Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 24
24 MQRGUNBLADIÐ Sunnu'dagur 2. ágúst 1964 ■- * : ■•■•■-• ■••••••-• ..........•■'■." ■ ’ •n.v-.................. • ef þú skyldir hafa gleymt, að þú varst með í þessu — og ég sé ekki, að þetta hafi skemrnt myndina neitt, en heldurðu, að husbændur okkar lítil sömu aug- um á málið? Nei, þeir vilja sjá blóð, og það mitt blóð! — Svo að þú ætlar að koma að bjarga sjálfum þér? Því gæti ég varla trúað á þig. — Það verðurðu nú líklega samt að gera, Jill. En nú sting ég upp á, að við látum þetta vera útrætt mál. — Það get ég ekki! Jill fann sjálf, að hún var að sleppa sér. Hún átti fullt í fangi með að hafa hemil á tárunum og hún hafði ákafan hjartslátt af hryggð og reiðí. — Þú veizt það, Jim, að mig langar ekki til að koma þér í bölvun. En viljirðu ekki tala 'sjálfur, verð ég að gera það. Jim leit á hana, eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. Hún hríðskalf. — Ég skyldi setj- ast niður, væri ég í þínum spor- um, Jill, sagði hann. — Ég ætti að verða vondur, en við höfum unnið svo lengi saman og mér þykir vænt um þig. Og mér þætti fyrir því, ef þú færir að gera þig hlægilega, svo að þú ættir að setjast niður og hlusta á mig. •— Hvað áttu við? — Aðeins þetta. Og mundu, að það er enginn heyrnarvottur að þessu samtali okkar. Ef þú ferð að tala, hver á þá að trúa þér nema því aðeins ég staðfesti framburð þinn? Paul Spain er þegar í skömminni, hvað hans hlið málsins snertir. Og Yvonne Holland fer ekki að staðfesta neina sögu, sem hún hefur ekki neitt upp úr. Susan er vilhallur aðili. Og auk þessara vissi eng- inn um þetta nema Banyon, sem er dauður. Nei, við skulum lofa lögreglunni að vinna sjálfri sín eigin skítverk. Jill greip höndunum fyrir and- litið. Það næsta sem hún skynj- aði, var það, að Jim hafði lagt arminn um axlir hennar og varir hans voru rétt við eyrað á henni. — Ég skil vel, hverngi þér líður, Jill. Og mér finnst það fallegt ef þér að koma þér í þessi vand- ræði fyrir hana Susan. En það er bara engin þörf á því — það sver ég þér. Og það sem þú vilt láta mig gera, mundi gera út af við mig. Það veiztu eins vel og ég. En mér datt það í hug, þarna þegar við vorum saman niðri við Svikarahliðið — að þú virtist vera eitthvað fabrýðisöm gagn- vart Susan . . . . að þér þætti dálítið vænt um mig. Var það misskilningur minn? Ofurlítil þögn. — Nei, hvísl- aði Jill. — Jæja, ef svo er, þá . . . — En það er einmitt þessvegna 14 æpti Jill í örvæntingu sinni. — Skilurðu það ekki? Jim gekk skref aftur á bak og leit á hana. Það var einhver einkennileg gretta á vörunum á honum. Nei, sagði hann dræmt. Nei, Jill það skil ég ekki. Tilhugsunin um að glíma við Yvonne Holland sjálfa, fyllti ' Bassett lögregluforingja ugg og það orkaði illa á hann þegar hann sá sömu kvenpersónu fyrir augum sér — með andlitið vand- lega málað, til þess að varðveita gimilegan fölva í andstöðu við skellirauðar varirnar. Og granni vöxturinn í svörtum náttfötum, sem opinberuðu meira en þau huldu og meira en honum fannst viðeigandi — orkaði enn verr á hann. Að hann yrði að heimsækja og spyrja hana í svefnherberginu hennar, bætti ekki úr skák, en hún hafði sagzt vera svo miður sín út af fráfalli Laurence Bany on, að hún kæmist ekki á fætur. Hann komst benit að efninu. — Það mun gleðja yður, ungfrú Holland, að ungfrú Barlow er orðin miklu hressari. — Auðvitað er ég fegin. Ég hef vorkennt stúlkugarminum af- skaplega mikið. — Hún var nægilega hress í morgun, hélt Bassett áfram, — til að gefa ítarlega yfirlýsingu . . . Hann þagnaði til þess að taka eftir viðbrögðum hennar — kvíða, ótta, svipbrigðum. En Yvonne Holland lokaði bara aug unum sem snöggvast og mjakaði sér til á koddanum. — Þér kunnið að vilja gera ein hverjar athugasemdir við þessa skýrslu, hélt Bassett áfram. í stuttu máli sagt er hún á þessa leið: Ungfrú Barlow mótmælir skýrslu yðar um ferðir yðar, kvöldið sem hr. Banyon dó, að því leyti, að hún heldur því fram, að hún hafi farið í fötin yðar og komið í yðar stáð í þessu sjonvarpsviðtali í Tower. Og húii bætir því við, að nærvera hennar hér í gistihúsinu og það að hún fann lík hr. Banyons stafi af því, að hún kom hingað í kvöldverð arboð til yðar. Hvað segið þér um það? i Yvonne Holland hristi höfuð- ið, og á andlitið kom hryggðar- og kvalasvipur. Svo sagði hún þreytulega: — Og þér segið mér, að veslings stúlkan sé orðin hress ari, hr. Bassett? Mér finnst þetta slæmur vitnisburður læknunum hennar til handa. — Voruð þér þá raunverulega fyrir framan sjónvarpsvélina 1 Tower? — Var ég ekki að segja yður það?. Og fenguð þér það ekki staðfest hjá hr. Spain? — Því miður var ungfrú Bar- low hörð á þessu, ungfrú Hol- land. Yvonne Holland reisti sig snöggt upp, líkust eiturslöngu, sem ætlar að fara að bíta. — Þér gerið svo vel að segja Susan Barlow að láta mig í friði, hvæsti hún. — Eg hef farið vel með hana, ef þess er gætt, að hún er ekki annað en ómerkileg vara- skeifa fyrir mig. Og til hvera BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOBEHEAD sækja til Tsarskoe Selo. Raun- verulega var þessi kósakkaflokk- ur ekki nema 700 manns, en það vissi enginn í Petrograd og ýms- ar æsifregnir voru í gangi. Þar sagði, að heill her manna væri að sækja að borginni, og menn flýttu sér að grafa skotgrafir og gera götuvígi á strætum borgar- innar. Vonir stóðu til, að Ker- ensky yrði stöðvaður á sléttun- um fyrir sunnan höfuðborgina og liðsafli rauðliða og sjóliða var farinn þangað til að taka móti honum, á svipaðan hátt og Galli- eni hershöfðingi hafði bjargað París frá Þjóðverjum í upphafi styrjaldarinnar — allir, sem vildu berjast ,lögðu af stað, vagn ar og kerrur voru teknar á göt- unum, sjálfboðaliðar mönnuð eimreiðarnar í herflutningalest- unum, og allir voru einbeittir í örvæntingu sinni. En hvað um árangurinn? Jafnvel í Smiolny voru félagamir farnir að spyrja: Hvað getur múgur gegn æfðum hermönnum?“ Hinn-11. nóvember gusu anur voru skammvinnir en frámuna lega grimmdarlegir — hópur liðs foringjaefna réðst að símastöð- inni (en það þýddi aftur, að SmQlny varð enn einangruð), og það tók allan daginn fyrir rauð liðana að reka þá þaðan út aft- ur. í þetta sinn nam mannfallið rúmu hundraði. En ástandið var næstum enn alvarlegra hjá bol- sjevíkunum í Moskvu; eftir stutt vopnahlé, höfðu bardagar gosið upp aftur, og stjórnarliðar höfðu enn Kreml á sínu valdi. Og nú tók einnig verkfall rík- isstarfsmanna að gera vart við áhrif sín. Símastúlkurnar neit- uðu að vinna fyrir bolsjevíkana, pósthúsin neituðu að flytja póst þeirra og orðsendingar, og bank arnir neituðu að borga út nokkra peninga. Það stoðaði ekkert þótt þeir í Smolny hótuðu að sprengja upp bankahvelfingarnar með dýnamiti og senda rauðliða og sjálfboðaliða til að taka við störfum — það var ekki hægt að gera bankamann eða símritara úr verksmiðjuverkamanni eða sjóliða í einu snarkasti. í endurminningum sínum er Trotsky fullkomlega hreinskil- inn um hættuna, sem steðjaði að bolsjevíkunum, þessa þrjá daga, þegar allt lék á þræði. Með hverj um deginum, sem leið, virtust æ fleiri snúast á sveif með velferð arnefndinni, og hún fékk alla þá peninga, sem hún þurfti úr bönk unum. Veðrið kólnaði og það dimmdi og tók að snjóa, og allan þennan langa myrkurtíma var ein hugsun allsráðandi í hugum allra: Hvenær kemur Kerensky? Það var ekki fyrr en þriðjudag inn 13. nóvémber, að þessa spennu tók ofurlítið að lægja. Trotsky hafði sjálfur farið til vígstöðvanna og það var hann, sem sendi fréttirnar. Hann sím- aði til Smolny: „Nóttin milli 12. og 13. nóvember verður sögu- leg ... Kerensky . . . hefur vex ið felldur frá völdum fyrir fullt og allt. Kerensky hörfar. Við sækjum fram . . . “. Það hafði verði skammvinn orusta við Tsarskoe Selo, en kósakkarnir, eins og aðrir í þessari málæðis- byitingu, höfðu látið sannfærast upp bardagar í borginni. Þeir af ræðum áróðursmanna bolsje víka; þeir höfðu samþykkt að semja og það var sama sem sig- ur. Petrograd var bjargað. Mikil fagnaðaralda gekk yfir kommiss araráðið í Smolny. Sigrihrdsandi tilkynning var send út: „Til hers ins, allra- herflokka, allra for- stöðunefnda hersveita, til allra sovéta verkamanna, hermanna og bændaefna, til allra, allra: Við heimtum Kerensky handtek- inn“. En Kerensky var þegar horf- inn. Dulbúinn sem sjóliði hafði hann læðzt burt frá Gatchina á næturþeli1) og það kom í hlut KALLI KÚREKI Teiknari; J. MORA — Spilið var yður tapað um leið og þér rænduð bankann! Enginn er eins mikill kjáni og sniðugur bófi! — Ég hef verið settur inn áður. Og svo mikið er víst — í fangelsið fer ég ekki aftur. . — Nú hef ég yður sem gísl! Ef ein- hverjum tækizt að rekja slóð mína höfum við kaup kaups — yðar líf- gjöf gegn minni og góðu forskoti. — f>að ætti ekki að vefjast fyrir. Ef Kalli kúreki kemst á slóðina les hann hana eins og opna bók! En Kalli á í dálitlum erfiðleikum með lesturinn... — ... Jæja, svo hér lagði hann út í ána, — en fór hann upp eða niður? Ef ágizkun mín er röng, fer mikill tími til ónýtis. 1) Með hjálp brezka njósnar ans Bruce Lockhart, slapp hann að lokum út úr Rúss- landi. Komilovs hershöfðingja og ann- arra, sem höfðu sloppið úr varð haldi í öllum hamaganginum, að halda baráttunni áfram. En í bili voru bolsjevíkarnir í Petrograd öruggir, að minnsta kosti nógu öruggir til að standa gegn ásókn inni um að mynda samsteypu stjórn með hinum sósíalistaflokk unum. Með falli Kerenskys var endi bundinn á allar samninga viðræður í þá átt. Hinn 15. nóv- ember gáfust stjórnarliðamir 1 Kreml upp; bolsjevíkarnir vörp uðu að þeim sprengjum í síðasta athvarfi þeirra, vopnabúrinu, og þar með var allri alvarlegri and stöðu í Moskvu lokið. Nú var allmjög tekið að snjóa og loftið varð bjart og glitrandi. Fyrir hinum skáldlegar sinnuðu bolsjevíkum var þetta tákn um innri gleði þeirra. Þeim hafði gengið ótrúlega vel. Ekki var nema vika liðin síðan Lenin læddist inn í Smolny, með bindi um höfuðið, til þess að hvetja þá til dáða, og nú höfðu þeir lagt undir sig heilt heimsveldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.