Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 15
\ Laugardagur 7. nóv. 1964 MOKCUNBLAÐIÐ 15 Tveim meginmarkmiðum náð: Staða þjóðarbúsins út ú við tryggð og þjóðartekj. auknar Fjárlagarælla Gunnars Thor- oddsens fjármálará5herra á Alþlngi Gunnar Thoroddsen, Herra forseti. Góðir hlustendur. ÁÐUR en rætt verður um frum- varp til fjárlaga fyrir árið 1965, vil ég víkja að afkomu ríkissjóðs á árinu 1963 og afkomuhorfum hans í ár. í meginatriðum varð afkoma ríkissjóðs á árinu 1963 þessi: í fjárlögum voru tekjur ríkis- sjóðs áætlaðar 2198 millj. kr. Þær urðu 2523 millj. og fóru þannig 325 millj. kr. fram úr áætlun. Helztu liðirnir voru þessir: Aðflutningsgjöld í ríkissjóð af innfluttum vörum fóru 215 millj. fram úr áætlun. Á árinu 1963 gekk í gildi ný tollskrá, sem fól í sér nokkrar lækkanir á að- flutningsgjöldum margra vöru- tegunda, en hins vegar varð inn- flutningur það ár miklu meiri en menn höfðu gert ráð fyrir. Þegar fjárlög voru samin, var reiknað með því, að innflutning- ur yrði um 5% meiri en árið áður. Flugvélar og skip voru ekki talin með, enda engin að- flutningsgjöld af þeim greidd. En innflufningsverðmætið reyndist um 18% meira en árið áður, (23% meiri, ef flugvélar og skip eru talin með). Þessi mikli inn- flutningur vara olli hærri toH- tekjum en fjárlög gerðu ráð fyr- ir. Af innflutningi bifreiða eru greidd sérstök gjöld og urðu þau 123 millj. eða 58 millj. yfir á- ætlun. Þrjú prósent söluskattur af vörum og þjónustu fór 16 Vz milj. og tekjur af rekstri ríkis- stofnana nær 36 millj. fram úr áætlun fjárlaga. Tekju- og eign- arskattur fór rúmar 17 millj. fram úr áætlun. Útgjöld ríkissjóðs voru áætluð f fjárlögum 2189 millj. Þau urðu 2310 millj. og fóru því 121 millj. fram úr fjárlögum. Aðalástæða þessarar umframgreiðslu er launahækkun opinberra starfs- manna frá 1. júlí 1963. Sú hækk- «n hefur kostað ríkissjóð á síð- ari helmingi ársins 90—100 millj. kr. — Nokkrir útgjaldaliðir urðu að 6ðru leyti umfram áætlun, svo sem Landhelgisgæzla, Skipaút- gerð ríkisins, kostnaður við toll- og skattheimtu, lögreglukostnað- «r vegna nýrra laga, er létta af sveitarfélögunum nokkru af þeim tilkostnaði. Sumir útgjalda- liðir urðu undir áætlun, einkum vaxtagreiðslur ríkissjóðs. Þær urðu tæpur helayv.gur þess, sem áætlað var, 4.4 millj. eða 6.2 millj. undir áætlun. Eins og áður er getið, fóru tekj- ur 325 millj. fram úr áætlun fjár- laga, en gjöldin 121 millj. um- fram. En auk útgjalda samkvæmt fjárlagaliðum, eru jafnan ýmsar útborganir hjá ríkissjóði, sem hafa áhrif á greiðslujöfnuðinn. Það eru hreyfingar á geymslufé, •ukið rekstursfé ríkisstofnana, veitt lán, fyrirframgreiðslur o.fl. Þegar öll þessi atriði eru gerð upp, verður greiðsluafgangur ríkissjóðs á árinu 1963 124)4 millj. kr. eftir þeirri aðferð, sem Seðlabanki íslands og ýmsar al- þjóðlegar stofnanir nota, en 139 millj. eftir þeim reglum, sem ríkisbókhaldið hefur haft. I fjárlagaumræðum á síðasta þingi, skýrði ég frá því, að ríkis- stjórnin teldi rétt að nota hluta af þessum greiðsluafgangi til að inna af hendi vangoldin framlög ríkisins vegna hluta þess í kostn- aði við hafnargerðir og sjúkra- húsbyggingar. Hluti ríkisins er lögbundinn, en greiðslurnar hafa ekki verið gjaldkræfar til þess- ara framkvæmda fyrr en fé er veitt til þeirra í fjárlögum. I samræmi við þetta er tekin upp í 22. gr. fjárlagafrv. fyrir 1965 XXVI. lið heimild til þess að greiða af greiðsluafgangi ársins 1963 20 millj. kr. upp í framlög ríkisins til sjúkrahúsa og 20 millj. upp í framlög til hafnar- gerða. f árslok 1963 skuldaði ríkis- sjóður engar lausaskuldir og er það þriðja árið í röð. Afkoman í ár í fjárlögum fyrir 1964 voru tekjur áætlaðar 2696 millj. kr., gjöldin 2677 millj. og greiðslu- afgangur þannig rúmar 19 millj. Um þær mundir, sem fjárlög voru afgreidd skömmu fyrir síð- ustu jól, var samið um kaup- hækkanir, sem námu yfirleitt 15%. Hin margvíslegu áhrif þess- ara kauphækkana var því ekki unnt að taka inn í fjárlögin. En ríkisstjórnin undirbjó og lagði fyrir Alþingi í janúarmánuði til- lögur um ráðstafanir, greiðslur og fjáröflun, sem nauðsynlegar þóttu vegna þessara atburða. Þessi lög lögðu á 2)4% viðbótar- söluskatt, er skyldi gilda frá 1. febrúar. Var áætlað, að hann skilaði á árinu í ár 262.5 millj. kr., en því fé skyldi varið til uppbóta á fiskverð, stuðnings við frystihús og togaraútgerð, fiski- leit og Fiskveiðisjóð, til niður- greiðslu á vöruverði í innan- landssölu og til hækkunar á bót- um almannatrygginga. Um leið og fjárlög voru af- greidd, voru samþykkt ný vega- lög. Samkvæmt þeim skyldi Vega sjóður frá áramótum taka við innflutningsgjaldi af benzíni og við bifreiðaskatti, er runnið hafði til ríkissjóðs og var áætlað í fjárlögum á 104 millj. kr. Hins vegar skyldi Vegasjóður taka að sér útgjöld að upphæð 92 millj. kr. á 13. gr. í fjárlögum. Þegar fjárlög fyrir 1964, vegalög og janúarlögin um aðstoð við sjáv- arútveginn o.fl. eru skoðuð í samhengi, gera þau ráð fyrir tekj um til ríkissjóðs í ár að upp- hæð 2849 millj., útgjöldum 2842 millj. og þannig greiðsluafgangi um 7 millj. kr. Um afkomu ríkissjóðs í ár verð ur ekkert fullyrt að svo komnu. Greinilegt er þó, að hún er mikl- um mun erfiðari en undanfarin ár. Veldur þar miklu um, að veru- legar fjárhæðir hafa verið greidd ar, til þess að halda vísitölunni óbreyttri að sinni, eins og gert var ráð fyrir, þegar samið var milli ríkisstjórnarinnar og Al- þýðusambandsins í júní sl. Þá hafa og uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir reynzt miklu meiri á árinu en upphaflega var gert ráð fyrir. Stafar það fyrst og fremst af auknum útflutningi mjólkurafurða og af hækkuðu verðlagi á þeim vörum innan- lands. Þótt tekjur fari í heild eitthvað fram úr áætlun, er hæp- ið, að sumir tekjuliðir nái áætl- un, svo sem tekjur af rikisstofn- unum. Frumvarpið 1965 Frumvarp til fjárlaga fyrir ár- ið 1965 er hér til 1. umræðu. Tekjur þess eru áætlaðar 3219 millj. kr. Það er hækkun tekju- áætlunar um 523 millj. frá gild- andi fjárlögum en um 370 millj. frá þeirri tekjuáætlun ársins, sem ég nefndi áðan og sem leiðir af vegalögum og lögum um að- stoð við sjávarútveginn. Hvernig er nú þessa fjár aflað, sem fjárlögin gera ráð fyrir að taka til þarfa ríkisins? Langstærsti tekjuliðurinn eru tollar eða aðflutningsgjöld af innfluttum vörum, samtals 1566 millj. eða sem næst helmingi af öllum ríkistekjunum. Þótt toll- stigar hafi verið lækkaðir á mörgum vörum í þrem áföngum á árunum 1961—1964, koma þó fleiri krónur í rikissjóð en áður af tollum, bæði vegna vaxandi innflutnings ár frá ári og hins, að dregið hefur stórum úr ólög- legum innflutningi á móti því, sem áður var, áður en fyrstu tollalækkanirnar voru fram- kvæmdar. En í sambandi við tollamálin er rétt að geta um tvennt. Annað er það, að endur- skoðun tollskrár heldur stöðugt áfram og er nú einkum unnið að endurskoðunum vélatolla til lækkunar. Hitt er það, að undir- búið hefur verið frv. til nýrra laga um tolleftirlit, til þess að skapa fastari framkvæmd og öflugra aðhald í þeim efnum. í þessari upphæð aðflutnings- gjalda til ríkissjóðs, eru meðtal- in gjöld af innfluttum bifreið- um, 110 millj., en ekki lögmælt- ur hluti Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga af aðflutningsgjöldum nærri 77 millj. Annar hæsti tekjuliðurinn er sölúskattur af vörum og þjón- ustu, áætlaður 603)4 millj. til ríkissjóðs, en auk þess um 74 millj. til Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga. Miðað er við óbreyttan söluskatt, 5.5%, þ.e.a.s. að sú hækkun (um 2)4%), sem ákveð- in var ótímabundið með 5. gr. laga nr. 1. frá 1964, haldist. Veru legur hluti þeirra útgjalda, sem henni var ætlað að standa und- ir, hefur verið tekinn í frv. Auk þess hafa svo margvísleg önnur óhjákvæmileg útgjöld hækkað, sem géra þessar tekjur nauð- synlegar. Þriðji tekjustofninn eru tekj- ur af áfengis- og tóbaksverzlun, 430 millj. Fjórði tekjustofninn er tekju- og eignarskattur áætlaður 375 millj. kr. Að óbreyttum lögum um tekjuskatt og eignarskatt er áætlað, að þeir gætu reynzt 480 —500 millj. kr. á árinu 1965. Unn- ið er að endurskoðun laganna með það fyrir augum að hækka persónufrádrátt og gera ýmsar aðrar lagfæringar til hagsbóta fyrir gjaldendur, sem leiða til lækkunar. Ráðstafanir hafa ver- ið gerðar til að herða eftirlit með framtölum. Þjóðartekjur aukast hröðum skrefum og með hlið- sjón af þessum atriðum, sem ég nú nefndi, hefur eftir atvikum þótt rétt að áætla þennan tekju- lið 375 millj. kr. Þá er loks að nefna stimpil- gjald 75 millj., gjald af innlend- um tollvörum 55 millj., auka- tekjur 48 millj. og ýmsa smærri liði samtals um 66 millj. kr. Niður falla tveir tekjuliðir úr fjárlögum, innflutningsgjald af benzíni og bifreiðaskattur, en þeir hafa verið afhentir Vega- sjóði samkvæmt hinum nýju vegalögum. Þegar litið er þannig yfir helztu tekjustofna ríkissjóðs sést, að svo kallaðir beinir skattar, tekju- og eignarskattur, eru aðeins rúm- ur 1/10 hluti teknanna í heild. Úm tekjuskattinn ætla ég ekki að ræða frekar nú, en fyrir Alþingi verður lagt frumvarp til breytinga á tekjuskattslögum, sem nú er í undirbúningi og verð ur þá nánara rætt um skatta- málin. En það er rétt í þessu sam- bandi að athuga álögur hins op- inbera í heild. Ég á þá við álög- ur ríkisins og sveitarfélaga til samans, bæði beina og óbeina skatta. Það er mikilvægt að at- huga einnig með samanburði við önnur lönd, hve stóran hluta af þjóðartekjum og þjóðarfram- leiðslu hið opinbera tekur til sinna þarfa. Þegar athugaðar eru í heild tekjur hins opinbera, er það ekki krónutalan, sem skiptir aðalmáli, því að eðlilegt er, að tekjurnar í krónutölu aukist ár frá ári vegna fólksfjölgunar og sívax- andi þjóðartekna. Það, sem meg- inmáli skiptir, er, hvert hlutfall- ið er, hve há hundraðstala af heildarframleiðslu þjóðarinnar er tekin til opinberra þarfa. I þeim samanburði, sem hér fer á eftir og gerður er af Efna- hagsstofnuninni, eru taldar bein- ar og óbeinar tekjur hins opin- bera, en útflutningsuppbætur dregnar frá. Tekjur eða álögur hins opinbera voru í hundraðs- tölu af þjóðarframleiðslu sem segir: 1958 28 % 1959 28.4% 1960 31.3% 1961 27,8% 1962 26.9% 1963 26.6% 1964 (áætlað) 25.8% Á fyrsta ári efnahagsaðgerð- anna 1960, hækkaði hundraðstal- an þannig upp í 31.3, en hefur síðan farið lækkandi með hverju ári og er nú 25.8% móti 28% fyr- ir 6 árum. Nýjustu tölur tiltækar frá nokkrum öðrum löndum eru fyr- ir árið 1962. Þær eru þessar: Danmörk 28)4% Bretland 33.1% Noregur 35.9% Vestur-Þýzkaland 37.4% Sviþjóð 38.6% Þessi samanburður leiðir tvennt í ljós, Heildarálögur hins opinbera á íslandi miðað við þjóðarframleiðslu hafa farið lækkandi undanfarin 4 ár og eru lægri nú en áður en viðreisnin hófst og þær eru lægri hér en í fyrrnefndum 5 löndum. Útgjöldin samkv. fjárlagafrum varpinu eru áætluð_ 3209 millj. Það er hækkun frá gildandi fjár- lögum um 532 millj., en frá endanlegri útgjaldaáætlun með hliðsjón af vegalögum og janú- arlögum nemur hækkunin 367 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.