Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 5 Tekst Hartling að leysa vandann? Kaupmannahöfn 10. september DANSKA þingið kemur saman til aukafundar á morgun fimmtudag og kemur þá f ljðs hvort Danir verða að ganga til þingkosninga I annað skiptið á einu ári, kosn- inga, sem landsmenn vilja ekki. Stjðrnmálakreppan f landinu snýst um umfangsmiklar sparnaðarráðstafanir, sem Hart- ling hefur lagt til að verði sam- þykktar til að hamla gegn verð- bðlgu f landinu. Ráðstafanirnar Hartling reyndi í síðustu viku að fá jafnaðarmenn til að styðja tillögurnar, eftir að.'hann hafði fengið loforð hægri flokkanna um stuðning og þar með hugsanlegan meirihluta í þinginu. Anker Jörgensen leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins gekk hins vegar út af viðræðufundunum mjög fljótlega, er hann fékk ekki Hart- ling til að falla frá eða minnka niðurskurðinn á framlögunum til tryggingamálanna. Paul Hartling. fela f sér lækkun tekjuskatts um 10 milljarða danskra krðna á ári, sem yrði mætt með hækkun virðisaukaskatts úr 15 f 20% og lækkun rfkisútgjalda, sem myndi koma harðast niður á almanna- tryggingakerfinu. M.a. er gert ráð fyrir afnámi ðkeypis læknishjálp- ar og minni fjölskyldubðtum. Urslit þessara mála geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir dönsk stjórnmál og efnahagslif landsins. Launahækkanir hafa numið um 25% á ársgrundvelli, verðbólgan er 15—20% á ári og talið er, að vöruskiptajöfnuður Dana við útlönd geti orðið óhag- stæður um 6—9 milljarða danskra króna, en var óhagstæður um 3 milljarða á sl. ári. Auk þess er lausafjárstaða margra banka afar slæm, fjöldi fyrirtæka er á barmi gjaldþrots og yfir 4% landsmanna eru atvinnulaus. Er það þrefalt hærri tala en á sl. ári og mesta atvinnuleysi í landinu frá því að styrjöldinni lauk. Hartling tókst í vor að koma í gegn stórhækkun á bílum, áfengi og tóbaki og urðu þær ráðstafanir gífurlega óvinsælar meðal lands- manna og leiddu til umfangs- mestu verkfalla frá því að Þjóð- verjar hernámu Danmörk. Engu munaði, að stjórnin félli á þessum ráðstöfunum, en Hartling tókst að bjarga sér með því að semja við hægriflokkana 5 um að fresta gildistöku ráðstafananna til haustsins. Leiðtogar jafnaðar- manna kalla þessa málamiðlun „svörtu málamiðlunina“. r Akvörðun um olíuhækkun 12. september Caracas 9. september — AP. TALSMAÐUR stjórnar Venezuela sagði á mánudag, að samtök olíuútflutningsríkja mundu halda fund þann 12. september þar sem tekin yrði ákvörðun um hvort hækka bæri olíuverð um 14%. Sagði hann, að nefnd, skipuð samtökunum, hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt væri, að olíuverð fylgdi verðbólg- unni í heiminum, en það táknar 14% hækkun nú. Hann sagði einnig, að ráðherrar olíuútflutningsríkja hittust í Vín til að fjalla um tillögur nefndar- innar. Hartling mun þó ekki hafa gefið upp alla von um að hægt verði að komast að samkomulagi við jafnaðarmenn en þróun mála í dag og á morgun mun hugsanlega skera úr um það. Stjórnarandstæðingar hafa sak- að Hartling um að stefna að ásettu ráði að nýjum kosningum, en skv. skoðanakönnunum Gallupstofnunarinnar gæti flokk- ur Hartling Venstre allt að tvöfaldað þingmannafjölda sinn f nýjum kosningum, en þingmenn flokksins eru nú 22. Danskir þing- menn eru nú 179. Anker Jörgensen Tyrkir hyggja á eignanám Nikósfu 9. september AP — NTB. BÆÐI Bulent Ecevit, forsætisráð- herra Tyrklands, og Rauf Denkt- ash, leiðtogi tyrkneskumælandi Kýpurbúa, sögðu f dag, að næst- um allir hinna 40.000 tyrkneskra Kýpurbúa, sem nú væru á grfsku yfirráðasvæði, flyttust til norður- hluta eyjunnar, sem er á valdi Tyrkja, og settust þar að. Þá spáði Denktash þvf, að eignir grfsku- mælandi Kýpurbúa á norðurhlut- anum yrði að mestu leyti gerðar upptækar, þótt eignir erlendra manna og fyrirtækja yrðu ekki snertar. Hann útilokaði ekki, að bætur yrðu greiddar til þeirra Grikkja, sem og Tyrkja, sem neyðast til að yfirgefa heimili sfn. Hins vegar sagði Denktash, að 95% ungra grfskumælandi flótta- mann fengju ekki leyfi til að snúa heim til þeirra svæða, sem nú eru á valdi Tyrkja. Þá lýsti hann andstöðu við yfirlýsingu Makarfosar erkibfskups þcss efn- is, að biskupinn hygðist snúa til Kýpur á ný sem Iöglegur vald- hafi. KARNABÆR i ____: on Laugavegi 20 VIÐ HOLDUM UTSOLU- MARKAÐ í einni af verzlunum okkar, Laugavegi 20. Vlð vorum með ótrúleg verð á sumarútsölunni afsláttur / gefum við 10% afsl. frá því verði Ennþá eru til mjög góðar vörur Slíku tækifæri sleppir enginn Utsölumarkaöurinn Laugavegi 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.