Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐID Sunnu'dagur 2. ágúst 1964 75 ára afmæli íslendingadagsins í Kanada MÁNUDAGINN 3. ágúst verð ur haldin að Gimli í Mani- toba, sjötugasta og fimmta þjóðhátíð íslendinga í Vestur- heimi, íslendingadagurinn. — Dagskrá hátíðahaldanna verð ur svipuð og dagskrá þjóðhá- tíðarinnar oft hér heima, ávörp, ræður, kórsöngur og kvæðáflutningur, Fjallkonan kemur fram og sýnd verður íslenzk glíma. Um kvöldið verða sýndar kvikmyndir og síðan stiginn dans fram eftir nóttu. Heiðursgestir hátíðar- innar eru íslenzku forsætis- ráðherrahjónin, dr. Bjarni Benediktsson og frú Sigríður Björnsdóttir. Efni það sem hér birtist er tekið úr hátíðablaði Lögbergs- Heimskringlu, sem gefið var út 23. júlí og tileinkað er 75 ára afmæli íslendingadagsins í Kanada. í ísíendingadagsblaði Lög- bergs-Heimskringlu, er gefið var út í fyrrasumar var fyrsta ís- lendingadeginum lýst all ítar- lega, en hann var haldinn í Milwaukee, Wiscansin 2. ágúst 1874 í tilefni þess að þá voru lið- in eitt þúsund ár frá upphafi íslandsbyggðar. Á þeim árum mátti þessi borg kallast höfuð- staður íslendinga vestan hafs, enda voru þar samankomnir ýmsir þeirra manna er síðar gerðust aðal-forystumenn meðal Vestur-íslendimga: séra Jón Bjarnason, Jón Ólafsson skáld og ritstjóri, Ólafur Ólafsson frá Espihóli, Friðjón Ffiðriksson, séra Páll Thorláksson, Þorlákur Jónsson frá Stórutjörnum og Jón Thorðarson. Fluttu þeir flestir ræðu á þessari þjóðhátíð og hef- ir löngum verið vitnað í þær, en þó sérstaklega i prédikun séra Jóns. Frú Lára kona séra Jóns, æfði og stýrði söngnum. Vakti þessi þjóðminningahátíð mikla athygli. Næstu árin eftir 1874 voru ís- lendimgar í sifelldum nýlendu- leitum, byggðamyndunum . og flutningi og mynduðust íslenzk- ar nýlendur á þessum stöðum á næstu 16 árum: Nýja íslandi, Minnesota, Norður Dakota, Winnipeg, Argyle, Selkirk, Þing- vallanýlendan í Saskatchewan, Álftavatnsnýlendan og Shoal Lake og fl. Fyrsti íslendingadagurinn í Kanada Þegar fastabyggðir höfðu myndast fóru að heyrast raddir um að æskilegt væri að íslend- L.L.B. Forseti dagsins. ingar tækju upp sérstakan þjóð- minningadag eins og aðrir þjóð- flokkar hér í landi; mörgum var minnistæð þjóðhátíðin í Mil— waukee. Árið 1890 var Winnipegbong orðin höfuðstaður íslendinga í Vesturheimi. Borgin var í örum vexti. Árið 1888 voru íbúar henn- ar um 21 þúsund (nú er tala Metropolitan Winnipeg 500 þús- und). Til borgarinnar hafði safn- ast fjöldi íslendinga, beint frá Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra íslands, flytur aðalræðu dagsins. íslandi og úr íslenzku byggðun- um og höfðu þeir fjöruígt félags- líf sín á meðal. Þeir höfðu stofn- að íslendingafélag (síðar nefnt Framfarafélag), söfnuði, Kven- félag, ' Söngfélag, Bindindisfélag o.fl. Þeir gáfu út tvö vikublöð, Heimskringlu og Lögberg og auk þess Sameininguna. Meðritstjóri Heimskringlu, Eggert Jóhannsson hvatti Winni- peg-íslendinga í blaði sínu 1888 til að efna til þjóðhátíðár. Ekkert varð þó úr framkvæmdum. 4. júní 1890 skrifaði Jón Ólafsson skáld, þá nýorðinn meðritstjóri Lögbergs, samskonar grein. Höfðu menn þá hugsað málið og fékk það nú byr undir báða vængi og var nefnd kosin til að undirbúa hátíðahöldin. í nefndinni voru ritstjórar vikublaðanna og Sameiningar- innar og menn frá öllum ís- lenzku félögunum í bænum: Einar Hjörleifsson (Kvaran) Jón ÓJafsson Eggert Jóhannsson Gestur Pálsson Sigurður Einarsson Jón Blöndal Sigltryggur Jónasson Séra Jón Bjarnason Wilhelm H. Paulson Jóhannes Gottskáldsson Signý Pálsdóttir Olson Dr. S. E. Björnsson flytur frumort kvæðL Eleónóra Júlíus Halldór G. Oddsson Guðjón Jónsson Forseti var kjörinn Wilhelm H. Paulson. Skrúðganga. Ktukkan hálf tíu um morg- uninn 2. ágúst 1890 kom fólkið saman á balanum sunnan við Fyrstu lútersku kirkjuna (á strætahornunum Ross og Nena (Sherbrook). Var þar skipað í fylkingar og skrúðganga hafin kl. 10,30. Fjörutíu leiguvagnar, allir þeir leiguvagnar sem til voru í bænum, fluttu konur og börn, en reyndust þeir langt of fáir fyrir þann mikla fjölda, svo að margar konur urðu að í ianga. Á undan fólkinu gekk hornleika flokkur hermannaskólans blás- andi fyrir liði. Prósessían hélt austur Ross stræti suður Isabel og austur Notre Dame, niður á Portage og ofan á Main St. og austur Rupert St. til Viotoria Gardems. Hátíðin, Skrúðgangan og hátíðin vakti feikna mikla athygli í Winni- peg, enda var hún fjölmenn og< margir íslenzkir gestir úr ný- lendunum, svo sem Nýja Is- landi, en þó einkum frá Dakota. Þar voru og margir boðsgestir annarra þjóðema, eins og Hon. Schultz, fylkisstjóri Manitóba, Mr. Taylor Bandaríkjakonsúll, Mr. Green Danakonsúll, Mr. Scartíh M.P., Mr. Bennett toll- gæzlustjóri, Mr.. Hespester kon súll Þjóðverja, Mr. Metcalfe M.P. frá Ontario og fleiri. Forseti setti hátíðina með ræðu og mælti bæði á íslenzku og ensku, og bauð alla velkomna. Þá lék lúðraflokkur inn þjóðhátíðarlagið: Ó, guð vors lands. Næst var flutt og sungið kvæði Jóns Ólafssonar, Já, vér elskum tsafoldu. Einnig mælti Jón fyrir minni íslands í forföllum Gests Pálssonar. Þá var lesið og sungið kvæði Ein- ars Hjörleifssonar (Kvaran) fyr ir minni Vesturheims; Önnur lönd n-.'ið e'lifrægð sig skreyta, en séra Jón Bjamason hélt ræð- una. Eggert Jóhannsson flutti ræðu á ensku fyrir minni gest- anna, en þeir svöruðu með vin- samlegum orðum í garð íslend- inga. Eitthvað mun fleira hafa farið fram af frumsömdum kvæðum og ræðum á hátíðinni, auk þess sem mikið var sungið, ýmsar íþróttir leiknar svo sem hlaup, stökk, glímur, kappróður og að lokum dans kl. 8. Hátíðin fór hið bezta fram og heppnaðist vel, enda var góðum mönnum á að skipa. Hún vakti ekki einungis íslendinga, stillti hugi þeirra saman og magnaði þá nýjum íslenzkum eldmóði, Hon. Errick F. Willis flytur „Mlnni Kanada“. Fjallkonan — Frú Ásgerður Bessason heldur vakti hún einnig með- borgara þeirra til fullrar athygli og kynningar á Islendingum, sögu þeirra, þjóðerni og ætt- landi. Ummæli dagblaðanna. Manitoba Daily Free Press og Winnipeg Dai'y Tribune fóru lofsorðum um hátíðahaldið, en auk þess fluttu þau bæði ítar- legar ritstjórnargreinar um ís- land og íslenzku þjóðina. Free Press gat hinnar þúsund ára menninijarsögu íslendinga, landfundanna fornu, bókmennta og þjóðskipulags þeirra. Var vik ið að því hve fljótlega íslending ar hér hefðu samlagast hérlend um mönnum og gefið sig að al- mennum málum, og ekki yrðu þeir minna metnir fyrir það að láta sér þykja sóma að þjóð- erni sínu. Tribune hafði meðal annars þetta að segja: „Mörgum af borg neins slíks mannsafnaðar hér ! landi, sem jafnast hefur á við þennan að því er snertir hin al- mennu merki velmegunar og menntunar og góðrar reglu. Auk þess sem íslendingar eru að tölunni einn af hinum þýðing- armestu þjóðflokkum í Mani- toba, þá eru þeir jafnframt meðal hinna menntuðustu og framfarasömustu" Og svo fer blaðið fögrum orðum um ein- kenni og menningu Islendinga yfir höfuð. Fólkið úti í nýlendunum las fréttirnar um íslendingadaglinn með hrifningu og sp.urði þá, sem þar höfðu verið, spjörun- um úr, en hét á sjálft sig, ef hæigt yrði naasta sumar, að bregða sér á Íslendingadaginn í Winnipeg. Hér fylgir fyrsta kvæðið sem ort var fyrir minni Ve-tur- heims: Önnur lönd með ellifrægð sig skreyta, ævalöngu dauðum kappa-fans, út í dimma fornöld lýsa’ og leita lífsins perlum að og heiðurs-krans. Þú ert landið þess er dáð vill drýgja, dýpst og sterkast kveður lífsins brag. Þú ert land hins þróttarmikla* og nýja. Þú varst aldrei frægri’ en nú — í dag. Önnur lönd í kónga-dýrð sig dúða, dýrast meta fágað líf í sal. Hér er starfið skærara’ öllum skrúða, skýrast aðalsmerki snót og hal. Hér er frelsið lífsins ljúfust sunna, líka fólksins öruggasta band. Allir þeir sem frelsi framast unna fyrst af öllu horfa’ á þetta land. Vesturheimur, veruleikans álfa, vonarland hins unga, sterka manns, fyll þú móð og manndáð okkur sjálfa móti hverjum óvin sannleikans; lypt oss yfir agg og þrætu-dýki upp á sólrík háfjöll kærleikans. Vesturheimur, veruleikans ríki, vonarland hins unga, sterka manns! Einar Hjörleifsson (Kvaran) urum þessa bæjar, sem ekki er kunnugt um fjölda og ástæður hinna ýmsu þjóðflokka, sem hér eiga heima, hlýtur að hafa ftuid izt þessi íslenzka prósessía líkj- ast nokkurs konar yfirnáttúr- legri opinberun. Að því er stærð ina snertir, þá var prósessían ein sú helzta af þeim, sem far- ið hefur eftir götum Winnipeij- borgar, og vér minnumst ekki Árið eftir, 1891, var hátíðin haldinn 18. júní í Dufferin Park með sama sniði og áður. Árið 1892 var hátíðin færð aftur ti) baka til mánudagsins 1. ágúst otg haldin í Elm Park. Báðar þessar samkomur voru fjölsóttar, enda kom þar fram úrval ræðumanna og skálda, en þó mun fjórði ís- lendingadagurinn sem haldin var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.