Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 17
r Sunnudagar 2. ágúst 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 — 75 ára . Framhald af bls. 11 r'' Björn Sigurbjörnsson, akur- yrkjufr., 1956. Séra Benjamín Kristjánsson, 1957. Steindór Steindórsson, mennta- skólakennari, 1958. Joseph T. Thorson, forseti fjár- málaréttar, 1959. Dr. Sigmundur Kjartansson, 1961. ■ . Séra Kristján Rðbertsson, 1963. ' Vitaskuld hafa margir heima- . menn flutt ræður og kvæði en ekki gefst rúm fyrir öll þau nöfn. Einn merkasti íslendingadag- urinn, sem haldin hefir verið á Gimli var 75 ára háttð landnáms- ins 1950. Fulltrúi íslands var Pálmi Hannesson rektor mennta- skólans. Hátíðin hófst með guðs- þjónustu sunnudaginn 6. ágúst og svo næsta dag með sama eniði og að venju. Fjallkon- an var Mrs. Steinunn Somer- ville, hirðmeyjar, Margrét And- erson og Esther Stevens, al!- ar afkomenidur fyrstu landnáms manna á Gimli. Dr. Thorbergur Thorvaldson flutti minni land- nemanna. Einar P. Jónsson flutti kvæði fyrir minni íslands og Þorsteinsson fyrir minni landnemanna. Dr. V. J. Eylands var forseti dagsins. Margiar eru ræðurnar orðnar oe kvæðin. sem flutt hafa verið á íslendingadeginum. og oft hafa ættjarðarsönglvarnir hljóm að fagurlega um skemmtigarð- inn. Vel hafa ungmennin skemmt sér við leiki og íþrótt- ir, og eldri og yngri við fjör- ugan dans Jram eftir kveldinu. Þarna hittast vinir og kunningj ar sem ekki hafa sézt í lengri tíma, kannske í mörg ár, spyrj- ast frétta og óska hverjum öðr- um gleðilegrar hátíðar. . Islendingada'álurinn hefur mik ið þjóðræknislegt gildi. Á eng- um einum degi eru ættjorðin og fósturjarðirnar dásamáðar eins og á íslendingadeginum. Síðan deilunum um „daginn" lauk skömmu eftir aldamót hef- ur jafnan ríkt eindrægni í for stöðunefndinni og í hana ha£a valizt hinir ágætustu menn, — sumir starfað í henni um ára- tugi, eins og Vilhjálmur Áma- son á Gimli; Steindór Jakobs- son og Jochum Ásgeirsson frá Winnipej. Aðfir nefndarmenn eru þessir: S. Aleck Thorarinson, forseti Eric Stefánsson, M.P. varaforseti. Jakob F. Kristjánsson, ritari. John J. Árnason vararitari Helgi Johnson, féhirðir B. Valdimar Árnason, varaféhirðir Theodor K. Árnason Fylkisstjórinn, Hon. Errick F. Willi« og Mrs. Willis hafa boðið forsætisráðherrahjónum íslands og syni þeirra að dvelja hjá sér tneðan þau verða í Winnipeg. Á myndinni sézt fylkisstjóra-fjöl- skyldan á balanum fyrir framan heimili sitt. Hlakka til Kanadaferðarinnar ar, sagði frú Sigríður Björns- dóttir, kona dr. Bjarna Bene- diktssonar forsætisráðherra, þegar ég náði tali af henni í dag á heimili þeirra hjóna að Háuhlíð 14 hér í borg. Eins og kunnugt er hefur fslendinga- dagsnefndin boðið þeim hjón- um til Kanada í tilefni af 75 ára afmæli íslendingadagsins í Kanada^ og leggja þau af stað frá Reykjavík 31. júlí, en ferðin mun taka þrjár vikur. Frú Sigríður og dr. Bjarni giftu sig árið 1943, en þá hafði forsætisráðherrann þeg- ar gegnt embætti borgarstjór- ans í Reykjavík frá því árið 1940. Hann var fyrst skipaður í ráðherraembætti árið 1947, og hefur síðan verið ráðherra, að undanskildum árunum 1956 til 1959. En það er líka mikíð starf að vera ráðherrafrú, og því fylgja margar skyldur, og um þetta spurðum við frú Sig- ríði lítillega í dag. — Þetta er allt öðru vísi hér á landi en erlendis, sagði frú Sigríður. Hér taka konufnar ekki eins mikinn þátt í stjórn- málum og þær gera víðast hvar erlendis. Ég reyni nú samt að fara með manninum mínum eins mikið og ég get, og tíminn leyfir. — Forsætisráðherrá þarf oft að taka á móti gestum, hvort haldið þér veizlurnar hér heima fyrir, eða í ráðherrabú- staðnum? — Ég vil heldur hafa veizl- urnar hér heima, ef fólkið er ekki of margt. Mér virðist út- lendingum þykja meira í það varið, að fá að koma heim á heimilin heldur en koma í sam kvæmi annars staðar. — Virðist yður þetta vera eins annars staðar, þar sem þér hafið komið? — Nei, þar er yfirleitt ekki farið með gestina heim á heim ilin, nema fólk sé farið að þekkjast eitthvað meira, og þá litið á það sem sérstakt vina- fólk. — Er ekki erfitt að sam- ræma hlutverk ráðherrafrúar hlutverki húsmóður og móð- ur? — Ekki finnst mér það. Áð- -ur fyrr höfðum við alltaf vinnustúlkur, en svo var ekki lengur hægt að fá íslenzkar stúlkur og nú hefur enginn ráð á því að hafa hjá sér út- lendar vinnustúlkur. Börnin eru líka orðin svo stór, að þau geta séð um sig sjálf, þegar við þurfum að fara út á kvöld in. Við eigum fjögur börn, Björn, sem tók stúdentspróf í vor, og fer með okkur til Kan- ada, sem ritari föður síns, Guð rún 18 ára, sem ætlar að vera ráðskona á meðan við erum í burtu. Svo er Valgerður 14 ára og vinnur í kirkjugörðunum í sumar í garðvinnu og að lok- um er Anna, sem er 9 ára. — Að lokum langar niig til að spyrja, hvort þér eigið nokkra ættingja vestan hafs? — Nei, ekki held ég það. Foreldrar mínir voru báðir héðan af Suðurlandinu, og ég veit ekki til þess að við eig- um nokkuð skyldfólk í Kan- ada, aftur á móti á maðurinn minn skyldmenni þar, sem hann hefur haft samband við, og sumt af því hefur meira að segja komið hingað til lands í heimsókn síðustu árin. Frú Sigríður ætlaði að bregða sér að Þingvöllum síð- degis í dag, svo að við höfum þetta ekki lengra. Þar geta þau hjónin hvílt sig eftir ann- ir dagsins úti í náttúrunni, og hvergi er fegurra en á Þing- völlum í góðu veðri. M Y N D þessi og samtalið, sem hér fer á eftir, birtist í hátíðablaði Lögbergs- Heimskringlu 23. júlí og var tilefnið heimsókn for- sætisráðherrahjónanna á Islendingadaginn 3. ágúst. Mbl. tók sér það bessaleyfi að birta hér hvorttveggja, samtalið og myndina. p-g Reykjavík, 13. júlí. Forsætisráðberrafrúin, Sigríður Björnsdóttir með börnum — Ég er mikið farin að sínum fjórum: Birni, Guðrúnu, Valgerði og Önnu, hlakka til Kanada-ferðarinn- Haraldur Bessason Harold DaLman Gústaf Kristjónsson Wilhelm ’v"’stjánsson Baldur irdson Ingólfur _ . -ison Kjartan V. c n W. Snorri Jónajv.- Kristján Kristjánsson L. Helgi Olsen Gúðmundur Stefánsson l I -----*--------------------------MMtMIMti.*! íWiUliuuiaiíauuu.y"!""”"!"“”3 ■•■•■■••■■•■•■•■•a«i ■■■■■■■■•■••■■■■■■- • ■■■■ — ■■■■■■■■■■- CHEVELLE Ný millistærð. Byggðir á rafsoðna grind. Gormafjöðrun. Sérstaklega útbúnar bjólaskálar til varnar ryði. Sjálfstillandi bremsur. Völ er á 4 gerðum» véia og 4 gerðum gírkassa. Verðfrákr. 275,000,00 VELADEILD 10. ÁGÚSI Mallorka - ferð Kaupmannahöfn á útleið — Sól og sumar á Mailorca. — Dvöl í Lond on á heimleið. 16 dag- ar. — Kr. 17.871.00. Fararstjóri* Gunnar Srhranv. Nokkur sæti laus. LÖND * LEIÐIR Atfalstrœti 8 simar — Benedikt blJndal heraðsdomslogmaður Austurstræti 3. — Sinu 10133.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.