Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1974 Umsjón: Jón Magnússon og Sigurður Sigurjónsson Heimdallur öflugasta félag ungra sjálfstæðismanna Að hvaða verkefnum starfar Heimdallur? HEIMDALLUR er kjördæma- samtök ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Heimdallur er fyrst og fremst stjórnmálafélag ungs fólks, sem starfar í anda sjálfstæðisstefnunnar. I fyrstu stefnuskrá félagsins frá 1931 var sú grundvallarhugsun orð- uð þannig, að markmið félags- ins sé að berjast fyrir þjóðlegri og víðsýnni framfararstefnu til hagsbóta öllum þegnum þjóð- félagsins. Þetta markmið hefur félagið haft að leiðarljósi og þrátt fyrir breytta þjóðfélags- hætti stendur það óhaggað. Við i Heimdalli teljum, að stjórn- málin ráði meira um framtið æskunnar en flest annað. Þess vegna viljum við glæða áhuga ungs fólks á stjórnmálaþátt- töku og efla fræðslu og þekk- ingu á þjóðmálum. Því byggist starf Heimdallar á fræðslu- fundum, starfshópum, ráð- stefnum, blaðútgáfu og al- mennri félagsstarfsemi. Á síð- astliðnu ári voru haldnir fundir um ýmis félagsmál, skattamál, um „heimsmynd Henry Kiss- ingers", sjálfstæði Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga, hús- næðismál og í framhaldi hans var stofnað byggingafélag ungs fólks, — Byggung —. Tveir fulltrúaráðsfundir voru haldnir á starfsárinu, og gengist var fyrir ráðstefnu um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Leshring- ir voru haldnir um utanrfkis- mál og borgarmál. Málfunda- námskeið var eftir áramótin. Auk árshátíðar voru haldin- nokkur skemmtikvöld til að hressa upp á sálina og tvær gönguferðir það var önnur á Esju en hin á Hengil. Fyrir borgarstjórnarkosning- ar gaf félagið út sérstakt blað, „Ungt fólk“, sem dreift var á hvert heimili I borginni. Heim- dallur hélt tvö skemmti- og kynningarkvöld með ungum frambjóðendum. Um þrjú þús- und ungmenni tóku þátt í kynn- ingarkvöldunum. Félagið ann- aðist um útgáfu á fjórblöð- ungi í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Með ungu fólki". Klúbbfundur var hald- inn í vor, sem fjallaði um hvað framundan væri hjá Sjálf- stæðisflokknum. Þá var hald- inn útifundur við sovézka sendiráðið í tilefni brottvísunar Nóbelshöfundarins Solzhenit- syn frá föðurlandi sínu og af- hent þar ályktun um málið frá stjórn Heimdallar. Þá voru gel- in út 4 viðskiptablöð í fjár- öflunarskyni. t Heimdalli eru nú rúmlega 3000 félagar, þar af gengu í félagið um 430 á árinu. Hver er staða Heimdallar innan Sjálfstæðisflokksins? Samkvæmt skipulagslögum Sjálfstæðisflokksins á formað- ur félagsins sæti I stjórn full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þá á Heimdallur rétt á að tilnefna í flokksráð og skipa landsfundarfulltrúa. IIMHORF Már Gunnarsson, formaður Heimdallar Rætt við Má Gunnarsson, formann Heimdallar Þannig er ungu sjálfstæðis- fólki gefinn kostur á að hafa áhrif á stefnumörkun Sjálfstæð isflokksins. I stuttu máli má segja, að Heimdallur sé hluti af Sjálfstæðisflokknum og njóti sömu réttina og aðrar flokks- deildir. Styrkur Heimdallar innan flokksins fer eftir þvf, hve öflug samtökin eru á hverj- um tíma og það er ótvírætt, að á öllum tfmum hefur Heimdallur í samvinnu við önnur félög ungra sjálfstæðismanna haft veruleg áhrif á stefnu flokks- ins. Nýtur félagið fjárframlaga frá Sjálfstæðisflokknum? Nei. Ekki að öðru leyti en því, að við höfum skrifstofuaðstöðu í Galtafelli. Hvað fær þá félagið fé til starfseminnar? Með félagsgjöldum, auglýs- ingablöðum og fjáröflunardans- leikjum. Með sjálfboðaliðs- starfi er leitazt við að halda kostnaði við félagsstarfið í lág- marki, en þess má geta að fjárskortur hefur háð starf- seminni töluvert, svo lengi sem ég man. Hvernig er aðstaða til félags- starfsemi? Hún er ekki góð, þar sem alla meiri háttar fundi verður að halda í samkomuhúsum borgar- innar, sem taka leigu fyrir. Starfshópar og fámennari fundi höldum við aftur á móti f Miðbæ eða Galtafelli. Eru Ifkur á að breytingar verði á þessu á næstunni? Já, við bindum miklar vonir við nýja Sjálfstæðishúsið við Bolholt. Breytist starf félagsins, þeg- ar Sjálfstæðisflokkurinn er f stjórnarandstöðu? Starf félagsins verður sjálf- sagt með svipuðum hætti, en við ættum að eiga greiðari að- gang með að koma skoðunum okkar á framfæri og hafa áhrif á gang mála. Að hvaða málum ætlar félag- ið að vinna f vetur? Starfið í vetur mun sjálfsagt byggjast upp með svipuðum hætti og á síðastliðnu starfsári. Jafnframt verður fylgt eftir málum, sem þá var hrundið af stað, en ekki eru í höfn enn þá, t.d. stefnuskrármál, húsnæðis- mál og byggingarfélag ungs fólks. Höfuðverkefni félagsins er vitanlega að fá ungt fólk til að styðja Sjálfstæðisflokkinn og taka virkan þátt í störfum hans og stefnumótun. Philip Jenkins Philip Jenkins leikurhjá Tónlistar- félaginu A laugardaginn 12. október kl. 14.30 verða haldnir f Austur- bæjarbfói þriðju tónleikar vetrar- ins fyrir styrktarfélaga Tónlistar- félagsins. Listamaðurinn, sem nú kemur fram, er Philip Jenkins, píanó- leikari, en Philip kemur frá London, þar sem hann er bú- settur. Hann starfar nú við kennslu við Royal Academy of Music. Á undanförnum árum hefur Jenkins búið á Akureyri og meðan hann bjó þar vann hann frábært og árangursríkt starf sem píanóleikari og kennari við Tón- listarskólann. t frétt frá Tónlistarfélaginu segir, að vakið hafi athygli hve Jenkins hafi látið sér annt um framgang íslenzks tónlistarlífs. A efnisskránni á tónleikunum á laugardaginn eru verk eftir Bach, Mozart, William Alwyn, Gabriel Fauré, Chopin og Prokoieff. PP wmr NÝTÍZKULEG SAMSTÆÐÁ: FRÁBÆR HÖNNUN; ÞÆGILEG OG FALLEG; GEFUR STOFUNNIvNYJAN SVIP. /T\ HÚSGAGNAVERZlfXT ÍÁZr* kristiAns siggeirssonar hf. + r p .— —' —, .-------------- Laugavegi 13 Reykjavik simi 25870 Ætlar sér að ná í háhyrning þótt það kosti milljónir kr. EINS OG frá hefur verið skýrt I blaðinu er nú á Hornafirði stadd- ur maður frá Marland dýragarð- inum við Nice f Frakklandi, og hefur hann boðið mönnum 1,2 millj. kr. fyrir lifandi háhyrning. Hann hefur sagt, að hægur vandi sé að ná lifandi háhyrningi við Island, en til þess þurfi hann sér- staka deyfilyf jasprautu, sem væntanleg er til landsins á næst- unni. Síðu- og rif- beinsbrotnaði í umferðarslysi Bæ 9. október UNDANFARIÐ hefi^r mikið ver- ið um bifreiðaóhöpp hér og f ein- staka tilvikum hefur orðið slys á fólki. í fyrradag valt vörubíll hér í sveitinni, en bílstjórinn meidd- ist lítið. Þá var aftanákeyrsla í fyrrakvöld. Lentu þá saman tveir fólksbílar og köstuðust út af veg- inum. í öðrum bílnum voru tveir menn, og kastaðist annar þeirra Sagði hann tfðindamanni blaðs- ins á Höfn, að hann væri ákveð- inn f að ná hér lifandi háhyrn- ingi, og ef það tækist ekki núna, kæmi hann með sérstakan bát til þess næsta sumar. En starf þessa manns er að veiða hvali fyrir dýragarða. 1 Marland dýragarð- ingum við Nice er nú einn há- hyrningur og er hann ákaflega vel taminn. Hann leikur sér t.d. að þvf að láta fólk sitja á bakinu á sér og synda með þannig. út og varð undir bílnum. Hann síðu- og rifbeinsbrotnaði. Félagi hans skarst eitthvað, en ekki alvarlega. 1 morgun var svo tilkynnt um bruna á bænum Sólgörðum í Fljótum. Slökkviliðið á Hofsósi hélt þegar áleiðis, en áður en það var komið alla leið, var búið að slökkva eldinn. Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.