Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 24
24 MORGU N BLAÐI0 i Laugardagur 7. nóv. 1964 r JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni J — Hvernig farið þér að því að vera svona grannur? — Brett hefur sagt mér að ungfrú Stewart hafi verið hetjan í ferðinni. Ef hún hefði ekki verið þarna, mundi fjöldi fólks hafa hrokflcið uppaf. — Einstök vitleysa er þetta, sagði Gail. — Þetta var alls ekki svona hættulegt, og það var eiginlega ekki nema lítið, sem ég gat hjálpað. Aðeins venjuleg aðstoð. Hlustið þið nú á þessa bljúgu fjólu, hélt þrumuröddin áfram. En nú skulum við drekka í botn fyrir henni. Þetta skal verða minnisvert samkvæmi! Gail drakk úr kampavínsglas- inu sem hann rétti henni. Henni fannst í rauninni að sér veitti ekkert af styrkingu. Viðtökurnar höfðu verið svo tröllslegar að hún dasaðist. Dugleg stúlka, Gail, sagði hann. — Ja, ég vona að þér amist ekki við að ég kalli yður Gail? Nú fer að koma roði í kinnarnar á yður. Þér voruð svo föl þegar þér komuð til okkar. Drekkið þér annað glas í viðbót — þér hafið gott af því. Hún tók við glasinu og hlýddi, — það var líkast og hún gengi í svefni. Tam Manning dáleiddi hana. En hvað mundi Grant segja um þetta? Hann sat ská- hallt á móti henni, beit á jaxl- inn og virtist kunna þessu illa. Hann var snar þáttur í hennar gömlu eigind, hugsaði hún með sér og bar glasið upp að vörun- um. Brett sat á aðra hlið henni, og nú beygði hann sig að henni og spurði lágt hversvegna hún hefði ekki símað, eins og hún lofaði. — Ég hef haft svo mikið að gera, sagði hún afsakandi. — Það er ekki næg afsökun, svaraði hann. — Þetta er satt, — ég hef ekki haft neinn tíma til þess, sagði hún. — Ég hef unnið í stofnun- inni nærri því í allan dag, og auk þess hef ég verið í sjúkra- húsunum með Raeburn lækni. — Þú hefur þá verið þar þeg- ar ég hringdi. Mér var sagt að þú værir úti, og enginn vissi hve nær þú mundir koma aftur. Þessi manneskja sem ég talaði við, varaðist að gefa upplýsing- ar. Gail fór að brjóta heilann um hvort það hefði verið Bobby eða Mildred, sem var „manneskjan" í þessu tilfelli. Brett spurði hvar hún ætti heima og fékk heimil- isfangið, svo að hann skyldi síð- ur missa af henni aftur. Hún varð að lofa honum að hitta hann, en loforðið kom ekki frá hjartanu. Hún hafði — nánast óafvitandi — reynt að forðast hann, því að hún var hrædd við áhrifin, sem frá honum stöfuðu. Hún var alls ekjki með sjálfri sér þegar hún var með honum, og hún var alls ekki viss um, að henni líkaði þetta nýja ástand. Hún var ekki framar hógværa, iðna hjúkrunarkonan, en hug- frjáls manneskja, sem vissi í rauninni ekki hvert leiðin lá. 16 — Ég skal fyrirgefa þér í þetta skifti, en láttu það ekki koma fyrir aftur, sagði hann og hvessti brúnirnar. — Ég skal hafa gát á að missa ekkii af þér. Við verðum að vera saman á hverju einasta kvöldi. — Það er algerlega ómögu- legt, sagði hún. — Þú trúir mér ekki, en ég segi þér satt, að ég hef mikið að gera. Grant gat ekki varizt að heyra þessi orðaskifti, og nú fannst að hann yrði að grípa fram í: — Ég er hræddur um að ung- frú Gail gæti ekki staðið í stöðu sinni, ef hún væri úti á hverju Nefndin: Marina Oswald bar það fram, að einu sinni 1 marz eða apríl 1963 hafi maður henn- ar sagt henni, að hann ætlaði að fara að æfa sig að skjóta úr riffli. Vitni hafa borið, að þau hafi séð Oswald í skotbakka á Dallassvæðinu, í október og nóvember 1963. Rannsókn hefur ekiki getað staðfest, að maður- inn, sem þessi vitni sáu, hafi verið O'swald. Tilgátur: — Oswald kunni á bíl og sást í bíl á ýmsum stöð- um. Nefndin: Oswald hafði eklki ökuleyfi. Marina Oswald og Ruth Paine hafa vitnað, að hann kunni ekki á bíl, og engin stað- fest vitneskja liggur fyrir um það, að hann hafi neinsstaðar sézt akandi bíl. Að vísu kenndi frú Paine Oswald lítilsháttar á bíl og hann ók stuttar vegalengd ir í þessum kennslubílum. Tilgátur: Oswald fékk pen- inga senda gegn um Western Union-símann, öðru hverju í nokkra mánuði fyrir morðið á forsetanum. Nefndin: Starfsmaður í aðal- skrifstofu Western Union í Dall- as, S. A. Hamblen, bar það fram, að hann myndi sig hafa séð Os- einasta kvöldi, sagði hann ró- lega. Brett varð gramur. — En hvað kemur þetta eiginlega yður við, læknir? sagði hann fautalega. — Ég veit að þér eruð húsbóndi hennar, en þér eruð varla fangavörður hqnnar um leið? Brett hló, því að hann vildi helzt að þetta yrði tekið sem gaman, en Gail fann að það var ólga í þeim báðum. Það lá við að hún yrði hrædd. Bara að þeir færu ekki að rífast! Hvað átti hún þá að gera? Nú sagði hún, eins rólega og hún gat: — Það segir sig sjálft, að ég get ekki farið út með þér á hverju kvöldi, Brett. Raeburn læknir hefur rétt að mæla þegar hann segir að starfið verði að ganga fyrir öllu öðru. Brett beygði sig lengra fram og hló — og það var alls ekki neinn góðgirnishlátur. Gail varð enn hræddari. Hún studdi á handlegginn á honum og bað hann að skilja þetta. Svo lægði ólguna og Gail varð rórra. — Vitanlega ert það þú sem ræður, Gail, sagði hann. — En boðið mitt stendur. Á sunnu- daginn ætlar guðfaðir minn að halda nýtt samkvæmi fyrir mig. Þá geturðu vonandi komið? Gail var nauðugur einn kost- ur, að þakka fyrir. Tom Manning, sem hafði hlustað á orðaskiptin glottandi, hallaði sér nú að Gail og hvísl- aði: — Þér létuð sveimér sljákka í drengnum, ungfrú. En mér finnst hann húsbóndi yðar held- ur daufur í dálkinn. Er hann ástfanginn af yður líka. wald nokkrum sinnum taka móti peningum, sem höfðu ver- ið símsendir honum. í vitnis- burði sínum fyrir nefndinni gat Hamblen ekki fullyrt, hvort maðurinn, sem hann hafði séð var Oswald eða ekki. Embætt- ismenn Western Union leituðu í bókum sínum í Dallas og fleiri borgum yfir tímabilið frá júní og fram í nóvember 1963, 16 en fundu engar ávísanir stílað- ar á Lee Oswald eða neitt kunnra auknefna hans. Einn em- bættismaður hjá Western Union komst að þeirri niðurstöðu, að þessi fullyrðing væri „skáld- skapur frá ímyndunarafli hr. Hamblens". Nefndin hefur ekkert fundið, sem mæli gegn þessari ályktun. iTIgátur: Á leiðinni heim frá Mexco City, í október 1963, kom Oswald við í Alice, Texas til að sækja um atvinnu við út- varpsstöðina þar. Nefndin: Þessi orðrómur er sennilegast sprottinn frá for- stöðumanni útvarpsstöðvarinn- ar KOPY, í Alice, sem bar það — AUs ekki, herra Mannig, sagði hún, en fann um leið að hún roðnaði. — Jú, hann er það áreiðan- lega, svaraði Tom Manning og hló tröllahlátur. — Mér lá við að halda að þeir mundu fljúg- ast á, og þér voruð eins og á nálum. Lofið mér að hella í glas- ið yðar. Kampavínslögg skemm ir engan, en er bara til bóta. Drekkið þér nú út úr glasinu, góða mín! Gail var orðið svo órótt útaf sennunni að hún tók boði Mann- ings fegins hendi. — Hver er eiginlega ástæðan fyrir því að þér fóruð alla leið fram, að Oswald hafi komið í skrifstofu hans 4 október síð- degis og staðið þar við í um það bil 25 mínútur. Samkvæmt framburði forstöðumannsins, ók Oswald í beygluðum bíl frá 1953, og hafði konu sína og lítið barn með sér í bílnum. Oswald ferðaðist frá Mexico City til Dallas í almenningsvagni, og kom til Dallas 3. október síð- degis. Sá vagn kom alls ekki við í Alice. Hinn 4. október sótti Oswald um tvær stöður í Dallas og var síðan um nóttina hjá konu sinni og barni heima hjá Paine í Irving. Rannsókn hefur leitt í ljós, að Oswald átti- engan bíl og engar sannfærandi upplýsingar liggja fyrir um það, að hann hafi kunnað að aka bíl. Þar kf leiðir, að Oswald hefur ekki getað verið í Alice þann 4. október. Og ekkert liggur fyrir um það, að hann hafi nokk urntíma þangað komið í atvinnu leit. Tilgátur: Oswald eða ein- hverjir honum meðsekir höfðu gert ráðstafanir til þess, að hann gæti sloppið burt frá flugvelli nokkrum á Dallassvæðinu. Nefndin: Rannsókn á slíkum fullyrðingum leiðir í ljós, að hingað til Hong Kong? spurði Tom Manning upp úr þurru. — Þér vitið það, sagði GaiL — Ég kom hingað til að vinna sem aðstoðarsytir hjá Raeburn lækni í Malcolm Henderson- stofnuninni. — En þér eruð of geðug stúlka til þess að fara hingað eingöngu til að vinna. — Þér hafið eflaust haft aðrar ástæður líka, til þess að koma hingað. Hún fann að hann var að reyna að erta hana, og taldi þetta ekki annað en tilraun gamals manns til þess að dufla við unga stúlku. Vitanlega hefði hún getað gefið honum svarið þær eru algjörlega tilhæfulaus- ar. Nefndin heíur enga vit- neskju getað fengið um það, að Oswald hafi haft neinar fyrir- fram undirbúnar fyrirætlanir um að sleppa burt. Tilgátur: 150 dalir fundust 1 hirzlu í herbergi Oswalds i North Beckiey Avenue, eftir morðið. Nefndin: Engir peningar fundust heima hjá Oswald eftir morðið. Oswald hafði skilið eftir 170 dali í herberginu, sem konan hans hafði heima hjá Paine í Irving. Þegar hann var handtek- inn, hafði hann á sér $ 13.87. Tilgátur: Eftir handtöku Os- walds fann lögreglan í herbergi hans sjö málmkassa, fulla af nöfnum á Castrosinnum. Nefndin: í skrá lögreglunnar í Dallas um muni Oswalds, sem teknir voru í herbergi hans í North Beckley Avenue 1026, koma ekki fyrir neinir spjald- skrárkassar. Nokkrir spjald- skrárkassar litlir, sem skrásettir eru sem fundnir heima hjá Paine í Irving, innihéldu bréf, myndir, bækur og prentað mál, og mest af þessu var eign Ruth Paine en ekki Oswalds. Engar nafnaskrár yfir Castrosinna fundust meðal þessara muna. Tilgátur: Bréf frá Oswald eru svo mismunandi að gæðum (rétt ritun, málfræði, setningaskip- un), að hann hlýtur að hafa fengið hjálp til að semja hin betri bréf, eða þá einhver hefur samið þau fyrir hann. IMokkur atriði úr Warren-skýrslunni KALLI KUREKI - ->f- Teiknari: J. MORA WELL.THEEE'S OL' BUFFALO BATES.'-HE WASA’ISIPIAM FISHTES-f PULL SOME JOKE ON HlMf HE’LL PEACT UKE A KE&O’POWPER.' 1. í>ú ert ekki svo slæmur eftir allt saman. Veizt þú nokkuð hvern- ig við getum komið af stað einhverju spennandi. Já, við erum að deyja úr leiðind- um. 2. Þama er Buffalo Bates gamli. Hann barðist einu sinni við Indíána. Stríðið þið honum og hann springur eins og púðurtunna. 3. Þú erí kannski að gera okkur einhvem óleik. Ef hann skyldi nú verða illur eins og þú? Það er bara skemmtilegra. Hann getur ekki gert annað en að stama. Hann hefur ekki byssu. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi eff að Hlíðarvegi 61, 1 sími 40748. Garðahreppur i Afgreiðsla Morgunblaðsins 1 fyrir Garðahrepp er að Hof- I túni við Vífilsstaðaveg, sími i 51247. Hafnarfiörður Afgreiðsla Morgunblaðsins ^ fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Keflavík i Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Keflavíkurbæ er að Hafnargötu 48.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.