Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 19 Rætt um stofnun fylkja til valddreifingar I FYRRI viku var haldið lands- þing Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Þing af þessu tagi eru haldin f jórða hvert ár og rétt til þingsetu eiga fulltrúar allra sveitarfélaganna í landinu, sem nú eru 224 að tölu. Eitt af verk- efnum þessa þings var að f jalla um verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og réttarstöðu landshlutasamtaka sveitarfé- laganna. Fram hafa komið hug- myndir um að koma á fót þriðja stjórnsýsluaðilanum í þjóðfé- laginu með þv að stofna fylki f hverju kjördæmi landsins, er kæmu í stað núverandi lands- hlutasamtaka. Umræður um þessi efni hafa staðið í nokkur ár og virðast skoðanir manna vera mjög skiptar. Deilur á sveitarstjórnarþingi einkenn- ast öðru fremur af því, að þar eru saman komnir nálega 200 smákóngar, er móta að nokkru leyti afstöðu sína frá þröngu sjónarhorni eigin sveitarfélags, og heitum tilfinningum til fornrar hreppaskipunar. Þrjár leiðir Umræðum um réttarstöðu landshlutasamtaka og sveitar- félaga blandast óhjákvæmilega inn í umræður um almenna byggðaþróun, enda hljóta sveit- arfélögin og landshlutasamtök- in að gegna mikilvægu hlut- verki í þeim efnum. Með hæfi- legri einföldun má skipta þeim sjónarmiðum, sem sett hafa verið fram og deilt er um, í þrennt: 1) Hugmyndir eru uppi um það að færa rfkisstofnanir út á land og auka opinbera þjónustu f hinum dreifðu byggðum, án þess að dreifa ákvörðunarvaldinu og færa það á hendur sveitarféiög- unum eða landshlutasam- tökunum. 2) Þá eru uppi hugmyndir um að færa aukin verkefni frá rfkisvaldinu yfir á herð- ar sveitarfélala eða Iands- hlutasamtaka. sem e.t.v. yrðu nefnd fylki. Agrein- ingur er hins vegar um, hversu ör þessi þróun á að vera og hversu fjölþætt stjórnsýsluverkefni eigi að fela fylkjunum, sem yrðu þánýrliður f stjórnkerfinu á milli sveitarfélaganna og rfkisvaldsins. Þá er einnig uppi ágreiningur um, með hverjum hætti eigi að velja stjórnendur fylkjanna eða landshlutasamtakanna. 3) Loks er að geta þess, að ýms- ir eru þeirrar skoðunar, að rangt sé að stefna að þvf að fela landshlutasamtökum eða fylkjum aukin stórn- sýsluverkefni og koma þannig upp þriðja stjórn- sýsluaðilanum f þjóðfélag- inu. Landshlutasamtök sveitarfélaga eigi einungis að starfa á frjálsum grund- velli og ekki hafa önnur verkefni með höndum en þau, sem sveitarfélögin sjálf ákveða eða ná sam- komulagi um. Þáttur sveitarfélaga f byggðaþróun Ljóst er, að allar umræður um þróun landshlutasamtaka og breytingar á skipulagi sveit- arstjórnarmálefna haldast mjög í hendur við mótun byggðastefnu. Á þinginu flutti Magnús Pétursson hagfræðing- ur erindi um þátt sveitarfélaga í byggðaþróun. Hann gagn- rýndi þau vinnubrögð, sem við- höfð hafa verið í þessum efnum og benti m.a. á í því sambandi, að áætlanir hafi verið unnar á vegum Efnahagsstofnunarinn- ar og síðar Framkvæmdastof- unarinnar án þess að mörkuð hafi verið viðurkennd stefna, og handahófskennd fyrir- greiðslupólitfk hefði verið látin ráða aðgerðum í byggðaþróun. I I deiglunni Arni Grétar Finnsson var einn af aðaltalsmönnum gegn lands- hlutasamtökum og stofnun fylkja. Hjálmar Vilhjálmsson er for- maður stjórnskiptaðrar nefnd- ar, sem lagt hefur til, að stofn- uð verði sérstök fylki f hverju kjördæmi. erindi Magnúsar kom fram, að hann telur fjármagnsaðgerðir opinberra aðila ófullnægjandi einar út af fyrir sig; raunhæf byggðastefna þyrfti að fela í sér kerfisbreytingu á skipulags- uppbyggingu sveitarfélaganna. Hann benti á, að Svíar hefðu á undanförnum þremur áratug- um unnið að sameiningu sveit- arfélaga og fækkað þeim veru- lega. Magnús sagði, að menn treystu í of ríkum mæli á, að ríkið leysti öll vandamál dreif- býlisins, en legðu of lítið upp úr þætti sveitarfélaganna. En ef þau ættu að verða virkari í þessum efnum en nú er, yrði að sameina mörg þeirra og stækka í því skyni, að þau gætu tekið að sér fjölbreyttari verkefni. Á sfðasta ári voru skatttekjur ailra sveitarfélaga á landinu 6% af þjóðarframleiðslu, en skatttekjur rfkissjóðs voru 26,4% af þjóðarframleiðslunni. Magnús heldur því fram, að með sameiningu fái minni sveitarfélögin mótvægi gegn þeim stærri og rekstrareining- arnar verði hagkvæmari og bet- ur fallnar til skipulags og áætl- unargerðar. Fylki og fylkisstjórnir Hjálmar Vilhjálmsson fyrr- verandi ráðuneytisstjóri flutti erindi á ráðstefnunni, þar sem hann gerði grein fyrir tilraun- um til sameiningar sveitarfé- laga og störfum stjórnskipaðrar nefndar, sem nú vinnur að end- urskoðun sveitarstjórnarlaga í þvf skyni að dreifa þjóðfélags- valdinu. Árið 1970 voru sam- þykkt lög um sameiningu sveit- arfélaga. Áður höfðu verið gerðar ftarlegar tillögur um sameiningu, þannig að sveitar- félögum yrði fækkað úr 227 eins og þau voru þá í 66. Eini árangurinn af þeirri viðleitni var sameining Eyrarhrepps og Isafjarðarkaupstaðar. I erindi sínu greindi Hjálmar Vilhjálmsson frá hugmynd, er nefndin lagði fyrir formenn og framkvæmdastóra allra lands- hlutsamtakanna i maímánuði sl. Þar er gert ráð fyrir, að landinu verði skipt í fylki og hvert kjördæmi verði fylki fyr- ir sig og komi í stað landshluta- samtakanna. Jafnframt er ráð- gert, að Norðurlandskjördæm- in bæði geti orðið eitt fylki. Hugmyndin gerir ennfremur ráð fyrir því, að hlutverk fylkj- anna verði svipað og hlutverk landshlutasamtakanna, haldin verði fylkisþing og komið á sér- stakri fylkisstjórn og ráðinn fylkisstjóri. Hverju fylki verði skipt í kjördæmi og þau verði 66 á landinu öllu. Full- trúar yrði kosnir með hlut- fallskosningum til fjögurra ára og allt að 5 uppbótar- fulltrúar yrðu til jöfnun- ar á milli stjórnmálaflokka. Hjálmar sagði, að fulltrúar landshlutasamtakanna hefðu í fyrstu tekið fremur dræmt und- ir þessa hugmynd, en þó ekki viljað kasta henni fyrir róða. Hjálmar sagði, að fylkishug- mynd nefndarinnar byggðist á þeirri stefnu Sambands is- lenskra sveitarfélaga, að lands- hlutasamtökunum yrði smám saman falin bein stjórnsýslu- verkefni eftir því sem þau þró- ast. Hin stefnan að leggja þegar tiltekin stjórnsýsluverkefni undir fylkin með lagafyrirmæl- um, kallaði um leið á löggjöf um tekjustofna handa fylkjun- um, sem gæfu nægar tekjur til að standa undir þeim fram- kvæmdum og verkefnum, sem þeim fylgdu. Hjálmar taldi stefnu sambandsins í þess- um efnum rétta. Hún væri lik- legust til þess, að sá árangur næðist, að vald fylkjanna yrði aukið smám saman eftir því sem þau þróuðust. Valddreifing eða ðþarft stjðrnsýslubákn I umræðum, sem fram fóru á þinginu um þessi efni skiptust skoðanir manna mjög í tvö Frá landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga horn. Fulltrúar ýmissa þéttbýl- issvæða, eins og á Reyjanesi, vöruðu t. a. m. mjög við því, að landshlutasamtökin yrðu þróuð í þann farveg, að þau yrðu þriðji stjórnsýsluaðilinn f þjóð- félaginu og óþarfa viðbótar- bákn í stjórnskerfinu. Sefán Jónsson og Árni Grétar Finns- son, bæjarfulltrúar í Hafnar- firði, héldu t.a.m. mjög fram þessum sjónarmiðum. Bjarni Einarsson bæjarstjóri á Akur- eyri og Sigfinnur Sigurðsson framkvæmdastjóri sveitarfé- laga á Suðurlandi voru á hinn bóginn talsmenn þess að fela landshlutasamtökunum aukin stjórnsýsluverkefni. Nokkrir af fulltrúum hinna minni hreppa töluðu gegn auknu áhrifavaldi landshlutasamtakanna og lögðu áherslu á, að sveitarfélögin sjálf yrðu efld f því formi, sem þau nú eru í. Einn af talsmönn- um þessa hóps var Þór Hagalín sveitarstjóri á Eyrarbakka. Sigfinnur Sigurðsson lagði áherslu á eflingu landshluta- samtakanna og sagði, að ef áfram yrði haldið á sömu braut og nú, tæki ríkisvaldið öhjá- kvæmilega æ meira af þeim verkefnum, sem að réttu lagi ættu að vera í höndum heima- manna. Sigfinnur lagði enn- fremur mikla áherslu á, að sýslufélögin væru úrelt orðin. Bjarni Einarsson benti einnig á, að staða sýslufélaganna væri gjörbreytt, þau ættu að vera hagkvæmur samstarfsvettvang- ur en ekki yfirfélag hreppanna eins og nú er. Á sömu skoðun var Áskell Einarsson fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðurlands. Hann lagði ennfremur áherslu á, að lands- hlutasamtökin væru trygging fyrir minnstu sveitarfélögin. Bjarni Einarsson lagði einnig áherslu á þetta og sagði, að efl- ing Iandshlutasamtakanna hefði áhrif í þá átt að draga völd út í hina fámennari lands- hluta, og leggja yrði áherslu á að stjórnsýsluverkefni lands- hlutasamtakanna eða fylkjanna ættu fyrst og fremst að koma frá ríkisvaldinu, en ekki að draga úr sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaganna. Þetta ættu fyrst og fremst að vera ráðgjaf- arstofnanir, en stefna ætti að því að gera þær að stjórnsýslu- stofnunum. Alexander Stefáns- son oddviti í Ólafsvík var tals- maður hægfara þróunar í þess- um efnum. Nýr milliliður Árni Grétar Finnsson sagði, að yfirfærsla valds til stórra landshlutasamtaka væri ekki endilega lausnarorðið varðandi valddreifinguna; staðarþekk- ingin þynntist út og komið væri á fót nýjum millilið, sem alls ekki hefði í för með sér þá hagkvæmni, er að væri stefnt. Þetta yki stjórnsýslukostnað og gæti leitt til nýs miðstjórnar- valds í stað valddreifingar. Bjarni Þórðarson fyrrv. bæjar- stjóri á Neskaupsstað tók í sama streng. Hann sagði, að landshlutasamtökin hefðu upp- haflga verið hugsuð sem frjáls samtök, en þau væru nú að þró- ast f stjórnsýslustofnanir. Vald- inu ætti að dreifa með öðrum hætti. Þór Hagalín varaði sterk- lega við, að fylkin yxu upp sem sjálfstæðar stofnanir óháðar sveitarfélögunum og hefðu yfir þeim að ráða í ýmsum málum. Smám saman væri verið að móta fylkin sem stjórnsýslu- stofnanir, án þess að afstaða hefði verið tekin til þeirra grundvallarsjónarmiða, hvort koma ætti upp þriðja stjórn- sýsluaðilanum i þjóðfélaginu. Stefán Jónsson bæjarstjórnar- forseti í Hafnarfirði galt var- huga við stofnun sálfstæðs stjórnsýslukerfis á milli sveit- arfélaga og rfkisvaldsins. Hann gagnrýndi ásamt Árna Grétari Finnssyni harðlega þá starfs- menn landshlutasamtakanna, sem tekið hefðu að sér að vera málsvarar fyrir auknum völd- um þeirra og áhrifum og sagði, að það minnti sig á, þegar eggið hefði farið að kenna hænunni. Jón ísberg sýslumaður á Blönduósi mælti einnig gegn auknum áhrifum landshlutá- samtakanna. Ásgrímur Hart- mannsson bæjarstjóri á Ólafs- firði lagði áherslu á, að lands- hlutasamtökin ættu að vera Framhald á bls. 31 Frá 10. þingi Sambands fslenskra sveitarfélaga. Páll Lfndal formaður sambandsins f ræðustól. A myndinni sjást einnig talið f.v.: Ólafur B. Thors, Gunnar Thoroddsen, Olafur G. Einarsson, Magnús Guðjónsson, Bjarni Einarsson og Ándri Isaksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.