa starfs var þarna eins og víðar ! höndum herforingja og hermenn hvarvetna Flugleiðin til Puerto Cortes lá yfir samfellt flóðasvæði Þar sem nú var flogið lágt, gat að lita heilu þorpin á kafi i vatni eða leðju Á skrifstofu bæjarstjórans í Puerto Cortes var okkur tjáð, að eitt okkar gæti fengið að fara með þyrlu frá flugher Guatemala, sem væri í ferð- um til einangraðra þorpa — og þar sem Rene og Ludovigo voru fast- bundnir siðvenjum sinna heima — „konur fyrst" — og töldu sig þar að auki geta unnið að öðru. fékk ég sætið og við kvöddumst með virkt- um 2. ^rein Guatemala — San Pedro Sula — Puerto Cortes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.