Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1968 19 Leikfélag Reykjavíkur: Sumarið ‘37 Höfundur: Jökuil Jakobsson Leikstjóri: Helgi Skúlason Leikmynd: Steinþór Sigurðsson JÖKULL Jakobsson heldur áifram að móta og snurfusa sinn sérkennilega heim í síðasta leik- riti sínu, „Suimarið ’37“, sem Leikfélag Reykja\'íkur frum- sýndi 28. fetorúar í Iðnó. Þennan heim má með góð- um vilja staðsetja á íslandi, því persónurnar eru með ýmsum hœtti tengdar atburðum Mðandi stundar hérlendis, en nánast.a umlbvierfi iþeirra, Mfss'tíll oig l'Sfs- vandi er okkUT í flestu tilliti framandi. Það er meira að segja undirstrikað með leikmyndinui sem lýsir gömlu höfðingjaheim- ili í stíl sem varla miun hafa sézt hér á landi — nema kannski hjá Þjóðverja nokkrum í Esju- bergi hér í borg fyrir mörgum árum. f tveimur fyrri leikritum sín- um, „Hart í bak“ og „Sjóleiðin til Bagdad“, haslaði Jökull sér völl skuggamegin í lítfinu, þar sem basl, fásinni og fánýtir dag draumar voru inntak grárrar rúmlhelginnar. Hér er vettvang- urinn atftur á móti auðmanns- hús og persónurnar flestar úr- kynjaðar af lífsleiða eða ætt- lægu brjálæði. Aldrei fyrr hef- ur Jökuíl fetað svo dyggilega í fótspor læritföður síns, Antons Tsékhovs, því að segja má með nokkrum san-ni að „Sumarið ’37“ sé spegilmynd þess lífs- þreytta heims sem Tsékhov lýsti af mögnuðu raunsæi upp úr aldamótum: yngri kynslóðin er mergsogin af munaði og láfs- þægindum og leggur fæð á hina nýju og framtakssömu öreiga- syni sem ætla að breyta heim- inum og koma sér fyrir í góðum emibættum, helzt í þjónustu ai- þjóðastofnana, Þetta er ekki íslenzkur veru- leiki, en það skiptir ekki máli, því fyrir Jökli virðist vaka að tötfra fram veröld á leiksviðinu sem sé sjálfri sér nóg, búi yfir þeirri skáldlegu dul og seið- magni sem geri hverja andrá leiksins mikilvæga og minnis- verða. Þetta leitast hann við að gera með sérkennilegri samtals- tækn'i, sem hann hefur mótað í síðustu leikritum sínum og á sér beina fyrirmynd í Tséfchov. Hún er m.a. fólgin í þvi að taia í hálfkveðnum visum, enida eru viÖstadidir að jafnaði með hug- ann annars staðar. Persónurnar tala einatt hver í sína áttina, án þess nokkur hlusti. f upp- hatfi leiksins held ég hötfundur- imn sé beinlínis að getfa í skyn, að hverju hann stefni með þess- ari tækni, þegar hann leggur Davíð í munn orðin um útfarar- ræðu prestsins, um „að segja það án þess að segja það.“ Allt leikritið er skóladæmi um þá einlægu ætlun og eintoeittu við- Leitni höfundarins „að segja það án þess að segja það“. Tækni Jökuts Jakobssonar er orðin öruggari, og vissulega hefði ófimari mönnum ekki haldizt uppi að tala svo lengi í hálfkveðnum og nálega ókveðn um vísum. En tækni er sarnt enganvegimn einhlít, og mér finnst votta fyrir því í þessu leikriti, að tæknin sé að verða Jökli takmark í sjálfu sér, hann sé farinn að leika sér með tækni brellur. Þessa ályktun dreg ég m.a. af því, að þráttfyrir hag- lega samin samtö‘1 og ýrnis fag- mannleg leikhrögð, er einhver holur hljómur í verkinu, einsog höfundi liggi ekkert sérstakt á hjarta og hann hafi því ekkert að o'ogja. Með þessu á ég eíkki við, að ég ætlist til prédikunar eða uppfræðslu, heldur einungis þeirrar skáldlegu fyllingar á bak við hin hálfkveðnu og dulu orð- svör, sem ljái þeim vængi, lytfti þeiim yfir orðaleikinn og veki með áheyrandanum grun eða vissu um veruleik að baki orð- anna. Jökul'l kemur viissulega víða við í leikriti sínu og orðar margt hnyttilega, ekki sízt ýmis tíma- bær skeyti til íslendinga, en leik urinn í heild svífur samt ein- hvernveginn í lausu lofti, vek- ur að vísu ákveðnar kenndir og grunsemdir, en varla meira. Skiluir lítið efti'r. Ég hygg að þrjár meginástæður liggi til þessarar ófullnægju-tilfinningar að lok- inni sýningu. í fyrsta lagi liggi höfundi ekki nógu mikið á hjarta. í öðru lagi ráði hann ekki yfiir þeirri skáldlegu orð- gnótt eða því hugarflugi sem fylli út í myndina sem hann er að draga upp. í þriðja lagi hafi Edda Þórarinsdóttir (Sjöfn), Þorstfeinn Ö. Stephensen (Davið), Helgi Skúlason (Davíð) og Þorsteinn Gunnarsson (Jón). þó að hún sé að vísu beint fram- hald á vangaveltum þeirra Hall- dórs og Signýjar í „Sjóleiðin til Bagdad“. Við hljótum að gera stærri. kröfur til Jökuls Jakobssonair en flestra annai ra íslenzkra leik- skálda, og því olli „Sumarið ’37“ mér kannski meiri vonbrigðum Helga Bachmann (Sigrún) og Ilelgi Skúlason (Stefán). þetta verk svipaða bresti og fyrri verkin, þ.e.a.s. í byggingu þess sé einkennilegur tvískinn- ungur sem kljúfi það í tvennt. Hjónaband þeilrra Stefáns og Sigrúnar er að mínum skilningi merkasti og bezt gerði þáttur og þungamiðja leiksins, en hann er sarnt í veigamiklum atriðum látinn snúast um Davíð, fortíð hans og vangaveltur. Nú er að vísu Ijóst að leikrit- ið fjallar ekki um tiltekna at- burði, heldur eru atburðirnir einungis tilbrigði við eitt og sama stef: miskunnarleysi tím- ans, sem hleður upp glötuðum tækiifærum, sviknum draumum, brostnum vonum. Þetta reynir höfundurinn að tjá með sinni sérkennilegu tegund atf lýrískum impressjónisma sem fyrst og fremst stefnir að þvi að miðla ákveðnum hugblæ, tjá óræð eða maTgræð geðhritf — eitthvað sem liggur í loftinu, felst milli orðanna. Honum tekst það mæta vel í einstökum köflum verks- ins og þá fyrst og fremst í sam- skiptum þeirra hjóna, Stefáns og Sigrúnar, sem eru meðal há- punktanna í ritferli Jökuls, en verkið í heild nær ekki máli m.a. vegna þess að meginhug- mynd þess magnast ekki að því marki, að hún gagnsýri það eða yfirskyggi — sumarið ’37 og allt sem það á að fela í sér verður bara ein af mörgum skrítlum Davíðs. Fátæktarrómantík þeirra Stefáns og Sigrúnar í fjórða þætti fannst mér líka á mörkum þess sem boðlegt eir, en ella, þó einstakir katflair þess séu ákatflega vel skrifaðir. Tvær „syndir“ verða leikskáld að forð- ast umfram flestar aðrar: að láta le'khúsgestum leiðast á sýningu og vekja með þeim grun um að skáldimu liggi ekkert sérstakt á hjarta. Hvoruga „syndina" er Jökull alveg frír við í þessu verki. Helgi Skúlason setti „Sumar- ið ’37“ á svið og gerði það að mörgu leyti fagmannlega og snyirtilega. Sýningin hafði sam- felidan svip og vakti sterkan hugblæ, en skelfing vax hún hæggeng, og ekki dró það úr óþreyju leikhúsgesta að skipt var milli þátta fyrir opnum tjöld um með enn hægari hætti. Ýmis smáatriði, sem vörðuðu miklu, fó'ru Mka í handaskolum, t.d. andráin þegar Davíð'horfir á Sig- rúnu og nefnir Maríu í fyrsta sinn. Það var ákaflega ósann- færandi og þá ekki síður bar- smíðin sem orkaði blátt áfram hjákátlega. Það hetfði leikstjór- inn vafalaust séð í skýrara IjósL hefð: hann ekki sjálfur verið annar aðilinn á sviðinu. Ég er ekki heldur frá því að með hug- kvæmari og djarfari lei'kstjórn Ihefði .mláitt b.láisa lítfi'í ýmiis atriði sem voru daufleg eða beinlínis líflaus, einkanlega í fjórða þætti. Persónur í „Sumarið ’37“ eru einungis fimm. og fóir Þorsteinm Ö. Stephensen með hlutverk föðurins, Davíðs, heimspeki'lega sinnaðs athatfnamanns sem býr yfir sérstökum hæfileikum til að hliðra sér hjá óþægindum. Hlut- verkið er að því leyti vandmeð- farið að það hangir illa saman og er algerlega ódramatískt í samhengi leiksins. Davíð lætur móðan mása um allt mil'li him- ins og jarðar, er sflfelB-t að rifja upp hálf- eða algleymdar tilvitn anir í fræga höfunda (þar fannst mér höfuindurinn otfgera), en gegnir varla öðru hlutverki í leiknuim en því að t'engja sa-man atriði og s'kemimf-a láihlorfendum. Vitanlega á hann að vera full- trúi þess illa í mannlítfinu, yfir- borðsmennslku, vitundarleysiis, siðtoliindu, en hann er ekki nœgi- lega þéttur í sér til að vera ann- að eða meira en góðlátleg grín- fígúra. Þorsteini lánaðist furðuvel að laða fram góðborgairalegt fas Davíðs, sjálfsánægju, lítfsflótta, merglaust umburðalyndi, en mér fannst hann á köflurn ekki fyllilega innlífur hlutverkinu, einsog hann væri sér um of meðvitandi um merkingarlitla návist sína í leiknum. Hinsveg- ar vakti hann oft kátínu og rauf á sinn hátt einrœmi leiksins. Helga Baehmann fór með hlut- verk tengdadótturinnar Sigrún- ar, sem er tvímælalaust viða- mesta og bezt gerða persóna leiksins, nokkurskonar hlið- stæða eða framhald Signýjar í „Sjóleiðin til Bagdad". í túlkun Sigrúnar kemst höfundurimn næst því „að segja það án þess að segja það“, ‘láta uppi marg- vísleg meira og minna óræð at- vik, tilfinningar og hugrenning- ar sem tengjast í eina heild og gera persónuna nákomna áihorf- endum. Helga túlkaði hlutverkið af mikilli nærfærni og ríkum blæbrigðum, skilaði heilli og hugtækri persónu. Helgi Skúlason lék Stefán, son Davíðs og eiginmann Sig.rúnar, hið mergsogna dekurbarn, sem Helga Bachmann (Sigrún), er í senn hliðstæða og andstæða þeirra Láka í „Hart í bak“, og Eiríks í „Sjóleiðin til Bagdad“. Eiryog fyrr eru það broistnar vonir og rómaatískir dagdraum- ar sem einkenna unga mann- inn, en hér hefur hann fengið skýrari útlínuir, þannig að Stetfán verður á sinn hátt jafnoki Sig- rúnar. Helgi fór vel með hlut- verkið, dró fram magnleysi og uppgjöf Stefáns, en hefði mátt vera tiliþrifameiri í reiðiköstun- um, sem voru einkennilega mátt- lítil. Yngri hjónin í leiknum, Sjöfn dóttir Davíðs og Jón maður hennar, eru vægast sagt held- ur dauflega dregnar persónur og hlutverkin vanþakklát. Edda Þórarinsdóttir lék háltfgeggjaða dótturina látlaust og vartfærnds- lega, gerði henni þau skil sem efni stóðu til og sanmaði enn að hún er ört vaxandi leikkona. Þorsteinn Gunnarsson átti hinsvegar mikium mun erfið- ara með Jón, sem er langsízta hlutverk leiksins. Honum lánað- ist að vísu stöku sinnum að ljá hiutverk'nu gamansaman blæ, sem var vissulega til bóta, en það var einsog hann kæmist aldrei fyllilega inní hlutverkið, þannig að orð hans hljómuðu einatt sem hveilandi bjalla. Leiktjöld Steinþóris Sigurðs- sonair voru í senn glæsileg og fornfáleg, þannig áð maður fann næstum rykmettað loftið í stofunni, verulega hugkvæm smíð sem átti sinn stóra þátt 1 að magna andrúmsloft leiksins og undirstrika hrörnunarkennd- ina. í leikslok var leikendum, leik- stjóra, leikmyndarsm ði og höf- undi fagnað lengi og innilega. Pétur Eimars'son kom Mka fram þá, svo sennilega hetfur hann verið aðstoðarleikstjóri þó þess sé hvergi getið í leikskrá. Sigurður A. Magnússon. m 22 - 24 1-32262 UTAVER NYTT - IMYTT Franskur veggdúkur sem er mjög góð hita- og hljóðeinangrun. Veggefni er kemur í stað máln- ingar á eldhús, ganga, forstofur og böð. GRENSASVEGI22-24 $1» 302811-32262 LITAVER PiIkington4s tiles postullns veggflísar Stærðir 11x11, 7y2xl5 og 15x15 cm. Mikið úrval — Gott verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.