Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson, Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35.00 kr eintakið Þgar ríkisstjórnin »ók við völdum, var lögð á það rík áherzla, að jafnhliða aðgerðum í efna- hagsmálum yrðu gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að tryggja kjör þeirra, er lakast eru settir í þjóð- félaginu. Ríkisstjórnin taldi það vera grundvallar- atriði, að áhrif efnahags- ráðstafananna kæmu ekki með fullum þunga niður á þessum aðilum. Ljóst var, að erfitt kynni að verða um vik að ákveða, hverjir teld- ust til þess hóps og með hvaða hætti væri skynsam- legast að standa að þess háttar hliðarráðstöfunum. Eðlilegt væri að hafa samráð vió launþegasam- tökin, áður en ákvarðanir í þessum efnum yrðu tekn- ar. Af þeim sökum óskaði ríkisstjórnin eftir viðræð- um við aðila vinnumarkað- arins. Þessar viðræður standa nú yfir. Um árang- ur þeirra er ekki vitað enn. Hitt er ljóst, að við núver- andi aðstæður eru gerðar miklar kröfur til þeirra, er hér eiga hlut að máli. Með gagnkvæmum skilningi og ábyrgri afstöðu allra máls- aðila á að vera unnt að haga málum á þann veg, að endurreisnarstarfið beri árangur um leið og afkoma hinna lakast settu verður tryggð. Eitt helzta gagnrýnis- atriði stjórnarandstöðu- flokkanna á ríkisstjórnina glöggt hringlandaháttinn í gagnrýni stjórnarandstöð- unnar. Áður en stefnuyfir- lýsing ríkisstjórnarinnar var birt, var hún borin þeim sökum, að störf hennar yrðu öll andsnúin hagsmunum launþega. Nú er hún hins vegar gagn- rýnd fyrir að ákveða ekki láglaunauppbætur, áður en tóm gafst til viðræðna við launþegasamtökin. Fyrstu aðgerðir rfkis- stjórnarinnar, sem nú hafa verið ákveðnar, miða að því fyrst og fremst að treysta rekstrargrundvöll atvinnulífsins og bægja frá vofu atvinnuleysisins. Þá hefur verið ákveðin fjár- öflun fyrir ríkissjóð í því skyni m.a. að gera stjórn- völdum kleift að standa undir útgjöldum vegna þeirra aðgerða, sem ákveðnar verða til hags- bóta fyrir láglaunafólk. atvinna yrði tryggð I land- inu og fjár aflað til þess að standa straum af kostnaði við hliðarráðstafanir í þágu þeirra, er lakast eru settir. Það sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið eru aðeins þær brýnustu að- gerðir, sem alltof lengi hef- ur dregizt að koma í fram- kvæmd, sakir þess að frá- farandi ríkisstjórn var fyr- ir löngu orðin óstarfhæf. Framundan er mikið starf við endurreisn efnahags- lífsins. Óhjákvæmilegt er, að undirbúningur þeirra ráðstafana taki nokkurn tíma. Markmið endurreisn- arstarfsins hlýtur að vera það fyrst og fremst að tryggja áframhaldandi vel- megun og bætt lífskjör allrar alþýðu. Sjálfstæðisflokkurinn lagði ríka áherzlu á það á Ráðstafanir í þágu launþega er, að ekki skuli nú þegar vera búið að ákveða fyrir- komulag láglaunauppbóta. Ugglaust ber þó flestum saman um, að rétt var að hafa fyrst samráð við laun- þegasamtökin og taka síð- an ákvörðun í þessum efn- um á grundvelli þeirra við- ræðna. Þessi afstaða sýnir Öllum er ljóst, að afla verð- ur fjármagns til þess að standa undir slíkum að- gerðum. Eigi að síður hafa Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið staðið gegn þessum aðgerðum. Þannig hafa þessir tveir flokkar í verki reynt að koma í veg fyrir, að full síðasta þingi, að dregið yrði úr útgjöldum ríkisins og lagði m.a. til, að ríkisút- gjöld yrðu skorin niður um 1.500 milljónir króna. Ólaf- ur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, tók undir þessar hugmyndir. Nú þegar mynduð hefur verið starfhæf rikisstjórn, hefur fyrst verið lagður grundvöllur að því, að unnt sé að vinna að þessu verk- efni og raunar mörgum öðrum, er mikla þýðingu hafa. Hitt er ljóst, að nú er svo langt liðið á árið, að erfitt verður um vik að ákveða niðurskurð f járlaga í þeim mæli, sem unnt var að gera á fyrstu mánuðum ársins. Eigi að síður verður það eitt meginatriðið í endurreisnarstarfi ríkis- stjórnarinnar að gæta fyllsta aðhalds í ríkis- rekstrinum. Þannig hefur þegar verið ákveðið, að ríkisútgjöldum verði sett ákveðin takmörk miðað við þjóðartekjur. Söluskattshækkunin, sem nú hefur verið sam- þykkt, var ekki ákveðin í því skyni að auka umsvif ríkisins. Hún var nauðsyn- leg til þess að ríkissjóður gæti tekið á sig þær byrðar, sem fylgja munu í kjölfar þeirra ráðstafana, sem gerðar verða í þágu lág- launafólks. Gildistöku hækkunarinnar var hins vegar slegið á frest til 1. október n.k., þar sem eðli- legt þótti að fá fyrst niður- stöður úr viðræðum við launþegasamtökin um fyr- irkomulag láglaunaupp- bóta. Þrátt fyrir þessar óhjákvæmilegu ráðstafanir til þess að tryggja hag þeirra, sem lakast eru sett- ir, verður það eitt höfuð- verkefni þessarar ríkis- stjórnar að hafa hemil á útþenslu ríkisútgjalda. Dr. Björn Sigfússon: Hin þrítekna fuHveldisheimt I. Landgrunnslögin útfærð 1975 til hafmiðjumarka Allt er þegar þrennt er, og þrí- skrefa stígandi sæmir afreki. Af- rekið er að vinna land sitt og landgrunn allt. Sjálfstæði vort eftir samningi 1918 þurfti og fékk endursköpun f vægrí byltingu lýðveldistökunn- ar 1944. Utfærslu efnahagslög- sögunnar 1975 vil ég jafna við þá valdtöku, enda er hvort tveggja einhliða yfirlýsing byggð á þeim náttúrurétti sem engum nema þjóðrfki er léður. Konungstign (1944) og meintur venjuréttur til veiða nálægt öðru strandríki (þ.e. kröfur sóttar af sterkum ríkjum með e.k. árangri fyrir Haagdóm- stóli 1974) skulu vfkja fyrir nátt- úrurétti þeim, studdum með und- angengnum nauðréttaraðgerðum ( bæði skiptin. Hugtakið fullveldi er I þrjú skiptin: 1918, 1944 og 1975, lögfest innan vissra út- marka, og loks þykir að því komið að það teygist eftir gildistöku 1975 tíl hafmiðjumarka andspæn- is Bretlandseyjum, tveim hjálend- um danskrar krúnu og Noregi, en nær til 200 sjómílna marka á skika suðaustur frá norskri Jan Mayen og á breiðu dýpra hafi suð- vestur af landinu. Kalla mætti það merki þess hve 20. öld er óvenjuleg öld að á seinustu 60 árum héfur hver íslenzk kynslóð w Lslands af annarrí barizt til fullveldis- sigra og fagnar að geta það enn. Orðið nauðréttaraðgerðir þarf víst bæði lögskýring og frásögn af tilfellum þegar nauðsyn fyrr braut lög. í bernsku minni skýrðu bændur það sem nauðréttarmót- mæli að Uppkastið 1908 skyldi hafa verið fellt. Uppkastið hafði þeim virzt blindgata þó stórgott væri i aðra röndina. Launin fyrir að hafa fellt það töldu bændur innheimtast I samningsgerð 1918. Þá var það aftur nauðréttar- ákvörðun 1940 að skipa innlendan ríkisstjóra 1 konungshlutverkið, stríðs vegna, en til baka varð það nauðréttarspor ekki stigið, kon- ungsdæmisins beið lokadagur 1944. Ofveiði og stjórnleysi á fiski- miðum knúði til landhelgiút- færslu í 12 mílur og síðar til frek- ari útfærslu fiskilögsögunnar. Langsterkustu rökin sem íslend- ingar beittu um það erlendis til þessa dags hafa verið nauðréttar- eðlis og þar með er sett staðhæf- ingin að landflótti æskufólks og landshlutahrun sé fyrirsjáanlegir hlutir en framtíð lands öll í veði ef ofveiði lamar sjávarútveginn. Hvað varðar færsluna úr 50 míl- um út til hafmiðjulínu og 200 mílna munu nauðréttarröksemdir gilda að hluta (ofveiði) en minna mun verða upp úr þeim lagt er- Dr. Björn Sigfússon. lendis en áður. Þess vegna er tfmabært aðveltafyrirsér altæk- ari þörf Islands á fullveldi yfir hafsvfðáttum. Án þess að fá það vald gæti fólk þess eflaust tórt en hlutverki þess og samnorrænu hlutgengi yrði brátt komið fyrir kattarnef. Eftir Caracasráðstefnu eru sjálf 200 mflna mörkin ekki ófáanleg, heldur er hinn „sögulegi" stór- þjóðaveiðiréttur á annarra land- grunnum innan téðra veiðimarka helzta deiluefnið. Landgrunnslögin 1948 voru engan veg hugsuð sem nauðrétt- ur, heldur sem spor í átt til al- mennara hafréttar S.þ. þó ekki þýddi að orða þetta erlendis fyrr en sfðar. Þvf voru það þau lög, sem á rökréttan hátt verða full- komnuð með því að fara 1975 að hafmiðjumörkum. Þótt Norðurlönd öll og mikill þorri hafslögsögusamherja vorra í syðri heimsálfum næðu innan fárra ára skilningi á eflingarþörf Islands þ.e. að þau skilji þá tvo valkosti þess að vera hlutgengt á hafi eða deyja, sem ríki, virðist sú hugmynd okkar hljóta að rekast um áratug á ráðandi skilning í European Community (EC, fyrr- um oft skammstafað EBE). Við því fær Island ekkert gert annað en sýna fram á að þarna er lifandi kominn hinn gamli skilningur ný- lenduvelda um ítök sín f löndum lágt þróaðra þjóða. Heita má að þau hafi sleppt sérhverri nýlendu sem áleit sig sjálfstæðishæfa; væri hún enn óhæf, fannst ný- lenduherrunum þeim mun áhættusamara að bera lengur ábyrgð á henni, ýttu við henni burt. En eignarhald á námum, plantekrum og verzlunarvaldi hélzt yfirleitt og varð undirstaða að nýkoloníalisma undir gæru frelsis og sjálfstæðisviðurkenn- ingar. Þó munur fiskimiða og landeignar sé nokkur horfir „sögulegi“ ítaksrétturinn, brezk- ur, þýzkur eða hver hann nú væri, rétt eins við íslendingum og ný- koloníalisminn við þjóðum Af- ríku og rómönsku Amerfku. Sakir vaxandi þarfa sinna, vax- andi hættu á mengun og ofveiði, vaxandi heimsáhættu af nýkoloní- alisma í þessu sem öðru formi og almennt sakir fullveldis síns rís ísland gegn því að dómstóll fái úrskurðarvald um framtíðargildi „sögulega“ veiðiréttarins. Geti Is- land ekki fullnýtt fiskistofna inn- an miðlínumarka sinna, fer fjarri að það hyggist gera úr þvf það einkamál sitt að ekki verði fjallað á svæðaþingum um bætta nýting á stofnunum og málið leyst í bróð- erni. Á þetta væri ég ekki að minna nema af þvf, að tilgátur um komandi offriðun á fiskstofnum hafa heyrzt í brigzlum sem verið er að bera á íslendinga í deiluhita. Þau brigzlyrði eru varla neitt sannari sök en hin að með þvl að ná yfirdrottnun yfir hafsauðæf- um grunns síns séu strandbyggjar við Norðursjó og allt Norður-At- lantshaf að ræna jarðargæðum frá vanþróuðu löndunum sem hefðu haft þeirra meiri þörf. Vit- að er, að það eru mestmegnis bezt iðnvæddu þjóðirnar sem hopa verða með togara sína af grunn- miðum annarra landa eftir út- færslu. Skjóta má því inn að fjarri fer að umræður og niður- stöður á mannfjöldaráðsefnu Sþ sem í dag stendur yfir 1 Búkarest dragi úr skyldu íslands til að stjórna fæðuöflun og landgrunns- hafi. Sé rétt á haldið, er heims- fjölgunin mjög andsnúin „sögu- lega“ ítaksréttinum. II. Höldum Natóaðild og út- færslu f 200 mflur vel aðskildum ísland verður í Nató um öll fyr- irsjáanleg ár þeirra samtaka. Á gliðnun þeirra, 1 framhaldi af franskri og grískri sérstöðu 1974, ber ísland sízt nokkra sök og virð- ist nú munu taka með varfærni og æskilegu seinlæti hverri tillögu sem fram kynni að koma um að auka eða rýra athafnir Natós hér- lendis. Á þá leið er fréttin sem umheimi berst héðan meðan upp- námið vegna Kýpur er í hámarki f samtökunum sem von er. Meðan þar hvessir mest skyldi vera hlé milli storma hér. Ur þvf fullveld- isstækkun á sjó er greinarefnið, kemst ég ekki hjá að tjá stuttlega það álit að hvorki sé þörf að vænta stuðningsfráNatóí stækk- unarmálinu né óttast 1 því efni hindrun þaðan. Á næstliðnum missirum var pólitískum trúboðs- krafti of mjög f þetta blandað, kosninga vegna. Þó mér kynni að nægja að vísa til greinar minnar: Erum við fyrst og seinast lið- hlaupar? — i Mbl. 27.9. 1973, von- ast ég til að mega eyða enn dálk- parti í sama blaði undir sömu skoðun mína og þá, en í breyttri EVrópu: Hlutgengi vort 1 Nató, ólíkt þeim hættulegu tengslum herfor- ingja sem ótempruð athafnasemi 3—4 Natóríkja í hlutgengislausri Kýpur er ferskt dæmi um, heimt- ar aðallega þrennt af landinu: 1. Fullkomna eftirlitsstöð með umferð kafbáta og vissra flugfara yfir það svæði sem efnahagslög- saga vor mun teygjast yfir 1975; eftirlit þetta væri tæpast gerlegt Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.