Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÖBER 1974 5 Jón H. Þorbergsson: Ár þjóðhátíðar Þvf að annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem Iagður er, sem er Jesús Kristur“ (1. Kor. 3.11) Nú er ár þjóðhátíðar, hér f landi. Hátfðin á Þingvöllum hefði átt að byrja á annan hátt er gert var. Eftir setningu hennar hefði átt að syngja þjóðsöng- inn, öll versin þrjú. Þá hefði biskupinn, hr. Sigurbjörn Einarsson, átt að flytja sína stuttu og ágætu ræðu og á eftir henni sunginn sálmur. Til dæmis þessi eftir Helga Hálf- dánsson „Þú Jesús ert vegur til himinsins heim...“, þetta hefði átt að koma á undan setningu fundar í sameinuðu Alþingi. A þeim fundi voru samþykkt með öllum atkvæðum lög um fram- kvæmdir til aukinnar uppgræðslu á gróðulausu landi, sem er gott og blessað. En þjóðin ætti á þessu þjóðhátíðarári að stíga á stokk og strengja þess heit að hefja sem almennast og öflugast starf til að útrýma úr þjóðfélaginu allri van- trú og heiðindómi, sem er vágest- ur sannrar menningar. Til þess er aðeins ein leið. Efla kirkju Krists, hugsa, lifa og starfa í anda hans og kenningu. — Utan þeirrar leið- ar er engin leið, sem fólk getur farið og haldið lífi. Stórkost- legasti viðburður mannkynssög- unnar og sá dýrmætasti er koma Krists til jarðarinnar, starf hans þar og líf með fólkinu. Hann seg- ir: „Ég er kominn til þess að þeir (fólkið) hafi líf“ (Jóh. 10.10) Og „Ef þér ekki trúið, að ég er sá, sem ég er, munuð þér deyja í syndum yðar“ (Jóh. 8.24). Og hann segir: „Eg er ekki kominn til þess að láta þjóna mér, heldur til þess að þjóna og til þess að leggja líf mitt í sölurnar sem lausnargjald fyrir marga" (Matt. 20, 28). Tólf ára gamall í musterinu vissi hann allt. öllum sem trúðu á hann sem Guðs son og frelsara gaf hann fyrirheit um eilíft líf og hæfni til að vera þegn- ar Guðs í ríki hans—. Engir trúar- leiðtogar nema Kristur geta frels- að og fyrirgefið, eða hafa getað.“ Guð var í Kristi að sætta heiminn (fólkið) við sig“ (2 kor. 5.19). Þetta er sterk heimild kristinnar trúar. 1 16. kapitula Matteusarguð spjals er sagt frá þvf, að Kristur spurði lærisveina sína, hvern fólk segði hann vera. Þá sagði hann við þá: „En þér, hvern segið þér mig vera?“ Þá svaraði Símon Pét- ur með þessari stóru setningu trú- arinnar: „Þú ert Kristur sonur hins lifandi Guðs“. En Kristur sagði við Pétur: „Sæll ert þú Sfmon Jónasson, því að hold og blóð hefir eigi opinberað þér það, heldur faðir minn í himninum" (Matt. 16.17). Þetta er sterk til- vitnun kristilegrar trúar. Annað tilsvar Péturs, merkilegt fyrir trúna, er tilfært í postulasög- unni, þegar hann og Jöhannes höfðu læknað lamaða manninn fyrir trúarkraft þeirra frá Kristi. Þá sagði Pétur um Krist: „Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða" (Post 4.12). Bæði þessi tilsvör Péturs gilda um allan tfma, til þess að við, mannanna börn, lifum í trú á boð- skap Krists og í óbifanlegri von um sigur í þessu lífi og framhalds- lffi í himni Guðs. Fæðing Krists, kenning hans og lif, kraftaverk hans, fórnardauði og upprisa hans og starf meðal manna eftir hana og svo himnaförin, — allt mjög vottfest, — gerist allt í krafti almáttugs Guðs. „Trúið mér vegna verkanna", sagði hann. Það er oft greint frá því í Gamla testamentinu, að Guð talaði við boðbera sfna og þeir sögðu fólk- inu það, sem Guð hefði talað við þá. Þannig höfum við boðorðin 10 og blessunarorðin, að Guð talaði við Móse, 1400 árum fyrir Krist. Um 700 árum áður en Kristur fæddist hafði Jesaja spámaður sagt: „Sjá yngismær verður þung- uð og fæðir son“ (Jes. 7.14), og sömuleiðis „Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn, á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla“ (Jes. 9.6). Enginn hefir fæðzt eins og Kristur og enginn dáið sem hann. I upprisunni sann- ar hann framhaldslífið. Kristur verður ekki umflúinn. Hann grundvallaði það mannlega líf hér á jörðinni, sem sigrar allt hið illa. Hann er sjálfur sigurvegarinn, — og hann er með okkur alla daga. Okkur, sem trúum á hann og ger- um okkar bezta samkvæmf þvf. Allt þarf sitt viðhald með ástund- un. Það hefur trúaður maður sagt: Iðrun synda er lykill fyrir- gefningar Guðs, opnun hliðs hans. Kristur lagði ríka áherzlu á það, að við ástunduðum bænir og við- tal við Guð. Ekkert gefur okkur meri lffskraft, og svo að lesa dag- lega í Guðsorði. „En þetta er rit- að, til þess að þér skuluð trúa, að Jesús er Kristur, sonur Guðs, og til þess að þér, með þvi að trúa öðlist lífið í hans nafni" (Jóh. 20, 31). Við tælum að efla gróður jarðar, svo að hún blómstri meira. Hugir og hjörtu fólksins eru sáð- land Guðs, fyrir hans heilaga orð, svo við náum að blómstra í trú. Þjóðirnar vantar raunar ekkert nema almenna vakningu í orði Guðs, í trúnni á hann og soninn, leiðin okkar eru bænir til Guðs um að gefa okkur, þjóðinni, vakn- ingu. Nota til þess öll tækifæri og búa til ný tækifæri. Ef þessar bænir yrðu nógu almennar, kæmi vakningin yfir þjóðina. Þá mundi vantrú og heiðindómur hverfa úr landi og þjóðinni auðnast að kom- ast í það líf, sem henni er ætlað að lifa. Hópbænir gætu orðið áhrifa- ríkar. Við ættum að tala meira um þessi mál, það mundi færa okkur nær sannleikanum. Hér er lítið dæmi: Ég var á ferð. Kom á myndarlegann bóndabæ. Hjónin þar tóku mér vel, og var margt spjallað. Þar á meðal barst í tal erindi, sem ég hafði flutt í útvarp um kirkjunnar mál. Konan bar það á mig, að ég væri bókstafstrúarmaður, sjálf hélt hún sig við „nýju guðfræðina". Ég svaraði því til, að við ættum að láta Guðs orð móta okkur, en gæt- um þar engu breytt. Hún svaraði því engu og ég sá, að hún varð hugsandi. Þegar ég kvaddi þessi blessuð hjón, sagði konan: „Ég er strax komin á þitt mál, Jón“. Mér finnst hún hafa breytt um svip. Meiri mildi og rólegheit í svip hennar. Með langvarandi athugunum þessara mála hefi ég orðið áskynja margs um það, hvernig Guð starfar í fólkinu og er viss um það, að Jesús er Kristur, son- ur hins lifandi Guðs.— Ég vona, að allt kristið fólk f landinu — utan kirkju og innan — taki til nýrrar athugunar og framkvæmda almenna vakningu í orði Drottins. Það er hið allra bezta, sem hægt er að gera til þess að lifa eins'og Kristur kenndi. Eignast lífið sjálft. Að lokum vil ég geta þess, sem ég tel gott og merkilegt að kristi- Iegt stúdentafélag og kristileg skólasamtök eru að efla sín kristi- legu störf. Hafa þessi samtök sam- eiginlega ráðið til sín prest (Jón Dalbú) sem starfsmenn og fram- kvæmdastjóra. Biskup Islands hr. Sigurbjörn Einarsson, vfgði þenn- an kandídat í septembermán. sl.; var messunni útvarpað og fannst mér ræða hans mjög góð. Við, sem trúum á Drottin, biðjum þess, að séra Jón verði sterkur í starfinu og fái miklu áorkað í útrýmingu trúleysis í skólum landsins. Þar á kristindómur að ríkja framar öllu öðru sem og allstaðar. SENDING AF NYJUM GLÆSILEGUM VÖRUM: WIÍDI KJOLAR MIDI PILS SIÐ PILS BLUSSUR — FÍNNÍ DÖMUPEYSUR SHETLANDSULL — MJÖG GOTT VERÐ HERRAPEYSUR SHETLANDSULL — MJÖG GOTTVERÐ SPORTSOKKARNIR OG UNDIRFATASETTIN FRÁ MARY QUANT NÝJAR SKÓSENDINGAR NÝ STÓR PLÖTUSENDING. □ □ □ □ OPIÐ TIL HÁDEGIS Á MORGUN. NOTIÐ FRÍTIMAN TIL AÐ KAUPA. tizkUVERZLUN unga folksins KARNABÆR V AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.