Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.08.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. ágúst 1964 3 MORCU N BLAÐIÐ Valdemar fyrir framan verksmiðjuhusið. „Innflutningsverzlun þarf að njóta betri segir V&ldemar Baldvinsson, forsijóri Efnagerðar Akureyrar Sr. Eiríkur J. Eiriksson Tii friöar heyrir ÝMIS ný fyrirtæki hafa sprottiff upp á Akureyri á síff- ustu árum, en önnur hafa i fært út kvíarnar, aukiff starf- semi sína og stækkaff húsnæffi sitt. Eitt þeirra er Efnagerff Akureyrar h/f, í daglegu tali kallaff „Sana“ eftir vörumerk- inu á flöskutöppunum, sem > þaðan koma. Ég brá mér þangað einn daginn og ræddi litla stund I við hinn duglega og ósporláta í framkvæmdastjóra, Valde- ! mar Baldvinsson. Hann er Hríseyingur, fæddur 1921, en fluttist til Akureyrar tvítug- ur að aldri. Valdemar var starfsmaður KEA í rúm 20 ár, þar af 4 ár í útibúinu í Hrísey, og var deildarstjóri skódeildar í 13 ár. Árið 1958 keypti hann hluta í Efnagerð Akureyrar og gerðist jafn- . framt framkvæmdastjóri fyr- I irtækLsins. | — Jæja, Valdemar, þið eruð hér í spánýjum húsa- kynnum, málningin er varla I þornuð. Eruð þið nýfluttir? j — Já, við fluttum hingað í fyrir rúmum mánuði, þó að ! húsið sé ekki fuilgert ennþá, , ekki einu sinni neðri hæðin, sem við fluttum samt inn í, en það er alltaf verið að vinna við hana og þetta smá lagast með hverjum deginum. í Bóm var ekki reist á einni nóttu. | | — Þið voruð í Innbænum ! ; áður. — Við vorum í Hafnar- stræti 19, hinu gamla slátur- húsi Höepfnersverzlunar, en seldum það á síðasta ári og réðumst í að reisa þetta hús. Það er 720 ferm. á tveim hæð- 1 um, en efri hæðin er alveg 1 óinnréttuð enn. Á þessari lóð, þar sem saman koma Norðurgata, Hjalteyrargata og Furuvellir, er nóg land- Munchen, 30. júlí — NTB FRÁ því var skýrt í Munchen í dag, að grein sú, sem fyrir nokkru birtist í vestur-þýzka íhaldsblaðinu „Zeitung", rými til stækkunar húsakynn anna í framtíðinni. Nú háir okkur mest fjármagnsleysi. Eina lánið, sem við höfum fengið til þessa, er úr Iðnlána sjóði, en til þess að geta lok- ið þessu húsi þarf meira fé, sem við getum ekki tekið í einu út úr rekstrinum. Það hefur þó ekki fengizt enn, þó að við höfum lausan 1. veð- rétt til að bjóða, en við von- um hið bezta. — Við þurfum að sækja allt slíkt undir Reykvíkinga, og aðstaða okk- ar Norðlendinga er miklu erfiðari vegna fjarlægðarinn ar, bæði gagnvart bönkum og sérsjóðum. Af viðskiptabönk um hér er tekið svo mikið fé og bundið syðra, að þeir hafa ekki bolmagn til að lána svo neinu nemi. FJÖLBREYTTAR FRAMLEIBSLUVÖRUR — Hvað er svo að segja um starfsemina? Hverjar eru framleiðsluvörurnar? — Þær eru mjög fjölbreytt- ar, en helzt má nefna 8 teg- undir af gosdrykkjum. Af þeim eru tegundirnar Valash og Jolly — Cola langmest keyptar. Jolly-Cola er fram- leitt á öllum Norðurlöndun- um, í Danmörku t. d. bæði af Carlsberg og Tuborg verk- smiðjunum. — Svo eru margs konar krydd- og efnagerðar- vörur, saft og ávaxtasafi. — Svo vinnum við mjög mikið að pökkun á ýmsum vörum, sem við flytjum inn beint, eins og t. d. salti og kókos- mjöli. Starfsfólkið er 14 manns, og 1963 voru greiddar 700 þús. krónur í vinnulaun. INNFLUTNING-VERZLUN — Já, þið rekið orðið mikla innflutningsverzlun jafnhliða verksmiðjurekstrinum. nafni Barry Goldwaters, for- setaefni repúblikana, og fjall- aði um sameiginlegan kjarn- orkuher NATO-ríkja, sé raun- í verulega samin eftir áróðurs- á Akureyri aöstöðu — Hún er mjög vaxandi þáttur í starfseminni. Við flytjum inn margs konar mat vörur, svo sem hveiti, sykur o. fl., og seljum í heildsölu. Svo sjáum við um rekstur á systurfyrirtæki, sem heitir Kjarnfóður h/f og flytur inn maís, klíð og fleiri tegundir í fóðurblöndur. Ætlunin er að auka þennan þátt í haust, svo sem að blanda hænsnafóður. Kjamfóðrið er selt víða um Norður- og Austurland, bæði til verzlana og einstaklinga. — Hvernig gengur að reka innflutningsfyrirtæki hér á Akureyri? — Því er ekki að neita, að aðstaðan er hér miklu erfið- ari en í Reykjavík og miklu erfiðari en hún þyrfti að vera að minni hyggju. Okkur finnst til dæmis hart, að við skulum ekki geta fengið vör- ur úr Tollgeymslunni tollaf- greiddar hér og að þær skuli þurfa að tollafgreiðast ófrá- víkjanlega í Reykjavík. Ég var farinn að hlakka til að fá þessa Tollvörugeymslu, en þetta hafa orðið mér mikil vonbrigði. Ég varð t. d. um daginn að senda kunningja mínum syðra óútfyllta og undirskrifaða ávísun og biðja hann að fylla hana út fyrir mig og leysa út vöru- partí. Ég hefði auðvitað getað farið suður sjálfur, en síikt er bæði dýrt og tafsamt. — Við vildum líka gjarna geta fengið greiðsluheimildir í bönkunum hér, en þær fást ekki, þetta fer allt í gegnum Reykjavík. Það tekur okkur minnst viku að fá greiðslu- heimild fyrir vörum, sem eru á frílista, meðan Reykvíking- ar fá hana samdægurs. — Þrátt fyrir allt ætlum við að auka innflutnings- og heild- verzlun til muna frá því sem nú er, og ég er bjartsýnn á framtíðina. Erfiðleikarnir eru til þess að sigra þá og stælast af þeim, ekki satt? Sv. P, pésa Repúblikanaflokksins. í greininni var Goldwater lát- inn halda því fram, að áætlunin um sameiginiegan kjarnorkuher sé móðgun við viti borna sam- herja Bandaríkjanna. Sérhver hljóti að geta séð, hverjar af- leiðingar það hefði, ef koma ætti á fót flota, þar sem hvert skip væri mannað mönnum af ólíku þjóðerni. Þá var því haldið fram í grein- inni, að Bandaríkin hafi dregið úr mætti Atlantshafsbandalags- ins, og sé það m. a. því að kenna, að þau hafi tilhneigingu til að X. sunnudagTir efttir trinitatis. Guffspjalliff. Lúk. 19, 41—48. ÉG VAR á heimleið snemma dögunar föstudagsmorguninn 31. júlí, frá því að jarða einn mesta útivistarmann þjóðar .okkar, Guðmund Einarsson á Brekku á Ingjaldssandi. Mér kom í hug, að fyrir meira en 60 árum hafði hann horft yfir svæði það, er við ókum um, af Fanntófellí. „Veðurblíðan, umhverfið og einveran heillaði mig. Mér flaug í hug að komast upp á Fanntó- fell. Erfið var gangan. Útsýnið var bæði mikið og fagurt. Töfra- sýn, sem ég aldrei gleymi. Þá var Guðs almáttuga hönd að steypa geislaflóði morgunsólarinnar yfir hæstu fjallahnjúka, svo að þeir glóðu eins og skæra gull. Það er eins og hvíslað að mér að gaman væri að ganga suður að Reyðarvatni. Ég sé blika á álftir, þegar ég nálgast“. Guðmundur hafði verið að gegna skyldustarfi þarna í ó'byggðum en gefið sér, sem oftar, tíma til náttúruskoðunar. í guðspjalli dagsins grætur Jesús yfir Jerúsalem. Okkur hlýt- ur að finnast einkennilegt, að hann skuli gráta andspænis svo fagurri sjón. En við nánari at- hugun sjáum við ástæðuna. Gyð- ingar þrá frið. Kveðja þeirra er: „Friður sé með þér“, — en þeir vita ekki, hvað til friðar heyrir. Friður er fólginn í fulí- nætging okkar dýpstu þrár í samræmi við akkar innsta eðli. Sumarið nú hefur viða í landi okkar verið lakara en við mynd- um óska. Menn streyma þó út úr bæjum og þéttbýli og leita friðar í skauti íslenzkrar nátt- úru og munu gera það nú um þessa helgi ekki sízt. Á námsárum eru farnar ferðir til hvíldar frá bóknámsinniset- um. Um var að ræða eitt fyrsta skólaferðalag á landi hér og var þetta 5. bekkur Menntaskólans í Reykjavík. Einn daginn tróðu menn sér inn í heldur óvistlegan kofa og fóru að dansa þar. Fararstjóra var raun að þessu. Honum fannst, að réttara væri að hafast við sem mest úti undir berum himni og drekka í sig áhrif náttúrunnar. Allt var þetta saklaust og ungl- ingar þurfa á tilbreytni að halda. En það væri vel, ef hægt væri að leiða unglinga og fólk yfir- leitt að lindum íslenzkrar nátt- úru. Við mennirnir erum í rík- ara mæli en við gerum okkur grein fyrir útlagar. Við ættum að varpa af okkur fjötrum daglega lífsins í fyllri mæli en við ger- um og krjúpa við fótskör sköp- unarverksins, kyssa jörðina og láta lokka hennar, grænt grasið og annan gróður, strjúkast um vangann. Við skyldum fagna tærri vatnslind á vegi okkar og leggjast gönigumóð að barmi hennar. Við skyldum ganga á sjónarhæð nokkura og líta yfir landið laugað fjarlægðarbláma og skynja upphafningu hið innra með okkur. Úr hæð greinist dýpt vatns. Er við lítum um- komast að einhliða samkomulagi við Sovétríkin. Talsmaður „Zeitung" greindi frá þvi í dag, að blaðið hefði fengið greinina senda frá frétta- stofu í Múnchen, sem hefði sagt, að greinin væri byggð á útdrætti úr áróðurspésa, sem gefinn var út fyrir landsþing repúblikaina í San Francisco. Blaðafulltrúi Goldwaters í Washington sagði í dag, að Gold- water hefði ekki samið umrædd- an pésa. hverfi okkar af sjónarhól ein- hvers konar, skynjum við dýpra en ella eðli tilveru okkar og til- gang. Við erum ekki aðeins af jörðu komin og fyrir okkur á ekki að- eins að liggja að hverfa til henn- ar. Við þurfum að gera okkur þess grein, að af jörðu og á jörðu lifum við. Ég var eitt sinn staddur á villugjarnri leið með vini mín- um. Það var blindhríð og storm- ur. Ég var tekinn að óttast, að við værum að villast. En ferða- félagi minn var öruggur. Hann talaði ekki margt. Loks segir hann: „Vertu óhræddur. Ég þekki þessa steina, sem við nú stöndum á. Ég finn fyrir þeim gegnum frosna skóna mína. Það er skammt héðan út á Þorsteins- horn. Þetta er rétt við heiðar- brúnina". Það er nauðsynlegtt að vita, hvar maður er staddur og að skynja rétta leið og umhverfj gegnum frost og hríð ævinnar. En til þess þarf að ganga á vit fjalls og dals, átthaga og ætt- lands sem oftast og eiga sér kunnugleika á aðstæðum í ytri og innri merkingu. Það er gamalt heilræði að ganga með sjó fram, þegar manni er órótt innan brjósts. Sjórinn er ekki alltaf friðsamlegur, en bylgjan — hreyfing hans og brotnandi bárur kalla fram við- nám í mannshuganum og sjó- inn lægir og sálir okkar spegla frið hans. .Tæknin má ekki hlaða vegg milli okkar og náttúrunnar með frumkraft sinn og göfgandi og friðandi áhrif. Samkvæmislíf er gott að vissu marki og innan tak- markana. Það er gott og nauð- synlegt að koma saman, en við megum ekki gleym þeirri llfs- fyllingu og fullnægju, sem því er samfara að koma. til móts við móður jörð og teyga lífsdrykk brjósta hennar. Oig þá umfram allt einnig frið hennar, fá æða- slög hennar í eigin hjarta og spor hennar á gróðursins vegi og vaxtarins til fyrirmyndar á ævi- göngunni. Guðspjallið geymir ein bitr- ustu orð Jesú. Þar kemur fram nokkur skýring þess að hann grætur eða réttar sagt, orsök þeirrar eyðingar, er hann sér fyrir sér og harmar svo sárt: „Og hús mitt á að vera bæna- hús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli". í þessum ummælum er átt við musterið í Jerúsalem, en við megum láta musterið tákna hina ytri náttúru og væri vel, að við létum umgengni okkar þar mót- ast af lotninigarkennd og bænar- hug andspænis skapara alls, er náttúran birtir okkur hreinleiks, fegurðar og göfgi. Við hrópum á löiggæzlu menntun, efnalega uppbyggingu og bættar ytri aðstæður. Alls þessa er þörf, þar sem fólk leggur leiðir sínar í leyfum sínum svo sem um helgina sem nú stendur yfir. En leitum friðar í faðmi lands okkar nú og sköpum frið, þar sem við erum. Megi okkur, eldri sem yngri, auðnast það. Musterið erum við sjálf. Sú er kenning Krists og heilagrar ritninigar. Borgin sem Jesús grætur yfir, er þú og ég. Okkur er friðar vant og á skortir, að við vitum, hvað til friðar heyrir, Musterið er mannshjartað. Það skiptir öllu máli að Guðs andi búi þar. Leitum hans í Guðs orði, þar sem Guðs rödd er í sálum okkar og hinnar skapandi hand- ar gætir, sem og lætur gróður verða og þroska í hinni ytri náttúru. Hugfestum, að til friðar heyrir samfélag okkar við Guð og hans blessaðan son, Jesúm Krist, — Amen. Goldwater-viðtalsð byggt á áróðurspésa - ekki ummœlum hans sjálfs, segir nú í Munchen og Washington

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.