Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MÁRZ 196ÍB 17 Gömul óvild ýfð uop milli Johnsons og Kennedys — með baráttu Kennedys fyrir að verða forsetaefni demókrata ROBERT F. KENNEDY boSaði blaðamenn til fundar á laug- ardag í Washington og til- kynnti þeim að hann hefði á- kveðið að berjast fyrir því að verða forsetaefni demókrata við forsetakostningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Lýsti hann því yfir að með þessari ákvörðun sinni væri hann ekki að veitast að nein- 11 m sérstökum, heldur væri það ætlun hans að gefa kjósendum kost á að velja um nýjastefnu Hann kvaðst bjóða sig fram vegna þess að hann væri sann færður um að landið væri á hættubraut, vegna þess að hann hefði ákveðnar skoðanir á því hvað gera bæri, og vegna þess að hann teldi það skyldu sína að gera sitt bezta til að leysa vandamálin. Kennedy hét því að láta hætta loftárásum á Norður- Víetnam ef hann yrði kjörinn forseti, og að taka upp samn- ingaumleitanir um frið í Viet- nam. Hann kvaðst leita eftir kjöri vegna þess að hann vildi að Bandaríkin og demókrata- flokkurinn væru tákn vonar en ekki vonleysis. Kvaðst hann hafa tilkynnt Johnson forseta um framboð sitt, og einnig Eug ene McCarthy ÖldungarideilLd- arþingmanni demókrata frá Minnesota, sem sjálfur hefur hafið baráttu fyrir því að verða forsetaefni demókrata. Johnson forseti er um þess- ar mundir staddur á búgarði sínum í Texas, og hefur hann ekkert viljað láta hafa eftir sér um framboð Kennedys Sagði Johnson aðeins er hann frétti um framboðið: „Sumir bralla með gull, aðrir með for- kosningar". Átti hann þar við ákvörðun Kennedys um að taka þátt í forkosningum víða í Bandaríkjunum, þar sem kjörnir verða fulltrúar á flokks þingið í ágúst. Hubert Humphrey varaforseti ræddi við fréttamenn á sunnu- dag um ákvörðum Kennedys, og sagðist þá reikna með því að Johnson yrði forsetaefni demókrata, og að hann yrði sjálfur varaforsetaefni flokks- ins, en bæði Kennedy og Mc Carthy lýstu stuðningi við framboð þeirra eftir lok flokk þingsins, „Sárin gróa ótrúlega fljótt eftir flokksþingin," sagði Humphrey. Aðspurður hvort hann gæti hugsað sér að styðja framboð Kennedys, ef sú yrði ákvörðun flokksþingsins svar- aði Humphrey: „Ég verð að athuga málið gaumgæfilega". Seinna bætti hann þó við: „Ég er demókrati, og ég styð fram- bjóðendur flokks míns. Ég er þó sannfærður um að það verð ur Johnson.“ TILBOð Kennedys. Bandarísku útvarps- og sjón- varpsfélögin ABC og CBS og vikuritin Time og Newsweek skýrðu frá því að Kennedy hefði boðið Johnson forseta að taka til baka framboð sitt ef forsetinn féllist á að skipa á- byrga nefnd til að endurskoða stefnu stjórnarinnar varðandi Vietnam, en nefnd þessi skyldi hafa vald til að ráðleggja breyt ingar á rekstri styrjaldarinn- ar í Vietnam. Var þetta tilboð Kennedys flutt forsetanum áð- ur en Kennedy tilkynnti fram- boð sitt. Frank Mankiewicz blaðafull- trúi Kennedys staðfesti þessa fregn á sunnudag, og sagði að þessi tillaga hefði fynst skotið upp kollinum á fundi á mánu- dag í fyrri viku þar sem þeir hittust að máli Kennedy Clifford varnarmálaráðherra og Theodore Soerensen, ráð- gjafi Kennedys. Að sögn blaða fulltrúans sagði Kennedy þá að ef þessi endurskoðunar nefnd yrði skipuð réttum að- ilum — en engin nöfn voru nefnd — og ef Johnson gæfi yfirlýsingu um að hann skyldi fara eftir ráðleggingun nefnd- arinnar, sæi hann (Kennedy) ekki ástæðu til að halda fram- boði sínu til streitu. Mankiewicz segir að Johnson forseti hafi heitið því að hugsa málið, en seinna í vikunni neit- að tilmælum Kennedys á þeim forsendum að nefndarskipunin gæti verið óbein aðstoð við stjórnvöld í Hanoi auk þess sem hún bæri keim af stjórn- malabraski á styrjáldartímum. f sjónvarpsávarpi á sunnu- dag skýrði Robert Kennedy frá því að hann óskaði eftir náinni samvinnu við Eugene McCarthy til að hindra það að Jóhnson verði kjörinn fram- bjóðandi á flokksþinginu í á- gúst, og að hann hefði ekki í hyggju að slofna nýjan flokk þótt hann ekki næði tilætluð- um árangri á flokksþinginu. Ságði Kéhnedy að samstarf þeirra McCarthys gæti verið mjög mikilvægt og báðum til hagsbótá,- því þannig kæmi bezt fram öflug andstaða inn- an flokksins við Vietnam- stefnu forsetans. MiCarthy flutti einnig sjónvarpsávarp á sunnudag, og ræddi þá framboð Kennedys og ummæli hans. Sagði hann að framboð Kennedys hefði í engu breytt áformum sínum varðandi áframhandandi kosn- ingabaráttu, og taldi sér enga hjálp í því þótt Kennedy tæki nú virkan þátt í kosnimga- baráttunni, Sagði hann einnig að ef hann ekki yrði kjörinn frambjóðandi til forsetakjörs á flokksþinginu í ágúst, væru stuðningsmenn hans algjörlega óbundnir varðandi stuðning vip aðra frambjóðendur. 15 ára stjórnmálaferill Robert Francis Kennedy er aðeins 42 ára, fæddur í Brook line, einni af útborgum Boston í Massachusetts, hinn 20. nóv- ember 1925, sjöundi í röðinni af níu börnum hjónanna Rose Fitzgerald og Joseph P. Kenn- edy. Þótt iiarm sé ungur að ár- um á hann að baki langan stjórnmálaferil, því hann stjórn aði kosningabaráttu bróður síns Johns árið 1952, þegar John var fyrst kjörinn Öldungar- dei'ldarþingmaður fyrir Massa- chusetts-ríki, en þá var „Bobby“ 27 ára. Þótti sá kosn- ingasigur eldri bróðurins mjög athyglisverður, því þetta var árið sem Eisen'hower var fyrst kjörinn forseti, og einkennd- ust kosningarnar yfirleitt af mikilli sókn republikana. Og þótt Robert F. Kennedy sé að eins 42 ára, má minnast þess að John F. Kennedy var 42 ára þegar hann var kjörinn for- seti Bandaríkjanna árið 1960. Á unglingsárum sínum bjó Robert Kennedy í London hjá föður sínum, sem þá var sendi herra Bandaríkjanna þar. Gekk hann í menntskóla í Eng landi en stundaði síðar háskóla nám við Harvard háskóla og háskóla Virginia-ríkis í Banda ríkjunum, og lauk þaðan lög- fræðiprófi. Þegar elzti bróðir Roberts, Joseph P. Kennedy yngri, var skotinn niður í orustuflugvél sinni yfir Ermasundi árið 1944, hætti Robert við nám í bili og gegndi herþjónustu næstu tvö árin. Frétti hann að tundur- R. F. Kennedy. spillir, sem var í smíðum, ætti að hljóta nafn látins bróður síns, Joseph P. Kennedy, og sótti hann um að fá að starfa um borð í tundurspillinum sem óbreyttur sjóliði. Vissi hann ekki þá að tundurspillirinn yrði sendur til Karabíska hafsins, þar sem hann var við eftirlit til styrjaldarloka. Að loknu háskólanámi hóf Robert Kennedy lögfræðistörf. Varð hann fulltrúi við Glæpa- deild dómsmálaráðuneytisins ár ið 1951, og starfaði aðallega við skatta- og fjársvikamál. Sum- arið 1952 sagði hann embætti sínu lausu til að stjórna kosn- ingabaráttu bróðursíns, og eft- ir kosningarnar var hann einn þeirra 15 lögfræðinga, sem skip aðir voru sem ráðgjafar rann- sóknarnefndar Öldungadeildar innar, en formaður þeirrar nefndar var þá Joseph R Mc Carthy frá Wisconsin. Rann- sóknarnefnd McCarthys varð fræg að endemum, enda treysti Kennedy sér ekki til að starfa fyrir nefndina nema í fimm mán uði. Síðar, eftir að McCarthy hafði látið af formensnku, hóf Kennedy á ný störf yfir nefnd ina, og starfaði á hennar veg- um þar til árið 1956 er hann stjórnaði enn á ný kosningai- baráttu Johns bróður síns, sem þá barðist fyir því að vera í framboði Sem varaforsetaefni demókrata, en sú barátta mis- tókst. Árið 1957 hófst barátta Ro- berts Kennedys gegn spillingu í verkalýðshreyfingunni í Bandaríkjunum, og stóð sú barátta í mörg ár. Beindi Kenn edy aðallega örvum sínum gegn Dave Beck, þáverandi for- manni flutningaverkamanna— samtakanna, og seinna gegn eftirmanni Becks, James R. Hoffa. Lauk þeim átökum með því að báðir formennirnir voru dæmdir til fangelsisvistar, Hoffa þó ekki fyrr en 1964 meðan Kenne'dy var dómsmála ráðherra. Árið 1960 ákvað Jo'hn F. Kennedy að berjast fyrir fram boði sem forsetaefni Demókrata og helgaði Robert þeirri bar- áttu alla krafta sína. Skipu- lagði Robert kosningabaráttu í öllum 50 ríkjum Bandaríkj- anna, og átti hvað mestan þátt í því að eldri bróðir hans var útnefndur frambjóðandi flokks ins á ársþingi demókrata í At- lantic City í júlí 1960 eftir harða samkeppni við öldunga- deildarþingmennina Stuart Sym ington og Lyndon B. Johnson, auk þess sem Adlai Stevenson ríkisstjóri gaf þá kost á sér til framboðs. Hafði Stevenson ver ið forsetaefni demókrata við forsetakostningarnar 1952 og 1956, en tapaði í bæði skiptin fyrir Eisenhower. Eftir að John F. Kennedy tók við forsetaembætti í janúar 1961, skipaði hann Robert bróð ur sinn í embætti dómsmálaráð- herra. Þótti sumum það nokkuð langt gengið að skipa 35 ára mann í þétta mikilsverða em- bætti, og töldu Robert ekki hafa nægilega reynslu til að sinna því sem skyldi. Forset- inn lét mótmælin sem vind um eyru þjóta, og smám saman varð Robert ein helzta stoð og stytta bróður síns. Var almennt talað um hann í Washington sém annan valdamesta mann stjórnarinnar. Svo fór einnig með andstæðinga hans að þeir urðu að viðurkenna að dóms- málaráðuneytið var betur rek- ið eftir að Robert Kennedy tók við ráðherraembættinu en áð ur. Meðan Jóhn F. Kennedy var forseti og þar til hann var myrtur í Dallas 22. nóvember 1963, var Robert Kennedy hafð ur með í ráðum varðandi lausn ir allra helztu vandamála ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega beitti hann sér fyrir lausn kyn- þáttavandamálsins, og hann var einn þeirra fáu ráðherra og annara fyrirmanna, sem forset- inn leitaði ráða hjá við lausn Kúbudeilunnar 1962, þegar Sov étríkin féllust á að flytja heim eldflaugar, er komið hafði ver ið fyrir í skotstöðvum á Kúbu. Eins og sjá má af ofanskráðu hafði Robert frá upphafi helg- að bróður sínum starfskrafta sína. Hann trúði á bróður sinn og stefnu hans, en hugsaði minna um að trana sjálfum sér fram. Það varð öllum mikið á- fall þegar John F. Kennedy var myrtur, en fáum jafn mikið og Robert. Héldu margir þá að Ro bert hætti öllum afskiptum af stjórnmálum og sneri sér að ' málum Kennedy—fjölskyldunn- ar. Svo fór þó ekki, og var Robert kjörinn annar Öldung- ardeildarþingmanna New York —ríkis haustið 1964, þótt sjálf- ur væri hann frá Massa- chusetts. Sagði hann þá af sér ráðherraembættinu. Óvild milli Johnsons og Kenned ys. Eftir fall Kennedys forseta tók Lyndon B. Johnson varafor seti við stjórnartaumunum. Eðli legt var að hann yrði forseta- efni demókrata við forsetakosn ingarnar 1964, en miklar vanga veltur voru um það hver yrði varaforsetaefni flokksins. Komu margir til greina, og þá ekki sízt Robert Kennedy. Var á það bent að Kennedy—nafn ið gæti bætt mjög aðstöðu John sons. Heldur hafði þó verið kalt á milli þeirra Roberts Kenned- ys og Johnsons allt frá upphafi, og var ekki vitað hver áhrif sá kali hefði á ákvörðun for- setans er hann veldi sér vara- forsetaefni. Johnson hafði bar- izt fyrir því að vera í fram- boði sem forsetaefni demókrata árið 1960, þegar John F. Kenn- edy varð fyrir valinu, og varð Johnson þá að sætta sig við embætti varaforseta. Það gekk þó ekki árekstralaust að koma Johnson í framboðið með Kenn edy, því- margir voru umsækj- endurnir. Áleit Johnson þá að Robert Kennedy ynni að því að koma í veg fyrir honum byð ist varaforsetaframboðið, þótt það álit væri á misskilningi byggt. Annað var það, sem ölli ó- vild milli þeirra Roberts Kenn edys og Johnsons, og Johnson átti erfitt með að fyrirgefa, en það var tillitsleysi, sem John- son þótti Kennedy yngri sýna sér sem varaforseta. John F. Kennedy kvaddi Johnson vara forseta jafnan til viðræðna um öll vandamál, er hæst bar á góma hverju sinni, og lagði sig fram um að hafa Johnson allt- af með í ráðum. Robert Kenn- edy hafði svo til ekkert sam- band við Johnson varðandi þau merku mál er afgreidd voru í dómsmálaráðuneytinu. Elskaði bróður sinn. í bók sinni „The Making of a President — 1964“, sem gef- in var út 1965, segir rithöf- undurinn og blaðamaðurinn Theodore H. White meðal ann ars um deilur þeirra Kenned- Framhald á bls. 22 Flestir telja Kennedy hafa lýst heldur seint yfir framboðinu — segir Hannes Kjartansson í símaviðtali við Morgunblaðið MORGUNBLAÐIÐ átti í gær simtal við Hannes Kjartans- son, sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunura í New York, og spurðist fyrir um hvernig fólk þar í landi tæki framboði Roberts Kennedy til forseta. Hannes Kjartansson sagði, að framboði Kennedys væri tekið mjög misjafnlega og væru skiptar um þann unga mann. Erfitt væri að segja um, hvernig málin þróuðust. Hannes sagði, að meirihluti þeirra, sem hann hefði rætt við, svo og flestir dálkahöf- undar og fréttaskýrendur, virt ust þeirrar skoðunar, áð Kennedy hafi tilkynnt heldur seinit um framboð sitt, ekki sízt með tilliti til framboðs Eugene McCarthys og hins góða árangurs, sem hann hefði náð í forkosningunum í New Hampshire. Hannes sagði, að margir Bandaríkjamenn virtust þeirr ar skoðunar, að Kennedy hefði átt að bíða fjögur ár í viðbót. Unga fólkið, sem hefði staðið með Kennedy, virtist einnig telja að hann hefði beðið of lengi. Mc- Carthy hefði orðið að standa einn í eldinum án stuðnings hans. Loks sagði Hannes, að sér virtist fólk telja Johnson geta hlotið útnefningu demókrata til forsetaframboðs, ef hann óski þess. Heyrzt hefði, að Johnson ætlaði ekki a'ð gefa kost á sér, en menn legðu ekki trúnað á slíkt. Hannes Kjartansson lagði á það áherzlu, að hér væri að- eins um hans eigin skoðanir a ðræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.