Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. nóv. 1964 i ik fk % ft W 'i% *M O MORGUNBLAÐIÐ 3 í I' ! i1 , i ! * ÓVENJXJMIKIÐ hefur verið af rjúpu í haust. Skyttur hafa farið á stúfana víða um land og orðið talsvert ágengt. Holtavcröuheiði hefur löngum þótt gott veiðiland og hafa menn óspart stundað rjúpna- veiði frá Fornahvammi það sem af er vetri. Fyrstu 10 daga veiðitímans voru, sam- kvæmt skýrslum Gunnars Góð rjúpnaveiði frá Fornahvammi 4300 rjúpur fyrstu 10 dagana 1 ! Guðmundssonar bónda og veitingamanns í Forna- hvammi, skotnar 4300 rjúpur á heiðinni. Gunnar hefur veiðiréttinn á Holtavörðu- heiði á leigu frá þremur aðil- um og selur síðan veiðileyfi. Þær 4300 rjúpur, sem áður eru nefndar, fengust á 100 veiðileyfi, svo að hver maður hefur fengið að meöaltali 43- rjúpur á dag. Nokkrir blaðamenn Morgun blaðsins skruppu á rjúpna- veiðar með Gunnari fyrir nokkru. Brá þá svo við að rigningu gerði og hvassviðri. svo að veiði arð lítil þann daginn. Gunnar, sem fengið hafði 419 rjúpur í 7 ferðum, skaut aðeins 11 þennan dag. „Það er ómogulegt að eiga við rjúpu í veðrabrigðum“, sagði Gunar. „>á er hún að flytja sig til og er auk þess# mjög stygg. Svo kúrir hún í rokinu og maður sér hana ekki nema af tilviljun eða þá stígur ofan á hana.“ „Hvað hefur þú fengið margar í veiðiferð í haust, Gunnar?“ „Ég fékk 85 í 55 skotrnn á þriðjudag og það þótti mér of mikið að bera. svo að ég varð að skilja helm- inginn eftir og fara aðra ferð. Hiná vegar bar ég 72 niður fyrir nokkrum dögum og það var aldeilis voðalegt erfiði. Ég gekk smás-pöl í einu og fleygði mér svo flötum með pokann á mér.“ „Hefur þú stundað rjúpna- veiðar lengi?“ „Nei, ég hafði aldrei skotið rjúpu, fyrr en ég kom að Fornahvammi fyrir 7 árum. Nú er ég búinn að fá feikna- legan áhuga á skotmennsku.“ „Hvað skautztu margar rjúpur í fyrra?“ . „Eitthvað á 8. hundrað". • „Fæstu við að skjóta ein- hver önnur kvikindi en rjúpur?“ „Ég hef skotið nokkra refi. Og af því tilefni er rétt að geta þess að ég hef aldrei séð nærri því eins mikið af refa- slóðum hér á heiðinni og nú í dag. Ég hef alltaf verið að búast við að sjá ref á bak við næsta leiti.“ „Hefurðu komizt í færi við refi á rjúpnaveiðum með haglabyssu?" „Mest hef ég nú notað riffil með hlaupvídd 222. Þó hef ég skotið nokkra á rjúpnaveið- um. Eitt sinn í fyrra var ég hér á heiðinni á leið upp og þá kom refur á móti mér á fleygiferð niður gil nokkurt. Honum brá svo, þegar hann sá mig, að hann settist á rass- inn og góndi á mig. Hafði ég því nægan tíma til að hlaða byssuna og skjóta hann.“ „Eitt sinn var hjá mér gam- all maður, reynd refaskytta", hélt Gunnar áfram. „Hann var á gangi um heiðina og taldi sig sjá tvær yjúpur. Sýndist honum önnur vera rólegri og á styttra færi. Stóð sú út undan stórum steini. Skaut hann nú á þá við stein- inn, en hin flaug upp. Þegar gamli maðurinn kom að stein- ■ inum, sá han hvar skjanna- hvítur refur lá þar stein- dauður. Ég held, að mannin- um hafi ekki þótt þetta mjög slæm skipti." Gunnar býr fjárbúi að Fornahvammi. Hann hefur um 350 fjár. Hann hefur auk þess 13 herbergja gistihús, þar sem 30 manns geta sofið. Þá hefur hann veitingar fyrir ferðafólk og hafa Norður- leiðarbifreiðiar jafnan við- dvöl í Fornahvammi. Kona Gunnars, Lilja Pálsdóttir og börn þeirra 4 hjálpa og við reksturinn. STAKSTHMR „Ýms undarleg orð“ I nokkurs konar útvarpsgagn- rýnisþætti málgagns Sovétríkj- anna á íslandi, „Þjóðviljans“. birtist í gær hugleiðing um síð- asta bCaðamannafund í rikiisút- varpinu. Gunnar Schram, rit- stjóri, stjómaði fundinum, en ásamt honum spurðu Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, og Björgvin Guðmundsison, frétta- » stjóri, forseti Alþýðusambands ís lands, Hannibal Valdimarsson, og þykir þeim, er í „Þjóðvilj- aiui“ skrifar, sem Hannibal hafi þar borið skarðan hlut frá borði. Þótt útvarpsgagnrýni þessi ein- kennist jafnan af hrútleiðinleg- um og misheppnuðum fyndni- tilraunum i fornfálegum lang- lokustíl, þá er þó ekki fyrir það að synja, að höfundur hennar getur stundum verið nokkuð skemmtí'egur, — en vitanlega alveg óviljandi. Sem dæmi skal hér tilfærður niðurlagskafli greinar hans í gær: „Hiannibal varðist þeim félög- um vel fyrst framan af, en er á leið þáttinn linaðist vöm hans og lét hann þá ýms undarleg orð falla, er að ýmsra á’iti hefðu mátt vera ósögð. Hámarki sínu náði þó ósvífni þeirra félaga, er þeir vitnuðu í son Hannibals og gerðu honum í raun og veru þá úrslitakosti, að velja á milli sonar síns og „Moiskvukommúnismans", er þeir nefndu svo“. „Hannibal valdi lííið“ „Þessi vinnubrögð minnta 6- þægilega mikið á söguna gömlu um ræningjana, sem segja við ferðamanninn: Peningana eðia lífið. Hannibal valdi lífið. Hann reis ekki gegn syni sínum, en hver getur svo sem láð honum það? Spyrjendurnir fengu ná- kvæmlega það svar, er þeir ósik- uðu. En raunar hefði mátt ætfia, að jafn hraustur og vígfimur mað- ur sem Hannibal Valdúr.arsson, myndi bera þetta liag af sér, þótt ódrengilegt væri og hann kannski óviðbúinn, og hafið (isvo!) gagnsókn og látið árásar- mennina fá sin maklegu mála- gjöld. Þeir þremenningamir fóru því með sigur ,af hólmi, þótt sá sigur væri sannarlega ekki vel fenginn, og væri ekki að ólík- indum, þótt sigurlaunin yrðu samkvæmt því“. Hver verður nú hinn miskunnsami Samverji ? „Sem við hugleiðum þetta aln saman, kemur fram úr djúpi nvnninganna saga, er við lásum, þegar við vorum börn. — Klnverjar Framhald af bls. 1 fögnuð, en það vakti athygli að Chou En-lai, forsætisráðherra, sat hreyfingarlaus og tók ekki þátt í fagnaðarlátunum. Hins- vegar fagnaði kínverski ráðherr- ann með lófataki yfirlýsingu Brezhnevs um að Sovétríkin hyggðust ekki draga úr vigbún- aði sínum að svo stöddu, heldur viðhalda hernaðarmætti sínum til tryggingar öryggi landsins. Stundarfyrirbrigði í tilefni byltingarafmælisins birtist ritstjórnargrein í kin- verska blaðinu „Dagblað þjóðar- innar", sem er málgagn stjórnar- innar í Peking. Er þar rætt um skoðanaágreininginn milli ríkj- anna, og segir blaðið hann að- eins stundarfyrirbrigði, sem unnt verði að ryðja úr vegi smám sam an. Þá segir blaðið: „Nikita Krús- jeff var aðalfulltrúi endurskoð- unarstefnunnar. Hann sveik Lenin-ismann, alþjóðaeiningu verkalýðsins og hagsmuni sov- ézku þjóðarinnar". Segir blaðið, að brottvikning hans úr embætti hafi verið hið mesta þarfaverk, sem allir Marx-Lenin-istar og byltingarsinnar um allan heim styddu. Blaðið segir að Sovétríkin og Kína hafi á sínum tíma gengið í bandalag og heitið hvort öðru stuðningi og aðstoð. Og gagnvart sameiginlegum óvini þjóðir og flokkar ríkjanna að standa sam- an. Þjóðirnar tvær eiga ekki sök á því að samband ríkjanna er sem stendur ekki eins gott og það gæti verið, segir blaðið, en enginn getur spillt vináttu þjóð- anna. Þær 650 milljónir manna, sem byggja Kína, eru tryggustu vinir Sovétþjóðarinnar, og munu standa við hlið hennar hvað sem á dynur. Chou við gröf Stalíns Áður en minningarhátíðin hófst í Þinghöllinni í Kreml í dag heimsótti Choun En-lai, eins og fyrr segir, gröf Stalíns, en þangað hefur forsætisráðherrann ekki komið áður. Síðast þegar hann var í Moskvu, 1961, var lík Stalíns enn geymt í grafhýsinu mikla við hlið Leníns. Þangað fór Chou En-lai þá til að leggja blómsveiga að líkpöllunum, en hélt síðan rakleiðis heim til Kina. Hafði forsætisráðherrann komið til Moskvu til að sitja 22. þing kommúnista. En á því þingi réðist Krúsjeff harðlega á Albani, sem fylgja Kínverjum í skoðanadeilunni, og ítrekuðu af- neitun Sovétstjórnarinnar á Stalín. Stalín er enn í hávegum hafður í Kína, og svaraði Chou En-lai þessum ásökunum með blómsveig að líkstalli hins fallna foringja, en hélt síðan á brott. Nokkrum dögum seinna var svo lík Stalíns flutt úr grafhýsinu. Hún var eitthvað á þessa leið: Maður nokkur ferðaðist frá Jerúsalem, niður til Jeríkó. Á leiðinni réðust á hann ræiningj- ar, flettu hann klæðum og 'skildu hann eftir nær dauða en un. Fnamhaldið þekkja allir. Ef einhverjum fyndist, sem Hannibal Valdimarsson hefði lent í ræningjahöndum á um- ræddum blaðamannafundi, væri ekki með ólíkindum, þótt sá hinn sami spyrji: Hver verður nú t» þess, að taka að sér hlut- verk hins miskunnsama Sam- verja?“ — Svo ir.örg voru þau orð. Það er e.t.v. of frekt að spyrja, hver Levítinn hafi verið? (Sbr. Lúkas X., 30)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.