Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 23 — Hin þrítekna Framhald af bls. 14 nema héðan, og afhending þess úr landi kæmi víst fullveldinu illa. 2. Hervarnarstöð án möguleika til eiginlegrar heimsorustuþátt- töku, þ.e. svonefnt pappírstfgris- dýr. 3. Samstöðu með öðrum ekki- stórveldum innan Natós um það að leyfa ekki athafnasemi þess að blanda sér í undirróður og átök austantjalds né fyrir sunnan Evrópu og Norður-Ameríku né fara á annan varasaman hátt út fyrir sáttmála Natós (var birtur í Mbl. 27. júní 1974 í endurskoðuðu útgáfunni). Alvöruþunga 2. og 3. liðar þarf ég ekki í dag að ræða nema af léttúð. Mikill er 3. liðnum léttir að skiptingu portúgalska veldisins 1974, og í Miðausturlöndum er að rofa til. Grundvallarhugmyndin helzt að Nató tákni vörn, enga sókn. Samkeppnin milli USA og Sovéts um að eignast hylli þróun- arlanda er ekki þessleg síðan J.F. Dulles dó að 3. liður sé ekki full- frambærileg sannindi. Kommúnistum er verr við 1. lið (virka eftirlitsstöð) en pappírs- tígrisdýrið og birta ekki allar or- sakir að þessu. Almenningur f nær öllum flokkum vill það eftir- lit, en margur sveiar tfgrisdýrinu ef það kynni að hafa alvörutenn- ur, telur þó vera búið að sýna og sanna að flutningur slíkrar her- stöðvar f næsta land, yrði ekki varanlegur, næsta óeirðalota heims mundi kippa henni hingað til baka. Til hvers þá að ræna land okkar upphefðinni? — En svo hagar til nyrzt f ættsýslu minni að Sléttan þar er kennd við dýr- bft, melrakka, í flugvallarhæfu hrauni, og mundum við sýslungar kunna því betur ef þangað væri sent æðra bitdýr sem við mundum þá kenna Sléttu við. Bað þar hver maður góðs þeirri tillögu, ef her- skynsamleg þætti, að þangað flyttist allur vopnabúnaður af Miðnesheiði. Hinn 16. jan. s.l. færðu tveir málsmetandi höfund- ar betri rök en ég nú geri fyrir herstöðvarfærslu þessari, í grein f Mbl. Ég gæti stutt það mál seinna ef tilefni gæfist. í alvöru talað þykir mér, jafnt þó ekki hefði kosningahlutfallinu 80:18.3% fylgt úrskurðarvald, sjálfsagðara en nokkru sinni fyrr að vera í Nató og veita þvf tak- markaða en viðunandi aðstöðu hér. Og hvað þá brýning á Norð- menn varðar að þeim beri að heimila hjá sér erlenda flugstöð svo íslendingar þurfi sfður hins sama tel ég hana espandi og ill- gjarna. Sá er munur að fjarlægð- ar vegna hafa rússar yfirleitt ekki haft áhyggjur af neinu Natóliði á íslandi. Þeir mundu hinsvegar fuðra upp ef reisa ætti herstöð í Noregi nær þeim skipaða öðrum en Norðmönnum. Menn hafa óttazt og reynt að fyrirbyggja að EC-ríki, trúlega að Bretlandi meðtöldu, gerðust helft klofnuð úr Nató, sæju um sig sjálf, en með USA yrði þá eftir Canada, ísland, Noregur, Tyrk- land og óvíst um meira. Hvernig fer þetta 1975—85? Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem Island tæki að ramba í báðar áttir sitjandi á þröskuldi landgrunns er klýfur þvert f milli vestræns og sovézks úthafsflota og er í þriðja lagi fóta- skör olfuveldanna sem Norður- sjónum ráða. Með slíkt ramb í vændum voru íslendingar öll stríðsárin að hugleiða „hraðskiln að“, sættust á frestun lýðveldis- töku til 1944 (nema við kóng). Hraðinn forðaði þeim úr hugsan- legu öngþveiti væntanlegrar skiptingar á herfangi milli sigur- vegara. Það er brýnt að lenda ekki í neinni áhættu með það að illgjarnir þykist geta sett fullveld- istöku yfir landgrunni í eitthvert dularsamband við ljóst eða leynt óstand sem sagt væri vera í Nató. Frá landgrunnslagasetningu 1948 hefur Island sótt það mál allt fyr- ir opnum tjöldum og gerir fram- vegis. III. Bætir eða skemmir hlutgengi tslands hnöttinn? Stundum er haft á orði að fs- lendingar séu „stubborn" og slæmir f milliríkjareiptogi af því að þeir séu enn og sífellt að beita þeim þrákelknisaðferðum sem þeir hafi lært árin 1851—1944 að beita á danska stjórn og konunga sfna. Þetta enska álit er jafnvel farið að hjálpa okkur til góðs sam- lyndis við enska andstæðinga þrátt fyrir allt. Og ekki fer núorð- ið betur á með neinum þjóðum en dönum og íslendingum. Jafnvel þó þetta kynni að vera satt liggur orsökin miklu dýpra og þarf ekki fremur en við viljum að búa f söguhefð lepgur. Hún býr mest í ástríðuþungri eðlishvöt ný- ríkis, nýþjóðar. Sú hvöt finnur tæplega tilgang í sigurhrósi, því að miklast af feng, hvað þá í hinu sem verra er að vilja sóa lifi eða verðmætum andstæðinga. Engin „balkanisering" hefur heldur orð- ið úr skiptingu Norðurlanda í 5 ríki, sem voru fyrir 1809 aðeins tvö konungdæmi; Islandi er því norrænn samvinnuhugur inngró- inn. Umfram þetta skal samt á það bent að tvennt birtist f hinni algeru varúð íslendinga 1851 — 1975 gegn því að úthella f lands- nafni blóði nokkurs: I fyrsta lagi hyggindi. I öðru lagi inngróinn vilji úr stríðri atvinnubaráttu til að lifa af henni og láta aðra lifa. Vera má að þessleg nýþjóðar- skynjun vor á reglu Sþ að lifa og láta lifa hafi einmitt reynzt lykill íslendinga á Sþ-ráðstefnum að hjörtum sendinefnda úr öllum ungríkjum hnattarins. „Fyrir opnum tjöldum" er boð- orða bezt. Þvf væri rangt að reyna neitt að fela að í málum sem snerta Caracas og útfærslu 1975 hefur tsland verið talið óróavaki um langt skeið, „catalysator“ eða hvaða nafn annars er um það haft þegar dropi breytir veig heillar skálar. Látum ósagt f dag að hve miklu leyti þetta á eftir að tengj- ast sænsk-norsk-íslenzkum við- horfum við nýkoloníalismanum, og svíar eru í bili móti okkur. Heldur lýk ég hugvekju minni með því að kanadíski leiðtoginn P.E. Trudeau finnst mér vel hafa mælt í orðastað eins smæsta ný- rfkis 20. aldar (að breyttu breyt- anda) ekki síður en hins orku- mesta af þeim, Canada, þegar hann kaus að segja f Washington 1969 (Foreign Affairs 1972, 252) hvf sér væri það eðlislægt og rétt að leggja kollhúfur við „ráðlegg- ingum" eða frýju vinveitts stór- veldis: „Við Canadamenn gerum okk- ur engar ýktar hugmyndir um mikilvægi vort í heimsmálum. Við kjósum fremur að hugsa hlutverk vort þannig að við getum öðru hverju gert tilraun með góðar hugmyndir án þess hætta sé á að þær komi hálfum heiminum úr jafnvægi. Við erum jafnhreyknir og hvert annað ríki yfir því þegar álits okkar er leitað eða beðið um kanadfska aðstoð. En ég vona menn afsaki þó við tökum ekki í ofmikilli alvöru þau ummæli sumra vina okkar sem stundum sjást að gerðir Canada eða að- gerðaleysi Canada hafi hinar djúptækustu,/ alþjóðlegar af- leiðingar eða muni leiða eitthvað stórkostlega óæskilegt af sér.“ 26. 8. Björn Sigfússon. — Frumherjar Framhald af bls. 10 keypti af Jóhanni Björnssyni frá Svarfhóli jörðina Bakkakot f Bæjarsveit í Borgarfirði á sex þúsund krónur, og þar hóf hann þær húsabætur þegar á sumrinu 1905, að hann sá sér fært að hefja skólastarf um haustið og voru næsta vetur í skólanum 14 nem- endur, átta piltar og sex stúlkur. Meðal piltanna var Jón Ivarsson, seinna þjóðkunnur maður, meóal annars lengi kaupfélagsstjóri og síðan þingmaður Austur-Skaftfell- inga. Ellefu nemendanna voru úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, einn Húnvetningur, einn Skag- firðingur og einn úr Rang- árvallasýslu. Tvo fyrstu veturna kenndi með skólastjóra Sig- urður Þorvaldsson frá Álft- ártungukoti í Mýrasýslu, sem Jón ívarsson lætur mikið af f kafla, sem birtur er í bókinni úr útvarpserindi frá 1965. Hann seg- ir og um Ásdfsi Þorgrímsdóttur, konu skólastjórans, að hún hafi látið sér mjög annt um skólann og stutt hann með ráðum og dáð. Hann ber og lof á hugsjónamann- inn og brautryðjandann Sigurð Þórólfsson, sem sá þarna draum sinn rætast og trúði meira á hið lifandi orð og áhrif þess en á hinn dauða bókstaf. Sigurður breytti um nafn á jörðinni og kallaði hana Hvítár- bakka, enda eru rök fyrir þvf, að svo hafi hún áður heitið. Um 1500 er hennar getið með því nafni, og i Setbergsannál 1697 segir svo: „Bjarni frá Hvftárbakka Jónsson í Borgarfirði, sem nú er kallað Bakkakot, reið drukkinn frá Hítardal...“ Skólanum var vel tekið í Borgarfirði, enda hafði Framfara- félag Borgfirðinga, sem hélt stofnfund sinn í Bakkakoti f árs- byrjun 1903, gert meðal annars samþykkt um lýóháskólamál og brátt sýndi það sig, að skólastjór- inn var ekki aðeins góður æsku- lýðsleiðtogi og kennari, heldur einnig hagsýnn og duglegur bóndi og athafnamaður. Hinn vinsæli kennari, rithöfundur og útvarps- maður Helgi Hjörvar, var nem- andi á Hvítárbakkaskóla 1906—1907. Hann segir um Sigurð á hálfrar aldar afmæli skólans: „Sigurður Þórólfsson var ólíkur öðrum mönnum um eitt. Hann brann af sárri þrá, þrá eftir að fræða og upplýsa, með einhverj- um keim af vonlausri kvöl hins fátæka barns sóttist hann eftir að fullnægja þeirri hugsjón sem' hafði snortið hann í Askov, mætti hins talaða orðs. En samtimis var hann allra manna raunsæjastur. Ég hef ekki hitt annan skóla- mann, sem mér finnst hafa skilið betur bjarma lýðháskólamálsins gagnvart þjóð vorri. „Enginn þarf að ætla sér,“ sagði hann við mig síðar, að hræra Islendinga með því, sem fílefldir danskir piltar tárast yfiT“. Og Helgi segir: „Þetta fann ég, er ég hlýddi á fyrirlestra Lars Eskelands í skóla hans.“ Hann bætir svo þarna við: „En þessi þrá gaf Sigurði Þórólfs- syni þann kraft og þann auðnumun, sem dugði honum bezt...“ Helgi segir fleira eftir- tektarvert í þeim pístli, sem Magnús Sveinsson hefur tekið upp í þessa bók. Þar á meðal segir hann, að Sigurður hafi sem skóla- stjóri sloppið við öll áföll og svo kemur þessi viðbót: „Ekki veit ég það, en grunar þó, að hann hafi I hverjum vanda leitað til þess full- tingis, sem víst var mikið og fá- gætt, en það voru ráð og stoð hinnar ungu og fríðu húsfreyju." Víst um það, að skólinn gat sér góðan orðstír um land allt, og þó að meiri hluta nemendanna væru úr Borgarfjarðar- og Mýrarsýslu, var hann meira og minna sóttur úr öllum héruðum landsins nema Vestmannaeyjum, og fór nemend- um fjölgandi eftir því sem hús- rúm jókst, en á því sviði má næst- um því svo að orði kveða, að maðurinn, sem átti þrjú þúsund krónur, þegar hann keypti Bakka- kot, gæti komið upp á sjö árum slíkum húsakosti, sem raun bar vitni á Hvítárbakka árið 1912, en þá var skólinn búinn að eignast gasstöð, sem lýsti allar výstar- verur, og taldi þá Sigurður að ekki mætti tryggja húsakynni skólans fyrir minna en 25 þúsund krónur. Þess skal getið, að í bókinni eru tvær lofsamlegar og allrækilegar ritgerðir um skólastarf Sigurðar Þórólfssonar, auk þeirra sem ég hef birt úr stutta kafla, önnur eftir tengdason Sigurðar, Skúla heitinn Þorsteinsson skólastjóra og síðar námsstjóra og Magnús Pétursson frá Geirshlíð, sem var nemandi í skólanum og siðar kennari. Guðm. Gfslason Hagalfn. óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAOBURÐARFÓLK AUSTURBÆR Laufásvegur frá 58, Ingólfs- stræti, Þingholtsstræti, Skúla- gata, Hátún, Hverfisgata frá 63 — 125, Miðtún. VESTURBÆR Tómasarhagi, Vesturgata I, Grenimelur, Lynghagi, Nes- vegur frá 31 —82. SELTJARNARNES Melabraut, Skólabraut. ÚTHVERFI Laugarásvegur frá 1—37, Heiðargerði, Austurbrún, Snæ- land, Tunguvegur, Barðavogur, Langagerði. KÓPAVOGUR Kópavogsbraut, Hávegur, Digra- nesvegur I. GARÐAHREPPUR Óska eftir blaðburðarbörnum í Efstu-Lundirnar, Fitjarnar/ og fleiri hverfi. fi, Upplýsingar í síma 35408. Náttúrulega C vítamín! I öllum appelsínum er C-vitamín, þess vegna er mikið af C-vitamín í Tropicana. í Tropicana eru aðeins notaðar ferskar appelsínur ræktaðar í Flórída. í Hverju glasi (200 gr.) af Tropicana eru 400 alþjóðaeiningar af A-vitamíni, 80 mg. af C-vitamíni og ekki meira en 100 hitaeiningar. sólargeislinn frá Florida

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.