Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 15 Sigurður Ólafsson og Hrollur bregða á leik. Myndin er tekin á Fjórðungsmðtinu á Hellu. Ljósm. Sveinn Þorm. „HREINAR lfnur að skeiðið er í mikilli framför og mikið af ungum mönn- um leggur stund á það. En þegar ég byrjaði 25 til 30 ára, þótti það firra, að svona ungur maður skildi vera að hleypa til skeiðs. Þetta var aðeins fyrir mið- aldra menn og eldri, helzt nógu þunga, svo hestarnir lægju betur.“ Þannig hófst samtal okkar við Sigurð Ólafsson f Laugarnesi. Sigurð þarf vart að kynna, þvf að kunnur er hann bæði fyrir söng sinn og hestamennsku. Segja má, að vart hafi farið svo fram kappreiðar, að ekki væri Sigurður þar mættur með einhver skeiðhrossa sinna til þátttöku f skeiðinu. En nú er hann að eigin sögn að mestu hættur keppni og nýtur þess að geta horft á vekringana renna skeiðið. Oft heyrast menn hafa orð á því, að þeir geti ekki lagt hest á skeið, — þvf spurðum við Sigurð, hver væri I raun listin við að leggja hest? „Eiginlega er það bara að byrja, öllum verða á mistök. Vel tömdum og ljúfum hesti á að hleypa, ferðin skiptir ekki öllu máli, taka svo örlítið til hans. Eg tek hest niður á hægri taum, þegar hesturinn er á uppleið á réttu stökki. Þegar menn geta ekki náð hesti niður, er það vegna þess að þeir hafa ekki hitt á rétta augnablikið. Þegar hestur fer að ruglast I taktinum, má fylgja honum eftir með þunga líkamans. En þó þetta sé aðferð mfn, skulu menn hafa I huga, að aðferðirnar eru margar." Er skeiðhross frekar að finna I Nú er talað um, að hestar „hlaupi upp“, en hvað er það? „Almennt er það, að fætur hrossins fari úr skeiðstöðu og þarf hrossið þá ekki endilega að fara á stökk. Þetta getur orðið við ýmsar aðstæður, svo sem að knapi bjóði hrossi of mikið, völlurinn kannski ekki góður eða hesturinn ekki vel upplagður. Sérstaklega er það, að skap hrossa er æði misjafnt, sum hliða undir öllum kringumstæðum en önnur, eins og Hrollur minn, eru æst, vilja koma sínu fram og tekst þá stund- um að yfirbuga knapann. í þessu sambandi er þó eitt, sem æði oft gleymist, en það er, að enginn hestur skeiðar í raun og veru eins, þannig að tilsýndar getur gangur hestsins sýnst annar en hann er.“ I framhaldi af þessu ræddum við nokkuð um skeiðeftirlit, en um það hafði Sigurður eftirfar- andi að segja: „Nú eftir að ég hætti að keppa, hef ég betur getað fylgzt með störfum eftirlits, og ég fæ ekki annað séð en þar þurfi mikið að laga, þar þarf mun gleggri menn, og ég get sagt frá því hér, að tvisvar vann ég á því að láta Hrollinn tölta, en að vísu skeiðaði hann sfðustu 40 metrana. Varð- andi tímavörzluna er það sama að segja, þar eru menn gjarnan gripnir til starfa með skömmum fyrirvara, og oftast eru þeir óþjálfaðir, og vil ég meina, að þar hafi orðið mikil afturför. Áður voru met ekki staðfest, nema notuð væri bjalla til að ræsa hrossin, nú eru hins vegar stað- fest met, þar sem ræst er með flaggi, en slík ræsing hlýtur alltaf að vera vandasöm, því lftið má útaf bera, til þess að tímaverðir missi auga á flagginu." Þú hefur séð margan vekringinn, hver þeirra er þér minnisstæðastur? „Ég held, að Randver Jóns Jónssonar í Varmadal sé algöfug- asti og bezt tamdi vekringur, sem á skeiðvöll hefur komið, og við verðum að hafa f huga, að þegar Randver var upp á sitt bezta, hafði hann talcmarkaða keppni og fór oft einn í úrslit og skilaði því engum tfma. Jón í Varmadal var fyrirmynd mfn, þegar ég byrjaði að hleypa til skeiðs. Hann blind- hleypti hrossinu og lagði það síðan, en áður var þeim bara þrykkt í það, oftast úr kyrrstöðu. Þessi breyting hefur svo leitt af sér betri tækni, sem kemur ekki sízt fram hjá ungum knöpum, flestir ef ekki allir hleypa þeir og taka hrossin þannig niður og fá þá meiri ferð. Ég vona því, að skeiðið eigi enn eftir að batna og sókn þess haldi áfram.“ — t.g. Hrolli. Geti maður skipt milli tölts og brokks, er auðveldara að skipta milli stökks og skeiðs." En spillir skeiðið fótlyftingu og höfuðburði? „Skeiðið lækkar hrossin nema þeim sé riðið á brokki. Það er ekki mikið um hágeng skeiðhross, þó eru til undantekningar eins og á skeiðið, þar sem allt verð- ur að fara fram eftir föst- um reglum. Þú hefur 50 metra til að taka hrossið niður, hvað lítið, sem útaf ber. Mér þætti gaman að sjá spretthlaupara hlaupa á velli, sem leikin hefur verið á knattspyrna í 3 tíma. Skeiðið þarf sér braut.“ einhverjum ákveðnum hrossa- stofnum? „Ég hef ekki séð, að áberandi árangur hrossaræktarinnar komi fram í þessum vekringum, sem nú ber hæst, nema þá helzt þeir, sem ætt eiga að rekja til Kirkjubæjar. Hinir hafa komið fram við ræktun hjá einstaklingum. En skeiðhross hafa fylgt einstökum bæjum og mönnum. Hvað segir þú um kenningar manna um sérstakt sköpulag skeiðhrossa? „Þessu er ég búinn að velta fyrir mér um ævina, menn eru að tala um skeiðlend, stutta og bratta. En svo sjáum við hross með langa og breiða lend, sem skila sambæriiegu skeiði. Mér er minnisstæður hestur, sem Tryggvi Einarsson frá Miðdal átti og hét Sprettur, öllu verr byggðan hest hef ég ekki séð, hjólbein- óttur og áslenda, og hann skilaði ágætu skeiði. Ég hef ekki fengið neina staðfestingu á kenningunni um skeiðlendina.“ Samtalið fór nú að berast að þjálfun skeiðhrossa og við spurðum hvernig hann hagaði þjálfun sinna hrossa? „Meðan ég hafði sem mestan áhuga, hreyfði ég Glettu hér í ná- grenninu, fór lítið á völlinn, því að hún var æst, teymdi og rak hana en reið henni ekki mikið, þannig hefur það einnig að mestu gengið til með önnur hross, sem ég hef reynt.“ Þú segist ekki hafa riðið þeim mikið? „Já, það fer ekki saman að hafa hross bæði sem reiðhross og kappreiðahross." Á hvaða gangi er bezt að þjálfa skeiðhross? „Brokkið er mjög æskilegur gangur. Það skapar mýkt í hross- inu og auðveldar manninum að ná sambandi við hrossið, en þetta getur verið erfitt, t.d. hefur mér ekki tekizt þetta á Glettu og Logi Sólveigar Baldvinsdóttur í Hafnarfirði, sem var alhliða gæð- ingur með mikla fótlyftingu." Sigurður hefur á liðnum árum heimsótt flesta skeiðvelli landsins, og við spurðum hann, hvernig skeiðvellir væru almennt útbúnir fyrir skeiðhross? „Yfirleitt hafa skeiðvellir ekki verið skeiðhrossum bjóðandi. Braut fyrir stökkhross og skeið- hross á ekkert sameiginlegt, og svo er settur lágmarkstlmi — segir Sigurður r Olafsson í Laugarnesi „Ég spara við mig reykingarnar og kaupi heldur mjólk handa Kambi“ segir Sigurður. Skeiðið er í mikilli framför

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.